Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

GLEÐILEG JÓL !!

 

Búin að borða skötu og súpa hveljur...þið hélduð að ég ætlaði að segja íslenskt brennivín...

Skatan sem handteruð er af Jonna frænda reif í svo kellunni lá við andnauð hvað eftir annað.

En hér er ég hress og spræk sem aldrei fyrr

og

óska

ykkur

gleðilegra

jóla.

jol10


Ég tek ofan fyrir

Jóni Bjarka Magnússyni.

Það þarf kjark og skynsemi og umfram allt heiðarleika  til að afhjúpa

svona svínarí.

**

 

Annars er bara gott að frétta....er mikið á ferðinni yfir fjallið.

Ég hef ekki verið heima hjá mér heila helgi síðustu 4....eða þannig.

Lagt upp í reisu 22.nóv.

208

Ferðinni var heitið á  19. hæð í Turninum.

Við æskuvinkonur skelltum okkur í breakfast...humm ætluðum að föndra en nenntum því ekki..

215

Lilja sys......en hún er besta vinkona sem ég hef átt..

214

og Vigdís..

218

og Þóra Davíðs...sem ykkur að segja á engann sinn líka Tounge

Hún teymdi okkur upp á 20.hæð.....bara til að taka myndir og geta sagst hafa komið þangað

og var alveg við að losa í brók er hún tók þessa mynd.....

220

Þetta er hrikaleg hæð......ég gat sko ekki verið nálægt glugganum.

Þóra að taka myndir í lyftunni sem er sko speglaklædd.

211

Svo vildi hún ólm fara niður í bæ.....jebb...Þar örkuðum við í Kolaportið

og sumir fundu eitthvað gagnlegt ...eða hvað?? só

224

Síðan var arkað á eitthvað kaffihús ..kaffi parís?? man ekki.

EN 

236

Ókei við Þóra ætluðum okkur alltaf á mótmælafundinn og skildum hinar tvær eftir á kaffihúsinu.

234

228

Maður er náttúrulega til í múgæsingu sem var þó engin...

sama hvað ég reyndi

240

238

Ekki veit ég hvað þetta bílhræ átti að tákna eða hvort það var táknlaust...en það hafði allavega kviknað í honum.

241

Svo var dagur að kveldi komin og eldri skruddurnar orðnar skjóðu rakar og ekkert smá gaman af þeim....þær eru alveg léttgeggjað.....

Annað en við bogamennirnir...hrikalega dannaðar...allavega þennan dag.

Vigga og Solla.

***

29.nóv.brenndum við mæðgur í Mýrdalinn. Árni var farinn einhverjum dögum áður...

kelló 003

Bróðursonur Árna var skýrður í Víkurkirkju daginn eftir....

Ólafur Jóhann Ísólfur Karlsson

kelló 036

Svo skoðaði ég einn nýfæddan bróðurson Árna,í Vík.

n1488290241_107916_7272

Þau eru hárprúð og dökkhærð þegar þau fæðast börn Kerlingardalsbræðra.

 ****

Jæja næstu helgi 6.var farið á jólahlaðborð á Hótel Örk....engar myndir....geðveikt góður matur.

Hreimur og Árni Þór tættu svo liðið út á gólf....ótrúlega skemmtilegir þessir strákar.

*****

EEEEEh svo vorum við systur og mamma að gera konfekt heima hjá Heiðbjörtu syst. í Hafnarfirði þessa helgina.

*********

Knús inn í nóttina.

 


Góðar minningar

Það er alltaf gaman að hugsa til baka og ylja sér við góðar minningar.

Ég skelli upp úr við að rifja upp desembermánuði þegar krakkarnir mínir voru lítil og einlæg trú á Jólasveina,Grýlu og Leppalúða voru ríkjandi,Jesú og vitringana og "konuna á asnanum sem var mamma hans Jesú" eins og Jón Þór orðaði það.

Skógjafirnar og allt pukrið við það.Jóladagatalið....passa að það væri ekki etið upp á einum degiGrin sem reyndar gerðist í annað skipti sem Jón Þór fékk dagatal ,þá tveggja og hálfsárs.Við skoðuðum myndirnar og dagana saman einn af öðrum og enduðum á stóru myndinni 24.des.Þar útskýrði ég fyrir hönum að þegar þangað væri komið þá væru jólin komin.

Um miðjan þann dag var ég svo ánægð hvað peyinn var góður að dunda sér inni í herbergi...

 Þar til hann kom fram,hélt á dagatalinu dinglaði því og sagði ánægður með sig ...

"Jæa.... er jólin lossins komin"

jón þór og ásta

Því til staðfestingar sýndi hann mér að hann var búin að borða úr stóru myndinni þar sem jólin "komu" og reyndar öllum hinumInLove

Eitt kvöldið var ég að læðast að setja í skóinn hjá honum þá heyrði ég hvíslað "mamma"og brá ögn að hafa verið gripin.....

"flýttu þér fram annars heldur hann að ég sé vakandi.........fljót ...ég er með lokuð augun"

Af gefnum tilefnum komu stundum kartöflur í skóinn. Jóni fannst þeir vera asnar sem það gerðu.

Öðru máli gegndi með Guðrúnu Jónu og kartöflurnar........

Hún var hæst ánægð með þær og heimtaði að ég myndi "sjódd'ana" í hvert skipti sem hún fékk og passaði svo vel að engin borðaði hennar kartöflu og tók jafnvel af disknum hjá okkur hinum ef hún taldi það vera sína og var hið mesta skass við matarborðið þegar hún var að finna út hvar sín kartafla væri........

Fljótleg gafst ég upp á þessu kartöflustandi og setti grjót í staðinn.......Grin

Stelpurófan hélt áfram að afneita því að hún hafi verið of óþæg til að fá eitthvað betra og raðaði grjótunum þar sem hún kom þeim í hillusamstæðuna inni í stofu........

Ef hún var spurð hvað hún hafi fengið í skóinn þegar hún hafði fengið grjót þá var hún snögg að svara....

"Grjót sem breytist í gull en það má enginn sjá.... þá hættir það við"InLove

Gunna var nokkuð hugmyndarík á þessum tíma og kollvarpaði allri fræðslu um Grýlu á leikskólanum með því að fullyrða .......

Grýla er dauð.......

pabbi skjótti hana upp á Sultartanga.....

Ég gæti skrifað mikið meira af svona uppákomum .........Grin mér dettur alltof margt í hug.

Endilega segið mér eitthvað jóla sniðugt af börnunum ykkar.......

knús


Fullveldið,Magni,Bylgjan og

ég

largesmile_1

 eigum afmæli í dag..

 

Í síðasta skipti fjörtíu og eitthvað Wink

 

Það verður á könnunni.......Cool

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband