Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Vitið er ekki meira en Guð gaf þeim .....

var pabbi minn heitinn vanur að segja þegar fólk var að fara með fleipur(fleipur á tíama máli gæti útlagst sem ljótur kjaftagangur um málefni sem fólk hefur ekki hundsvit á og litla vitneskju um og býr þar af leiðandi til allskyns bull og róg í kringum það,bætir í og giskar á,út frá sínum innri manni ) Oftast hef ég látið allt bull og blaður sem vind um eyru þjóta og hugsað þessi orða hans pabba míns.Því ég veit nákvæmlega hvenær á mig er logið (sá sem það gerir veit það líka og þarf bara að díla við sína samvisku)Ég furða mig samt ávallt á því af hverju fólk hefur bara ekki samband og spyr um hlutina áður en það byrjar að þvaðra og bulla um þá (ég geri það oft....viðurkenni að það er stundum vandræðalegt en ég veit þó hvernig málið snýr og hef orð viðkomandi fyrir því og málið er dautt,ef marka má viðkomandi).Mér finnst það einfaldlega hreinlegast.

 

Þetta er orðinn langur inngangur hjá mér svo nú sný ég mér að efninu Wink

Það er þessi rætni kjaftagangur sem grasserar í næstu húsum og víðar í pleysinu um Gunnu dóttur mína og hennar skólagöngu.

Um þessa dekurrófu sem allt fær og allt má OG ÞARF EKKI AÐ MÆTA Í SKÓLA EF HÚN SEGIST FINNA TIL Í LITLA PUTTA.

Ég veit hver rótin að þessum kjaftagangi er.

Nú ætla ég að leiða ykkur í sannleikann um hennar skólagöngu og... svo getið þið skammast ykkar ......eða ekki.

  DYSLEXIA !!! 

veit einhver hvað það er ??

Dyslexia er lesblinda. Lesblindan er afleiðing ákveðinnar tegundar hugsunar og ákveðinna viðbragða við ringltilfinningu og ráðþroti. Það er algengur misskilningur að hún felist einungis í stafa- og orðavíxlun.

 Skynvilla sem gerir allan lestur og skrift að algjörri martröð.

(tekið af Lesblinda-Lesblinda.is) 

Hér á eftir koma helstu einkenni þeirra sem eru með Dyslexiu.

Ég geri ath.semd við það sem á við Gunnu með rauðu.

 

Um það bil 10 af eftirfarandi einkennum má sjá í fari flestra lesblindra. Einkennin getaverið breytileg frá degi til dags og mínútu til mínútu. Traustasta einkenni lesblindra er óstöðugleikinn. x

Almennt

  • Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu en jafnaldrar almennt.
  • Já....
  • Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur, leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.
  •  Ekki stimpluð vitlaus,óþroskuð,barnaleg eða með hegðunarvandamál .....en allt hitt
  • Er ekki ,,nógu langt á eftir” eða ,,nógu slakur” til að fá aðstoð í skóla.
  • Hún hefur fengið mikla og góða aðstoð í gegnum árin..og samband milli mín og skóla verið mjög gott . 
  • Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Útkoma á munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.
  • Jebb
  • Telur sig heimskan, og hefur lélegt sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða prófi í skólanum.
  • Jahá
  • Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist , tónlist, íþróttum, meðferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verkfræði.
  • Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða missir tímaskyn.
  • Margt af þessu á vel við hana
  • Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur (dagdreyminn).
  • Jújú
  • Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða og með sjónrænum áreitum.
  •  

 

Sjónskynjun, lestur og stafsetning

  • Kvartar yfir svima, höfuðverk eða magaverk meðan verið er að lesa. ÓJÁ
  • Bókstafir, tölur, orð, raðir eða munnlegar útskýringar valda ruglingi hjá viðkomandi.
  • Heldur betur
  • Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri.
  • Kvartar yfir að finnast eða sjá stafi og texta hreyfast meðan á lestri og ritun stendur.
  •  
  • Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni.
  • Mjög athugull eða vantar dýptar- og jaðarskyn.
  • Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.
  • jEBB
  • Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.

Heyrn og mál

  • Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.
  • hehe
  • Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar; stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningarhlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.
  • það er alveg koma fyrir

 

Ritun og hreyfifærni

  • Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýantsgrip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.
  • Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.
  • Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir. 
  • Sumt af þessu á við

 

Stærðfræði og tímastjórnun

  • Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna tímanum, læra hluti þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, margföldunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís. 
  • næstum allt þetta
  •  Notar puttana eða önnur brögð við útreikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á blaði.
  • Jebb
  • Kann að telja en á erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.
  • Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og flóknari stærðfræði.
  • Það eru orðadæmin sem eru verst.

 

Minni og hugsun

  • Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði og andlit.
  • Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi hefur 
  • ekki upplifað.
  • Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum eða orðum (lítið innra tal).

 

Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki

  • Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.

    Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.

  • Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).
  • Óvenju fljót til
  • Fær oft eyrnabólgu; viðkvæmur fyrir mat (mataróþol), aukaefnum og
  •  efnavörum.
  • Eyrnabólgur já...  ég er að sjá það í fyrsta skipti að það tengistW00t

 

Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.

  • Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.
  • mjög svo... sérstaklega réttlætiskenndin
  • Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng,
  •  við tilfinningalegt álag eða veikindi.
  • Ójá

 

Það eru engin smáræði sem þessi stelpa hefur þurft að díla við.

Í 2.-3.bekk var farið að bera mjög á seinlæsi hjá henni og hún sett í sérkennslu í lestri.

Þá fór einnig að bera á miklum veikindum hjá henni sem aðallega einkenndust af uppköstum á kvöldin,nóttunni og á morgnana,yfirliði,höfuð og augnverkjum.þrisvar var hún send á bráðamóttöku með ofboðslega kviðverki og of háan blóðþrýsting.Ég var alltaf með hana hjá lækni.Það er búið að rannsaka hana hátt og lágt og ekkert finnst.Hún er búin að fara í speglanir, ómskoðanir alskyns blóðprufur og ekkert hefur fundist að henni..það er búið að gefa henni lyf við hinu og þessu...þau hafa engu máli skipt.

Hún var hjá skólasálfræðingnum sem greindi hana með aðskilnaðarkvíða frá okkur foreldrunum og heimilinu og kyngdi ég því,því hún var mikið háð mér.

Það sem ég áttaði mig ekki á þá var af hverju var hún ekki með þennan aðskilnaðarkvíða þegar hún var á leikskóla.?

Mér leist ekkert á þróun mála og sérstaklega ekki hvernig mæting og lærdómurinn gengu fyrir sig ...í 7.bekk fór ég með hana í Lesblindusetrið og þar var hún greind með dyslexyu.

En grunnskólakerfið á Íslandi gerði ekki ráð fyrir lesblindu nema að til voru hljóðbækur (sem betur fer eru þessir hlutir að breytast í dag og á ég stóran þátt í því ásamt dyggum stuðningsmönnum og þakka ég þeim innilega fyrir stuðninginn og að berjast með mér )

En greiningin ein og sér hefur lítið að segja.Gunna hélt áfram að vera með þessi veikindi.

Loks komst hún að hjá barnageðlækni sem var fljótur að finna út hvað væri að:

Ofsakvíði gagnvart skóla hafði þróast með skólagöngunni þar sem hún réði illa við öll verkefni vegna lesblindunnar.

Þegar hugurinn réði ekki við kvíðann tók líkaminn við með fyrrgreindum afleiðingum.

Geðlæknirinn kom henni að hjá sálfræðingi og ávannst töluvert þar.En þar sem við þurftum að sækja þetta til R.vík. og borga brúsann sjálf urðum við að hætta í þeirri meðferð.10 þús. á viku var einfaldlega of mikið fyrir budduna okkar þá.

Hún er á kvíðastillandi lyfjum núna og er búin að vera í viðtölum 2-4 sinnum í mánuði á BUGL í 1/2 ár og er að læra að höndla kvíðann.Meðulin eru líka að gera sitt gagn.Hún er svo til hætt að æla og allt gengur miklu betur.

Já hún komst inn á BUGL eftir 4 ára bið !!!! Hugsið ykkur !!! Þvílíkt kerfi !!!!

Mér finnst sorglegt til þess að vita að fullorðið fólk sé að bulla um hana og jafnvel eiðileggja það sem við erum búin að vera að byggja upp í gegnum árin.

Ég er mjög stolt af stelpunni minn og hvernig hún berst á hverjum einasta morgni við fjandans kvíðann.

Ég vil taka það fram að kennarar og skólastjórnendur velkjast ekki í vafa um veikindi Gunnu.Enda hafa þau þurft að sitja 2.fundi 3 síðast liðin ár með fræingunum sem hafa verið að vinna með hana.

Í

lokin langar mig að setja hér smá dæmi um það hvernig lesmál og annað virkar fyrir þá sem eru með Dyslexiu.

 

Ég vona að það hafi heppnast að setja þetta inn.

Knús á línuna Heart

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband