Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
Þegar ég bregð mér af bæ!!!!!!
16.7.2006 | 17:24
Í gærdag keyrði ég Pálmason í 50.afmæli hjá starfsbróður hans í Mosfellsbæ...Síðan fórum við mæðgur í búðarráp í Kringluna og Smáralind þangað til verslunum var lokað...fórum á Nings að borða og síðan í bíó...ferlega skemmtilega mynd sem heitir Stick it...mæli með henni
Brunum síðan í Mosfellsbæ að ná í Árna sem var í þrusustuði með sögustund gaf sér aðeins tíma til að kynna konuna sína fyrir þeim er ekki þekktu með þeim orðum,,þetta er mamma hans Jóns Þórs og sú yngri er systir hanns"(svo til alir þarna þekkja Jón)
Á heimleiðinni þurfti ég að fara að næsta hringtorgi til að snúa við...OÓ kunnuleg bláblikkandi ljós..vík...3 löggubílar í röð...sá þá fara í verslunarkjarnan...á næsta hringtorgi er löggubíll búin að leggja þannig að aðeins 1 bíll kæmist framhjá ..þrjú löggumótorhjól komu aðvífandi og stoppuðu þarna...1 löggubíll til þaut framhjá...........allir bílar voru stoppaðir og náttúrulega ég..´mér datt í hug að ég mættti ekki orðið skutla Árna án éss að lenda í löggunni.
Í fréttum í morgun sáum við að framið hafði verið vopnað rán í KRÓNUNNI í Mosfellsbæ í gærkvöldi.....
Vel gengur að skrúfa og breytast pakkningar í mublur á augabragði.......Pálmason notar sínar rafmagnsvélar......meðan ég handskrúfaði allt......mundi ekkert eftir tólunum.
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gærdagur!!!! 13.júlí.
14.7.2006 | 02:36
Held ég sé að breytast í náttTROLL
Nýliðinn dagur var svosem ekkert merkilegri en aðrir dagar
Annars afrekaði ég það að koma saman hillunum og skápunum í kringum sjónvarpið.Beta hjálpaði mér að festa hillurnar sem eru á milli skápana...en ég legg ekki í að setja glerhurðarnar ein....en er búin að skrúfa allt sem skrúfa þarfnema að festa endanlega saman æji þarna hurðardrasliðen í bólið....þarf að ná í Árna á flugvöllinn í fyrramálið .....spurning með að skreppa þá aftur í bólið...
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
.....................................................
13.7.2006 | 01:31
Fór í jarðarför í dag og ætla ég svo sem ekkert að tíunda það neitt frekar...nema mig langar að segja frá því að Jonni Ara frændi minn söng einsöng..lag eftir Bubba sem heitir Með þér..sem Sigríður held ég Gröndal syngur og Svefnljóð sem Vilhjálmur heitinn söng..og söng Jonni svo lista vel að mér datt í hug að Bjarni Ara hálfbróðir hans þyrfti að fara að passa sig.Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jonni syngur við jarðarför...hann söng líka í jaraðarförinni hennar ömmu okkar í vetur.
Er kát með Magna....
Er lang þreyttust og á leið í bólið .Eigið góðan dag og njótið ykkar.
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hitt og þetta þó aðallega þetta!!!
12.7.2006 | 04:00
Einhver Ári er í eldhúsinu hjá mér.....sem er búin að fela retturnr 3x í nótt ...ef þær hverfa einu sinni enn þá reyni ég að svæla hann út með búkhviðum...eða hættti að reykja......je.
Og Lísa mín skvísa hættu AÐ DANSA.....................ÞAÐ hefur komið berlega í ljós að þessi hopp í þér bera þvílíkan árangur að annað eins hefur ekki sést í manna minnum
Tjaslaði saman sjónvarpbekknum í gær og í morgumRæðst á hina pakkana annað kvöld.Væri ferlega gaman ef ég gæti verið búin áður en Pálmason kemur.
Karlinn minn kemur ekki heim fyrr en á föstudag(átti að koma í kvöld) en eitthvað rugl var á Reyðarfirði og nokkrir reknir og það þarf mann í mannsstað
Gat ekki kosið í Rockstar sama rugl og síðast.Fanst Magni koma betur út en síðast...litla djöflatuðran Dilana var mergjuð....svo er ég bara dáldið hrifin af Ástralanum..Kanadatöffarinn finnst mér hálfgert feik........
Nú ætla ég að fara að og fá mér rettu þ.es.ef ég finn þær???ef ekki þá slaka ég á endaþarminum og beint í bólið.....EN
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HVAR ER GÉIÐ?????
11.7.2006 | 10:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tölvusnillinur??????
10.7.2006 | 14:22
Ég er að reyna að setja inn myndir úr vinnunni hjá Árna og eins af eldhúinnréttinguni(nema öðruvísi uppröðun)Nú er ég komin með Suðurverksmerkið og sýnishorn af innréttinguni á frontinn á tölvuskjánum...ÞVÍLÍKUR SNILLINáði þó að setja sturtuklefan inn.Þetta djásn er Árni að kaupa fyrir konuna sína svo hún hætti að ganga skrækjandi af verkjum um gólfin á nóttunni eins og hann segirhonum langaði í þetta en mér í bað með sturtuen hann er barasta yndislegur karl.Er að fá það sem ég verslaði í Ikea á eftir og núþarf kerlingin að taka til hendini,,,kofinn á hvolfi og ekkert pláss fyrir ný húsgögn nema gera eitthvað í málinu,,,,herbote og og og og þrefalda þyrluskrúfu og hana nú sagði hænan og lagðist á bakið og.................
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
OOOOO allt svo magnað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
8.7.2006 | 04:29
Þarf svosem ekkert að setja það á prent að ég er ógeðslega montinn af Magna og á náttúrlega bara orðið doldið í honum, Borgfirðska íslendingum (svona eins og strákunum okkar)Maður hefur nú svosem eitthvað komið nálægt gaurunum í þessari ætt hér í denn og ekki orð um það meir Þóra....og alls ekki þú Vigga
Höfuðborgin var heimsótt í dag (eh gær) hreynsaði nánast út úr Ikeabara að plata nóg eftir...fór líka í sturta.is og keypti sturtuklefan sem betri en vandlátari helmingurinn var búin að ákveðasko ég ræð sko ekki öllu
Hringdi í Grímsa sem er að keyra fyrir Martein, hann er búin að flytja fyrir mig áður og það ekki vandræðalaust,sem aldrei slíku vannt átti ég ekki sök á ,og mundi hann nú alveg eftir mér þarna í EyjahrauninuFrétti að frúin á 26 hefði verið að fá sér baðinnréttinguvarð að segja honum að við værum búnar að vera vinkonur í ÞRJATTT'IOGSEX'ARog sagði svo að við útálandiliðið værum svo forvitin.HVAA?Ég sagði bara og hver var það og hvað var hún að fá sér,þegar hnn sagðist hafa verið í Þ.h í gær....
MUNIÐ að elska sjálfa ykkur án þess að vera sjálfselsk og
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleðilegt SUMAR
6.7.2006 | 13:17
Sofnaði í sól ÚTAF DOTTLU og vaknaði í sól Birta sá um að vekja kjellllinguna
MAGNI VAR BARA MAGNAÐUR og alger töffari og fannst mér hann koma mjög vel út og vona að hann nái að sanna sig enn frekar.
ÉG GAT EKKI KOSIÐlokað er fyrir 900.númerin hjá mér..nota ekki farsíma...OG TÖLVU PÉIÐ BRÁST MÉR EN ÉG ÆTLAÐI AÐ KJÓSA SVO LENGI SEM VÆRI OPIÐ....sendi því út mayday til Lísu skvísu VISS UM AÐ ÉG VÆRI AÐ GERA EITTHVAÐ VITLAUST en maskínan hlíddi henni ekki heldur
ER ÞAÐ RÉTT HJÁ MÉR AÐ MAGNI SÉ EINI EVRÓPUBÚINN??????
Viss um að STONESaðdáendur hafi fallið fyrir honum
Houstonpían Dilana var ferlega frábær,ég loka augunum oft þegar ég er að horfa á söngatriði og þegar ég gerði það þegar hún var að syngja fanst mér hún alveg eins geta verið kall..þvílík dauðadrödd og geggjuð framkoma.
Þvottavélin búin og nú er ekki til tölvusetu boðið.
Njótið SUMARSINS á meðan það er........BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er alltaf jafn sárt.
5.7.2006 | 12:53
Ég set þetta hér því ég veit að margir sem lesa þessa síðu könnuðust við hann Dóra hennar Heiðu systir hans pabba míns.Hann dó seinni partinn í gær eftir erfiða banalegu af völdum krabbameins.
Stórt ótímabært skarð hefur verið höggið í mína fjölskyldu á síustu 3-4.árum....5. farið úr krabbameini.Elvar,Erna,Kristján,Dísa og nú Dóri..einnig tvær kærar fjölskyldu vinkonur.
Pabbi minn fyrir einu og hálfu ári....amma mín María fyrir rúmu hálfu ári og var það réttlætanlegt þar sem hún var að verða 94.ára.Ég finn að reiðin er að ná yfirhöndinni hjá mér og segi því Guð blessi þessa horfnu ástvini okkar og syrgjandi ástvini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Halló!!!!
4.7.2006 | 21:44
Æddi yfir fjallið í dag..þokkalega klædd, ný þvegin og tví tannburstuðmaður veit aldrei nær Tyrkkinn kemur.
Reyf loksins í mig kjark að ganga endanlega frá innréttingakaupum..mér fannst þetta meira mál en að finna nöfn á börnin mín...Jón og Gunnu....já það var alveg spurning að spæla afana og ömmurnar og láta þau heita eitthvað allt annað.Það togaðist líka á í mér að gera rosa flott eldhús svona sem að maður mundi ekki tíma að vinna í, því ekki er ég neitt fyrir það að vera með tuskudrusluna í lúkunum allan daginn,og kostaði 3x meira.Sá svo engan tilgang í að henda peningum í að gera mér verkin erfiðari...hélt mig við Kvik en gat ekki fengið alveg nákvæmlega það sem mér datt í hug í gær því þá var ég komin út fyrir þeirra hönnun.
MUNIÐ AÐ HORFA
Á
MAGNA
Á
MORGUN
BÆÍBILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)