LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

Nú er ég búin að vinna mig í gegnum athugunarsemdaboxið við færslurnar sem ég gerði um daginn um lesblindu og hvet ég ykkur sem ekki hafa lesið þær að gera það því þar skapaðist mjög góð og þörf umræða.....hér er linkurinn á þær: 

 1:ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??

 2:ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.

Einnig er ég búin að kynna mér ýmislegt í sambandi við þennan málaflokk s.s.lesblinda og reikniblinda fara yfirleitt saman þar sem tákn ruglsat auðveldlega og lestrardæmi eru illskiljanleg þar sem lesblindir ná ekki öllum textanum...og þau skilja ekkert hvað þau eiga að gera.

Það sem reikniblindir og lesblindir eiga sameiginlegt er að þeir eiga mjög erfitt með að læra MARGFÖLDUNARTÖFLUNAog frádrátt,deilingu ,%,flatarmál..má eiginlega segja að þau geti vel lagt saman með því að telja....að öðru leiti er stærðfræði þeim ákaflega erfið.

REIKNIBLINDIR sem eru með normið í lestri eru gjarnan greind þannig að þau hafi lítinn lesskilning.........

Og eða

eins og á upplýsingavef Lesblindusetursins segir

Lesblinda

Reikniblinda

Skrifblinda

Ég var nokkuð djörf að ætla að krefjast sérkennara með lesblindu-leiðréttingar-kunnáttu í hvern skóla....

Málið ER einfaldlega ekki svo einfalt.......

Nám til  ráðgjafa lesblindu-leiðréttinga ER ekki fyrir hendi hérlendis og ER mjög dýrt nám.

En það ER líka mjög dýrt að þurfa að fara með barnið sitt í lesblinduleiðréttingu......ég var með stelpuna mína um daginn á námskeiði í minnis-námstækni sem var tekið á 2.dögum...3.kl.t.í senn og greiddi fyrir það 20.000.Kr.fyrir utan ferðakostnað.

Það er líka dýrt að vera með barnið stöðugt hjá sálfræðing...8000.kr.tíminn..Geðlækni...lyf...ferðakostnaður......Reyndar er hægt að fá umönnunarkort fyrir barnið sem lækkar lyfjaverð og lækniskostnað en ekki sálfræðikostnað.Þannig kort fengum við inn um lúguna núna rétt fyrir helgi.

Það sem mér finnst hvað alvarlegast er líðan þeirra sem eru með þessa fötlun.Margir hafa flosnað upp úr skóla áður en þeir hafa lokið skyldunámi....jafnvel fundið sér huggun í vímuefnum mjög ung slík hefur vanlíðan lesblindra verið.Þá er ég engan veginn að kenna skólastjórnendum um eða kennurum.Lesblinda er svo lúmsk....einkenni hennar eiga við svo maragar aðrar greiningar að það er erfitt að átta sig á henni mena að lesblinduprófun sé tekin.

Ég held ég fari rétt með að ég hafi lesið grein eftir Björgvin(S(minn mann))þar sem hann talar um heimsókn sína á Litla-Hraun þar sem hann ræddi við fangana og voru margir hverjir þeirra lesblindir....

Ég spyr mig líka hvort að þessi fötlun sé ekki EIN af undirrótum þess langa biðlista inn á BUGL og aðrar greiningastöðvar...eins biðlista geðlækna.

En nú má ekki skilja mig sem svo að ég sé að kenna lesblindu alfarið um þann vanda sem er í þessum efnum í þjóðfélaginu.....en ég spyr mig........Því lesblindir kveljast...foreldrar kveljast....skólastjórnendur og kennarar leggja sig alla fram allavega mín reynsla....það vantar meiri þekkingu á þessu sviði fyrir kennara...eða að ríkið standi straum af kostnaði við lesblinduleiðréttingu.

Ég hef undanfarið spurt mig hvernig á ég að krefjast úrbóta og hvern....á ég að krefja? ríkið eða sveitafélögin....?....Ég vil og ætla að krefja ríkið um úrbætur...þar sem sveitafélög eru mismunandi vel(illa) sett...og kannski fyrst og fremst því ríkið hirðir svo mikið af sveitafélögum...

Þar fyrir utan ber ríkið ábirgð á að ÖLL börn hljóti sömu menntun.

Ég skora á þá sem vilja láta sig málið varða að senda éftir farandi í pósti á alla ríkisstjórnina.

Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þíðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálráðuneytið því þau eiga víst ekki pening)))

Að koma á móts við lesblinda nemendur.

Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.

Og

gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.

P.S..þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál...gangið í verkið og setjið pegnin frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.

Sjá nánar á  http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894

Hann Guðmundur minn auðveldar okkur málin með eftirfarandi:

 

Mér datt í hug að gera þetta léttara fyrir þá sem vilja aðstoða Sollu og alla landsmenn með því að senda þingmönnum landsins bréf.

Þá smellið þið fyrst bara hérna - vona að þetta virki og þá smellur upp netpósturinn ykkar með netföngum allra þingmanna og þeirra sem hún var búin að gefa upp hér að ofan. 

Þá skrifið þið Subject/efni (eða afritið þetta):
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

Síðan afritið þið þennan texta fyrir neðan og setjið nafnið ykkar undir.

Bloggverjar, samtakamátturinn hefur virkað áður, látum hann núna virka aftur, Sollu vegna.

---- Afritun hefst hér ---

Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þýðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálaráðuneytið því þau eiga víst ekki pening).

Að koma á móts við lesblinda nemendur.

Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.

Og

gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.

P.S. Þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál - gangið í verkið og setjið pening frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.

Sjá nánar á  http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894


Virðingafyllst,

Sendandi:

Guðmundur Jónsson, 19.9.2007 kl. 17:2

Það voru tvær villur í netfangalistanum svo þetta hérna er lagfært, smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vonandi að umræðan verði mikil um þessi mál og úrbætur í kerfinu.

Vatnsberi Margrét, 19.9.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk Margret mín og Guðmundur þú ert alveg að skilja nákvæmlega það sem ég er að meina.( og já ég er á leið í partý 23.sept.kl.16.)))

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Guðmundur ég böglaði saman einhverjum teksta til að áfram senda og ég er búin að bæta við ...en er ekki alveg nógu ánægð með hann því þar tala bara ég sem ég ....eða þannig ...farðu yfir hann ef þú mátt vera að og láttu mig vita hvað betur mætti fara.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 15:35

4 identicon

Frábært framtak hjá þér Solla mín ;)

Oddfreyja Oddfreysdóttir 19.9.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk freyja mín og nú fattaði ég að ég gleymdi að pantajúnó

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: www.zordis.com

Zú ert yndi dúllan mín ... var ad senda zér póst!

Láttu mig vita ef ég get gert eitthvad!    Smúts á Freyju og familý!

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 16:37

7 Smámynd: Margrét M

já það má með sanni segja að þú stendur þig eins og hetja í þessu

Margrét M, 19.9.2007 kl. 17:05

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Krafturinn í þér kona! Ekki hafði ég hugmynd um að það væri til eitthvað sem heitir reikniblinda!!

En ég held að ég muni þetta líka með fangana á Hrauninu. Svo er ég viss um að þú gætir fengið þær á www.lesblindusetrid.is með þér í lið ;)  

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 17:11

9 identicon

Gott hjá þér ...gangi þér vel

Alma 19.9.2007 kl. 17:21

10 Smámynd: Solla Guðjóns

takk skvísur! Ég er í ágætu sambandi við lesblindusetrið en hef ekki borið akkúrat þetta undir þau.akk fyrir ábendinguna Heiða og Þórdís  þú heyrir í mér elskling.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:23

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Alma nú er boltinn eiginlega að rúlla til stjórnvalda og ég segi nú bara gangi þeim velEn takktakk.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:25

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Búddinn minn þú ert æði.Takk kærlega fyrir ...þú veist ég kann lítið á maskínu skrímslið

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:32

13 identicon

ÞÚ ERT HETJA . Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að leggja sitt af mörkum, sendið þetta áfram ekki bara segja - gott framtak heldur takið þátt í að gera það að veruleika að lesblindir fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á.

Og

Lilja B. Guðjónsdóttir 19.9.2007 kl. 17:34

14 identicon

ÞÚ ERT HETJA . Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að leggja sitt af mörkum, sendið þetta áfram ekki bara segja - gott framtak heldur takið þátt í að gera það að veruleika að lesblindir fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á.

Og þú elsku systir ert hetja - gangi þér vel

Lilja B. Guðjónsdóttir 19.9.2007 kl. 17:38

15 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Gott að þessi umræða sé kominn af stað.  Þú átt heiður skilið því það eru margir sem þjást vegna lesblindu.

Þórður Ingi Bjarnason, 19.9.2007 kl. 17:45

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Já mín galvaska systir Lilja að blanda sér í málið.Takk elsku kellingin mín þú kemur þér alltaf beint að efninu...engin lognmolla hjá þér...en þú ert nú líka hetjan mín og gangi þér rosavel á morgun og mundu að anda í báðar áttir.Elska þig.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:48

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Guðmundur biljón þakkir þú auðveldar okkur aldeilis leiðina að settu marki...þú ert alveg frábær.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:51

18 identicon

Já Solla þú átt sko meir en heiður skilið fyrir að koma af stað umræðu lesblindu. 

Við erum svona ungar ungar konur  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 19.9.2007 kl. 17:51

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Þórður I. ég vil bara að það sé tekið á þessum málum og þetta hætti að vera feimnismál ....það hafa alltof margir þurft að líða þrautir fyrir lesblindu...þessu er hægt að kippa í lag með góðum vilja.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 17:56

20 identicon

Þetta er alveg geggjað hjá þér elsku solla mín og endilega láttu mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til (get ekki sent mail í augnablikinu en mun senda á línuna um leið og ég get!!;)). Það ætti nú samt ekki einu sinni að þurfa að biðja ríkisstjórnina að leggja peninga í jafn þarft verkefni og þetta er en það virðist nú bara því miður vera þannig að ýmis þörf mál verði undir og endi ofan í skúffu því eitthvað annað er í forgangi.. Þá er nú líka frábært að það sé til fólk eins og þú solla, sem lætur í sér heyra!! =)

Gangi þér vel og takk fyrir okkur í gær.. ;)

Pjónka 19.9.2007 kl. 18:47

21 Smámynd: Solla Guðjóns

Ragnheiður ég er heiðursmanneskja eins og þú veist...ég byrjaði með þessa umræðu því ég var svo lítið peð og réði ekki við aðstæðurnar...... ég vil ekki að nokkur þurfi að upplif að berjast við þennan fjanda....hvorki þau lesblindu,foreldrarnir eða kennararnir..beint á ská til þín.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 18:58

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Pjónkan mín ég linni ekki látum fyrr en eitthvað verður gert í þessu...ekki  viljum við horfa á eftir yndislegum börnum með brostnar vonir og sár á sálinni vegna lesblindu sem er svo vel hægt að laga með réttri aðstoð.Nú þurfa alþingismenn að fara að forgangsraða hlutunum....

Þetta mál er í brennidepli hjá mér hitt málið mitt er að sprengja eiturlyfja innflyténdur í loft upp.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 19:08

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott framtak og auðvitað skrifa ég undir ekki spurning.  Ég heyrði eina móður lesblinds barns segja að þau væru frábær í teikningu, vegna þess að þau sjá allt í þrívídd, og geta þar af leiðandi verið ansi liðtæki við slíkar teikningar. Það væri gaman ef fleiri hefðu þá sögu að segja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 20:05

24 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Flott framtak haltu áfram

Kristberg Snjólfsson, 19.9.2007 kl. 20:24

25 Smámynd: Bogi Jónsson

takk fyrir frátbært framtak hjá þér Olla mín vona að þetta hreifi við einhverju

Bogi Jónsson, 19.9.2007 kl. 20:31

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Ásthildur þetta er alveg rétt lesblindir sjá myndir t.d.ef það les orðið hestur þá skilst orðið og þau muna það...en ef um ómyndræn orð er að ræða eins og t.d.þetta..þá hefur það ekkert myndrænt gildi..þannig er nú lesblinda..en í Lesblindusetrinu kenna þau vissa tækni til að tengja þessi orð við mynd og erum við byrjaðar nota þá tænki...en það er of langt að útskýra það hér.

Knús til þín og Ísafjarðar.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 21:12

27 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er eitthvað að þessu bloggi núna ..frís og strokast út og tómt tjón

Hey strákar Krútti og Bogi það eru þið sem ætlið að hjálpa mér.Það gerið þið með því að gera eins og hann Guðmundur segir hér í kommenta boxinu að ofan.

held ég láti það bara in á síðuna..

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 21:20

28 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Því miður er það svo að skólakerfið er upptekið við að vinna með veiku hliðar einstaklingsins. Við erum hætt að reyna að kenna heyrnarlausum að heyra, við krefjumst þess ekki að lamaðir hlaupi, en við höldum enn að það að láta lesblinda skrifa sama stílinn aftur og aftur skili einhverju. Ef þetta væri svona einfalt............þessir einstaklingar upplifa sig oft utangarðs í skólakerfinu, eru oft fluggreindir og gerast því jafnvel foringjar í glæpagengjum. Það er ekki tilviljun að hlutfall lesblindra er hátt í fangelsum. Að vinna með sterku hliðarnar frekar en þær veiku þannig að sjálfsmyndin sé ekki stanslaust að bíða hnekki er það sem ég trúi á. Þá fyrst koma framfarir, líka á veiku sviðunum.

Kristjana Bjarnadóttir, 19.9.2007 kl. 21:27

29 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vona sannarlega að stjórnvöld geri eitthvað í þessu máli. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.9.2007 kl. 21:57

30 Smámynd: Solla Guðjóns

Kristjana þetta er því miður bara rétt hjá þér.Eins og Bogi sagði í fyrri færslu um þessi mál "Lesblinda er dauðans alvara"

Ég hvet ykkur til að kíkja á kommentið hans við síðustu færslu...mjög athyglisvert.

Jórunn mín þau VERÐA AÐ GERA EITTHVAÐ.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 22:19

31 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 08:09

32 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

... gott framtak hjá þér Solla

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 08:10

33 identicon

já nú ertu farin að láta mig byrja að hugsa....

stærfræði hefur alltaf verið böl hjá mér, og hef ég nú kennt kennurum mínum um það líka, en kanski var það eitthvað meira?  ég er fyrst núna að ´fatta´margföldunartöfluna....

xx

K

ps u go girl!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 20.9.2007 kl. 09:28

34 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Kristjana mín ég var nú bara sjálf að uppgötva að til væri reikni og skrifblinda...

Kveðja til Ástralíu.

Takk Gunnar.

Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 09:44

35 Smámynd: Solla Guðjóns

Mig langar að deila þessu með ykkur...var að fá svohljóðandi póst;

From: Helgi Hjörvar   To:SollaShow AllSubject: RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

Takk fyrir hvatninguna.

Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 09:46

36 Smámynd: Kolla

Frábært framtak

Kolla, 20.9.2007 kl. 12:19

37 identicon

Orð í tíma töluð.Frábært framtak hjá þér.það er svo mikill sannleikur í því sem þú skrifar.

Takk fyrir að koma þessari umrðu af stað.

Hugrún 20.9.2007 kl. 13:49

38 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegt .. ég tek þátt í þessu þar sem ég er sjálf með "andlega lesblindu" er fluglæs en á erfitt með að festa mig og er að díla við það akkúrat núna!

Athafnasöm en alls ekki ofvirk, Nautnaseggur reglulega er jaðrast á við leti en samt enginn haugur!

Ég þarf þrjúþúsund falda einbeitningu ef ég á að ná niður síðuna .....

Styð þig elsklingurinn minn!

www.zordis.com, 20.9.2007 kl. 20:06

39 Smámynd: Solla Guðjóns

Þórdís mín þín náðargáfa er málarlystin...lesblindir eru mjög margir lystamenn af ýmsum toga....sköpum er þeim eðlislæg þar sem lesskilningur þairra er að mestu myndrænn..sjá fyrir sér myndir,atburðarrás, sem byrtist í textum,handritum bíómynda.......og svo mörgu öðru er tengist sköpun.

Nautnaseggjakveðjur á Spán.

Takk Hugrún og Kolla.

Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 20:35

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir knúsið kem því áfram

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 09:03

41 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Pósturinn farin áfram á allastaði héðan

Knús

Vatnsberi Margrét, 21.9.2007 kl. 09:59

42 Smámynd: Solla Guðjóns

Takktakk

Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 10:56

43 identicon

Styð þetta 100%, haltu áfram að berjast !

Leifur Dam Leifsson 21.9.2007 kl. 16:01

44 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Alveg frábært framtak.

Ég er búin að senda stjórnmálamönnum bréfið. Það er svo spurning að láta fjölmiðla fá pata af þessu sem er í gangi því það hefur ótrúlegan kraft að láta málefni í fjölmiðla. Fá einhvern talsmann sem hefur munninn fyrir neðan nefið og getur tjáð sig vel.

Svala Erlendsdóttir, 21.9.2007 kl. 19:35

45 Smámynd: Ólafur fannberg

las og stend 100% með i þessu

Ólafur fannberg, 21.9.2007 kl. 20:20

46 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk Leifyr við höldum ámfram.

Svala ég veit að þetta er alveg rétt hjá þér og það er von mín að þessi umræða komist í fjölmiðla...margir  lesblindir hafa tjáð sig og sagt sögu sína í dagblöðunum...hef ekki græn grun um hvort það hefur eitthvað hreift við stjórnvöldum...allavega hafa engar úrbætur orðið.

Mér þykir þetta góð uppástunga að fá góðan talsmann og lýsi ég hér með eftir honum því sjálf mundi ég ekki vilja koma fram í sjónvarpi t.d.

Takk í bili  

Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 20:34

47 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk Fannberg geimveran mín

Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 20:35

48 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg frábært hjá þér !!!

svona á fólk að vera, frábært fyrir aðra sem standa í sömu sporum bæði núna og seinna þegar það hefur verið gert brautina breiða og opna

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:53

49 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ Steina mín! Ég geri mér alveg ljóst og gerði þegar ég fór af stað með þetta að það er of seint fyrir mína dóttur að njóta góðs af allaveg ekki það sem eftir er grunnskólans.Ég verð að leita út fyrir skólakerfið  og borga stórar upphæðir fyrir það ætli ég að bjarga áframhaldandi skólagöngu hennar.Ekki vegna þessa að kennarar og skólastjóri séu ekki að standa sig.Það er bara takmöruð þekking og úrræði í þessum efnum í allflestum skólum landsins.

Davis-ráðgjafanám er dýrt nám og eftir því sem ég best veit þá er Lesblindusetrið einkarekið og þar af leiðandi mjög dýrt að sækja námskeiðin þeirra.

Það á bara ekkert barn verða af ofskvíðasjúklingi útaf lesblindu öðrum fötlunum..

Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 22:42

50 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 22.9.2007 kl. 10:37

51 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Langar að deila með ykkur "húsráðinu" mínu. Leggið litaða, gegnsæja plastfilmu yfir bókarblaðið eða lesmálið. Stafirnir hætta þá að dansa og haga sér að flestu leyti betur fyrir lesturinn. Leyfið mér svo endilega að vita hvort þetta virkar fyrir ykkur. Loveyouall!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.9.2007 kl. 14:02

52 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Helga við erum einmitt að fara að prófa þetta.Stelpan sjálf er löngu búin ap uppgörva að hún flýgur í gegnum þær síður í tölvunni sem hún les sem hafa litaðan bakgrunn....en er að lesa vitleysur þegar er svart á kvítu og gráu og grátt á hvítu og gráu en gengur betur en.. ekki.. vel fe stfirnir eru í öðrum litum.

Takk fyrir þetta.

Margretin mín takk....er búin að skrifa svo mörgt TAKK undan farið

Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 14:50

53 identicon

Kjarnakonan Solla - það verður ekki af þér skafið.

Frábært framtak hjá þér - ég geri mitt og sendi póst, margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.

BaráttuknÚs

Lísa 22.9.2007 kl. 17:31

54 Smámynd: Solla Guðjóns

Takkatakk svítí...hef fengið staðfestingu frá einum þingmanni að hann sé búin að fara yfir þetta.

En betur má ef duga skal.

Knús í norður.

Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 18:15

55 Smámynd: Eva Lind

þetta er flot já þer en það er svo mið sem þar að gera svo að það skeður eigvað . en ég vona að þu komir þinum orðum á fra fram færir.

Eva Lind , 23.9.2007 kl. 19:23

56 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er alveg rétt Eva mín en ég vona að þetta hreifi við þessum málum og ég er hvergi nærri hætt ég mun minna á þetta annars lagið.

Knús á þíg stelpa

Solla Guðjóns, 23.9.2007 kl. 20:24

57 Smámynd: Eva Lind

það er sama her það það að koma þesum málsð á sáð því að hann er land garfin í sköm. því þar að hrista upp í þessu skóla kerfi  því það er ekki firir lesblinda. en þer seiga alld af aðþer er aðgeraeigvaðí malanum og menda eigvað annað ... og hrósa ser firir hvað þer er að gera en það kemur eingin hjálp firir lesblinda.......

Eva Lind , 23.9.2007 kl. 21:04

58 Smámynd: Solla Guðjóns

Eva það er margt ske í málefnum langveikra barna sem betur fer....það eru bara svo fáir búnir að fatta lesblinda leiðir af sér langvarandi veikindi....og er það mjög sorglegt og eiginlega bara hallærislegt...því það er svo vel hægt að koma lesblindum til hjálpar og spara með því á mörgum sviðum í þjóðfélaginu...

Solla Guðjóns, 23.9.2007 kl. 21:33

59 Smámynd: Solla Guðjóns

var að fá í pósti eftirfarandi:

From: Katrín Jakobsdóttir   To:SollaShow AllSubject: RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???

Kærar þakkir fyrir sendinguna, full ástæða fyrir menntamálanefnd Alþingis að skoða þessi mál vel!
Baráttukveðjur, Katrín

Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 15:28

60 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frábært framtak Solla nú er ég búin að senda póst á liðið líka !!!

Knús og klem 

Sigrún Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 15:58

61 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ Sigrún mín.....velkomin heim úr ferðalaginu......kíkji á þig og takk fyrir.

klem og meira klemm til Noregs.

Solla Guðjóns, 26.9.2007 kl. 02:10

62 identicon

frábært framtak, er búin að senda mail á liðið

kv úr víkinni Lára og co

Lára 29.9.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband