ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??

Er lesblinduleiðrétting í þínum skóla.
Er ekki tími tilkominn athuga hver ER Réttur lesblindra barna.
Lesblinda ER varla viðurkennd í skólakerfinu.Eða hefur einhver orðið var við það??
Ástæða þess að ég velti þessu upp ER að ég á 14.ára lesblinda dóttir og bloggaði ég um það í fyrradag og þið getið lesið hér ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.Það sem vakti athygli mína við það blogg ER  að 6 af 12 sem kommentuðu hjá mér eiga sjálf,eru skyld eða þekkja einhven sem ER
Lesblindur.Þetta voru bloggvinir mínir sem kommentuð en nú ætla ég að hafa Síðuna opna öllum næstu daga og vil ég umræður um þessi mál.
Ég ætla segja meira frá hvernig lesblindan hefur leikið stelpuna mína.Því í dag og undanfarin ár erum við ekki Búin að Vera að glíma við lesblindu. Vissum það eiginlega aldrei.Ég fór með hana í Davis-greyningu fyrir 2.árum og fékk staðfestingu á lesblindunni sem ég ER Búin að gruna öll þessi ár en undirtektir voru engar.Stelpan var orðin þokkalega læs fyrir þessum  tveim árum..en hafði lítið úthald.
En það sem þetta ástand hefur orsakað ER ofsakvíði með sterrkum líkamlegum einkennum.Hún ER alltaf veik og hefur þar af leiðandi misst mikið úr skóla og ER orðin töluvert á eftir jafnöldrum í máni.
Ég vil taka það alveg Sérstaklega fram áður en lengra ER haldið að skólastjórnendur og kennarar stelpunnar minnar hafa staðið mjög vel að skólagöngu hennar og hefur hún fengið Góðan stuðnig og þau í raun gert allt sem í þeirra valdi stendur og elska ég þau fyrir það.
Það sem ruglaði mig og kennarana var að hún hefur aldrei verið félagslega einangruð og þegar hún mætir í skólan ER hú alltaf kát og hress.
Ég veit ekki hvort ég ætti Vera lýsa ástandinu á heimilinu vegna þessa.En jú ég má til.
Það ER kvöl og aftur kvöl.Að horfa á barnið sitt þást.Vita að ástæða þess að hún slagar á morgnanna af svima ER útaf andlegum kvölum...vita að þegar hún getur ekki haft augun opin vegna ljósfælni...vita að þegar hún brestur í grát og segist ekki skilja hvað Sé að Sér...vita að þegar hún ælir á morgnanna,kvöldin,nóttinni...vita að þegar hún tekur utanum mig og segir "ég vil alveg fara í skólann en mér líður svo skrinkileg...ég veit ekki hvernig mér líður"...byrjar að kúgast.Elsku stelpan mín kann ekki að útskýra kvíðan og líkaminn tekir við.
Ég lýg engu um það að mér gengur illa að sofna fyrir kvíða hvernig morguninn verði....Oft á tíðum fallast mér hendur á morgnana.Ég græt,við grátum saman.
Stundum missi ég stjórn á mér og hreynleg klikkast og langar mest að berja krakkan....afhverju getur hún ekki bara drullast í skólann eins og önnur Börn.
Það sem ég raunverulega vil með þessum skrifum ER að vekja athygli á hversu nauðsynlegt ER að Börn með lesblindu Sé greynd og í rauninni myndi ég vilja að horft yrði fram hjá óþekkt...ofvitkni... þar til ljóst væri hvort barnið væri lesblint eða ekki...því oftast eru einkennin svipuð.
Ég vil að menntamálaráðuneytið skikki hvern skóla að hafa Sérkennara með lesblindu-leiðréttingar-kunnáttu.
Skólanum ER hreinlega skylt að kenna hverju barni undirstöðuatriðin LESTUR.SKRIFT OG REIKNING.
NÚ VIL ÉG AÐ VIÐ TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG KREFJUM MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ UM ÞAÐ LÍTILRÆÐI AÐ HAFA LESBLINDU-LEIÐRÉTTINGAR-LEIÐBEINANDA Í HVERJUM SKÓLA.
Það myndi bjarga mörgum.
Netfang menntamálaráðherra er.. postur@mrn.stjr.is ef einhver vildi eiga við hana orð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey þið hvernig kemst ég í umræðuna með þetta???

Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Lesblindu fylgir oft athyglisbrestur og það getur fylgt því gríðarleg vanlíðan, ekki síst líkamleg. Ég þekki þetta af eigin raun, á barn sem var frá skóla mánuðum saman vegna einkenna sem þú ert að lýsa. Læknar komu af fjöllum og skildu ekki vandamálið, skólinn virtist skák og mát, bæði fyrir og eftir greiningu. Lausnin er ekki sérkennsla heldur skilningur og þekking kennara og skólayfirvalda. Því miður er þar mikill misbrestur á. Fyrsta skrefið er góð greining, hún fæst því miður ekki nema gegn háu gjaldi hjá sálfræðingum. Það er þessum einstaklingum mikilvægt að fá greiningu til að fá skilning á sjálfum sér. Oft eru þetta supergreindir einstaklingar sem hafa fengið þau skilaboð frá skólakerfinu að þeir "geti ekki". Ég á 2 börn sem hafa farið í lesblinduleiðréttingu og það breytti miklu fyrir þau bæði.

Kristjana Bjarnadóttir, 6.9.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er erfitt að ganga í gegn um kerfið án þess að fá í botn með hvað er að hjá okkur.  Vita hreinlega ekki hvað er að gerast og áætla hlutina og taka jafnvel ráðin í sínar hendur!  Mikið er gott að þið séuð með rétta greiningu og getið unnið með þá vitneskju! 

Ég kem til með að fylgjast með litla námsherranum í vetur því hann hefur að mínu mati minni áhuga á námsefninu heldur en að ég geti tengt það við lesblindu en ég er vakandi og þakka fyrir þessar lýsingar.

Gangi ykkur rosalega vel og megi líðanin verða betri! 

www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Bróðir minn er nýlega greindur með lesblindu og er hann komin yfir þrír og fimm. Þið þyrftuð að komast inn hjá greiningastöð ríkisins það virðist oft vera eina greiningin sem skólar taka mark á því miður En það er óskandi að vanlíðan ykkar fari að ljúka og hlutirnir að ganga upp, stórt knús og pepp til ykkar

Vatnsberi Margrét, 7.9.2007 kl. 08:36

5 Smámynd: Margrét M

einn af mínum drengjum er lesblindur, fór í gegnum greiningu  á BUGL en var greindur ofvirkur með athyglisbrest SEM ER RÉTT en svo fékk hann líka þá greiningu hjá þeim að hann væri með greind langt fyrir neðan meðallag þá var hann c.a 8 ára gamall þetta reindist rangt því að síðar kom í ljós þegar hann var greindur hjá skólaskrifstofu í Kef að hann væri með lesblindu á versta stigi en greindin í meðallagi þá var hann c.a 10 ára. hann fékk aðstoð í skóla en við foreldrarnir þurftum að berjast með kjafti og klóm til þess að halda í þessa aðstoð . Hann bögglaðist í gegnum grunnskóla og þá kom að framhaldsskóla þá brást skólakerfið algerlega því að það eru ekki margir framhaldsskólar sem veita aðstoð fyrir lesblinda. Hann fór eina önn í FS og eina aðstoðin sem er í boði þar er, eins og námsráðgjafinn sagði ég get boðið þér að fara í bekk með krökkum sem eru þroskaheft eða þú getur farið í almennt nám og fengið hljóðsnældur ( þetta er til skammar finnst mér), drengurinn prófaði hann má eiga það og heila önn ströglaði hann en gafst þá upp..Ég veit að fjölbraut í breiðholti  og Iðnskólinn í hafnarfyrði eru með miklu betri aðstoð í boði fyrir lesblinda..

Ég varð aldrei vör við líkamlega vanlíðan með þessu hjá honum sem virðist fylgja hjá svo mörgum en fann verulega fyrir því að honum fannst hann vera svo vitlaus sem er líka hræðilegt fyrir börn að finna fyrir  ég fór með hann sjálf í gegnum lesblinduleiðréttingu sem hjálpaði ákaflega mikið til.  Faðir drengsins var greindur með lesblindu þegar hann var rúmlega þrítugur þetta er víst ættgengur andskoti ...

Ég vona svo sannarlega að það verði hægt að hjálpa dóttir þinni með þetta, því að það er skelfilegt að börn upplifi sig sem annarflokks fólk vegna þessa .

Helsta útskýring sem ég hef heyrt hjá skólum í gegnum skólagöngu drengsins míns  er að það séu bara ekki nægir peningar til þess að almennileg aðstoð sé veitt, það eins og öllum sé sama nema foreldrum barna sem þurfa aðstoð  ..

Margrét M, 7.9.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Kristjana:Flestir skólar eru með greiningarpróf sem hægt er að taka mið af en fæstir skólar viðurkenna lesblindu.En það er því miður alveg rétt hjá þér að sérkennsla er ekki að bjarga þessum börnum Þó viljinn sé góður.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku Þórdísin mín fylgstu vel með drengnum það á ekkert barn né foreldri að þurfa að ganga í gegnum þetta.

Knús á þig ljúfust.

.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 09:56

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Gott að heyra þetta Guðmundur og ég er hjartanlega sammála þér.Veit að þetta er gert víða en það sem er að er að þessi börn þó svo að viður kennnt sé að þau séu lesblind þá er það úrræðin handa þessum börnum sem er ábóta vannt.Það eru til aðferðir til að leiðrétta lesblindu og það er það sem ég vil fá inn í skólakerfið.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 10:05

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Margret Hallgr.Því miður er maður að heyra altof mörg svona dæmi....lesblindan uppgötvaðist þegar ég var að taka bílpróf af því ég skrifaði tómt rul...kennarinn las yfir með mér á flaug ég í gegn...

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 10:14

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Magga M.Þetta er háalvarlegt mál....strákurinn þinn var sem sé ekki í stakk búin að fara í framhaldsnám upp úr grunnskóla....ég var að tala við framhaldskólanema sem gafst upp...hann tjáði mér að hann væri svo heimskur að það væri ekki hægt að kenna honum....ég veit að álitið var að sá ætti í örðugleikum með lesskylning og set ég spurningarmerki við það.

Takk öll fyrir að ljá þessu máli lið.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 10:25

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þakka þér fyrir að birta þetta Solla mín. Mikið finn ég til með þér og dótturinni. Ég vona svo sannarlega að eitthvað verði gert í þessum málum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.9.2007 kl. 11:12

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hlýjar kveðjur frá mér til ykkar mín kæra.

Heiða Þórðar, 7.9.2007 kl. 11:34

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég var sko búin að skrifa langa runu hérna... sem ég fattaði svo að hafði ekki skilað sér þegar ég sá kommentið þitt hjá mér!!!!

En til að gera langa runu stutta þá er þetta frábært framtak hjá þér og láttu mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get gert til að hrista upp í því með þér!!!! 

Heiða B. Heiðars, 7.9.2007 kl. 11:36

14 Smámynd: Margrét M

það er nefnilega málið með þessa krakka og líka fullorðna fólkið sem eru lesblind .. það er ekkert ólagengt að það haldi að það sé naut heimskt en ef kafað er dýpra í málið þá kemur ekki ósjaldan í ljós að mestu séní sem uppi hafa verið  ...  það vill nefnilega svo til að þeir sem eru lesblindir þroska með sér annan skilning á umhverfi sínum en þeir sem eru ekki lesblindir vil ég vísa hér í síðu sem er afar gott að lesa fyrir lesblinda krakka.  http://www.lesblind.is/lesblindir-snillingar/         þarna er meðal annars minnst á  fullt af  fólki sem er þekkt fyrir ýmislegt annað en heimsku  og er það allt eða var lesblint  t.d  Steven SpielbergLeonardo da Vinci , Bill Gates   og  svo má lengi telja   lesið þetta bara fyrir  ykkur og lesblindu börnin ykkar

Margrét M, 7.9.2007 kl. 11:48

15 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég skil þig vel.  Þegar ég var í skóla þá var þetta ekki til ég er lesblindur en vissi það ekki fyrr en ég áttaði mig sjálfur á því.  Þetta hefur háð mér en ég fór sjálfur að vinna með þessu og hefur þetta ´lagast mikið hjá mér. 

Systir mín er með þetta sama og hefur lent mjög ílla í þessu.  Hún átti ervitt með mál þegar hún var lítil þar sem ekki kom í ljós að hún var ekki með nema 30% heyrn.  Eftir að það búið var að finna hvað var að fékk hún fulla heyrn en málröskun var mikill út af þessum öllu.  Þegar hún byrjaði í skóla þá var lesblindan ekki viðurkennd og hún einangraðist mikið þar sem hún fékk ekki þá aðstoð sem hún þurfti og skólinn var ekki að vilja viðurkenna þennan vanda.  Hún fékk ekki greiningu á lesblindu fyrr en hún fór í framhaldskóla.  Þetta hefur háð henni alla tíð og mun sennilega há henni að einhverju leiti lengur.  Þetta er hlutur sem verður að vera til staðar í skólum til að aðstoða nemendur sem eiga við þennan vanda að stríða.  Hér er er slóð inn á heimasíðu há henni þar sem hún var að stofna hóp til að komast út úr einangrun.  http://www.blog.central.is/hittingur16-30

Þórður Ingi Bjarnason, 7.9.2007 kl. 11:49

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er einlæg ósk mín að eitthvað verði gert í þessum málum burt séð frá minni sögu...það er framtíðin sem ég er að hugsa um..

Takk jórunn mín

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:52

17 Smámynd: Solla Guðjóns

þar sem ég er formaður Foreldraráðs grunnskólans hér það sendi ég formanni foreldraráðs á suðurlandi orðsendingu um að kíkja á síðuna hjá mér og var að fá eftirfarandi póst..

Sæl Solla!Var að skrifa þér póst um fund þar sem akkúrat þetta mál á vera til umræðu á og við getum sent út ályktun í blöðin og í Menntamálaráðuneytið. Þetta er alveg hárrétt hjá þér.  Lestur, skrift og reikningur undirstaða náms.Komdu á fundinn og reyndu að fá sem flesta með þér, stjórn foreldrafélagsins og bekkjartenglana og  taktu líka með klásúluna í lögunum  þar sem við getum búið til ályktun og vitnað í hana.Ætla að kynna mér málið líka. Bestu baráttukveðjur. Stend svo sannarlega með þvér því ég þekki einstakling með lesblindu sem gafst upp í skólanum.Kristjana Gestsdóttir 

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:59

18 Smámynd: Margrét M

gott að heyra

Margrét M, 7.9.2007 kl. 12:02

19 identicon

Baráttu kveðjur dúllan mín !!

Sigrún 7.9.2007 kl. 12:07

20 identicon

Og Allir saman svo

sigrun huld 7.9.2007 kl. 12:16

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ollasak mín sendu hér inn staðlað áskorunarbréf og ég skal skrifa undir og vonandi fleiri.  Það er sjálfsagt mál að reyna að styðja við svona þarft málefni.  Það þarf að vekja stjórnarliða upp við vondan draum.  Það er bara ekki í lagi að láta hlutina danka svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 12:18

22 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég mun skrifa undir áskorunarbréf. 

Þórður Ingi Bjarnason, 7.9.2007 kl. 12:25

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Heiða skessan mín auðvitað mátti ég vita það.

Þórður Ingi Takk kærlega..það er mjög mikilvægt að fá að heyra af reynslu fullorðinna í þessum efnum....því blessuð börnin okkar eru ekkert að skilja í hvað er eiginlega að hjá þeim og geta ekki útskýrt þetta..og takk fyrir að benda mér á síðu systur þinnar hún er að gera aldeilis frábæra hluti.

Magga mín M.takk fyrir þitt innleg,Heiða B og Sigrún takk takk.

Ásthildur ég ætla að gera þetta....nú er ég í vinnunni og bara að stelast í tölvu en geri þetta pott þétt á morgun.

Takk elskur

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 14:20

24 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Elsku Sollan mín, 

  Er afspyrnuerfið lesning, fyrir foreldra, reynsla þín og dótturinnar.  Sorglegra en tárum taki.  Þið eigið alla mína samúð.  Og ég spyr bara enn og aftur: Hvar er "réttur" lesblindra barna í skólakefinu??  Því sitja lesblind börn uppi með "ofsakvíða", andlega og líkamlega vanlíðan?  Og fjölskyldan öll í tjóni út af barninu og líðan þess.  Lesblinda er búin að vera "þekkt" í áratugi inna skólakerfisins!  Hví hefur ekki verið gengið í þetta mál af hörku, eins og gert var í Iðnskólanum á sínum tíma?  Úrræðin eru til!  Ekki er nóg að greina barnið, ef "ekkert" er svo gert í stöðunni nema að rétta því einhverjar "hækjur"!  Ég verð bara rasandi bálill, þegar ég heyri af svona hrikalegu klúðri.  Hélt að þetta væri liðin tíð.  Hélt að allir lesblindir krakkar hefðu faglegan lesblindukennara sér til trausts og halds í skólanum, og unnið væri markvisst með þeim þar.  En það er greinilega allt við sama heygarðshornið, og þegar fóstursonur minn fór fyrst í greiningu "eftir" að hann flutti til mín, "17" ára gamall.  Bullandi lesblindur með athyglisbrest, kom svarið.  Þetta ER EKKI í lagi.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 14:24

25 identicon

KÆRA SYSTIR !

Þú ert FRÁBÆR, bara svona ef þú vissir það ekki.

Kveðja Beta sys.

Beta sys 7.9.2007 kl. 14:37

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku Siggan mín skólasystir mín....þetta er akkúrat það sem ég er að meina...

Takk fyrir þetta ástin..

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 14:38

27 Smámynd: Solla Guðjóns

Beta systa mín ég veit hver ég er...og mér þykir þú líka ótrúlega frábær

P.S.

Hérna hvort er það Ísafjarðardjúp eða Hvannadalsbræður..láttu mig alla vega vita ef þið farið vestur.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 14:41

28 Smámynd: Ólafur fannberg

100 % stuðningur hér.

Ólafur fannberg, 7.9.2007 kl. 14:43

29 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Það er til skammar að það skuli ekki vera tekið betur á þessum málum. Það sem þú ert að gera núna er ómetanlegt fyrir þá sem á eftir koma. Þessi skrif hafa vakið fullt af fólki til umhugsunar um þessi mál sem er ekki vanþörf á. Vonandi verður þetta til að skólayfirvöld vinni betur að þessum málum það er jú okkur öllum til bóta

Kristberg Snjólfsson, 7.9.2007 kl. 14:46

30 identicon

Snúum bökum saman og ÁFRAM SOLLA ÁFRAM SOLLA !!!! jú gó girl !!

Sigrún 7.9.2007 kl. 15:12

31 Smámynd: Solla Guðjóns

takk strákar mínir...ég er alveg ákveðinn að ég ætla ekki að linna látum fyrr en þessi mál vera komin inn í skólakerfið...Ég er þess full viss að ef lesblinduleiðrétting væri til staðar í skólakerfinu mindu ekki nærri svona margir flosna upp úr skóla og það sem meira er einelti mindi minnka.....vil þó taka skírt fram að við persónulega eigum alls ekki við það að etja...en það vill því miður fylgja börnum sem að einhverju leiti eru ekki eins og fjöldinn.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 15:15

32 identicon

Gangi ykkur vel í þessari baráttu.  alveg sammála þessu.  öll þekkjum við að minnsta kosti 1 sem á við þetta stríða.  Þetta er ekki lengur ósýnilegt í þjóðfélaginu, tími til komin að eitthvað sé gert.

Koss og knús.

AnnaG 7.9.2007 kl. 15:21

33 identicon

Solla ég skora á þig að fara af stað með undirskriftalista þar sem kraftist er úrbóta á þessum málum og ég veit að þú mun fá mikið stuðning.

