Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Fjörtíu og eitthvað í síðasta sinn
31.10.2007 | 01:59
Mr Pálmason
Til hamingju með afmælið kall.
Kynntist karlinum þegar hann var 15 og ég 14.
Vorum á djamminu saman
á sveitaböllunum.
Nú fæ ég fortíðarflipp
sveitaböll....sveitaböll...sveitaböll....
Mikið vildi ég að ungdómurinn í dag fengi að upplifa
sveitaballastemminguna.
En sem sé þetta er karlinn minn sem er 49.ára í dag
og
þetta eru börnin okkar
Jón Þór 27. ára og........................Guðrún Jóna 14. ára
Smá viðbót,því þarna er hægt að miskilja að við höfum farið að vera saman 15 og 14 ára......við erum búin að þekkjast síðan þá en 17 og 18 var það.
hvernig eiga merkin saman
Þessi tvö merki laðast strax hvort að öðru, oftast kynferðislega, en það er lítil von til að sambandið verið langvarandi. Bogmenn eru yfirleitt lífsglaðir og opnir, en Sporðdrekinn dulur, fáskiptinn og leyndardómsfullur. Framan af reynir Bogmaðurinn að kæta Drekann og rífa hann upp úr "þunglyndinu", en þegar það tekst ekki leitar hann uppi skemmtilegri félagsskap. Ef Sporðdrekanum finnst hann svikinn í tryggðum, er hann vís með að leita hefnda. Það er því vissara að reyna að skilja sem vinir!
Held ég geti verið sammála að nokkru leiti en öðru alls ekki.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Lífið breytir um lit
29.10.2007 | 15:13
Það var frábært að líta út um gluggann í morgun.Snævi þakin jörð.Birtan seytlaði inn í sálina og lýsti hana upp.
Ég elska snjó.
Ég vildi að snjórinn gæti komið og verið kyrr þar sem hann settist svona eins og á Ísafirði
Blæjalogn og snjór eða ribbaldarok og snjór.
Mér er ekkert vel við umhleypinga
rigning fyrir hádegi,snjókoma eftir hádegi,skafrenningur eftir kaffi,slydda eftir kvöldmat.Eða öfugt síendurtekið.
Snjór og rok er áskorun.
Keyra í skafla.... ég veit ekkert skemmtilegra....festa sig og ná sér upp aftur ein... eða með hjálp...
Hver kannast ekki við Sollu fasta af því hún varð að prófa skaflinn
Bjartasta brosið til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Á að leyfa konum að keyra bíla svona yfirleitt..??
25.10.2007 | 10:11
Þegar ég (Bjarni) var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW.
Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein
og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna sem ég hélt á í vinstri hendinni.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og tvíburana tvo.
Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan
og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv........ kellingum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Ögn léttara
24.10.2007 | 15:28
hjal.
Hvanndalsbræður eru snillingar
einn af þeirra frábæru textum hljómar svona
(ekki með leifi fyrir birtingu en ég er nú verðandi grúpppía)
Kisuklessa.
Ég var út'í garði að vökva grasið mitt
sprautaði á buxnaskálmina og sagði shit.
Kötturinn min var þarna að þvælast fyrir mér.
En fór svo út á götu og gleymd'að gá að sé.
Það kom þarna steypubíll og stefndi beint á hann.
Þetta getur komið fyrir þann sem ekkert kann.
Ég öskraði og æpti.Forðaðu þér.
En kattarskrattinn heyrði ekk'í mér.
Hann heyrði ekk'í mé......er.
Hann heyrði ekk'í mé......he he he he he er x2.
Þess vegna e........er
Þess vegna e he he he he he er.
Kisuklessa á götunni hjá mér oj
kisuklessa oj oj oj oj oj oj oj.
Svona var nú það.
Kannski ekki mjög smekklegur texti en þó snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég finn að ég er
22.10.2007 | 15:15
að veikjast aftur.Ég er hrædd.Ég vil ekki veikjast.Ég er ekki að tala um flensu eða gigtina,hún er smotterí miða við geðveikina.Þó að ég sé sterk og mjög meðvituð um sjúkdóminn þá spyr hann ekki leyfist hvort hann megi kíkja inn fyrir.Sjúkdómurinn er ókurteis frekja sem ryðst inn óboðinn og heimtar að gista...Í mínum huga er ekkert gistirými fyrir þessa frekju.En frekjan sætir lægi ræðst til inngöngu þegar ég hef þurft að þola mikið álag í langan tíma eins og undafarið ár.Þá finnur þessi frekja smugu núna .............Sælar eigum við að hafa það áráttuhegðun húna??? Lýst þér bara ekki vel á það??
Eða ertu til í oflæti.......þá er svo gaman....við gætum byrjað á að þrífa loftin í húsinu.....
Skroppið svo í bæinn og farið í búðir og keypt tilbúin mat til að fara með heim.......veðrið?....skítt með það við erum svo klár saman við getum allt.........
Kostar???......hehe.... þú segir bara það er svo dýrt að lifa í dag....
Verðurðu blönk!!! hvað er að þér kæra vinkona!!!!!við vitum bæði að það endar með með því......þá leggjum við okkur.... saman.......sofum og sofum.....þú átt jú gott rúm og þó þú ættir það ekki þá sofum við bara undir rúmi.....manstu sofa sofa sofa........hvaða áhyggjur eru þetta???þú skilur hvort sem er ekkert af hverju þú ert svona þreytt og svefn sækin......
Svo mannstu að brosa,vera alltaf kát og hress........þú nefnilega átt ekki að segja neinum að ég sé í heimsókn........fólk fer þá bara að hafa áhyggjur af þér....ekki villtu það nú!!!!
OOO við gætum gert svo ótala margt saman...gerum eitt hvað klikkað!!!!
Ég get látið sama lagið hljóma í hausnum á þér........eða sömum setninguna.........neinei ég ætla bara núna að láta þig fá eitt og annað á heilan........je eitthvað sem þú getur ekki hætt að hugsa um.......já ég get haldið þér reiðri og eða leiðri.
En kæra vinkona villtu kvíða????????? villtu hann í köstum eða á ég að demba honum svona yfir þig edrum og sinum........kannski út í búð......eða þegar þú ert stopp á rauðu ljósi........hahahahhahaha
Þegar "frekjan" gerir sig heimakomna er eins gott að vera ekkert að bíða eftir að hún láti sig hverfa....Reyna frekar að átta sig á ástandinu og byrja að reka út....ef ekki með góðum árangri strax..þá hjálp fagaðila.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Örg kona
18.10.2007 | 21:28
ætti ekki að blogga.
Örg kona sem hefur engan
til að arga á.
Örg konan er örg
því fátt gengur á framlöppunum.
Hoppaði galvösk fram úr
í morgun.
Vakti krakkana....já fleirtala.
Því Betubörn eru hér hjá mér meðan
foreldrarnir spóka sig DK.
Kom ungviðunum í skólann.
Tók saman og tróð í uppþvottavélina.
Dútl og dund...
Tek eftir að uppþvottavélin
hjakkar í sama farinu og vill ekki stoppa.
Æði í bílskúrinn
flýg inn með verkfærakassann.
Allt leit út eins og maskínan hefði yfirfyllt sig.
Aftur í bílskúrinn og sker bút af garðslöngunni
sýg upp vatn og auuuuuuujjjj.
en allt við það sama.
Byrja að skrúfa
já.
Rétt eftir kvöldmat ákvað ég að gefast upp
á maskínunni.
Læt renna í vaskinn
Ennn get ekki opnað bjévítans
maskínuræksnið
og
get ekki enn!!!!
Full af óhreinu leirtaui.
Dagurinn snérist um margt annað.
Neyðarástand í húsi sonarins.
(sem hefur náttla vit á því eins og karl faðir hans að vera sem lengst í burtu,eða á Reyðarfirði)
Ég spændi á Selfoss að kaupa einhverja vatnslása og
leigja höggbor.
Sem gekk nú ekki andskotalaust fyrir sig.
Var ekki með vísað á mér og þá neitaði afgreiðslu-kallinn
að láta mig fá borinn.
Töfrar mínir höfðu engin áhrif...
Þannig að Katla gaus
bað um að náð yrði í Agga verslunarstjóra
sem er góður vinur minn
nei
gaurinn hættur.
Katla seig og kreisti út úr sér
"Hvað heldur þú að ég sé að vilja með að æða hingað uppeftir og fá leigðan bor...staðgreiði hann bara...
Kallinn gafst upp sagist bara hafa verið að reyna að ná mér upp en benti jafnframt á stórt skilti sem á stóð að tæki væru ekki leigð nema gegn kortatryggingu.
Ég er svo grandalaus að mér datt ekki í hug eitt einasta augnablik að mér og öðrum væri ekki treyst.
Á morgun kemur nýr dagur,á morgun verð ég að fá rafvirkja,á morgun þeysi ég á Selfoss að skila þessum bor.
Ég er glöð þó ég hafi ekki náð að arga til Reyðarfjarðar.
Ég er lang lang glöðust yfir því að
nú
á
ég
myndina
RÓSIR
eftir Þórdísi.
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Helgarsprellið og(lesblinduleiðrétting)Davis aðferðafræðin til umfjöllunar á alþingi !!!!!!!!!!
15.10.2007 | 16:33
Þetta hér að neðan er að finna á síðu Lesblindusetursins í Mosfellsbæ.
Umræður um lesblindu í bloggheimum
|
og
|
Ég tel það enga tilviljun að þetta sé til umfjöllunar akkúrat núna. Enn og aftur til ykkar er létu ykkur málið varða Takk. |
Kellan er að vonum kát...sérstaklega eftir að ég komst aftur í tölvuna.Helgin búin að vera rosa fín.Við Pálmason skelltum okkur í innfluttingspartý hjá Jonna Ara.Sem stóð frá kl: 12 á hádegi á laugardag til 12 á hádegi á sunnudeginum.
Það er skemmst frá því að segja að ég mætti 3x.
Mikið sungið og mikið gaman.
Góðar veitingar humarsúpa og brauð
og svo vöru allir í löndunargenginu á FAXMARKAÐI
Sumir sóttu fastar en aðrir.....
Húsbóndanum voru færðar góðar innflutningsgjafir.....
Heiðbjört sys og Mr.Pálmason í stuði....ýhaaaaa.....
Svanhildur söngfugl,Jonni stórsöngvari og Svenni frændi gítargúrú..
Kellan lifir sig inn í sönginn skoom...
Arnar Jonnason að dansa við Maríu ömmu sína......
Trausti mágur og Jonni...flottu.....
Jón Þór(sonur okkar ÁP) að Beta sys að pæla í að pæla í'ðí........
Gunna Jóna (dóttir okkar ÁP) og Trausti mágur að leggja henni lífreglurnar trúi ég.
Ég legg ekki meira á ykkur í bili......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Skildi þetta vera hannað með mig í huga......
9.10.2007 | 11:55
veitti ekki af einum svona
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1295777
Ungmennin mín stóðu mig af því á sunnudagskvöld að aka einstefnugötu á Selfossi...mikið grín gert af GÖMLU kreisí... bölvaðir ormarnir....hefði verið gott að vera á einum slíkum þá og snúa á liðið
Svo í morgun lét bíllinn eitthvað bjánalega þegar ég var að bakka út úr bílskúrnum...illur grunur læddist að mér...martröð flestra kvenna...sprungið...argggghhh....Pálmason því ertu ekki heima hjá þér kall??..hvernig heldurðu að þetta fari með neglurnar maður??
Katlan í kellunnni krældi á sér og fór mín hamförum eins og Korntopp myndi orða það...og skipti um dekk.
Pálmason var búin að vara mig við þessu dekki...sem hreinlega væri að spænast upp humm útaf DOTTLU...sem styður enn frekar að ég þarfnast svona farartækis.
BÆ Í BILI
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Hey!!! Stjórnvöld orðin meðvituð um LESBLINDUvandann....Vill markvisst átak fyrir lesblind börn
5.10.2007 | 13:14
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Því tóku þeir ömmu út???????
5.10.2007 | 00:54
Sjáið þið bara
http://www.bylgjan.is/?PageID=1091&NewsID=2446
Þrælfindið viðtal þarna á ferð.
Þarna er hún María amma mín!!
Lang flottust á þessari mynd svo er henni bara hennt út.
En þessi mynd er framan á Plötuumslagi hjá Ríó
tekið í strætóskýli upp á Suðurlandsbraut.
Takk litla að benda á þetta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)