Hver gerði málið að máli............Hér rís ég upp

fárveik manneskjan og skammast mín ekkert fyrir að vera svona rosalega asskoti undirlögð af kvef og magapest.....pirrandi ástand sem sér ekki fyrir endann á... búin að vera svona veik síðan á föstudag.....

Ástandið bætir ekki geðveikina mína....frekjunasem stundum vill taka völdin og segja mér að vera svona eða hinsegin.....Geðveikin kenndi mér það að ef þú ert ekki að meika'að...þá þarftu að feika'ða....brosa og standa fyrst og síðast með sjálfri mér í þessum efnum..

Ég veit ykkur kemur ekkert við um geðveikina mína en ég skammast mín ekkert frekar fyrir hana en þetta helvítis kvef.....Ég er bara hamingjusöm með henni því ég hef oftast betur.... en hún er frek og það þarf að díla við hana.....og ég hef lært svo ótal margt um manlegt eðli á þessum hremmingum.....

Víst eru til fordómafullir dúddar hingað og þangað í þjóðfélaginu.....

Og nú er ég að komast að kjarna málsins........Ólafi F... blessaður karlinn er svo fordómafullur á sinn eigin sjúkdóm(sem mér skilst á öllu að sé sami sjúkdómur og ég er með)að hann gat ekki með nokkru móti viðurkennt hann.......Þetta kalla ég að halda uppi fordómum.

Þess vegna varð málið að máli.........

En samt sem áður held ég að fordómafullu dúddarnir hefðu líka gert mál úr því.......hefði hann viðurkennt það.....

Karlinn á samúð mína alla þó að ég skilji ekkert í öllu þessu valdabaráttubulli......mér finnst sjálfstæðismenn vera nokkuð sjúkir sjálfir.....en það er allt önnur ella fyrst það heitir ekki geðsýki.....eða hvað?''

Það sem ég er að reyna að segja að við Ólafur verðum að viðurkenna geðsýki okkar.Hvernig eigum við annars að koma í veg fyrir þessa fordóma.....?Fyrir þá sem ekki vita þá er geðsýki sjúkdómur en ekki brjálsemi.Ég nota orðið geðsýki því þunglyndi hefur náð nokkurri viðurkenningu en þunglyndi er geðsjúkdómur sem stafar af óeðlilega lítilli virkni noradrenalíns og serótóníns...í heilanum.....+ álagi og streitu og og og......

Því miður eru svo til mun alvarlegri geðsjúkdómar en þunglindi...þó eru margir sem átta sig ekki á því hvað þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur ef ekkert er að gert.....

Ekki veit ég hvort Spaugstofan var að gera gys að veikinni eða hinum fársjúku fjölmiðlum....hvort sem var.....þá var leikarinn sem lék Ólaf ótrúlega líkur honum.........

Mér fannst þó gauksklukkan vera nokkuð góður punktur og gefa til kynna klikkunina í þessu öllu saman.

Knús inn í nóttina og eigið góðan þriðjudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góðann klikkaðan dag hehe

Ólafur fannberg, 29.1.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er sjaldan of varlega farið ..... Þekki ekki Ólafsmálið annað en brot en veit hins vegar líka að eldri kynslóðin var nú ekki að hafa í frammi veikindi eða sjúkdóma heldur var byrðin þeirra innri.

Vonandi að maðurinn fái lækningu og geti slakað á.  Mér sýnist á öllu að ég eigi fleytifullan dag!

Knús inn í daginn dúllan mín. 

www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alveg er ég hjartanlega sammála þér.Ólafur skapar sér eigin umfjöllun með því að koma ekki hreint fram og ræða bara um sjúkdóminn, hefði haldið' að Ólafur sem er jú menntaður læknir myndi ræða þessi mál opinskátt, þetta er sjúkdómur sem engilinn ætti að þurfa að skammast sýn fyrir. 

Kristberg Snjólfsson, 29.1.2008 kl. 08:27

4 identicon

? ok kvitt!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 29.1.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bestust mín kæra.  Ólafur er bara ekki eins lánsamur og þú að geta horfst í augu við sjálfan sig.  Hann er alvörugefinn og á örugglega erfitt með að horfast í augu við sjúkdóminn, og ekki hjálpar nú til allt havaríið í kring um hann um vanheilsu hans.  En ég hef fulla trú á að Ólafur verði trúr þeim málum sem hann berst fyrir, hann er málafylgjumaður, og er þess vegna í þessu stappi.  Gangi honum vel.  Og knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.1.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góð.

Geðsjúkdómar eru ekkert öðruvísi en aðrir sjúkdómar, lífefnafræði. Af hverju ættu sjúklingar með þess sjúkdóma að fyrirverða sig frekar en aðrir fyrir sína? Hef ekki skilið það.

Eiga ekki krabbameinssjúklingar bara að skammast sín fyrir að hafa ekki hemil á ofvexti frumanna í meinvarpinu?

Þetta hefst og endar hjá einstaklingunum sjálfum, sumir greinilegra komnir lengra en aðrir

Kristjana Bjarnadóttir, 29.1.2008 kl. 18:12

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er alveg rétt hjá ykkur Þórdís, Ásthildur og Kristjana við erum misjafnlega vel í stakk búin að viðurkenna þennan sjúkdóm opinberlega og ekkert skrítið við það vegna fordómana og erum því að burðast með þetta ein og sér með sjálfum okkur......sem við gerum hvort sem er......

Það sem ég lagði upp með að skrifa um eru fordómar og hversu fjölmiðlar eru óvægnir í þessum efnum..eins og raun ber vitni í þessu máli...allt bullið og blaðrið og getgáturnar sem búnar  eru að koma upp á yfirborðið......Vanþekkingin sem virðist vera á þessum sjúkdóm segir mér það að fólk haldi að fólk með sjúkdóminn sé dómgreindarskert......

Hér er bara ekki hægt að vera með eina eða neina fullyrðingu því eins og með aðra sjúkdóma þá leggst þetta misjafnlega á fólk.......

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 20:47

9 identicon

Sitt sýnist hverjum. Ég get ekki séð hvernig Ólafur elur á fordómum. Held satt best að segja að góðir hlutir gerist hægt og í æðibunugangi síðustu daga hafi fæstir verið viðræðuhæfir um eitt né neitt. Hvorki fjölmiðlar, borgarstjórnin né bloggarar.

Geðveikislegaklikkaðknús

Lísa 29.1.2008 kl. 21:57

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hæ sætust! Mér finnst alveg frábært hvernig þú talar um sjúkdóminn geðveiki. Það eru svo margir sem ég þekki sem hafa einhverja tegund af geðveiki. Depurð, þunglyndi, maníu og ég veit ekki hvað þetta allt heitir. Margir eru allt of feimnir við þennan sjúkdóm og það þyngir enn meira á þeim.

En aumingja Ólafur í Spaugstofunni. Ég vorkendi honum nú soldið

Svala Erlendsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:47

11 identicon

Sjúkdómar eru sjúkdómar og enginn ætti að skammast sín fyrir þá! Þú ert flott!
Knús á þig

Elín 29.1.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er bara mín prívat og persónulega skoðun að betra hefði verið að jánka og segja þar með "og hvað með það".......mér einfaldleg er búið að ofbjóða þessi fordómafulla umræða um veikindi hans......

En maður spyr sig.

Klikkaðknús á móti.

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 23:11

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála ykkur og þér kæra solla, það er rétt að að ekki viðurkenna er að halda í fordóma, en líka hans eigin fordóma fyrir hluta af sér sjálfum.

BlessYou

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 07:26

14 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér að Ólafur ætti að láta vita hvað var að hjá honum og hætta með þessa fordóma sem hann er með um þessa veiki.  Það getur verið mjög alvarlegt að vera þunglyndur en til að komast yfir það þá þarf líka að tala um það.  Nú er geðveikiskast byrjað í Ráðhúsinu þar sem Ólafur þorir ekki á höfuðborgarráðstefnu því hann hefur ekki varamann og ef Margrét leysir hann af þá er hann hræddur um að hún slíti samstarfi og hann missi borgarstjóra stólinn.  Þetta er allt eitt stórt rugl.  Maður veður þunglyndur að hugsa um Reykjavík,  sem betur fer bý ég ekki þar.

Þórður Ingi Bjarnason, 30.1.2008 kl. 07:59

15 identicon

Solla mín!  Þú værir ekki svona frábær ef þú værir ekki kolklikkuð

Knús og kossar að autan frá Tótu, Símoni og dætrum. (já það kom ein í viðbót í september)

Tóta 30.1.2008 kl. 10:19

16 identicon

Er annars með blogg líka.

Þórhildur D. 30.1.2008 kl. 10:21

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Tóta mín!!!!!! hæjjjjjjj...kíki strx á þig.

Solla Guðjóns, 30.1.2008 kl. 12:25

18 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Góður pistill hjá þér. Er alveg hjartanlega sammála þér, annars er ég vægast sagt að klikkast á þessari pólitík, algjört rugl.  Eigðu geðveikt góðan dag kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 30.1.2008 kl. 15:38

19 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Borgarstjóramálin eru illa "kúkú" um þessar mundir.  Ég vissi ekki einu sinni að Óli greyið hefði verið eitthvað veikur, og botnaði ekkert í þessu hjá þeim Spaugurunum.  Hélt að þeir væru að gera grín að því, hversu skemmtilega "utan við sig" hann er til augnanna!  Fylgist svooooo vel með í pólitík.....!  En þunglyndi er bara sjúkdómur eins og hver annar.  Þarf ekki að skammast sín neitt fyrir hann, frekar en aðra sjúkdóma.  Óli þarf bara að kveikja á þeirri staðreynd.  Eigðu ljúfa daga.....mínir eru allir "kúkú" um þessar mundir!

Sigríður Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 20:56

20 Smámynd: Margrét M

fólk er sjálfu sér verst með svona fordómum í eigin garð og gerir sér enga grein fyrir því .. geðveikt knús til þín ...

Margrét M, 31.1.2008 kl. 09:09

21 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Því miður eru mestu fordómar í garð geðsjúkdóma hjá sjúklingnum sjálfum hvort sem það er Ólafur eða einhver annar.Að viðurkenna sinn veikleika er fyrsta leiðin að góðum bata eða alla vega að ná einhverri stjórn á ólgusjó tilfinninga. Sumir hlaupa skelkaðir í burtu þegar maður segist vera með geðsjúkdóm veit ekki kannski finnst sumu fólki þetta bráðsmitandi sjúkdómur en sem betur fer hafa fordómar minnkað og með betri fræðslu hafa margir séð að það er svar við líðan þeirra sem hægt er að bæta. En já ég gæti haldið endalaust áfram á þessari braut en ætla ekki í það hér vona bara að Ólafi gangi vel í baráttu við sinn sjúkdóm sem ég hef nú ekki enn heyrt hver er.

Knús til þín elsku Solla :)

Vatnsberi Margrét, 31.1.2008 kl. 12:00

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Mikið rétt hjá þér Margrét mín.leiðin er grýtt og erfið til batans og sjálfur er maður duglegastur að rífa sjálfan sig niður í svaðið.......fyrsti áfangi er að viðurkenna og læra svo að lifa með þessu......Ég er svo heppin að vera líka með tvær tegundir af gigt og er þess vegna ekki öryrki bara útaf geðsjúkdóminum.....fólk kann mikið betur við mig þegar ég segi það vera útaf gigt sem ég er öryrki en ef ég segi geðveiki......en það er í sjálfu sér ekkert skrítið....þetta er yfirleitt leindó þannig að fólk veit ekkert hvernig það á að bregðast við og þeir sem ekki þekkja þetta spyrja ekki"hvernig ertu í sálinni" en þeir spyrja alveg "hvernig ertu af gigtinni"

Í sjálfu sér er þetta mjög eðlilegt þar sem fólk er ekki búið að læra að hegða sér í þessum efnum vegna þess hversu mikið leindó þetta hefur verið ......

Solla Guðjóns, 31.1.2008 kl. 13:08

23 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Góður pistill hjá þér dúlla . Langaði bara að segja knúss og klemm geðveikt eða ekki þú ert æði

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 31.1.2008 kl. 20:43

24 identicon

  Auðvitað átti Ólafur að koma hreint og beint fram þegar hann kom úr veikindaleyfi og segja hvað hefði verið í gangi. Hann sem háttsettur og áberandi maður í íslensku þjóðfélagi er ekki að styrkja stöðu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sem þjást að þessum sjúkdómi vita að mikið áreiti og álag getur kallað fram einkenni og því miður eru stjórnmálin það ógeðfelld á Íslandi í dag að menn eiga eftir að nýta sér það en maður með hans reynslu hefði átt að vita að það yrði eitthvað skítkast en ég er sannfærður um það hefði verið minna ef hann hefði verið búinn að ræða sjúkdóm sinn opinberlega. Maður er feginn að búa ekki í reykjavík í dag

 Það er gott að búa í kópavogi, en best að búa í Hafnarfirði

Guðjónsson 1.2.2008 kl. 12:04

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Guðjónsson......þú ert að hitta naglann....akkúrat beinnt

Solla Guðjóns, 1.2.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband