Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Við erum öll fædd með vissa eiginleika í farteskinu...mismunandi þarfir.....Eigum við að láta aftur í okkur heyra!!!!

Við erum sífellt að reyna að uppfylla þessar þarfir, leynt og ljóst.


Þessar þarfir má flokka, við þurfum mat og skjól.  En það er ekki nóg, tilfinningalegar þarfir eru m.a.:
•    öryggi
•    athygli (gefa og þiggja)
•    að vera hluti af hóp
•    nánd við aðrar persónur
•    o.s.frv.

Ég vil benda á ykkur á

Tækifæri sem vert er að skoða vel!
prófkvíði-sjálfsmynd-samskiptaörðugleikar-kvíðaköst-fælni

Dagana 4-5. Október nk. verður Judith Shaw á landinu, í boði er afar áhugaverð ráðgjöf sem nefnd er "Human Givens".

Upplýsingar á íslensku um Human Givens ráðgjöf (HGR) má finna hér.

Ég að fara í svona ráðgjöf.

Það er allt að vinna,engu að tapa.

 

Fyrir rúmu ári síðan fór ég af stað hér á síðunni með erindi um lesblindu.Og sagði þá að ég væri hvergi nærri hætt.

Nú tek ég þráðinn upp að nýju og vona að þið verðið jafn dugleg að hjálpa mér og þá.

Hér að neðan má sjá þær færslur.

3.9.2007 | 15:13

ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.

 

ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??

 

LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

 

Mér þykir...

 

Hey!!! Stjórnvöld orðin meðvituð um LESBLINDUvandann....Vill markvisst átak fyrir lesblind börn

 

Helgarsprellið og(lesblinduleiðrétting)Davis aðferðafræðin til umfjöllunar á alþingi !!!!!!!!!!

 

Berjumst fyrir börnin okkar...og koma svo!!!

 

Ég vil bara benda á færsluna mína hér fyrir neðan

Það hefur margt gott skeð á þessu ári.

T.d.var sett í grunnskólalögin að skima ætti eftir lesörðugleikum barna í ákveðnum aldurshópum og er það vel.

En

það er ekki nóg að fá stimpilinn.

Ég sendi menntamála-ráð-frú/herra erindi þess efnis hvort liður í nýji grunnskólalögunum þar sem fjallað er um sérfræðiþjónustu grunnskólabarna ætti einnig við um lesblindu

hún svaraði með því að vísa aftur í kaflan og að þar stæði "lestrarörðugleikar"

Ég hef sent sálfræðingafélagi Íslands ábendingu til skólasálfræðinga að taka lesblindu inn í myndina í greiningum sínum á vanlíðan barna í skólanum.

Lesblinda er skinvilla sem þarf að meðhöndla á réttan hátt

Það

þarf úrræði og það

strax.

Besta úrræðið sem ég hef heyrt til þessa er komið frá(fyrir utan frá mér) Atla Gíslasyni VG.

Í orðum sínum til menntamálráðherra segir hann að ríkið ætti skilyrðislaust að greiða kostnað foreldra við lesblinduleiðréttingu.

Mér vitanlega fá engir sem starfa við lesblinduleiðréttingu neinn styrk frá ríkinu.

Ég spurði Kolbein leiðbeinanda hjá Lesblindusetrinu í Mosfellsbæ og Betra námi út í þau mál og var hann frekar á því að styrkja bæri foreldra/aðstandendur lesblindra barna.

vil ég biðja ykkur að hjálpa mér eins og síðast að koma þessu í umræðuna

og

senda eftir farndi póst á þingmenn landsins.

Copy-ið eftirfarandi:

Ég skora á þingmenn landsins að koma á móts við lesblind grunnskólabörn og greiða kostnað lesblinduleiðréttingar þeirra að fullu og öllu svo þau geti nýtt skólaskyldu sína til fulls við önnur börn og öðlast betra líf.

Því miður er það staðreynd að lesblindir flosna frekar upp úr skóla en aðrir og lenda oftar en ekki á skjön við lífið.

Er ekki tími til kominn að byrja á réttum enda.

Með vinsemd:http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/650717

Nafn sendanda:

 

smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.

og

paste-ið.

 

 


Spakmæli dagsins og alla aðra daga.

 

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og
flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram
að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá
laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og
skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af
stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn.


BROSTU  


Hæjjjj !!!..Inn og út um gluggann..

Ég er að skoða mig voða vel að innan núna Wink.

Ég held að ég sé hálfur rasisti.

Ég vil ekki vera rasisti

en finn þó að hann býr í mér.

Mér sem hálfum rasista finnst að nú þurfi að fara að setja sérstök lög um hverjum er hleypt inn í landið...það hlýtur að vera hægt að krefjast sakavottorðs jafnt sem vegabréfs.Það ætti held ég að setja þennan lýð í hálfgerða sóttkví...meðan verið er að kanna feril þess.

Og láta þá hluti ganga hratt fyrir......það getur ekki verið erfitt......eða eru íslendingar ekki þeir alklárustu...

Rasistanum sem í mér býr þykir þetta nú ekki flókið mál.

Það á ekki vera að koma aftan að fólki heldur snúa því við á stundinni.

Það er alltof auðvelt að komast inn og út um gluggann.

Ekki óalgengt orðið að þeir sem koma inn fari aftur út eftir að vera búin að fremja ódæðisverk.

En nóg um það.

Ég ætlaði vestur nú í vikunni að tína aðalbláber..en veðrið er ekki að bjóða upp á það.Þess í stað ætla ég að nýta tímann og reyna krafsa mig fram úr fjarnáminu sem ég byrjaði á í ágúst og hef ekkert getað sinnt að viti.

En ég kann þó orðið þetta:

prufa1_edited-1

Gunna í skýjunum.....

Lengra er ég ekki komin..en næst á dagskrá er að læra að gera svona:

http://www.youtube.com/watch?v=HSWR4os7I7E.

Ætlaði sko að láta myndbandið hér....en það er ekkii lengur hægt......svo notið bara linkinn.

Þetta námskeið er rosa skemmtilegt.....en krefst tíma

image00444

Ég þarf aðeins að bæta við færsluna

H-sys..sjáðu þessa mynd af GJÁ.

vngunnnog sjáðu svo eina af skýjamyndunum mínum afm;li lilju 040

Ég er að læra að vinna með digital ljósmyndir...


Mamma mín.

Þetta er að finna í Fjarðarpóstinum.

Sjötug í fyrsta skipti út fyrir landssteinana.

11.9

Þið verðið bara að nota stækkunarglerið á textann.

Við höfum fengið fréttir af vesturfaranum....og ku hún una sér vel og nýtur hverrar mínútu.

 


Klukkið.

 Mér finnst ekkert fútt í þessu klukki...á ég kannski næst þegar ég hitti eitthvert ykkar að segja ...já svo þú heldur upp á þessa mynd... og hefur þú virkilega komið á 4.staði.....??W00t

En samt sem áður þá ætla ég að gera þetta fyrst ég var klukkuðWink

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævinni

Fiskvinnsla allskonar......upp- og útskipanir og bara allt er viðkemur fiskvinnslu.

Netafellingu með pabba mínum.

Þjónustustörf.

Sölustörf.

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Pretty woman og þessi þarna ......æjjj veit ekkert hvað þessar myndir heita.Þær eru annað hvort góðar eða leiðinlegar....

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Eyri í Skötufirði í N-Ísafjarðardjúpi

Þorlákshöfn

Hafnarfirði

Þorlákshöfn.

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Kompás,Kastljós,Ísland í dag.......og svo mun ég pottþétt horfa á Dagvaktina.

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Mér virðist allir vera að tala um útlönd hérna svo

Spánn.Þýskaland.Luxemburg og Færeyjar.

 

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)

Mbl.is.Golf.is..aðrar eru eftir dúk og disk.

Fernt sem ég held upp á ,,matarkyns.

Grjónagrauturinn hennar Lindu......Eggjakakan hans Jóns Þórs.......hammarinn hennar Gunnu........svo finnst mér kex gott........

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:

Ástralíu hjá Kolla og Jan,

Ég vildi gjarnan vilja standa á móti forsætisráðherra vorum í þessum skrifuðum orðum og tala við hann með tveimur hrútshornum eins og amma María myndi orða það......

Svo væri nú alltaf gaman að vera á sólarströnd......

En þar sem enginn varð heimsendirinn í dag þá er ég sátt við að sitja hérCool

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Jórunn.......Mr.Fannberg. Rannug...og og haldið ykkur nú...........Friðrik Ómar og Jonna Ara ég má hafa 5.

Svo vil ég bæta við þetta klukk

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert????

Þar sem ég fann upp spurninguna þarf ég ekki að svara fyrr en á eftir........

og

Hvernig er kakóið best.

c_users_notandi_pictures_owl-cartoon

 


Milli svefns og vöku

sogast rödd sætagerpisins inn í vitund mína."Mamma má ég........."

"Jájá elskan og farðu svo bara að sofa og set'ann aftur í frystikistuna"

Ég heyri flissið í stelpunum og spyr hvort sé gaman hjá þeim.Þær springa úr hlátri..???

Þarna var ég víst búin að gefa leifi til að fara í annað bæjarfélag eins og ekkert væri..... með sundurslitnum orðum og jamm og hummi og eitthvað af hrotum.....og svo skildi hún fara að sofa.......þegar hún væri búin að fá sér ís.......

Undarlegt þetta ástand á milli svefns og vöku.

Pælið í því........oft á tíðum pínlegt.......

Segið þið mér fráWink

 


Þetta þurfa allir að sjá og taka mark á.

Eftirfarandi póstur var að berast mér.

LÍF ÁN EINELTIS

STOFNUM SAMTÖK FORELDRA EINELTISBARNA

Ég skrifa til þín í þeirri von um að fá hjálp, leiðsögn, hugmyndir og sem flest sjónarmið og stuðning til að gera draum að veruleika.

Að styðja eineltisforvarnir með því að stíga fram og lýsa yfir stuðningi við stofnun eineltissamtaka, samtaka foreldra eineltisbarna.

Ég þarf þig, ég þarf að ná til þín. .

Stór hópur fólks sem á börn í skóla í dag og glímir við eineltisvandann og fólk sem á eldri börn í dag sem glímdu við eineltisvandann á sínum tíma er enn þann dag í dag að glíma við afleiðingarnar. Þunglyndi, kvíða, fólksfælni, sjálfsásökun og lélegt sjálfsmat. Foreldrar sem eru hræddir um börnin sín. Einelti er dauðans alvara.

Hinsta kveðja mín til sonar míns, sem lesin var á jarðaför hans.

Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar. 
Þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér  og öðrum.

Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig 
og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár. 
Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur,

að fá  ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst 
óáreittur markaði þig fyrir lífstíð.

Því miður, það er sárast af öllu. 
En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á 
hættulegum aðstæðum í skólum sem upp koma heldur áfram í þínu nafni og  mun lifa. 
Þú kenndir mér umburðalyndi, þolinmæði og að sýna öllum

skilning og nú  látum við það berast. 
 
Ég trúi því elsku drengurinn minn að þú sitjir nú í englaskara sæll og glaður. 
Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta hamingjudag. 
 
Litli outsiderinn minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefðum bara 
komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað 
hversu frábær maður þú varst.

Betri mann gat engin stúlka eignast.

Þú  varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hugrakkur, fallegur 
og góður. 
 
Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vinum fyrir 21. ári síðan og 
við biðum fæðingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með 
fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu  jarðvistarlífi. 
Kveðjustundin er komin engill og ég er svo óendalega sorgmædd. 
 
Ég bið þig að fyrirgefa mér, 
Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera. 
Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera. 
Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja. 
Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja. 
 
Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin. 
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál.

 

Ég vil stofna eineltissamtök, samtök foreldra eineltisbarna, sem hefðu það markmið að styðja við bakið á foreldrum eineltisbarna, veita upplýsingar, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, leyfa fólki að tala og tjá sig, fá huggun og uppörvun hjá fólki sem þekkir þessi mál og er búið að ganga þessi þungu spor.

Samtök, með fundaraðstöðu og föstum fundum þar sem foreldrar eineltisbarna gætu komið saman og leitað eftir stuðningi og ráðgjöf, skipst á skoðunum og miðlað af sinni reynslu.

Opna vefsíðu, símaviðtalsþjónustu.......

Samtökin munu líka vinna sem þrýstihópur fyrir þeim breytingum þar sem þörf er á innan skólakerfisins. Eins og t.d.

Að skólastjórnendur setji vinnu gegn einelti í forgang og forvarnarstarf í fyrsta sæti í sínum skóla og vinni markvisst að því að öllum líði vel í skólanum, alltaf.

Skólinn er vinnustaður barnanna og við foreldrarnir eigum að geta treyst því að þeim líði þar vel. Ef þeim líður ekki vel hvernig er þá brugðist við því og hversu fljótt?

Það þarf að stórauka úrræði, finna betri úrræði þegar eineltismál koma upp og auka forvarnastarf stórlega í mörgum skólum.

Er nógu markvisst fylgst með því hvort unnið er eftir eineltismarkmiðum í aðalnámskrá grunnskólanna eða hvort skólar hafa starfandi eineltisteymi sem foreldrar eiga sæti í og eineltisáætlun til að vinna eftir?

Hve mikið er lagt upp úr sýnileika eineltisforvarna? Hvað þarf til að vekja fólk til umhugsunar. Þarftu að hugsa þig um?

Í baráttunni fyrir bættum vinnubrögðum í eineltismálum, þarf að fá skólayfirvöld til að skilja að eineltið byrjar ekki heima.

Bæjar- og skólayfirvöld þurfa að axli þá ábyrgð sem þeim ber samkvæmt lögum.

Hættum að vísa vandanum heim til þolanda.

Okkur ber lögum samkvæmt að senda börnin okkar í grunnskóla þar sem allir eiga sama rétt á námi.

Sveitarfélögum er skylt að tryggja öllum nemendum viðeigandi námstækifæri.

Með ykkar hjálp og leiðsögn getur stofnun eineltissamtaka foreldra eineltisbarna orðið að veruleika og með virkri þátttöku sem flestra í samfélaginu ættum við að geta orðið að sem mestu gagni í baráttunni gegn einelti.

Hvernig getið þú séð þetta fyrir þér? Hvernig getur þetta hjálpað þér og þínu barni?

Við þurfum fólk eins og þig til að leggja okkur lið.

Þínar hugmyndir, þínar skoðanir og þitt álit skiptir máli. Þetta gæti verið barnið þitt.

 

Ég bið þig um að senda mér póst til baka eða hringja í mig til að láta mig vita hvort þú sjáið þér fært að leggja mér lið á einhvern hátt.

Ég bið þér líka um að áframsenda þennan póst á þá sem þú haldið að geti komið til liðs við mig því ég er rétt að byrja.

Sterkur hópur, dásamlegt hugsandi fólk hefur þegar svarað bænum mínum, haft samband og vill koma til liðs við mig.

Hugsjónafólk, fólk sem er annt um náungann.

Fólk með lífs- og starfsreynslu á þessu sviði og öðru sem tengjast þessu, sérfræðingar, áhugafólk og önnur samtök bjóða fram aðstoð við að koma þessu verkefni í framkvæmd.

 

Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti mínu til allra þeirra sem hafa á einn eða annan hátt stutt mig og mína til þessa verks. Það er svo stórmannlegt og dásamlegt.

Ég finn að ég er ekki lengur ein.

En í hjartans einlægni þá þarf ég á þér að halda.

 

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk.

.

Ingibjörg Helga Baldursdóttir

Grunnskólakennari.

HS: 555-0259
GSM: 867-9259

Ég skora á alla að táta þennan póst berast.

Þetta á erindi til allra.

Foreldrar mættu líka sína börnum sínum þennan póst.

Svo knús á línuna.Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband