Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Aðeins að monta mig af frænda
30.9.2007 | 20:51
Ragnar klökknaði á Gullna svaninum
Gaurinn er sko frændi minn
Mér finnst þetta alltaf svo spes
amma mín María og amma hans Pálína
voru systur
giftar bræðrunum
öfum okkar
Jóni afa mínum og Pagnari afa hans.
Annars er ég bara í þungu skapi
ætla í bælið
og vakna fílelfd í fyrramálið.
Knús á ykkur
elsklingarnir mínir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þessi er tileinkaður Mr: FANNBERG
29.9.2007 | 14:30
Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna
heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo
Stuttermabolinn Sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann
kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"
"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.
"Húsasmiðjan" Gargaði hann...
Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar..... !!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Einn til að létta lundina
26.9.2007 | 11:49
-----HRÓLFUR OG ERLA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mér þykir...
24.9.2007 | 16:29
full ástæða að halda áfram með málefni lesblindra.Ég vil þakka öllum sem hafa látið í sér heyra og lagt þessu málefni lið..Án ykkar hefði þetta aldrei komist svona langt.En lengra skal haldið.
Það er góð tilfinning að fá staðfestingu á að tekið sé mark á manni.
From: Helgi Hjörvar To:SollaShow AllSubject:RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Takk fyrir hvatninguna.
From: Katrín Jakobsdóttir | To: | Solla | |
Subject:RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp??? |
Kærar þakkir fyrir sendinguna, full ástæða fyrir menntamálanefnd Alþingis að skoða þessi mál vel!
Baráttukveðjur, Katrín.
Þetta er mér ekki lítils virði.
Sérstaklega vil ég þakka honum Guðmundi BÚDDANUM okkar fyrir hjálpina og hvet ég alla til að nýta sér það hér að neðan.
Mér datt í hug að gera þetta léttara fyrir þá sem vilja aðstoða Sollu og alla landsmenn með því að senda þingmönnum landsins bréf.
Þá skrifið þið Subject/efni (eða afritið þetta):
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Síðan afritið þið þennan texta fyrir neðan og setjið nafnið ykkar undir.
Bloggverjar, samtakamátturinn hefur virkað áður, látum hann núna virka aftur, Sollu vegna.
---- Afritun hefst hér ---
Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þýðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálaráðuneytið því þau eiga víst ekki pening).
Að koma á móts við lesblinda nemendur.
Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.
Og
gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.
P.S. Þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál - gangið í verkið og setjið pening frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.
Sjá nánar á http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894
Virðingafyllst,
Sendandi: ´Sólveig Guðjónsdóttir
Guðmundur Jónsson, 19.9.2007 kl. 17:2
Það voru tvær villur í netfangalistanum svo þetta hérna er lagfært, smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.
Hérna eru svo þær færslur sem ég hef skrifað og komment við þær.
1.ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.
2.ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??
3.LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Það hafa ótrúlega margir komið að máli við mig í eigin persónu og spjallað um þessi mál.Aldrei hafði mig órað fyrir hversu margir eiga við þetta að etja...fólk hefur verið að fara allskyns krókaleiðir út fyrir skólakerfið til að fá hjálp fyrir börnin sín.Aðrir gefist upp á krökkunum því það vissi hreinlega ekki að þau voru lesblind fyrr en það var uppgötvað á einn eða annan hátt,í frekari námi,í bílprófinu eða þegar viðkomandi var orðin nógu þroskaður að sjá þetta sjálfur til að uppgötva það.Sorglegast er hvað margir hafa þurft að líða fyrir þetta,flosnað upp í skóla og oft á tímum orðið á skjön við þjóðfélagið.Fundið sér huggun í formi vímuefna,,,,,svo leiðir eitt af öðru.
Mérlíður ekki beint eins og ég hafi fundið upp hjólið en eitthvað í líkingu við vélindabakflæði,ADHD....virðist vera hér á ferðinni
Af tjellunni sjálfri er það svo að frétta
að hún er búin að liggja í pest síðan á fimmtudag
veik alla helginaætti sko að vera bannað með lögum.
Svo er hún yfir sig ánægð með lögguna
og
Jóhönnu Sigurðardóttir.
Bloggar | Breytt 7.10.2007 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
18.9.2007 | 14:56
1:ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??
2:ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.
Einnig er ég búin að kynna mér ýmislegt í sambandi við þennan málaflokk s.s.lesblinda og reikniblinda fara yfirleitt saman þar sem tákn ruglsat auðveldlega og lestrardæmi eru illskiljanleg þar sem lesblindir ná ekki öllum textanum...og þau skilja ekkert hvað þau eiga að gera.
Það sem reikniblindir og lesblindir eiga sameiginlegt er að þeir eiga mjög erfitt með að læra MARGFÖLDUNARTÖFLUNAog frádrátt,deilingu ,%,flatarmál..má eiginlega segja að þau geti vel lagt saman með því að telja....að öðru leiti er stærðfræði þeim ákaflega erfið.
REIKNIBLINDIR sem eru með normið í lestri eru gjarnan greind þannig að þau hafi lítinn lesskilning.........
Og eða
eins og á upplýsingavef Lesblindusetursins segir
Ég var nokkuð djörf að ætla að krefjast sérkennara með lesblindu-leiðréttingar-kunnáttu í hvern skóla.... Málið ER einfaldlega ekki svo einfalt....... Nám til ráðgjafa lesblindu-leiðréttinga ER ekki fyrir hendi hérlendis og ER mjög dýrt nám. En það ER líka mjög dýrt að þurfa að fara með barnið sitt í lesblinduleiðréttingu......ég var með stelpuna mína um daginn á námskeiði í minnis-námstækni sem var tekið á 2.dögum...3.kl.t.í senn og greiddi fyrir það 20.000.Kr.fyrir utan ferðakostnað. |
Það er líka dýrt að vera með barnið stöðugt hjá sálfræðing...8000.kr.tíminn..Geðlækni...lyf...ferðakostnaður......Reyndar er hægt að fá umönnunarkort fyrir barnið sem lækkar lyfjaverð og lækniskostnað en ekki sálfræðikostnað.Þannig kort fengum við inn um lúguna núna rétt fyrir helgi.
Það sem mér finnst hvað alvarlegast er líðan þeirra sem eru með þessa fötlun.Margir hafa flosnað upp úr skóla áður en þeir hafa lokið skyldunámi....jafnvel fundið sér huggun í vímuefnum mjög ung slík hefur vanlíðan lesblindra verið.Þá er ég engan veginn að kenna skólastjórnendum um eða kennurum.Lesblinda er svo lúmsk....einkenni hennar eiga við svo maragar aðrar greiningar að það er erfitt að átta sig á henni mena að lesblinduprófun sé tekin.
Ég held ég fari rétt með að ég hafi lesið grein eftir Björgvin(S(minn mann))þar sem hann talar um heimsókn sína á Litla-Hraun þar sem hann ræddi við fangana og voru margir hverjir þeirra lesblindir....
Ég spyr mig líka hvort að þessi fötlun sé ekki EIN af undirrótum þess langa biðlista inn á BUGL og aðrar greiningastöðvar...eins biðlista geðlækna.
En nú má ekki skilja mig sem svo að ég sé að kenna lesblindu alfarið um þann vanda sem er í þessum efnum í þjóðfélaginu.....en ég spyr mig........Því lesblindir kveljast...foreldrar kveljast....skólastjórnendur og kennarar leggja sig alla fram allavega mín reynsla....það vantar meiri þekkingu á þessu sviði fyrir kennara...eða að ríkið standi straum af kostnaði við lesblinduleiðréttingu.
Ég hef undanfarið spurt mig hvernig á ég að krefjast úrbóta og hvern....á ég að krefja? ríkið eða sveitafélögin....?....Ég vil og ætla að krefja ríkið um úrbætur...þar sem sveitafélög eru mismunandi vel(illa) sett...og kannski fyrst og fremst því ríkið hirðir svo mikið af sveitafélögum...
Þar fyrir utan ber ríkið ábirgð á að ÖLL börn hljóti sömu menntun.
Ég skora á þá sem vilja láta sig málið varða að senda éftir farandi í pósti á alla ríkisstjórnina.
Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þíðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálráðuneytið því þau eiga víst ekki pening)))
Að koma á móts við lesblinda nemendur.
Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.
Og
gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.
P.S..þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál...gangið í verkið og setjið pegnin frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.
Sjá nánar á http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894
Hann Guðmundur minn auðveldar okkur málin með eftirfarandi:
Guðmundur Jónsson, 19.9.2007 kl. 17:2
Það voru tvær villur í netfangalistanum svo þetta hérna er lagfært, smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.
Bloggar | Breytt 19.9.2007 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Á kafi
15.9.2007 | 09:49
Svona er þetta stundum.......Bara að láta smá vita af mér
Óvænt vinna fram á kvöld...núna á ég að vera að vinna en þar sem það er brjálað veður og (ekki með béi)völlurinn á kafi í vatni er ekki yfir neinu að hanga þá ákvað ég að fara heim og vera á bakvakt...
Þá daga í vikunni sem ég hef ekki getað unnið er ég búin að vera með stelpuna á námskeiðum í Lesblindusetrinu í Mosfellsbæ...þó þetta sé fjandi
dýrt þá er ég nú ekkert að sjá eftir því..... og eina ferð aftur á "slysó"..hækjur og læti......síðan er ég búin að vera á fundi með formönnum foreldraráða á suðurlandi og formanni landssamtaka heimila og skóla.......og NÚNA ÆTLA ÉG SKO AÐ FARA ALLAN BLOGGHRINGINN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Stundum dugir ekki sólarhringinn til!!!
9.9.2007 | 13:05
Hver kannast ekki við það.
Síðustu sólahringar eru búnir að vera dáldið kreysý.Þurfti óvænt að vinna allan föstudaginn og losnaði ekki út fyrr en 15mín í 22.þó lokað væri kl.20.Kl.22 var ég mætt í Ráðhúskaffi i vinnugallanum á tónleika hjá Hvanndalsbræðrum....þeir eru einn stór brandari út í gegn..þeir eru ekki bara góðir söngvarar þeir eru stórgóðir leikarar og ógó flottir og lifandi á sviðinu..Það er langt síðan ég hef hlegið stanslaust í 2.kl.t. ég var hreinlega á innsoginu og arginu allan tíma.
Ef þið eigið þess kost að fara á tónleika með þeim þá drífið ykkur. Það verður enginn svikinn.
Í gærmorgun var ég svo mætt í vinnu kl.7.til 14.
Eftir það var brunað í Reykjavíurhrepp á slisó með stelpugerpið mitt.En kvöldið áður hafði hún verið með fótinn einmitt þar sem hann K.sá ekki og í stuttu máli þá var útkoman úr myndunum sú að hún þarf meira en stroku frá Skoda Oktavíu til að mölva sig...En já stelpurófan kynntist þarna nýjum heimi á slisó....Kardimommu-mönnum..og hnippti í mig og sagði eru þessir rónar... fór á klóið og tilkynnti mér að það væri ekki hægt að pissa í svona asnalegum ljósum...af hverju þau væru ekki venjuleg bara.við svar mitt hryllti hún sig og sagði aujjjjjjjj aldrei skal ég....Það var víst ekkert mjög löng bið á slisó þó mér þætti það..vorum komnar heim um kvöldmat.
Þegar ég kom heim þá furðaði ég mig á því hvaða púkar það væru sem drösluðu til á þessu heimili...við erum jú bara búnar að vera tvær þessa viku...reyndar fór ég í "smá breytingar" hérna, sem átti eftir að taka almennilega til eftir...því smá breytingar hjá mér eru einhvernvegin þannig að ég set allt á hvolf...þannig að tiltekt var óumflýjanleg.
Sturta og svefn við sjónvarpið tók við..vaknaði svo við gemsa-garg og fór að leit en fann engan....hringdi í stelpuna og sagði henni að það hefði einhver gleymt gemsa sem ég fyndi ekki...en nei allir voru með sína og þá heyri ég þetta aftur... í sjónvarpinu.....í bælið kelling.
Nú er sem sé búið að ræsa mig aftur út í vinnu þannig að ég get ekki sinnt verkefninu mínu (okkar) hér að neðan fyrr en í kvöld...er þó aðeins búin að renna yfir ath.s.boxið og mér er að opnast nýjar víddir og kannski kröfur af öðrum toga af ríkinu.
Svo hef ég ekki haft tíma til að kíkja á ykkur en er orðin spennt að komast á síðurnar ykkar.
Kremjum-knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??
6.9.2007 | 19:55
Bloggar | Breytt 9.11.2007 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.
3.9.2007 | 15:13
Ástæðan fyrir þessari færslu minni er að ég á lesblinda dóttur.Það er von mín að þið sem eigið þessa óþekku krakka sem neita hreinlega að fara í skólann...verða veik um kvöld,nótt eða að morgni skóladags...fá mikinn höfuðverk,ljósfælni,kviðverki,verða flökurt,æla,fá svima,eiga í erfiðleikum með einbeitningu......Þessi annars hraustu yndislega skemmtilegu krakkar sem verða óþekktargerpi með allskyns kvilla á skólaárinu....Þau gætu verið LESBLIND.
Lesblinda sem enginn veit um...foreldrar,kennarar og skólasálfræðingar hafa ekki vellt þessum möguleika upp...skapar þvílíkan kvíða hjá krakkanum eðlilega þar sem hann ræður engan veginn við námsefnið og veldur ofangreindum kvillum...krakkinn fer að missa mikið úr vegna veikinda...sem veldur svo ennþá meiri kvíða...þetta verður alger vítahringur.
Það var ótrúleg breyting á heilsufari stelpunnar minnar við að byrja í skóla. Ég var sífellt með hana hjá barnalækni...hún fékk mígrenipillur og geðdeyfðarlyfið Amelín..Skólasálfræðingurinn greindi hana með aðskilnaðarkvíða frá okkur foreldrunum og sætti ég mig við þá greiningu því ég þekki ofsakvíða af eigin raun....En það sem ég fattaði ekki þá var af hverju bar aldrei á aðskilnaðarkvíða þegar hún var í leikskóla.Ég velti möguleika á lesblindu upp þegar hún var í 2.eða 3.bekk.Hún var sett í lesblindupróf og síðan í mjög góða sérkennslu í lestri...í gegnum árin hefur hún verið að fá góða aðstoð í skólanum......en kvíðinn eykst og lasleiki verður meiri og mætingar afleitar.
Lesblinda er mjög slæm fyrir alla...krakkan sjálfa kennarana og foreldra sem jú bera ábyrgð á mætingum krakkans..
Ég birti hér að neðan gátlista fyrir lesblindu en auðvitað geta þessi einkenni gefið fleiri sjúkdóma til greina
Ég skrifaði við með rauðu það sem á við mína dóttur......
Lesblinda (dyslexia) er samheiti einkenna sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að trufla fólk við lestur. Erfiðleikarnir birtast í mismunandi myndum, og má nefna þá helstu hér:
- Lesblinda (dyslexia) - Efni af www.doktor.is
- Skrifblinda (dysgraphia) Þetta er að lagst,en skrifar frekar illa.
- Reikniblinda (dyscalculia) þetta er töluvert vandamál enn þá
- Athyglisbrestur (ADD) - Efni af www.doktor.is
- Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) - Efni af www.doktor.is
Einkenni lesblindu geta verið mjög breytileg frá einum manni til annars. Eftirfarandi er listi algengra einkenna, en hafa ber í huga að mörg þeirra eru fullkomlega eðlileg og þurfa ekki að tákna neitt slæmt - það er eðlilegt fyrir börn að gera þessi "mistök", það er hluti af því að læra og þroskast.
Einkennunum er grófskipt eftir aldri, en skiptingin takmarkast ekki við það.
Leikskólaaldur
Barnið er:
- Óvenju snemmt til gangs 10.mán. ein og óstudd var hún farin að hlaupa um allt
- Mjög forvitið í meira lagi
- Leikur sér lengi - einsamalt átti engan veginn við undi sér aldrei ein
- Sýnir ekki mikinn áhuga á því að læra bókstafi átti ekki við
- Listhneigt - sýnir snemma listræna tilburði ekert áberandi held ég samt margt sem hún var farin að gera á undan öðrum t.d reima skóna sína 3.ára og þá líka flétta allar dúkkurnar og hugmyndafræðin var mikil.
- Lærir seint að telja átti alls ekki við
- Erfiðleikar við að læra litina allls ekki
- Hvatvíst ó já í meira lagi
- "Duglegt" og "gáfað", þykir jafnvel á undan, miklar væntingar til grunnskólanámsJá og það ekkert smá...margir töluðu um að við ættum að fá að setja hana ári fyrr í skóla
Grunnskólaaldur
Nemandinn:
- Stendur ekki undir væntingum í bóknámi já
- Er ókyrr í kennslustundum var það allavega 5 fyrstu árin en hefur lagast og skilst mér bara mjög mikið
- Lærir seint og illa að lesa já en fékk mjög góða sérkennslu í 2-3 ár í lestri
- Þjáist af tíðum höfuðverk, magaverk og/eða svima á hverjum sklódagsmorgni mis mikið þó..(kastar oft á tíðum upp á morgnana.Hefur þó stórlega minkað)
- Missir snemma áhuga á skóla get ekki sagt það en kvíðinn er mikill
- Leikur sér fram eftir aldri í leikjum sem einkennt gætu yngri börn þveröfugt
- Þykir "seinn til", "Gæti gert betur" o.s.frv. nei
- Lærir seint á klukku já
- Óstundvísi enginn sem eitthvað þekkir hana mindi segja nei við þessari staðhæfingu
- Óreiða í herbergi og námsgögnum ójá
- Flótti frá námsefni og undanbrögð ójá
- "Les" ennþá myndasögur nei
- Er hæglæs, gerir ítrekað sömu "mistökin" já
- Hefur mjög slæma rithönd já frekar
- Erfiðleikar við að læra grunnaðgerðir í stærðfræði (samlagning/frádráttur) ber aðeins á því
- Margföldunartaflan "síast" illa inn ÓJÁ
- Skilur fljótlega enskt mál v. sjónvarpsáhorfs - en skrifar illa já
- Á í erfiðleikum með sjónvarpstexta - en enskukunnáttan bjargar honum já
- Virðist utanveltu í kennslustundum, er "dagdreyminn" ekki er mér sagt það
- Hefur lágt sjálfsmat á sumum sviðum annars virðist sjálfsmat hennar í lagi
- Uppsker ekki eins og hann sáir. Já kemur fyrir
- Á í erfiðleikum með hegðun nei virðist í samræmi við jafnaldra...og er með sterka siðferðisvitund.
Sem fyrr segir er listanum einungis ætlað að vera til hliðsjónar.
Með von um að þetta eigi eftir að verða einhverjum að gagni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mér datt í hug að gera þetta léttara fyrir þá sem vilja aðstoða Sollu og alla landsmenn með því að senda þingmönnum landsins bréf.
Þá smellið þið fyrst bara hérna - vona að þetta virki og þá smellur upp netpósturinn ykkar með netföngum allra þingmanna og þeirra sem hún var búin að gefa upp hér að ofan.
Þá skrifið þið Subject/efni (eða afritið þetta):
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Síðan afritið þið þennan texta fyrir neðan og setjið nafnið ykkar undir.
Bloggverjar, samtakamátturinn hefur virkað áður, látum hann núna virka aftur, Sollu vegna.
---- Afritun hefst hér ---
Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þýðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálaráðuneytið því þau eiga víst ekki pening).
Að koma á móts við lesblinda nemendur.
Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.
Og
gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.
P.S. Þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál - gangið í verkið og setjið pening frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.
Sjá nánar á http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894
Virðingafyllst,
Sendandi: