þarf maður ???
28.11.2007 | 12:03
alltaf að klára það sem maður byrjar á ???
Stundum ætti ég að láta hlutina eiga sig .....eða bara hætta.
Ég sem sé kláraði að eyðileggja tölvuna PUNKTUR.
Ég byrjaði á geymslunni og sá að ég hef ekki klárað að flytja ....
flutti samt fyrir nærri 3.árum í þetta hús.
Ég er ekki búin að klára geymsluna
því ég flutti mig yfir í bílskúrinn
og sá þá enn betur að ég er ekki búin að klára flytja.
Nú sit ég uppi með það að sjá eftir því sem ég gerði ekki strax.
Ég virðist geta gert flest það sem ég ættti ekki að gera.
Og allt nema það sem ég ætti að gera.
En ég fæ oft svo æðislega tilfinningu fyrir að nú skuli ég gera þetta eða hitt og helli mér í það.
Vandinn er að klára.
Herskár hugur minn segir mér "þú getur þetta víst"
En nú langar mig að hlaupa í öfuga átt.
Nú langar mig bara að faðma heiminn
Finna fegurð og fullkomnun.
Svífa um á bleiku skýi
og segja
"skítt með það"
Knús á línuna....
reyni að komast rúntinn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Dem...
24.11.2007 | 16:41
Var búin að gera einhverja svaka færslu áðan um fjöllin sem hafa vakað.....typpi og tippi og fleira....
Snilldar málfræði útskýringu Guðmundar...
Guðmundur Jónsson, 21.11.2007 kl. 00:14
Færslan kom hálf en ekki heil og eitthvað bull þannig að hún verður ekki byrt.
Ein mynd hér af einum falllegustu stöðum sem ég hef komið á og kem Þangað oft
Inni á heiðunum fyrir ofan Kerlingardal í Mýrdal(held þetta heiti Höfðabrekkuafrétt)?
Svo ein bara við dyrnar hjá mér en ég ferðast stundum með grjót að vestan.....með mismikinn fögnuð Árna.....nana bíllinn verður svo þungur ......
Kellan er kát og langar að gera svo margt........"náttla" ekki í lagi með mann þegar mann langar að taka til í geimslunni.
Er farinn í geimsluna en ekki geimslu.
Eigið Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Eru ekki allir örugglega
20.11.2007 | 14:10
búin að taka upp kartöflurnar í ár??
Sumum tekst betur að rækta garðinn sinn en öðrum!!!!!! Ekki ónýtt þetta.
Viðræktum garðinn okkar eins vel og best við kunnum en uppskerum þó misjafnlega.
Mennirnir eru eins misjafni og þeir eru margir.......
Hver fann eiginlega upp þessa setningu???
Ekki ég
en
ég gríp oft til hennar þegar ég er engan vegin að skilja aðra....þá er ég ekki að meina að ég skilji ekki orðin.
Svo mörg og misjöfn sem við erum þá erum við þrátt fyrir allt svo lík....
Sumir eru þó seinheppnari en aðrir og telst ég svo sannarlega til þess hóps...
Trausti mágur SOS!!!!
Í gærkvöldi var ég að fikta í tölvunni minni..svo mikið að ég man einu sinni ekki af hverju ég byrjaði að fikta......en sko nú er skjárinn svartur.....ég veit hvað ég gerði en get ekki bakkað út úr því á svörtum skjá.........
Trausti mágur nú veist þú hvern þú átt að heimsækja í kvöld.
En hérna sko.......með vegginn þið munið.....sem ég fékk í sumar til að stúka af eldhúsið...nú vil ég vegginn BURT
þóra og Atli á góðri stund við vegginn.
Atli,þóra og Beta sys á sömu góðu stundinni.
Nú vil ég s.s. setja sjónvarpið og tilheyrandi inn í horn aftur og stúka það af og hafa eldhúsið og hitt allt opið.
Mr.Pálmason sagði "ég vissi það að ég ætti ekki að festa hann neitt hummþekkir sína.
ALLTAF GAMAN AÐ BREYTA TIL
kNÚS Á LÍNUNA...veit ekkert hvenær ég kemmst næst í tölvu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Það er bara ekki
18.11.2007 | 14:39
hægt að vera í mjög löngu bloggfríi !!!!!
Þegar ég ákvað það þá var ég með hausinn fullan af hor sem líka var komin niður í lungu og er þar enn.
Kellingin í svoleiðis átandi er bara hund leiðinleg......og vitiði allt sem ég ætlaði að gera síðast liðna viku.......auðvitað aldrei dottið í hug að gera eins mikið......ekki gert neitt af því......
Ég ætlaði t.d. að verða eins og Britney Spires......lét dóttirina senda lagið í tölvuna hjá mér og hugðst syngja sem aldrei fyrr en ........vó.. étla verð eins og hún!!!!
En í kvöld verður Ásthildur Cesil Þórðardóttir,bloggvinkona okkar í sjónvarpinu kl 21:20
Óbeisluð fegurð 888
Heimildamynd eftir um óvenjulega fegurðarsamkeppni sem haldin var á Hnífsdal í vor.
Knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í augnablikinu nenni ég ekki að vera bloggari
15.11.2007 | 23:14
Hvort það varir lengi veit ég ekki...
Myndin er tileiknuð sérstakri persónu og fjölskyldu.
Kíki samt á ykkur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Kompás....Meðan pabbinn
14.11.2007 | 02:16
dundar sér við að setja upp nýja eldhúsinnréttingu...leikur dóttirin sér að smokkum.....
Mynd þessi er tekin í ágúst í '06.
Þá var ég að vinna í Herjólfi og einhverir voru á bryggjunni að gefa smokka um verslunarmanna-helgina
og
auðvita þáði maður og henti þeim svo á eldhúsborðið þegar heim var komið og gerpið og vinir hennar fóru að skoða.Teija og toga,blása,spyrja og flissa,flissa,flissa...
Flottar umræður sköpuðust og smokkur varð allt í einu ekkert feimnismál,en vangavelturnar voru miklar hjá sakleysingjunum í þessum efnum.
Yndislegust þessi
krakkaskrípi.
Svo var brugðið á leik og gúmmíið sett á hárfroðubrúsa sem svo skemmtilega vildi til að þegar ýtt var á hann þá ..þið vitið....mjög raunverulegt..........og ætluðu ungmennin alveg vitlaus að verða.
Ég held að það sé gott að byrja að kynna krökkunum verjurnar áður en þau verða of feimin við að tala um þær og notkun og notagildi þeirra.
Dóttirin sat sem límd við Imban að horfa á Kompás í kvöld
þar sem fjallað var um klamydíu og öruggt kynlíf með notkun smokks og var ég mög hrifin að sjá hvernig kennarinn talaði við krakkana hispurslaust um þessi mál og sniðugur póstskassinn hjá henni.
Brilljant hugmynd sem allir skólar ættu að taka upp.
Hér á bæ eru allir með sína eldhúsrúllu snýtandi á milli hóstahviðanna....ég sit hér og pára smá með OB í sitthvorri nösinni.......heitir það annars ekki ennþá OB ???????
Knús á línuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hann pabbi minn Guðjón Ragnar Helgi Jónsson.
12.11.2007 | 14:46
þessi mynd af pabba og Gunnu stelpunni minni er tekin fyrir 8-9 árum í bústaðnum á Eyri í Skötufirði.Afi að taka stelpuskottið sitt fast og segja henni skrýtna sögu því hún vildi fara út á fjörð að róa en það var ekki hægt og þrjósk og virkilega ákveðin stelpa lætur ekki segja sér það án baráttu.
Pabbi minn sem var og er albesti og skemmtilegasti pabbi,afi og langafi sem ég get hugsað mér hefði orðið 71.árs í fyrradag en hann lést fyrir rétt rúmum 4.árum.
Ég ætlaði að skrifa mikið og margt um hann pabba minn en finn að ég get það ekki núna.Minningarnar flæða yfir mig.Ég sakna hans óskaplega og tala oft við hann og heyri hann í huganum tala við mig.
En í dag á litli bróðir Guðjón afmæli...til hamingju með það elsku kall.
Sýnist sem ég sé að segja honum eitthvað fyndið....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Til hamingju frændi
11.11.2007 | 22:27
Vúú var alveg farin halda niðri í mér andanum yfir
Súðvíkingnum Ragga
Frábært hjá þér strákur !!!!
Balti var svo auðvitað snilld og augnayndi á sviðinu með
menntanálaráðherra.
Hér á auðvitað að standa menntamálaráðherra
Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.11.2007 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég vil bara benda á færsluna mína hér fyrir neðan
9.11.2007 | 13:04
ekki það að ég sé athiglissjúk.....heldur þarf virkilega að taka á þessum málum.
Lesblindir verði settir í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Berjumst fyrir börnin okkar...og koma svo!!!
9.11.2007 | 10:16
Ég hvet alla sem aðstendur lesblindra barna,lesblinda og aðra sem vilja láta sig málið varða að tjá sig.
Já og eitthvað hljóta skólastjórnendur og kennarar um þessi málefni að segja.
Lesblinda er dauðans alvara
7. nóvember 2007
Í dag, 7. nóvember birtist á forsíðu 24 stunda umfjöllun um stöðu lesblindra nemenda sem stunda nám á framhaldsskólastigi. Er rætt við einn nemanda, Guðnýju Ólöfu Helgadóttur, sem hrökklaðist úr námi vegna lesblindu.
Þótt ekki komi það beint fram vekur greinin spurningar um hvort stuðningur skólakerfisins sé minni við nemendur sem þurfa á námsstuðningi að halda þegar komið er á framhaldsskólastig
Sjá nánar:http://www.lesblindusetrid.is/index.php?option=content&task=view&id=81&Itemid=
þarf að afrita og slá inn til að sjá.
http://www.lesblindusetrid.is/index.php?option=content&task=view&id=54&Itemid= tekið af heimasíðu Lesblindusetursins.......fann þetta hvegi annars staðar á netinu. |
Mér finnst auðvitað gott að það á að gera "eitthvað"
Tel samt að þurfi að taka á þessum málum á með skilvirkari hætti.
Fyrri færslur mínar um lesblindu og umræður út frá þeim:
ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/302000/
ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/305085/
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894/
Mér þykir...http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/320341/
Hey!!! Stjórnvöld orðin meðvituð um LESBLINDUvandann....Vill markvisst átak fyrir lesblind börn http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/329637/
Helgarsprellið og(lesblinduleiðrétting)Davis aðferðafræðin til umfjöllunar á alþingi !!!!!!!!!!http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/338227/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lífið er yndislegt
7.11.2007 | 09:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Get ekki
6.11.2007 | 14:54
orða bundist.
Hvaða verðandi móðir kýs að deyja frá börnum sínum í fæðingu þeirra.
Því eru trúarbrögð svo bókstafslega ranglát að setja nokkurn mann í svona stöðu.
Aumingjans konan.
Ég væri víst ekki ofan jörðu hefðu þaulsætnir og upp á þrengjandi vottar náð einhverjum árangri með mig.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar púkarnir fara á stjá
3.11.2007 | 23:41
og konan ruglast í ríminu þá er fátt annað til ráða en að pikka upp púkann í sjálfum sér og senda fíflalegt glott út í heiminn......
Afklæða jólasveininn.....
og hvað annað skemmtilegt sem manni dettur í hug
stripp-sveinki !!!!
FLOTTUR.
Í gærkvöldi var stuð á kellunni búin að skúra út,flögra um húsið með tuskuna,skipta á rúmunum...
Nei nei ekki skipta á rúmunum heldur skipta á rúmunum.
Til að fullkomna verkin átti að kveikja á kertum og hafa kósý.Ég á sérstakan kertakveikjara sem er eins og fugl í laginu og kemur eldurinn út um gogginn.......nema ég á ekki þennan kveikjara lengur núna.... sko eftir gærkvöldið......það nefnilega vantaði gas á hann...ég prílaði upp í efsta skáp og náði í gasið.....réttur stútur var ekki.....þá var bara að nota vitlausan.....og gasið út um allt....kældi hendurnar og ollasak ajamak kveikti.....blossi..henti logandi fuglinum frá mér....
Á þessari stundu akkúrat gat ég alls ekki munað hvar brunateppið hékk...en þið vitið gas fuðrar sem betur fer fljótt upp........
Skroppið var í Smáralind í dag með stelpurnar.Ég lagði undir berum himni og samdi við stelpurnar að þær kæmu bara út í bíl þegar þær væru búnar....því síminn minn var straumlaus....og hvorki ég né þær kærðu sig um að vera saman.....
Ég stóð á gapinu inni í Hagkaup...vá flotta jólaskraut....er svo assskoti glysgjörn.....
Ég nennti alls ekki að vera þarna og dreif mig út skimandi eins og álfur út úr hól eftir bílnum......var búin að ramba fram og til baka þegar ég loksins fann hann....
Hugsaði "hann er víst bláleitur"......við Árni getum ekki verið sammála um litinn á honum,hann segir að hann sé svartur....glætan.
Ég sting lyklinum í skrána um leið og ég sé að bíllinn er ólæstur....pottþétt á því að ég læsti honum lít ég inn í hann og sé að þetta er alls ekki minn bíll.....svoldið pínlegt að draga lykilinn út líta laumulega í kringum sig og labba burt skimandi í allar áttir........
Eins og villuráfandi sauður rek ég augun í Nóatúns-skiltið....
Hversu langur getur fattarinn verið?? Ómæ....ég lagði af stað aftur inn í Smáralind og strunsaði út hinu meginn...
Bloggar | Breytt 4.11.2007 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Vissir þú?
2.11.2007 | 16:53
Vissir þú?
(tekið af vefsíðu heimila og skóla)
Þetta ættu allir foreldrar að taka til athugunar......það er aldrei of seint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Algrlega brjálað veður hérna í höfninn
1.11.2007 | 22:01
Herjólfur fastur í Þorlákshöfn
Herjólfur er fastur í Þorlákshöfn þessa stundina. Skipstjóri Herjólfs vill ekki leggja í hann vegna veðurs og ætlar að bíða þar til lægir. 8 metra ölduhæð er á milli lands og eyja.
Herjólfur liggur við bryggju. Þeir ætluðu að fara núna klukkan half níu en ég hef ekkert heyrt. Það er brjálað veður hérna, mjög mikið rok," sagði starfsstúlka í afgreiðslunni í Þorlákshöfn við Vísi rétt í þessu.
Um 60 manns eru um borð í Herjólfi.
Við mægður höfum það þokkalegt í rokinu báðar með hausverk og hálsbólgu utan á hálsinum
Spilum jólalög og kósý.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sagði ekki einhver að það væri búið að afnema þrælahald
1.11.2007 | 10:47
Íslendingar almennt eru orðnir þrælar bankanna.
Glerhallabyggingar rísa undir þesa siðlausu starfsemi
þar eru haldnar veislur
og sérlega vel stæðum viðskiptavinum boðnir í utanlandferðir
og hver veit hvað.
Jafnvel fluttir inn lystamenn til að skemmta þotuliðinu.
Vel getur verið að ég kosti mína utanlandsferð
og komi ekki aftur til baka.
Skammist ykkar.
Og önnur frétt.
Veruleg styrking krónunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar
SKYLDI ÉG EÐA ÞÚ HAFA GAGN AF ÞESSU???????
AF HVERJU EFAST ÉG???
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fjörtíu og eitthvað í síðasta sinn
31.10.2007 | 01:59
Mr Pálmason
Til hamingju með afmælið kall.
Kynntist karlinum þegar hann var 15 og ég 14.
Vorum á djamminu saman
á sveitaböllunum.
Nú fæ ég fortíðarflipp
sveitaböll....sveitaböll...sveitaböll....
Mikið vildi ég að ungdómurinn í dag fengi að upplifa
sveitaballastemminguna.
En sem sé þetta er karlinn minn sem er 49.ára í dag
og
þetta eru börnin okkar
Jón Þór 27. ára og........................Guðrún Jóna 14. ára
Smá viðbót,því þarna er hægt að miskilja að við höfum farið að vera saman 15 og 14 ára......við erum búin að þekkjast síðan þá en 17 og 18 var það.
hvernig eiga merkin saman
Þessi tvö merki laðast strax hvort að öðru, oftast kynferðislega, en það er lítil von til að sambandið verið langvarandi. Bogmenn eru yfirleitt lífsglaðir og opnir, en Sporðdrekinn dulur, fáskiptinn og leyndardómsfullur. Framan af reynir Bogmaðurinn að kæta Drekann og rífa hann upp úr "þunglyndinu", en þegar það tekst ekki leitar hann uppi skemmtilegri félagsskap. Ef Sporðdrekanum finnst hann svikinn í tryggðum, er hann vís með að leita hefnda. Það er því vissara að reyna að skilja sem vinir!
Held ég geti verið sammála að nokkru leiti en öðru alls ekki.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Lífið breytir um lit
29.10.2007 | 15:13
Það var frábært að líta út um gluggann í morgun.Snævi þakin jörð.Birtan seytlaði inn í sálina og lýsti hana upp.
Ég elska snjó.
Ég vildi að snjórinn gæti komið og verið kyrr þar sem hann settist svona eins og á Ísafirði
Blæjalogn og snjór eða ribbaldarok og snjór.
Mér er ekkert vel við umhleypinga
rigning fyrir hádegi,snjókoma eftir hádegi,skafrenningur eftir kaffi,slydda eftir kvöldmat.Eða öfugt síendurtekið.
Snjór og rok er áskorun.
Keyra í skafla.... ég veit ekkert skemmtilegra....festa sig og ná sér upp aftur ein... eða með hjálp...
Hver kannast ekki við Sollu fasta af því hún varð að prófa skaflinn
Bjartasta brosið til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Á að leyfa konum að keyra bíla svona yfirleitt..??
25.10.2007 | 10:11
Þegar ég (Bjarni) var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW.
Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein
og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna sem ég hélt á í vinstri hendinni.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og tvíburana tvo.
Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan
og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv........ kellingum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Ögn léttara
24.10.2007 | 15:28
hjal.
Hvanndalsbræður eru snillingar
einn af þeirra frábæru textum hljómar svona
(ekki með leifi fyrir birtingu en ég er nú verðandi grúpppía)
Kisuklessa.
Ég var út'í garði að vökva grasið mitt
sprautaði á buxnaskálmina og sagði shit.
Kötturinn min var þarna að þvælast fyrir mér.
En fór svo út á götu og gleymd'að gá að sé.
Það kom þarna steypubíll og stefndi beint á hann.
Þetta getur komið fyrir þann sem ekkert kann.
Ég öskraði og æpti.Forðaðu þér.
En kattarskrattinn heyrði ekk'í mér.
Hann heyrði ekk'í mé......er.
Hann heyrði ekk'í mé......he he he he he er x2.
Þess vegna e........er
Þess vegna e he he he he he er.
Kisuklessa á götunni hjá mér oj
kisuklessa oj oj oj oj oj oj oj.
Svona var nú það.
Kannski ekki mjög smekklegur texti en þó snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er víst meining á bak við TIPPIÐ - með einföldu I - því það táknar að það sé eitt á ferð - en þegar TYPPI er skrifað með tvöföldu, þá er það á leið í Y - eða þannig - sem er jú tákn kvenkyns ekki satt.