P.S.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 7.9.2007 kl. 15:49

34 identicon

Æi ég var of fljót að ýta á enter.

P.S.  Ég mun svo sannarlega skrifa undir.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 7.9.2007 kl. 15:50

35 Smámynd: Solla Guðjóns

Anna G.það er einmitt málið við þekkjum þetta öll á einn eða annan hátt..

þetta skapar svo ótal mörg vandamál og það sem áður hefur ekki verið minnst á hér og það er það að það er mjög dýrt að eig börn sem eru komin með svona sterk kvíða einkenni af hvaða ástæðum sem það er.. læknis-og lyfjakostnaður er mikill....að ég tali ekki um sálfræðikostnað sem er aðeins kr:8000.tíminn.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 15:52

36 Smámynd: Solla Guðjóns

takk Ragnheiður það mun ég gera og svo eru FÁS.félag foreldra á suðurlandi líka komin með áhuga á þessu máli....

Ég vil þó taka skírt fram að ég er ekki að ráðast gegn skólakerfinu heldur vil ég bæta það.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 15:55

37 identicon

Úbbs eh he ég stalst til að setja link á síðuna þína á bloggið mitt með von um að enn flein lesi þín frábæru skrif um lesblindu.

Ef þér er illa við það láttu mig vita og ég fjarlægi færsluna.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 7.9.2007 kl. 15:58

38 Smámynd: Solla Guðjóns

Ragnheiður ég vil einmitt að sem flestir sjái þetta og geri sér grein fyrir alvarleika lesblindu..takk dúlla

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 16:01

39 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæl Solla

Mér finnst þetta alveg frábær umræða hjá þér, ég er ekki með lesblind börn en við erum með dreng með ADD, og málið er bara það að öll börn sem falla ekki inn í "normið" eru bara sett til hliðar, við erum til dæmis að hjálpa 2 drengjum hér heima sem eru lesblindir og fengu enga dönskukennslu í heilt ár ( samkvæmt lögum er það óheimilt ). Erum að berjast fyrir aðstoð og skilningi fyrir börn sem þurfa á aðstoð að halda og fá enga og eru algerlega niðurbrotin vegna skólagöngu og foreldrarnir alveg uppgefnir.

Í skólanum hjá okkar börnum er kennari sem hefur farið á Davis námskeið en skólin ákvað að veita bara börnum yngri en 9 ára að fara í Davis leiðréttingu hjá þeim kennara, skólinn segir að það sé of seint að hjálpa þeim sem eru eldri en það, sem er algert kjaftæði.

Er búin að vera að lesa aðalnámskrár og grunnskólalögin, og eftir því sem ég skil þau þá tel ég að menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin eigi að sjá til þess að öll börn fái kennslu við hæfi. Set hér fyrir neðan grein úr lögum um Hlutverk og markið grunnskóla.

Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem

fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða

þroska hvers og eins. Grunnskólar eiga að taka við öllum

börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama

og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða

málþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburðagreind

og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekktum

byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skera

sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Grunnskólum

er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt.

Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi

í grunnskólum og sveitarfélögum er skylt að sjá öllum

nemendum fyrir viðeigandi námstækifærum.

Kveðja Ingunn Gísladóttir 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 17:14

40 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæl Olla

hef ekki tíma núna til að lesa þetta allt hér en ég sá kommentið þitt hjá Heiðu og skelli því inn hér slóð á mitt komment þar

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/305411/#comment605822

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 17:43

41 Smámynd: Solla Guðjóns

Ingunn...ég vil ekki meina að börn sem falla ekki inn í mormið séu sett til hliðar allavega ekki í mínum skóla..

Það er enganveginn markmið mitt að ráðast að starfsfólki skólanna.Heldur vil ég að Menntamálaráðuneytið og sveitafélög geri mun betur við þessi börn og ég tek heilshugar undir það allt hjá þér...

og takk fyrir gott innlegg.

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 17:51

42 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk elsku Jóna...endilega kíkið við hjá skessunni...þar er þarft málefni á ferðinni og finnst mér mjög gottt að þessi mál skulu rædd...en nú má ég ekki vera að því að vera í tölvu fyrr en í nótt

Heljar knús á línuna

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 18:04

43 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Solla mín ég skrifa hiklaust undir bréf um þetta efni frá þér. Ég stið þig 100 %.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.9.2007 kl. 18:32

44 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þú átt allan minn stuðning skvís

Vatnsberi Margrét, 7.9.2007 kl. 18:38

45 Smámynd: Eva

En sorglegt að lesa þetta með dóttur þína. Ég er sjálf með lesblindu og á 3 börn öll með lesblindu, ég held að fólk sem þekkir þetta ekki gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hversu margslungin lesblindan er hún snýst um mikið mikið meira heldur en hvort að viðkomandi geti lært að skrifa og lesa. 'Eg vil endilega benda fólki á dyslexíu vefinn hjá fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Takk fyrir góð skrif þetta er verðugt málefni.

Eva , 7.9.2007 kl. 19:06

46 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Allir skrifa svo fínt... ég á einn bróðir sem er lesblindur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 19:29

47 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 7.9.2007 kl. 19:58

48 identicon

Já þarna er ég allveg sammála þér ... þetta er orðið svo allgengt nú til dags og ég þekki marga sem fá ekki almennilega kenslu vegna þess að þeir eru lesblindir, þau verða svo oft útundan í hefðbundnu kennslu tímum.

Þú færð allan minn stuðning

Atli Reimarsson 7.9.2007 kl. 20:00

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur ég ætla að gera þetta....nú er ég í vinnunni og bara að stelast í tölvu en geri þetta pott þétt á morgun.´

Það lýst mér vel á Ollasak mín.  Það verða örugglega margir sem skrifa undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 22:05

50 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 8.9.2007 kl. 01:04

51 Smámynd: Margrét M

ertu búin að búa til undirskriftalistan

Margrét M, 8.9.2007 kl. 10:28

52 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei Magga ég þurfti að vinna í morgun og er enn að..síðan þarf að skreppa á slisó með umrædda stelpurófu..var með löppina undir bíl í gærkvöldi..þannig ????

Þiður hverju öðru frábærara og Guðmundur,Heiða og Radda ég sá þetta á öðrum síðum

Takk Eva Lind...þetta er mjög fræðandi síða.

Gunnar við erum svo mörg sem eigum þekkjum þá sem falla ekki inn í normið og það er sorglegt hvað foreldrar þurfa að berjast við allt heila kerfið,,,þetta kerfi sem virkar ekki fyrir okkur.

Takk öll

Solla Guðjóns, 8.9.2007 kl. 13:32

53 identicon

Það er sorglega búið að mörgum börnum í grunnskólum Íslands. Ég er nú ekki til í að taka undir að fæstir skólar viðurkenni lesblindu. Ég held að því sé öfugt farið og einmitt að flestir skólar geri það. Það er hins vegar annað mál hvort þeir séu allir búnir þeim tækjum sem þarf til að takast á við lesblindu nemenda sinna. Eins og málin standa í dag í Rvk. hafa sérkennarar verið teknir í umsjónarkennslu - á kostnað hverra haldiði? 

Ég hef mikla trú á lesblinduleiðbeiningunni, Davis tækninni, en veit líka að mjög fáir skólar hafa yfir að ráða kennara sem hafa menntun og leyfi til að beita þeirra tækni. Það nám er mjög dýrt og fáir kennarar hafa farið á slík námskeið. Það er því í raun sveitarfélagana að styðja við áhugasama kennara til þessa náms. Síðan er hitt að það eru til fleiri leiðir og sennilega eru þær víðast hvar notaðar í dag. Þær virka ekki jafn hratt - en er það eina sem skólinn hefur upp á að bjóða.

Svo er það þetta með menntamálaráðuneytið. Það er rétt að skv. grunnskólalögum og Aðalnámskrá á hvert barn rétt á menntun miðað við getu og þarfir. Þessum lögum er ekki framfylgt. Síður en svo. Og það kemur fyrst og fremst til fjárskortur. Það er nefnilega þannig að ráðuneytið setur lögin og segir hvernig á að framfylgja þeim, setur m.a. markmið fyrir hvert námsár í skóla. En - það veitir ekkert fjármagn til að framfylgja lögunum. Haft var eftir Þorgerði Katrínu á fundi með aðstandendum ADHD-barna, að auðvitað ættu allir að fá menntun við hæfi, það væri til nóg af peningum. Þeir fást bara ekki úr hennar ráðuneyti. Og því verður ekki hnikað. Það er í lögum að það eigi að vera sérkennari starfandi við hvern skóla, svo er ekki. Hvers er það að sjá til þess að þeim lögum sé framfylgt? Það er nefnilega engin skólalögga sem sér til þess að ekki sé brotið á börnum.

Og þess vegna erum við foreldrarnir svo mikilvægir í samstarfi skólanna. Við verðum að berjast fyrir réttindum barna okkar - og líkt og þú ert að gera núna, hvetja til fjöldaáskorana, því betur heyrist rödd okkar. Við verðum að standa saman.

Gangi þér vel.

Sigrún 8.9.2007 kl. 17:57

54 Smámynd: halkatla

ég þekki tvær manneskjur með lesblindu, önnur þeirra er með væga og kennarar gerðu bara grín að henni í skóla og sögðu hana trega, hún skarar algerlega frammúr í dag, hinn aðilinn var með hræðilega slæma lesblindu en hann fékk alla þá hjálp og viðurkenningu sem hugsast gat frá því að þetta uppgötvaðist, sem var mjög snemma. Þannig að maður er bara að furða sig á því að málin séu ekki komin jafn langt og lengra um allt land. Óska ykkur mæðgum góðs gengis í baráttunni!

halkatla, 8.9.2007 kl. 18:33

55 Smámynd: Ingvar

Úff !!! hvað ég þekki þetta allt of vel, þó að ástæðan sé ekki lesblinda í því tilfelli, en afleiðingarnar ekkert ósvipaðar engu að síður.

Gangi ykkur vel í baráttunni og vonandi fer eithvað að rofa til.

Ingvar, 8.9.2007 kl. 19:28

56 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég er ein af þessum lesblindu og skólagangan er ömurlegasti tími æfi minnar (og þó hef ég reynt margt um ævina) þegar ég keyri fram hjá bæði barna og gagnfræðaskólanum fæ ég en kvíðahnút og máttleysistilfinningu

í barnaskóla var okkur raðað í bekki eftir hvað við gátum lesið mörg orð á mínútu þau sem lásu fæst lentu í tossabekkjunum og fengu lökustu kennarana, því við vorum vonlaus hvort sem er, annaðhvort nýútskrifaða eða fyllibyttur ég var þó það heppin að fá þann nýútskrifaða

ég var oft veikur í barnaskóla höfuðverk og illt í maga sem væntanlega hefur stafað af kvíða. ég finn enn fyrir þessu ef ég þarf að hafa samskipti við stærri fyrirtæki eða stofnanir svo sem banka, tyggingarfélög.

ég uppgötvaði ekki fyrr en ég var komin yfir 30 að ég væri les og skrifblindur og það hafa einnig flestir af gömlu fylliris rugl félögunum, sem enn eru á lífi,  uppgötvað einnig því að vín og önnur deyfandi efni verða oft vel þegin til að losna frá kvíða og áreiti umhverfisins.

í mínu tilfelli var aldrei nein önnur menntun en iðnmenntun möguleg og meira að segja langaði mig mest til að læra radíóvirkjun eða rafvirkjun en einkannir í lestrarfögunum stóðu í vegi fyrir því að ég fengi að læra það þannig að ég varð að láta mér nægja blikksmíði

mér hefur gengið þokkalega að ná tökum á lestri og skrift á íslensku og forritið villipúki var algjör himnasending. í mínu tilfelli verð ég að muna hvernig orðin líta út til að geta skrifað þau og lesið ekki ósvipað og hvert orð er eins og hús ég verður að muna hurða, glugga og þaklag og gerð á hverju húsi sem heitir eftir orðunum. nú er ég farin að muna útlit á flestum íslensku orðunum (húsunum) og mikið af þeim ensku (húsunum) þegar ég sé þau en ekki þegar ég þarf að kalla þau fram þar að leiðandi er ég farin að geta lesið þokkalega ensku en get ekki enn skrifað hana. en nóg með það

það eru skuggahliðar lesblindunar sem geta verið lífshættulegar þegar ég var unglingur þá fann ég leið sem mér fannst losa mig frá þeirri miklu vanlíðan sem ég var í meðal annars að að geta ekki lært eins og maður. sjá á blogginu mínu:  http://bogi.blog.is/blog/bogi/entry/298801/

Lesblinda er dauðans alvara.

kv Bogi

ps. ég var tæpa tvo tíma að skrifa þetta. en ég skrifaði þetta

Bogi Jónsson, 8.9.2007 kl. 22:05

57 identicon

Þetta er sorgarsaga. En málið er að það eru fá börn í íslenska skólakerfinu sem fá þjónustu í menntakerfinu miðað við getu. Börnin mín eru sem betur fer ekki lesblind en eitt þeirra er það sem kallað er bráðgert. Hún er með afar háa greindarvísitölu og var orðin fluglæs á fimmta ári. Hún er nú að nálgast unglingsárin og ég kvíði þeim í skólanum. Hún hefur aldrei neitt að gera í skólanum, kennarinn kvartar yfir því að hún klári allt á "no time" og enginn tími eða peningar til að búa til aukaverkefni og hún sér heldur ekki tilganginn í að vinna þau ef hún tekur svo sömu próf og hinir og "græðir" ekkert á því.  Í fyrra haust kláraði hún fleiri, fleiri síður í stærðfræði bókinni sinni á einu kvöldi og fékk sko allt annað en hrós fyrir hjá kennaranum daginn eftir!

Hún er mjög félagslega virk og lifandi og ég óttast að hún fari hreinlega að verða til vandræða ef henni verða ekki fengin nein verkefni við hæfi. En sérkennsla fyrir börn eins og hana er ekki til.

Vildi bara deila þessu hér - eiginlega saga af hinum endanum.....

kjellingin 8.9.2007 kl. 23:20

58 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlega flott framtak hjá þér flotta kona !

það er svona fólk sem setur mál á oddinn og vekja athygli á þörfinni.

ég hef ekki kynnst þessu með lesblindu, en hef bara kynnst einhverju öðru í staðinn sem ég hef þurft að berjast fyrir !

en það er gott fyrir komandi kynslóðir !

Gangi þér vel í baráttunni

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:40

59 identicon

Vá!  Go Gudda!

Ég man ekki eftir neinum í minni fjölskyldu með lesblindu en eitthvað hef ég heyrt um það frá gömlum vinum grunskóla að þeir voru greyndir seinna meir með það.

En mér finnst það nú rétt sem allir eru að segja! og gangi þér vel í baráttunni!!

knús!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 9.9.2007 kl. 01:02

60 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Úff... það eru margir í minni fjölskyldu með lesblindu. Þetta er eitthvað sem mér var óskiljanlegt þar sem ég var farin að lesa og skrifa áður en ég hóf skólagöngu. Svo er sonur minn lesblindur og það sem hefur hjálpað honum er að fara í Davis leiðréttingu hjá henni Guðrúnu vinkonu sem vinnur á gamla bókasafninu í Hafnarfirði við að hjálpa lesblindum. Þegar skólinn var að byrja í haust byrjaði hann að æla og titra og skjálfa. Ég þarf oft að sitja á mér að vera ekki að skamma hann fyrir leti og slóðaskap. Málið er að hann verður svo mikið þreyttur við að einbeita sér að lestrinum. Stærðfræðin er ekkert mál fyrir hann, en lesdæmin erfið. Núna fékk hann heim með sér fullt af kassettum og geisladiskum fyrir lesfögin. Hann er að byrja í 5. bekk. Það var verið að benda mér á að ég ætti rétt á ummönnunarbótum þar sem ég þarf að sitja mikið yfir honum við lærdóminn og get ekki unnið fullan vinnudag. Ég horfi oft á fjölgreinadeildina sem hann Sveinn Alfreðsson stofnaði í gamla Lækjarskóla þar sem börn með lesblindu, ofvirkni, athyglisbrest (og fleiri greiningar) eru að blómstra þar sem mikil verkleg vinna fer fram og mikið gert fyrir þessi börn. Óskandi væri að svona deild væri í hverjum einasta skóla. En ég mun fylgjast með og skrifa undir bréf ef þú tekur að þér að semja gott bréf.

Svala Erlendsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:07

61 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er búin að lesa kommentin ykkar sem bæst hafa við síðan í gær en hef ekki tíma núna til að sinna þessu fyrr en í kvöld.En hér hafa opnast góðar um ræður og sem gefið hafa mér betri innsýn og jafnvel ´ætti að vera hægt að byggja kröfur á Ríkið og sveitafélög útfrá þessari umræðu...

Takk öll fyrir ykkar innlegg..sjáumst í kvöld.

Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 13:28

62 identicon

Á lesblinda að og er að berjast við að fá þá aðstoð sem barnið mitt á rétt á, gegnur ekki nógu vel. Vil endilega taka þátt í undirskriftalista til menntamálaráðuneytisins. Barnið mitt hefur lært tækni Davis leitréttingarinnar en í skólanum er allt önnur tækni notuð og mér finnst það meira ruglandi fyrir barnið. Mæli með að Davis aðferðin verði innleidd í skólana. Veit þó að hún nýtist ekki öllum en ætti að vera aðgengileg þeim sem hún nýtist. Kannast einmitt við þessa vanlíðan í skóla og kvíðann við að fara í skólann, það tekur virkilega á sálina að sjá barnið sitt kveljast svona, þekki það.  Námsráðgjafinn í skólanum hefur reynst vel í því sambandi, einnig þegar koma upp félagsleg vandamál. Þeir hafa meiri tíma til að hlusta heldur en kennarinn, það er mín reynsla.  Er enginn bloggari en þar sem þessi umræða snertir mig þá vildi ég sýna lit og stuðning við málefnið.

Takk fyrir að vekja athygli fólks á þessu. 

Hjördís 10.9.2007 kl. 09:26

63 Smámynd: Solla Guðjóns

Sæl verið þið..

Var að fá svohljóðandi tölvupóst;

Sæl Solla,

Erindi þitt er móttekið og hefur verið sent ráðherra.

kveðja
Guðrún

Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 09:49

64 Smámynd: Margrét M

gott að heyra ollasak

Margrét M, 10.9.2007 kl. 11:05

65 Smámynd: Solla Guðjóns

OH..kannski kallaði ég þetta yfir mig...að fara af stað með umræðu sem vekur athygli og eiga heima í litlu þorpi...eeeennnnnn lætt var að mér orðrómi sem hljómaði einhvern veginn svona"ætlar hún að fara að kenna kerfinu um að hún ræður ekki við stelpuna.....hún hefur alltaf komist upp með að skrópa í skólann"

Ég tel mig meiri manneskju en það að láta þetta trufla mig...þó lagði ég á og mælti um að viðkomandi "tunga" fengi ærlega steinsmugu í gærkvöldi svo vart er þornað "reyvarholið" eins og Færeyingar segja.

Ég frábið mér allar slíkar umræður hér.

Ég er að vinna úr kommentunum ykkar sem er hverju öðru athyglisverðara. 

Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 12:48

66 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sollan mín,

  Var að koma úr Eyjunum eftir árgangsmót, og flýtti mér að kíkja inn á síðuna þína.  FRÁBÆRT!!!!!  Málið komið inn á borð hjá "ráðherra".  Átt heiður skilinn, skvísa.  Svo flott hjá þér að koma þessu af stað.  Og ekki hlusta á "tunguna rætnu"..... ég bætti viku við  "steinsmuguálögin" á hana.  Hann Bogi Jónsson sem skrifaði "2. tíma pistilinn" til þín, á að fá Fálkaorðuna!!  Ekki spurning.

  Kær kveðja,  Sigga.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband