Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hver gerði málið að máli............Hér rís ég upp

fárveik manneskjan og skammast mín ekkert fyrir að vera svona rosalega asskoti undirlögð af kvef og magapest.....pirrandi ástand sem sér ekki fyrir endann á... búin að vera svona veik síðan á föstudag.....

Ástandið bætir ekki geðveikina mína....frekjunasem stundum vill taka völdin og segja mér að vera svona eða hinsegin.....Geðveikin kenndi mér það að ef þú ert ekki að meika'að...þá þarftu að feika'ða....brosa og standa fyrst og síðast með sjálfri mér í þessum efnum..

Ég veit ykkur kemur ekkert við um geðveikina mína en ég skammast mín ekkert frekar fyrir hana en þetta helvítis kvef.....Ég er bara hamingjusöm með henni því ég hef oftast betur.... en hún er frek og það þarf að díla við hana.....og ég hef lært svo ótal margt um manlegt eðli á þessum hremmingum.....

Víst eru til fordómafullir dúddar hingað og þangað í þjóðfélaginu.....

Og nú er ég að komast að kjarna málsins........Ólafi F... blessaður karlinn er svo fordómafullur á sinn eigin sjúkdóm(sem mér skilst á öllu að sé sami sjúkdómur og ég er með)að hann gat ekki með nokkru móti viðurkennt hann.......Þetta kalla ég að halda uppi fordómum.

Þess vegna varð málið að máli.........

En samt sem áður held ég að fordómafullu dúddarnir hefðu líka gert mál úr því.......hefði hann viðurkennt það.....

Karlinn á samúð mína alla þó að ég skilji ekkert í öllu þessu valdabaráttubulli......mér finnst sjálfstæðismenn vera nokkuð sjúkir sjálfir.....en það er allt önnur ella fyrst það heitir ekki geðsýki.....eða hvað?''

Það sem ég er að reyna að segja að við Ólafur verðum að viðurkenna geðsýki okkar.Hvernig eigum við annars að koma í veg fyrir þessa fordóma.....?Fyrir þá sem ekki vita þá er geðsýki sjúkdómur en ekki brjálsemi.Ég nota orðið geðsýki því þunglyndi hefur náð nokkurri viðurkenningu en þunglyndi er geðsjúkdómur sem stafar af óeðlilega lítilli virkni noradrenalíns og serótóníns...í heilanum.....+ álagi og streitu og og og......

Því miður eru svo til mun alvarlegri geðsjúkdómar en þunglindi...þó eru margir sem átta sig ekki á því hvað þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur ef ekkert er að gert.....

Ekki veit ég hvort Spaugstofan var að gera gys að veikinni eða hinum fársjúku fjölmiðlum....hvort sem var.....þá var leikarinn sem lék Ólaf ótrúlega líkur honum.........

Mér fannst þó gauksklukkan vera nokkuð góður punktur og gefa til kynna klikkunina í þessu öllu saman.

Knús inn í nóttina og eigið góðan þriðjudag.


Sigrún,Fannberg og fleiri

 c_users_notandi_pictures_2007-10-28_rshati_bm_valla_2007_rshati_bm_valla_2007_004Þessi rúsla mín á afmæli í dag!!!!

 

 

Til hamingju ástin og njóttu dagsins!!!!

 

 

 

 

 

Svo langar mig að benda á góð og þörf skrif hjá Fannberg kafara

http://olafurfa.blog.is/blog/olafurfa/entry/420080/ og

http://olafurfa.blog.is/blog/olafurfa/entry/421093/

Fyrst ég er farin að benda á síður þá er hin rétt tvítuga Andrea Karlsdóttir(bróðurdóttir Árna)  búin að vera að gera aldeilis frábæra hluti í Indlandi og bloggar mjög svo vel og skemmtilega um það (þessi elska sem skírði dúkkurnar sínar Sollu bleiku og Árna bláa og einn kálf Sollu(dýrka þessa stelpu))

Bloggvinur - andreaindi andreaindi

Svo ætla ég að monta mig af honum Antoni Frey systursyni mínum

antsem er að gera góða hluti með A handboltaliði 4.flokks Selfoss....drengurinn er gríðarlega efnilegur.Spilaði með Val áður en þau fluttu hingað og hlaut þar meðal annars titilinn og bikarinn sem leikmaður ársins.Nú er búið að velja stráksa í U '92.unglingalandslið'92.....

Foreldrar hans Beta og Trausi  slá hvergi af að keyra hann oft í viku upp á Selfoss að æfa og keppa.

Engin handbolti er spilaður hér í höfninni.Við eigum hér geysiefnilegan og sterkan einstakling og ég verða bara að segja það að skömm er af hvað æskulýðs og íþróttaráð (eða hvað sem þetta nú heitir)hefur sýnt honum lítinn áhuga.......fékk að vísu 10.000.kr.styrk í fyrra frá þeim....það dugði held ég fyrir bensíkostnaði hátt í hálfan mánuð.......En hér er það karfan sem ræður ríkjum.........W00tkaupa útlenda menn og halda þeim uppi til að halda úti liðiW00t hér kemur smá umsögn frá síðasta leik A liðs 4.flokks Selfoss tekið af síðu umfs.is

Selfyssingar geta mun betur en þeir sýndu í dag, varnar- og sóknarlega og vonandi að menn mæti grimmari til næsta leiks. Anton Traustason gerði 11 mörk og mörg hver þeirra voru glæsileg.....

En jæja það er brjálaður skafrenningur og komin heldur óárennilegur skafl fyrir framan bílskúrinn....Spurning að vera á undan hreppurunum að moka sig út áður en þeir ná að loka mig inni eins og þeim er svo tamt blessuðum.......

Hlyja inn í nóttina....


Villtu með mér vaka.....

Ég er oft andvaka.....langar að segja andskoti oft en þar sem ég er að reyna að hætta að bölva....þá sleppi ég því............

Skil ekki alveg af hverju ég bölva svona mikið.Ég er búin að skoða sjálfa mig að innan í 3.mín... og finn enga ástæðu fyrir að ég nota bölv til að leggja áherslu á orð mín..........

Akkúrat í þessum skrifuðum orðum hef ég ákveðið að halda áfram að bölva...ég væri bara ekki ég sjálf án þess...

En þegar ég er andvaka þá er ég eins og þið hin sem það eru... eins og fló á skinni.....Ég er með þá undarlegu áráttu sama hvernig ég reyni að tæma hugann og segja farðu að sofa kerling...þá leitar á mig brjálæðisleg löngun í súkkulaði........svo sterk að jafnvel hálf sofandi hef ég ranglað fram í eldhús og náð mér í suðusúkkulaði vaknað svo með súkkulaði í hárinu og út á kinn......

Ég svaf yfir mig í morgun.....síminn vakti mig......skólinn að ath.með stelpuna.......

Mig dreymdi æðislegan draum ég og Jói Fel vorum að baka þessa frábæru tertu hans

461og lái mér hver sem er að hafa ekki hlustað á vekjaraklukkuna...........

Þessi terta er það mikil snilld að maður dreymir hana og vill ekki vakna......

Nú er ég ekkert að auglýsa fyrir Jóa ég er bara brjáluð í súkkulaði á nóttunni.

Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast Nóa Síríus og Freyja og Góa verða brúðarmeyjar...........


Þegar ég fékk LIMAKORT

Þegar ég var þrettán fór ég mína fyrstu "utanlandsreisu" til Föroya með vinkonu minni en móðir hennar og fjölskylda eiga heima þar.

Allt angaði eða réttara sagt lyktaði illa í litla þorpinu Straumsvík......lambalæri héngu hingað og þangað utan á húsunum"skerpukjöt" Get ekki sagt að lystin hafi verið upp á marga fiska þegar mér var boðið upp á það og saltað selspik með.........bíðið..... ég snöggvast fékk velgju.

Við gerðum heilmargt þarna með föroyingunum.....fórum oft til Þórshafnar fólkið hennar Erlu var mjög duglegt að keyra okkur.

Við fórum í klúbbinn og dönsuðum goggidans.Gelgju á fjórtánda ári fannst þetta eitt það hallærislegasta sem hún hafði lent í..........allir kræktu saman höndum og mynduðu hring og eitt skref til hægri og tvö skref til vinstri eða öfugt og allir kyrjuðu Grani bar gollið af haugi........

Við hittum líka nokkra svona Jággvan af Gördunum......sem komu og sungu fyrir utan gluggann hjá okkur að nóttu til öllum til ama......

Ég man fá nöfn einn hét Jóhannes Djúrus....Svo var Sakkaríus gamli í næsta húsi með heimalingana sína í bandi ......hann bruggaði landa og var alltaf fullur karlanginn.

'Ég held að það hafi verið bruggað í nánast hverju húsi þarna og skírir það að hluta til vondu lyktina sem þarna var.

Það var nefnilega engin áfengissala í Færeyjum.Færeyingar máttu panta visst magn á ári  af áfengi frá Danmörku en ekki fyrr en þeir voru búnir að greiða skattinn.....

Í Þórshöfn fórum við á einhvern skemmtistað......ég 13.ára var ekki spurð um nein skírteini.....ekkert pælt í aldri þarna.Ég hélt samt að þegar dyravörður bað mig að skrifa nafnið mitt í svona afrifublokk sem búið var að prenta eitthvað á að nú væri ég í djúpum skít.......

En neinei gaurinn reif miðann úr blokkinni og rétti mér?????????????

'eg fór að lesa miðann og þarna stóð að ég væri LIMUR nr 316....

Ritað mál Færeyinga er stórkostlegt og málið skemmtilega fyndið.

Við í Sykursnúðinum vorum eitt sinn staddar á Sigló hjá Erlu og þar voru mamma hennar og Palli heitin maðurinn hennar.Þegar við vorum að fara að sofa þá datt okkur í hug að við gætum sofnað betur ef við fengjum eitthvað að lesa.Vissum að Erla ætti fullt af einhverjum ástarvellubókum.

Það sem við vissum líka allar að reyfarhol á færeysku þíðir rassgat á íslensku þá spurðum við Erlu um reifara hvort hún ætti ekki einhverja reyfara fyrir okkur í rúmið og Palli hlær og hlær og segir "vilja ti ikke fáa almennelig mann"

Þóra sem er svo einstaklega móðurleg í sér útskýrir mjög varlega fyrir Palla...."Palli minn við verðum mikið fljótari að sofna ef við tökum reyfara með okkur í rúmið"

Og palli hlær bara mikið meira og segir "veit tú ikki hva reyfari tíða".

Ha ??????? reyfari?????????

P.Jáv ta er sána tvaur menn sem fara í raufarhol í annan svána homma á íslensk............

Nú vorum við sko komnar í gang bulluðum út í eitt og hlógum ógurlega af vitleysunni í okkur.

 

 

 


ARRRRGGGGGGHh

Hverslags djöfulsins ómenni eru þetta!!!!!

Eins og fram kemur í fréttinni er ekki um nein tengsl eða kunningsskap að ræða.

Ég fordæmi þessa menn ef mennska skyldi kalla.....

helvítis ófreskjur....

 

Ok.ég er ekki vön að blogga við fréttir en gat alls ekki orða bundist....... 

 


mbl.is Foreldrar slegnir óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður spyr sig!!!!!!

Heildarneysla á áfengi á Íslandi með minnsta móti.Þrátt fyrir verulega aukningu áfengisneyslu á síðustu árum???Erum við að drekka oftar og minna  magn í einu?Eða erum við að drekka sjaldan og þá mikið einu????????

Ég veit ekki en mér finnst þetta stangast á annrlegt helgarástand þjóðarinnar.

Ég held að sala áfengis í matvörubúðum skipti í raun verulega litlu um almenna neyslu.Ef maður ætlar að drekka þá verður maður sér úti um áfengi hvort sem er.Hins vegar verður þetta hættulegt fyrir þá sem eru veikir fyrir víni þegar þú getur keypt það jafnt og morgunkornið.


mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo margt að brjótast í mér!!!

T.d.var þetta eitt af því sem var í póstinum mínum og fari það í kolað að ég geti verið sammála öllu þessu en það fær mig svo sannarlega til að hugsa!!!

 

Subject:Fw: Fw: Holl lesning fyrir þá sem eru að pirra sig á þróun hlutabréfamarkaðarins.............

Ég bæti mínum sjónarmiðum við með rauðu...þannig að ef þið viljið lesa þetta í samhengi þá sleppið rauða letrinu.

Hættum að bíða.............og ferðumst hamingjusöm!
Við sannfærum okkur sjálf að lífið verði betra eftir að við giftum okkur,( solla)...af hverju? fyrir mér breytti gifting engu um tilfinningar mínar eða lífssýn....var bara meira svona staðfesting á trúlofuninni... í dag veit ég að það er gott að vera giftur ef annað okkar skyldi deyja...
eignumst börn...Ég ætlaði ekki að eignast barn svona snemma....en þvílík hamingja.... og síðan annað barn.....Við biðum lengi eftir öðru barni.. Síðan pirrum við okkur á því að
krakkarnir verði nóg gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur
stödd þegar að því kemur......viðurkenni að hafa beðið eftir að þau mundu þroskast upp úr einu og öðru...óþekktargerpiWink
  Næst erum við örg yfir því að við verðum að eiga unglinga....BÖRN OG UNGLINGAR ERU ÞAÐ YNDISLEGAST  SEM ÉG VEIT... Við munum svo
sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið.....Er það virkilega? það er góð tilfinning að hafa komið barni vel til manns þó kvíðahnúturinn hafi óneytanlega verið oft til staðar þá var ég mjög hamingjusöm með þeim unglingi alveg eins og með unglinginn sem ég á núna.Ég held að maður þurfi að svissa sér í nútímann hverju sinni og gefa unglingunum svigrúm til að þroskast svoldið í sínu umhverfi á sína ábyrgð innan vissra marka Við teljum
sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur
til í sínum málum,Hahah minn þarf bara að taka til í BÍLSKÚRNUMTounge þegar við fáum betri bíl,ég á bíl sem flytur mig það sem ég þarf... þegar við fáum tækifæri á að
fara í gott frí.....hver er á móti því..... eða þegar við setjumst í helgan stein....langar einhverjum það í raun og veru?
  Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að
vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður
alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna
þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á
hverjum degi.
Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt
væri í þann mund að hefjast- hið raunverulega líf. En alltaf var einhver
hindrun í veginum, eitthvað sem hann þurfti að eignast fyrst, einhver
óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru
einhverjar ógreiddar skuldir. Þá gæti ég loks byrjað að lifa lífinu. Að
lokum rann upp fyrir mér ljós, þessar &#8220hindranir&#8221 eru líf mitt. Þetta
sjónarhorn hjálpar okkur að sjá það að það er engin leið til að
hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að
meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu
sérstökum til að eyða tíma þínum með...og mundu að tíminn bíður ekki eftir
neinum.
Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt,Wink eftir að þú missir
nokkur kíló,Tounge eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að
þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heimanW00t, eftir að
þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir,
eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja
bílnum, eftir að þú sért búin að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu,
sumrinu, haustinu, vetrinum. Hættu að bíða eftir að þú fáir þér drykk og
svo að bíða eftir að það renni af þér. Hættu að bíða eftir að þú deyir....
Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt
núna, að vera hamingjusamur...
Hamingjan er ekki áfangastaður, heldur ferðalag. Í dag er tími til að:
vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn
hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa.....
Ok
ég er ekki sátt við þróun hlutabréfamarkaðarins
En
ég er mjög sátt við líf mitt.
Þegar allt kemur til alls.
Ég
er samt eins og skemmtilegi karlinn í áramótaskaupinu...
BLOGGA!!!!
Ég hef skoðun á flestu og margt fer í pirrurnar á mér......
OG
þá vil ég blogga en geri það ekki......
Til hvers að vera alltaf að segja almenning hvað maður er pirraður yfir hinu eða þessu.....
EKKI
það að mörgu er hægt að koma á framfæri á blogginu sem betur mætti fara...
Og er það gott
Hey !!
Hljómar eins og ég sé í röflgírnum......
Knús á línuna.

Ég náði að opna póstinn minn

og stóð eftir farandi póstur upp úr ásamt flottri afmæliskveðju....................................  Þessi saga er alltaf svo falleg og snertir mann alltaf, svo ég ákvað að deila henni með ykkur.
     

>Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar
>sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.
>
>Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftirað
>taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".
>
>Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég
>vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir
>jólin.
>Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðin,
>hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smá
>tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt
>ádúkku upp við brjóstið sitt.
>
>Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
>Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum
>"amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan
>svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo
>bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um.
>Hún fór fljótlega.
>
>Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og
>spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem
>systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.
>
>Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.
>
>Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til
>hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig
>sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún en
>núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar
>hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta..
>
>"Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka
>að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna
>fyrir mig og gefið systur minni hana".
>
>Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og
>sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.
>
>Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi
>hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að
>mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"
>
>"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi
>segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".
>
>Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég
>teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við
>strákinn "en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir
>nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"
>
>Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við
>byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja
>smá afgangur.
>
>
>Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit
>hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera
>viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur
>minni. Hann heyrði til mín"
>
>"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu,
>en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa
>rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
>
>Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að
>versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
>
>
>Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði
>drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla
>stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort
>þsð ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi
>ekki vakna úr dáinu.
>
>Var þetta fjölskylda litla stráksins?
>
>
>Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga
>konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt
>af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað
>sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.
>
>Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla
>stráknum og dúkkuna á brjóstinu.
>
>Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem
>þessi itli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag,
>erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá
>honum.
>
>
>  Núna hefur þú 2 kosti:
>
>1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.
>2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.
>
>Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern til þess að
>keyra drukkinn.



GLEÐILEGT ÁR!!!! og megið skaupið lifa!!!!

Ég óska ykkur öllum gleðilegs og gæfuríks árs!!

Og þakka fyrir nýliðið ár.

Verð að segja að mér fannst skaupið snilld....þó að ég hafi ekki verið grenjandi úr hlátri(ég vildi nefnilega heyra hvað sagt var) Þá var töluvert um hlátur og fliss hér á bæ.

Ég er ekki alveg að skilja þessa neikvæðu umræðu í bloggheimum un skaupið.

En maður er jú það sem maður hugsar...............

En margur bloggarinn er reyndar til í að vera alltaf að stúta hinum ýmsu málefnum...

þar á meðal ég

Mín heitasta ósk er að fá gefið út veiðileyfi á eiturlyfja baróna/innflytendur og já ég myndi  leggja mig alla fram.

~~~~~~~~~~~~~

~~~~~~~~~~~~~~~

En að öðru.Áramótin voru alveg ágæt í alla staði.Við vorum með matarboð.Mr.Pálmason er snillingur þegar kemur að verkun og eldun lambahryggs en hann úrbeinar nokkrum dögum fyrr,laumar leydókryddum í kjötið og útkoman er albest í hvert og eitt skiptið.Sara.trausti,jón þór,linda.anton og gunna

Á boðstólum voru líka

veislu-kjúlli með frábærri fyllingu

og

hreindýr

geðveikislega gott.

Takk fyrir það

Andi mágur.

Hér var líf og fjör áramótin út og inn og ráku nokkrir góðir vinir og frændfólk inn nefið.

Ég læt myndirnar tala sínu máli......hægt er að stækka þær með því klikka á þær(kannski tvíklikka)

berglin,beta,trausti.linda,anton Mr.Pálmason

tiltekt eftir  matinn......hinn förkálfurinn minn komið sér fyrir.....fyrir skaupið

anton sæti gunna og jón þórmæðgurnar taka vinarskál í óáfengum ógnvekjandi allir fengu að skála með aldurstengdum drykkjum

gellurnar í boðinu gera klárt SKO

null út að skjóta

upp í loft mynd

null sara lind að slá takktinn undir söng hvanndalbræðra

Fjörkálfur þetta gerpi

Í gær bauð Jonni frændi svo til nýárskvöldverðar......

Kalkún og fjör........

Bæ í bili og

nýársknús á línuna.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband