Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Í staðinn fyrir að vera dónaleg
12.6.2007 | 14:32
skellir maður bara á og slekkur á símanum.
Það er auðvitað líka dónalegt.
Hvort er betra/verra??
Fyrir 5 árum eða svo þegar ég var virkur Herbalife dreifingaraðili hringdi í mig eldri maður 77 ára eða eitthvað.Hann verslaði 1.dunk.Koma sjálfur að sækja hann til mín sem tekur allavega 2og1/2 tíma fyrir gamalmenni að keyra.
Það var bara gaman að spjalla við karlin.
Kauði tók upp á því að vera að hringja í mig í tíma og ótíma og byrtast á tröppunum hjá mér.SÓ.....
Uppáhalds umræðuefni hans var unglings árin hans.Hann sagði gjarna
"þegar ég var bara svona stráklingur þá uppgötvaði ég það að stelpurnar stóðust það ekki ef þær leifðu mér að koma við brjóstin"..........
Jújú ég get svosem rætt um allan fjandan.
Hann fór að segja mér að á fullorðins árunum hafi konur leitað til sín sem aldrei hefðu fengið fullnægingu hjá sínum karli og hann farið að sjúga á þeim brjóstin og bingó.Kallógeð.
Ég kalla nú ekki allt ömmu mína og get vel rætt svona mál sem önnur án þess að ver klúrin..
En fja..... hafi það þegar durturinn fór að tala um hvað dóttir mín væri orðin þroskuð þá 9 ára hleipti ég honum ekki inn talaði bara við hann út á lóð.
Karlskrattinn hætti að koma og hætti að hringja nema um jól til að óska góðra jóla.
Nú er hann tekinn upp á þessum fjanda aftur.
Nú vill hann vita hvort séu til einhverjar pillur í herbó sem gera það að verkum að hann haldi stiningu á meðan hann er inni í konunni.....það sé svo vont fyrir konur þegar hann "lekur út"eins og hann orðaði það.OK kanski allt í lagi að vera að forvitnast um þetta..........EEEEEEEENNNNNNNNN mér kemur ansk.... ekkert við hvernig þessum málum er háttað hjá honum....
Kallpungurinn segir mér allt frá A-Ö
Það sem bítur mig mest og hefur gert í gegnum þessi ár er að hann er alltaf að tala um dóttir mína,spyrja hvort brjóstin séu ekki orðin stór,"LENDARNAR" hvað hún sé falleg og.........
Ég er lengi búin að hafa á tilfinningunni að kallfjandinn sé einhver perri.....
Í gærmorgun hringdi hann.Byrjaði að segja mér frá hvernig hann gældi við og fullnægði einni.Kalldjöfullinn var farinn að stynja........
Ég ýtti fast á "skella á"takkann og slökti á símanum.
Guð sé lof fyrir símnúmerabyrtinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt á hvolvi.
8.6.2007 | 03:54
Finnst eins og ég sé að endurtaka eitthvað.
Í síðasta fríi hjá Pálmasyni tilkynnti ég honum að mig vantaði vegg.
Yes.Elskan horfði frekar sljór á mig.
"Vegg til hvers"
Og nú upp hófst mitt alkunna handapat og bendingar(já ég tala eins og brjálaður Ítali) og útskýringar að ég hélt eins auðskyldar og "sæll ég heiti Solla"
En nei."Heyrðu hvað ertu að meina,það er ekki ár síðan ég reif þennan helvítis vegg"
"Já en sko skilurðu...ég ætla ekki að hafa hann á sama stað sko"
Sem sagt allt komið á hvolfi aftur eins og í fyrra sumar.
Nú vil ég loka flotta eldhúsinu mínu sem var gert upp í sumar sem leið og haft opið.
Einn af heimilismeðlimum heyrði karlinn tauta undir kvöld þegar hann var vel á veg kominn og byrjaður að festa plöturnar öðru megin
"Maður er ekkert að festa þetta of vel.Það er aldrei að vita hvenær hún vill láta ríf-ann".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Hann er snillingur þessi drengur
5.6.2007 | 03:59
sem var að gera við tölvuna.
Ég var að gramsa í kvöld og ja það er komin mið nótt
og
ég er búin að finna nánast allt sem var í tölvunni
en ég kem ekki gamla póstinum mínum inn
en þar er ansi mikið af gögnum.
Fræðingarnir gátu ekki afritað gögnin en þessum 23.ára pólverja
sem er bara fiktari og sjálflærður honum tókst það
og hann veit það ekki enn þá.
Hann fær sko annað grill.
sjáiðBloggar | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.barnamóðir og grasekkja
4.6.2007 | 22:38
Alltaf fjör á þessum bæ.Um sjómannadagshelgina kom enginn föræíngur í mig.Ég fór reyndar í rigningargrill til Betu og Trausta.Passaði mig á að mæta ekki fyrr en maturinn var kominn á borðið.Við Trausti vorum reyndar að bjóða í þetta grill pólverja sem lagaði tölvuna mína.Hann vildi enga borgun bara grill og jú honum langaði að kynnast stelpu....Ja þau fóru á ball en
ég fór heim fljótlega,ég var búin að taka að mér ömmubörnin hennar Lilju sys.og stelpuna hennar Betu sys og svo gisti Sara hjá Gunnu,og það var víst stuð á þeim fram undir morgun,fóru á smá flipp með myndavélina og já hér koma nokkrar valdar.Ég tók nokkrar af þeim um kvöldið.Sara og Gunna í tölvum hvað annaðFrændsystkynin Gabríel Ómar og Sara LindElísa Birta yngsta barnið sem var hjá mér.Hún er að verða 3.mánJá eins og ég sagði tóku stelpurnar myndavélaflipp um nóttina og voru að taka svona svefnmyndirLitli engillVaknaði maður ekki við blossa,,um kl.4,,,,,,en það var í lagi ,það þurfti að gefa barninu að drekka,Gunna að prufa.....
BÆÍBILI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigrún Huld búin
4.6.2007 | 18:07
Í dag kl.14:27 fæddi Sigrún Huld
STRÁK
3990 gr og 55 cm.
Innilega til hamingju elsku krúttan mín
Gummi minn
og
stóri bróðirinn hann
Eiður Smári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
se
4.6.2007 | 00:02
jæja.Loksins komin í mína tölvu.Búin að tapa öllu sem í henni var.......arrggggghhhhhhhhh.
Veit ekkert afhverju þetta rauða strik er,hehe veit allmennt ekkert um tölvur.Er búin að vera fikta og fikta og ja Baldur mágur þú ert alltaf velkominn elsku karlinn minn og Trausti mágur líka,þið vitið hver er besta mágkona ykkar.
Snúllu-dúllan mín hún Sigrún Huld var sett af stað í kvöld eftir því ég best veit.Kannski verður komið kríli á morgun
Hversu mikilvægt er að eiga góða góða vini.Sama hvað á dynur þá verða þessi alltaf bestu vinir hennar Gunnu ásamt mörgum fleirum sem ég á ekki mynd af þar sem allt tapaðist út úr tölvunni. Systkynin fyrir 2-3.árum.Jón Þór bróðir hennar er þó hennar albesti vinur.Já krakkagerpin mín eru trúnaðarvinir þó 13 ár séu á milli þeirra.SNILLD.
Ég er að gramsa í myndum sem voru á síðunni minni sem betur fer var ég nokkuð dugleg að setja inn á síðuna.En mikið margar mynir töpuðust ásamt öllum gögnum sem ég hef geimt vaðandi skólan og foreldrastarfið,ritgrðir og rosalega margt frá Gunnu.Hér eftir verður allt mikilvægt skrifað á diska.Fermingarmyndirnar sem Svansý tók eru allar á diskum sem betur fer.Svo þið í ættini verðið að vera dugleg að senda mér myndir.
Held að ég hafi getað búið til póst sem póstfangið er ollasak@simnet.is prufið þið bara.
En ég er að fara að sé ykkur hress og kát með eitt gott blogg fljótlega
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)