Þegar ég fékk LIMAKORT

Þegar ég var þrettán fór ég mína fyrstu "utanlandsreisu" til Föroya með vinkonu minni en móðir hennar og fjölskylda eiga heima þar.

Allt angaði eða réttara sagt lyktaði illa í litla þorpinu Straumsvík......lambalæri héngu hingað og þangað utan á húsunum"skerpukjöt" Get ekki sagt að lystin hafi verið upp á marga fiska þegar mér var boðið upp á það og saltað selspik með.........bíðið..... ég snöggvast fékk velgju.

Við gerðum heilmargt þarna með föroyingunum.....fórum oft til Þórshafnar fólkið hennar Erlu var mjög duglegt að keyra okkur.

Við fórum í klúbbinn og dönsuðum goggidans.Gelgju á fjórtánda ári fannst þetta eitt það hallærislegasta sem hún hafði lent í..........allir kræktu saman höndum og mynduðu hring og eitt skref til hægri og tvö skref til vinstri eða öfugt og allir kyrjuðu Grani bar gollið af haugi........

Við hittum líka nokkra svona Jággvan af Gördunum......sem komu og sungu fyrir utan gluggann hjá okkur að nóttu til öllum til ama......

Ég man fá nöfn einn hét Jóhannes Djúrus....Svo var Sakkaríus gamli í næsta húsi með heimalingana sína í bandi ......hann bruggaði landa og var alltaf fullur karlanginn.

'Ég held að það hafi verið bruggað í nánast hverju húsi þarna og skírir það að hluta til vondu lyktina sem þarna var.

Það var nefnilega engin áfengissala í Færeyjum.Færeyingar máttu panta visst magn á ári  af áfengi frá Danmörku en ekki fyrr en þeir voru búnir að greiða skattinn.....

Í Þórshöfn fórum við á einhvern skemmtistað......ég 13.ára var ekki spurð um nein skírteini.....ekkert pælt í aldri þarna.Ég hélt samt að þegar dyravörður bað mig að skrifa nafnið mitt í svona afrifublokk sem búið var að prenta eitthvað á að nú væri ég í djúpum skít.......

En neinei gaurinn reif miðann úr blokkinni og rétti mér?????????????

'eg fór að lesa miðann og þarna stóð að ég væri LIMUR nr 316....

Ritað mál Færeyinga er stórkostlegt og málið skemmtilega fyndið.

Við í Sykursnúðinum vorum eitt sinn staddar á Sigló hjá Erlu og þar voru mamma hennar og Palli heitin maðurinn hennar.Þegar við vorum að fara að sofa þá datt okkur í hug að við gætum sofnað betur ef við fengjum eitthvað að lesa.Vissum að Erla ætti fullt af einhverjum ástarvellubókum.

Það sem við vissum líka allar að reyfarhol á færeysku þíðir rassgat á íslensku þá spurðum við Erlu um reifara hvort hún ætti ekki einhverja reyfara fyrir okkur í rúmið og Palli hlær og hlær og segir "vilja ti ikke fáa almennelig mann"

Þóra sem er svo einstaklega móðurleg í sér útskýrir mjög varlega fyrir Palla...."Palli minn við verðum mikið fljótari að sofna ef við tökum reyfara með okkur í rúmið"

Og palli hlær bara mikið meira og segir "veit tú ikki hva reyfari tíða".

Ha ??????? reyfari?????????

P.Jáv ta er sána tvaur menn sem fara í raufarhol í annan svána homma á íslensk............

Nú vorum við sko komnar í gang bulluðum út í eitt og hlógum ógurlega af vitleysunni í okkur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha...færeyskan er frábær. Þegar við vorum í Færeyjum í sumar þurfti ég endilega að tala um AFGANGINN, þá urðu færeyingar mjög skrítnir á svipinn og skírðu svo út fyrir mér hvað það væri á færeysku...það er BRUNDUR Við hlógum bara þvílíkt að þessu.

Annars er alltaf svo frábært að kíkja á bloggið þitt Solla, kíki alltaf reglulega. Þú ert frábær penni

Þóra M. Kr. 19.1.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: www.zordis.com

Bara snilldin ein.  Þegar ég fór til Færeyja fyrir ca 3 eða 4 árum þá pantaði ég mér skerpikjét á hótel Þorshöfn .... smakkaði það og þótti bara fínasti matur.

Ég fór í heimboð í Götu og var boðið til sætis með körlunum og kiwanismönnum meðan kjéddlingarnar sátu sér.  Já og svo var borið í okkur veitingarnar og að sjálfsögðu smakkaði ég á öllu.  Ekkert að kúgast neitt enda kalla ég ekki allt ömmu mína.  Hins vegar er mikilll munur að vera að renna í tvítugt í stað fertugs eins og ég!

Knús á þig langsætust!

www.zordis.com, 19.1.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst færeyska vera afskaplega fallegt tungumál.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú fékkst mig til að hlæja núna. Bráðsmellinn færsla.

Heiða Þórðar, 19.1.2008 kl. 13:58

5 identicon

Lísa 19.1.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Já færeyskan er falllegt mál og svo afskaplega gaman að bera orðin saman við íslensku.Mörg mörg orð eru eins en hafa allt aðra merkingu og get ég alveg orðið vitlaus úr hlátri að lesa færeyskuna þá sjaldan að ég kemst í hana.

Ég skemmti mér vel að lesa t.d.færeyskar uppskriftir,en ef Færeyingur mundi lesa þær fyrir mig er óvíst að ég mundi skilja neitt.

Solla Guðjóns, 19.1.2008 kl. 17:02

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Færeyingar eru yndislegt fólk. Ég man þegar ég var þar um 70 og eitthvað var bjórinn pantaður frá Danmörku og engin fékk bjór sem ekki hafði borgað skattinn sinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2008 kl. 20:34

8 identicon

hahahaha

frábær færsla,

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 19.1.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Kristjana Bjarnadóttir, 19.1.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: www.zordis.com

Fékk mér nokkra fimmara í gaer og var zad vel!

www.zordis.com, 20.1.2008 kl. 10:36

11 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þú ert ekki svo galin skemtileg færsla

Kristberg Snjólfsson, 20.1.2008 kl. 10:46

12 identicon

Hehehe, frábært mál, færeyskan
Knús smús

Elín 20.1.2008 kl. 10:54

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit um mann sem var gildur limur í ríðingafélaginu í Færeyjum.  Held að hann hafi ekki lesið reifara, eða reyfara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 19:54

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ásthildur.............spurning hvort ég hafi verið gIlDuR limur............hestamannafélag ekki satt=ríðingafélagið......

Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 20:06

15 Smámynd: Ingvar

Maður fer eiginlega bara hjá sér þegar maður sér hugsanaganginn hjá sumum hér     (aðallega þó kvenþjóðinni, okkur hinum mundi aldrei detta svona í hug)

Ingvar, 20.1.2008 kl. 22:43

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Þekki þig nú það vel að vita að nú lígur þú INgvar

Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 23:10

17 Smámynd: Ester Júlía

Þetta er ÆÐISLEG minning...... ooooo ég elska svona minningar.  Ég á audda nokkrar svona líka..hef m.a.  étið selspik ..ojojoj.  Yndisleg frásögn..limur og reyfari...hahahahaha... er í kasti!  Þú ert svo skemmtileg.  Knús og kosssar!

Ester Júlía, 21.1.2008 kl. 07:59

18 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er frábær færsla hjá þér, jamm færeyskan er fyndin. En ég reikna með að þú hafir fengið saltað grindarspik, ekki selspik. Færeyingarnir eru yndislegir og þeir elska Íslendingana. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 13:34

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Ingunn það gæti alveg verið ég man þetta ekki alveg svo.......en ég sá líka þegar var verið að koma með grind að landi og þvílík læti hef ég hvorki séð fyrr né síðar.

Solla Guðjóns, 21.1.2008 kl. 13:42

20 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Farið með góðan "reifara" í rúmið nýlega, Sollan mín???

Sigríður Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 17:21

21 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hehe, ég er færeysk svona í aðra tána, hann afi minn var sumsé 1/2 færeyingur. Mér fannst rosa gaman að fylgjast með öllu sem var um færeyjar en þangað hef ég ekki orðið svo fræg að koma. Mér skilst að ég eigi fullt af ættingjum í Vogi 

Svala Erlendsdóttir, 21.1.2008 kl. 20:25

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Nei Sigga í gær var það Séð og heyrt+Pálmason.......

Ef ég man rétt Svala þá er flugvöllurinn á eyjunni Vogi og þaðan fórum við með ferju til Þórshafnar.

Solla Guðjóns, 21.1.2008 kl. 22:01

23 Smámynd: www.zordis.com

Nú er hægt að keyra í gegn um allar Færeyjar tvers og kryds og mér leið eins og fyrir austan að keyra um þessa æðislegu eyju.

Ef ég flyt frá Iberíuskaga þá verður það til Færeyja að til höfuðborgar Íslands Köbenhavn .... 

www.zordis.com, 21.1.2008 kl. 22:19

24 Smámynd: Margrét M

fruss he he

Margrét M, 22.1.2008 kl. 15:27

25 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ég hef verið kokkur svona meira og minna í hjáverkum í Færeyingahúsinu í Köben síðan 1999. Alveg æðislegt. Þeir eru heimsmeistarar í kartefluáti, sem þeir nefna eplur. Þeir eta alltaf hálft kíló að meðaltali í mat með öllu hinu. Ég ef aldrei flóknar karteflurétti þegar meirihluti gesta eru Færeyingar, það borgar sig einfaldlega alls ekki. En svo þegar ég kem þangað að vinna þá fer ég alltaf ránshendi í ísskápinn þeirra. Fiskibollur með kindatólg, kindarúllupylsa, kindasalami, siginn(ræstur) fiskur, harðfiskur, skerpukjöt og ræst kjöt. algjör veisla að koma þangað. Fer þangað á morgun og ætla mér að blogga um þá veislu sem er á vegum mjög góðs vínklúbbs.

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 22:26

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman að þessu Gunnar og minnir mig á þessar frábæru fiskibollur þeirra með hamsatólginni í..........góða ferð og mundu að biðja ekki um "mogga"

Solla Guðjóns, 22.1.2008 kl. 22:56

27 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

færeyingar eru góðir !

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:33

28 Smámynd: Ingvar

Það er nú eiginlega orðin full ástæða til að setja "18+" lás á þessa færslu ! 

Ingvar, 23.1.2008 kl. 18:18

29 Smámynd: Solla Guðjóns

Ingvar ég lofa að ég ætlaði ekki að vera dónó..........................næsta færsla verður eingöngu á okkar ástkæra ilhýra máli......sjáðu bara á eftir

Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 19:45

30 Smámynd: Vatnsberi Margrét

 þú ert æði

Vatnsberi Margrét, 23.1.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband