Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Bara gaman eða hvað?????

LOKSINS ALMENNILEG STJÖRNUSPÁ!! J
Fékk þetta sent í pósti í morgun kanski er hægt að hafa gaman af þessu en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir er þetta velorðaður ljótleiki?????Finnst alveg eins geta staðið,,þú ert aumingi sem átt þér ekki viðreisnarvon" við hvert merki.Kanski er ég bara húmorslaus þessa stundina...Annars er ég BOGAMAÐUR og kannast við svosem eitt og annað þarna,GlottandiBrosandien sem betur fer á maður sér margar margar góðar hliðar.....EHH er ég farin að virka eins og ég hafi móðgast????Fýldur

Dæmið nú hver fyrir sig.P.S er að hugsa um að semja bullu stjörnuspá og birta á hverjum degi ekki til að segja fólki til syndana heldur eitthvað skemmtilegt.

KNÚS til ykkar.
 
Smá um stjörnumerkin...

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

AF hverju lærði ég ekki ÁTLENSKU betur

er að reyna breyta mér eins og hinar skvísurnar með uppskriftinni hennar Lísu skvísu...........ég veit bara ekkert hvað ég á að gera..............

Ljósasjóv í morgunsárið!!!!!!

Ég var að fara með Pálmason á flugvöllinn í morgun,þessi elska tímdi ekki að vekja mig fyrr en við þurftum að leggja af stað...ég á klóið og út í bíl á náttfötunum með Herjólfpeysuna yfir mér..Glottandiþar sem ég er að koma til baka rétt ókomin inn í þorpið mæti ég löggubíl og ekkert með þaðHissanema svona 2.mín.eftir sé ég í speglinum bláblikkandi ljós.SaklausO eitthvð að ske inní plássi??Ónei þeir framúr og stoppa og stoppa MIGHissaGóðandag og smá sðjall..hvaðan ertu að koma?,,ÞAÐAN,nei nei sagði bara rétt fráÓákveðinnSkömmustulegurbiðja bjánarnir mig ekki um að blás og reka að mér eitthvað munnstikkiÖskrandifyrsta sem mér datt í hug valt hratt út úr mér,,ÉG ER EKKI BÚIN AÐ TANNBURSTA MIG.....ER þetta einnota?...Já já einnota....puðra í þetta dót...ég fékk mér síðast í  glas um miðjan febrúar og ekkert eymdi af því í mér enn.Þeir sögðust vera að gera sína venjulegu helgarrassíu..Mér fannst nú hálfbjánalegt að lenda í þessu og þeim fannst ég örugglega líka meira en bjánalegt að fara í Reykjavíkurhrepp á náttfötunum.En

                                                   BÆÍBILI

 


Leiðrétting og margt smátt!!!!!

SkömmustulegurLilja og Unnur skipuðu mér að leiðrétta að það væru engar 6 TUSKUTEGUNDIR í sængurverunum....þær eru ELLEFU.

Ég er í sömu sporum og margir aðrir,að reyna að henda,það er erfitt...sumir hlutir einfaldlega ÞUNGIR(gamli lúni sófinn)Gamla rúminu okkar bisaði ég út og þegar út var komið tímdi ég bara ekkert að henda því..fór inn náði í túss, A4 blað og teip.......SkömmustulegurSaklausSaklausúllala..skrifa ,,þú mátt eiga mig ef þú villt".OK af því það eru svo margir Pólverjar í botnlanganum sem labba göngustíginn við húsið okkar og rúmið fyrir utan, þá skrifaði ég af minn alkunnu átlenskuSaklausSaklausYou can take may if you want.O.kr.Skömmustulegur En mér var bjargað frá skömminni, íslendingur vildi strax fá bælið og því hennt inn í bílskúr.GlottandiÖllu verra er með smá dótið,30.ára hitt og þetta.Margt af því er mér heilagt þó ég vilji ekki endilega hafa það uppivið.Ég á t,d.pils sem er 25.ára og mittið passar utan um lærið á mér..engin sem ég þekki kemst í það(mannfólkið er þéttara í dag en denn)Svo eru hlutir sem manni þykir vænt um af því að manni þótti og þykir vænt um þá sem gáfu mér þá..........ENmér skyldist á YFIRGLÚNTRU að hún ætlaði bara að koma hingað og hena þessu DJÖ drasli sem ég er búin að sanka að mér og hjálp mér að taka almennilega til.Glottandi

En nú þarf ég að henda út strákapésum sem eru í heimsókn hjá Gunnu og reka stelpurnar sem gista hjá henni í bólin....hávaðinn er komin yfir hávaðamörkÖskrandiog Árni að fara á Hnjúkana í fyrramálið.....kallgreyið er búin að vera verkstjóri í sumar og er dagurinnn í dag búin að einkennast af símhringingum....margir vilja frí á morgun og sunnudag til að skreppa á VINDHEIMAMELA(hestamannamót)einhverjir veikir....þurfa að breyta flugi og svo.frv.Þannig að fríið er ekki búið að vera neitt  almennilegt frí hjá honum í þetta sinn.Þvæli ekki meir.EN

                                              BÆÍBILI


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband