Það er svo margt að brjótast í mér!!!

T.d.var þetta eitt af því sem var í póstinum mínum og fari það í kolað að ég geti verið sammála öllu þessu en það fær mig svo sannarlega til að hugsa!!!

 

Subject:Fw: Fw: Holl lesning fyrir þá sem eru að pirra sig á þróun hlutabréfamarkaðarins.............

Ég bæti mínum sjónarmiðum við með rauðu...þannig að ef þið viljið lesa þetta í samhengi þá sleppið rauða letrinu.

Hættum að bíða.............og ferðumst hamingjusöm!
Við sannfærum okkur sjálf að lífið verði betra eftir að við giftum okkur,( solla)...af hverju? fyrir mér breytti gifting engu um tilfinningar mínar eða lífssýn....var bara meira svona staðfesting á trúlofuninni... í dag veit ég að það er gott að vera giftur ef annað okkar skyldi deyja...
eignumst börn...Ég ætlaði ekki að eignast barn svona snemma....en þvílík hamingja.... og síðan annað barn.....Við biðum lengi eftir öðru barni.. Síðan pirrum við okkur á því að
krakkarnir verði nóg gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur
stödd þegar að því kemur......viðurkenni að hafa beðið eftir að þau mundu þroskast upp úr einu og öðru...óþekktargerpiWink
  Næst erum við örg yfir því að við verðum að eiga unglinga....BÖRN OG UNGLINGAR ERU ÞAÐ YNDISLEGAST  SEM ÉG VEIT... Við munum svo
sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið.....Er það virkilega? það er góð tilfinning að hafa komið barni vel til manns þó kvíðahnúturinn hafi óneytanlega verið oft til staðar þá var ég mjög hamingjusöm með þeim unglingi alveg eins og með unglinginn sem ég á núna.Ég held að maður þurfi að svissa sér í nútímann hverju sinni og gefa unglingunum svigrúm til að þroskast svoldið í sínu umhverfi á sína ábyrgð innan vissra marka Við teljum
sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur
til í sínum málum,Hahah minn þarf bara að taka til í BÍLSKÚRNUMTounge þegar við fáum betri bíl,ég á bíl sem flytur mig það sem ég þarf... þegar við fáum tækifæri á að
fara í gott frí.....hver er á móti því..... eða þegar við setjumst í helgan stein....langar einhverjum það í raun og veru?
  Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að
vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður
alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna
þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á
hverjum degi.
Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt
væri í þann mund að hefjast- hið raunverulega líf. En alltaf var einhver
hindrun í veginum, eitthvað sem hann þurfti að eignast fyrst, einhver
óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru
einhverjar ógreiddar skuldir. Þá gæti ég loks byrjað að lifa lífinu. Að
lokum rann upp fyrir mér ljós, þessar &#8220hindranir&#8221 eru líf mitt. Þetta
sjónarhorn hjálpar okkur að sjá það að það er engin leið til að
hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að
meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu
sérstökum til að eyða tíma þínum með...og mundu að tíminn bíður ekki eftir
neinum.
Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt,Wink eftir að þú missir
nokkur kíló,Tounge eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að
þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heimanW00t, eftir að
þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir,
eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja
bílnum, eftir að þú sért búin að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu,
sumrinu, haustinu, vetrinum. Hættu að bíða eftir að þú fáir þér drykk og
svo að bíða eftir að það renni af þér. Hættu að bíða eftir að þú deyir....
Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt
núna, að vera hamingjusamur...
Hamingjan er ekki áfangastaður, heldur ferðalag. Í dag er tími til að:
vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn
hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa.....
Ok
ég er ekki sátt við þróun hlutabréfamarkaðarins
En
ég er mjög sátt við líf mitt.
Þegar allt kemur til alls.
Ég
er samt eins og skemmtilegi karlinn í áramótaskaupinu...
BLOGGA!!!!
Ég hef skoðun á flestu og margt fer í pirrurnar á mér......
OG
þá vil ég blogga en geri það ekki......
Til hvers að vera alltaf að segja almenning hvað maður er pirraður yfir hinu eða þessu.....
EKKI
það að mörgu er hægt að koma á framfæri á blogginu sem betur mætti fara...
Og er það gott
Hey !!
Hljómar eins og ég sé í röflgírnum......
Knús á línuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Hljómar eins og   Þú ert AðalSollan ....

Nú er ég sibbilíus, og væri til í að skríða uppí hjónasængina en klukkan rúmlega átta er heldur snemmt!!!

Knús og kartöflumús ...

www.zordis.com, 10.1.2008 kl. 19:41

3 identicon

kvittó there!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 10.1.2008 kl. 20:20

4 identicon

Þú er yndislegust krúttan mín

Lísa skvísa 10.1.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég er sko algjör kartöflumús eða bara júnó svona jóló súkkulaðið heldur mér vakandi en mig langar uppí!  Æjjá er farin bara og knús á þig og verðum í stuði með guði!

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Næturdrottningar

Solla Guðjóns, 11.1.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góður pistill

BLESS

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 06:50

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.1.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Deginum í gær fær enginn breytt, morgundaginn getur enginn spáð um, höfum bara daginn í dag á okkar valdi.  Svo framkvæmum í dag, plönum í dag, og njótum í dag!  Hlutabréfamarkaðurinn má eiga sig og sína pappírspeninga!

Sigríður Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góð saga og líka sú á undan, en ég kom nú til að  'oska þér gleðilegs og gæfuríks og hamingjusams árs Solla mín.

Risa klem og knús frá mér til þín.

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 00:15

11 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Dagurinn í dag er sá besti ef þú leyfir honum að vera það Samt kemur ýmislegt uppá sem við verðum bara að vinna úr og segja á morgun: í gær var góður dagur því ég gerði mitt besta til að láta hann verða góðan.

Svala Erlendsdóttir, 13.1.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband