Þegar púkarnir fara á stjá

og konan ruglast í ríminu þá er fátt annað til ráða en að pikka upp púkann í sjálfum sér og senda fíflalegt glott út í heiminn......image005[2]

Afklæða jólasveininn.....

og hvað annað skemmtilegt sem manni dettur í hug

stripp-sveinki !!!!

FLOTTUR.

Í gærkvöldi var stuð á kellunni búin að skúra út,flögra um húsið með tuskuna,skipta á rúmunum...

Nei nei ekki skipta á rúmunum heldur skipta á rúmunum.

Til að fullkomna verkin átti að kveikja á kertum og hafa kósý.Ég á sérstakan kertakveikjara sem er eins og fugl í laginu og kemur eldurinn út um gogginn.......nema ég á ekki þennan kveikjara lengur núna.... sko eftir gærkvöldið......það nefnilega vantaði gas á hann...ég prílaði upp í efsta skáp og náði í gasið.....réttur stútur var ekki.....þá var bara að nota vitlausan.....og gasið út um allt....kældi hendurnar og ollasak ajamak kveikti.....blossi..henti logandi fuglinum frá mér....

Á þessari stundu akkúrat gat ég alls ekki munað hvar brunateppið hékk...en þið vitið gas fuðrar sem betur fer fljótt upp........

ATT119240682Skroppið var í Smáralind í dag með stelpurnar.Ég lagði undir berum himni og samdi við stelpurnar að þær kæmu bara út í bíl þegar þær væru búnar....því síminn minn var straumlaus....og hvorki ég né þær kærðu sig um að vera saman.....

Ég stóð á gapinu inni í Hagkaup...vá flotta jólaskraut....er svo assskoti glysgjörn.....

  Ég nennti alls ekki að vera þarna og dreif mig út skimandi eins og álfur út úr hól eftir bílnum......var búin að ramba fram og til baka þegar ég loksins fann hann....

Hugsaði "hann er víst bláleitur"......við Árni  getum ekki verið sammála um litinn á honum,hann segir að hann sé svartur....glætan.

Ég sting lyklinum í skrána um leið og ég sé að bíllinn er ólæstur....pottþétt á því að ég læsti honum lít ég inn í hann og sé að þetta er alls ekki minn bíll.....svoldið pínlegt að draga lykilinn út líta laumulega í kringum sig og labba burt skimandi í allar áttir........

Eins og villuráfandi sauður rek ég augun í Nóatúns-skiltið....

Hversu langur getur fattarinn verið?? Ómæ....ég lagði af stað aftur inn í Smáralind og strunsaði út hinu meginn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Solla mín vertu ekkert að þvælast þarna í Púkalind eða hvað þetta heitir, komdu bara og skoðaðu í Túnabúðinni hjá okkur Betu beib.

P.S. Það verður sett fram eitthvað af jóladóti í næstu viku

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 4.11.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ gott að ekki fór verr með kveikjarann, ekki gott mál.  En það er fyndið að lesa um bílinn.  Hef lent í þessu að setjast inn í vitlausan bíl.  Hef líka lent í að týna bílnum mínum á Ísafirði MEÐ MÖMMU Í  Leitaði að honum í klukkutíma og mamma beið allan tímann í bílnum og skildi ekkert hvað ég var lengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skemmtileg færsla hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.11.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllan mín ... skil vel að lindarferðin hafi verið svonnnnna en fyndið með bílinn þinn!

jedúdda mía, hænukveikjarinn ..... vona að þú hafir ekki meitt þig elsklingurinn minn!  Mússý mússý og knús á þig.

www.zordis.com, 4.11.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott að ekk fór verr með kveikjarnn !

ég get vel skilið svona smá ruglu þegar komið er í borgian!

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 19:40

6 identicon

Hehehe, alltaf skaltu lenda í einhverju svona. Þá á ég við þetta með bílinn þinn, sem er svartur, en ekki þetta með kveikjarann.  Samt alveg týpísk Solla. 

Heyrumst... 

Heiðbjört 4.11.2007 kl. 20:54

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert algjört æði! Knús og kærleiksríkar kveðjur til þín elskan.

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 21:48

8 identicon

hahaha ... bara Sollan í hnotskurn á góðum degi. Þú ert æðibiti og krúttkerling númer eitt.

-og já, er hann ekki svartur ... held það sko ...muhaha!

Lísa 4.11.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Sigrún

ég segi að hann sé steingrár

Sigrún, 4.11.2007 kl. 23:43

10 identicon

hehehe, gaman í lindinni  knús á þig, vonandi fékkstu samt jólaglingrið?

Elín 4.11.2007 kl. 23:53

11 Smámynd: Ester Júlía

Hahaha...ég er í kasti yfir lestrinum... þú ert svo fyndin.  Rosalega varstu annars dugleg að taka til, ég kemst  í tiltektarstuð við lesturinn en ég læt karlinn um að skúra þessa daganna..má bara ekki vera að því eins og staðan er ..  *samviskubit* . 

Knús og kossar til þín

Ester Júlía, 5.11.2007 kl. 07:34

12 Smámynd: Margrét M

he he

Margrét M, 5.11.2007 kl. 09:04

13 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Útnefni þig hér með sem "heiðursfélaga" í "Vesenistaklúbb Nóbels", en ég og mín familía höfum verið "Nóbelsverðlaunahafar í VESENI".........árum saman.  Og hvaða litblinda er þetta hjá körlum, að kalla "steinbláa" bíla svarta?  Á einn svona sjálf,  og við þrösum reglulega um litinn, hjónaleysin.

  Svo fínn pistill um foreldrahlutverkið hjá þér hér að neðan.  Er sammála þér þar um flest, og er pínu farin að kvíða "unglingsárunum".

Sigríður Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 10:19

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ehh Sigga hver var það sem sullaði blásýru eða saltsýru saman við eitthvað annað í tilraunaglasi í efnafræðitíma í denn og kveikti um leið í lopapeysunni sinni..mannstu..hver önnur en ég......svona smá alltaf fljótfær og seinheppin

Ásthildur"týna bílnum mínum á Ísafirði MEÐ MÖMMU Í"

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 10:37

15 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

He he alltaf gaman að sjá fólk fara í vitlausa bíla, einu sinni fór mamma mín inn í bíl hjá kolókunnugum manni og byrjaði að skammast yfir að ekkert væri til í búðinni á meðan sat pabbi í bílnum við hliðina og skellihló, mannauminginn sem mamma fór til skildi ekkert í þessu

Kristberg Snjólfsson, 5.11.2007 kl. 18:05

16 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, man ég vel, og þar fór þessi líka fína lopapeysa í súginn.  En hver var það sem missti dropa af sullinu á skóinn sinn, og brenndi gat á, og næstum holaði á sér tá??  Var það ekki í Þorlákshöfn.....eða er ég komin í efnafræði í Hagaskóla??

Sigríður Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:01

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Krútti þetta er pínlegt.....ég skellti mér einhvern tíma í farþegasætið og skildi ekkert eftir hverju væri verið að bíða þegar ég fattaði að kallinn væri uppi á Kárahnjúkum

Sigga held að þú sért í Hagaskóla því við fórum aldrei inn á skónum og vorum aldrei í inniskóm.....En varstu hér í Þorló í dag?????????

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 22:33

18 Smámynd: Ólafur fannberg

2 góðar myndir af mér hehehe aðalega sú efri

Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 20:41

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Úbbs var ég að klæða þig úr?????

Solla Guðjóns, 6.11.2007 kl. 21:47

20 identicon

Þú ert náttlega engum lík. Og ert enn að fletta upp í orðabók langömmu þinnar "straumlaus" ekki almennt notað um gemsa. Endilega láttu mig vita þegar þú ferð næst í Smáralindina og ég skal kenna þér að finna bílinn þinn er orðin assgoti góð í því - sko að finna minn. Og bíllinn þinn er steingrár. Vona að Árni sé væntalegu heim fljótlega, finnst eins og þú þurfir eitthvað annað en jolla greyið til að tæta úr fötunum en samt flottur rass. Vildi að jólaskrautið í búðinni "Þar sem jólin þín byrja" væri líkara þessu þá væri gaman í vinnunni!

Lilja B. Guðjónsdóttir 6.11.2007 kl. 23:56

21 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 00:06

22 Smámynd: Solla Guðjóns

hæ sys!!!! ég setti ? við batteríislaus eins og ég heyri oft sagt en síminn minn var með batteríinu þ.e.a.s.rafhlöðunni í þannig að hann var straumlaus......Einhvern tíman heyrðist nú til þín segja í símann þinn

VERÐ AÐ HÆTTA ÉG ER AÐ VERÐA BENSÍNLAUS

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband