Aldur barnanna segir til um að maður sé á besta aðdri.
17.5.2008 | 17:35
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Úti er alltaf að snjóa....
15.5.2008 | 23:56
Má hreint ekki vera að því að vera í tölvu.
Sorrý að ég hef ekki tíma til að kíkja á ykkur
Annars veit maður ekkert hvað morgundagurinn býður upp á.
Jú ég fer á fund skólastjóra í fyrramálið að fara yfir skóladagatalið fyrir næsta skólaár.
Síðan baka ég leindó..
og fer svo bara að vinna og aldrei að vita hvort maður getur ekki læðst í tölvuna þar.
Ekki vera svekkt Gudda mín Bjalla.Hugsanir mínar og sá tími sem ég á aflögu fer í að fatta upp á dottlu varðandi þig.
Hver er Gudda Bjalla ?
Hver fattaði upp á henni ?
Var það Gummi ?
Knús á Línur og Lína.
Hvernig er karlkyns lína ?
Er það strengur ?
Svefngalsi ? ekki spurning........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Oftast er þetta spurning um athygli.
12.5.2008 | 14:50
Það eru takmörk fyrir öllu.Ég á mjög gott með að skilja fólk og skil að það eru 2 hliðar á hverju máli.Jafnvel 3.Og sú 4.að lyginni meðtaldri.
Það er auðvelt að halda friðinn þegar maður skilur þarfir,væntingar,hæfileika og takmark fólks.
Einnig hvað það getur verið dæmalaust takmarkað og sér ekki út fyrir ramma síns sjálfs.En ég á mjög bágt með að skilja svoleiðis fólk.Kannski er það ég sem er svona takmöruð þrátt fyrir allt.
En lygar og getgátur get ég engan vegið liðið.Þá er ég ekki að tala um svona smá hvíta lygi.
En hvar eru mörkin milli hvíts og svarts.....sumir halda sig við annað hvort.
Grátt er það líklega og grátt er ekki gott.
Eitt ættu þó allir að átta sig á AÐ SÁ SEM LÝGUR VEIT ÞAÐ.SÁ SEM ER LOGIÐ UPP Á VEIT ÞAÐ LÍKA.SÁ SEM ER SÖGÐ LYGIN VEIT ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR EKKI AÐ ÞETTA ER LYGI OG DÆMIR AÐ SJÁLFSÖGÐU ÚT FRÁ ÞVÍ.
Ég er að vona að einhver lygari álpist inn á síðuna.
Ég virka örugglega í vondu skapi með þessari færslu en svo er ekki.Er eiginlega á fortíðarflippi
og sæl minninga um sveitaböll og þetta lag.
Þegar ég settist við tölvuna ætlaði ég að fara að sýna ykkur hvað ég er mikill skógarhöggsmaður.
En hiitt poppaði einhvern vegin upp.
Ein tvær skógarhöggsmyndir samt
Ég þurfti að nota stiga svo sko var ákafinn svo mikill að ég
klippti í sundur snúruna á hekkklippunum
Vitið þið um betri afsökun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Suma daga ætti maður ekki að vera með kortið á sér.
7.5.2008 | 23:27
Ég er algerlega andlaus.
Skítur svo lítið skökku við að andlaus manneskja skuli vera að eiga eitthvað við bloggið sitt...
Kvöldroðinn brosti til mín áðan og lofaði mér fögrum morgundegi og fullt af köllum á völlinn og nokkrum kellum.
Frábærar fréttirnar af Litla Hrauni.
Þetta fyrirbæri kemur á pallinn hjá mér í næstu viku.Svo á ég líka voða flott gloss.....en þið??
Eigið góðan fimmtudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Það er alltaf að plata mann
5.5.2008 | 19:52
Fékk póst frá systur minni og sá að frændi Mr.Pálmasonar hafði sent henni hann.
Ég birti umræddan póst hér neðar svo þið getið séð hvað tæknin er hreint ótrúlega tæknileg.
Ég prófaði þessa tækni með því að slá inn númerið hann Árna og viti menn.
Mín fyrsta hugsun var... hann er ekki farinn í mat.... er líklega á einhverri heiðinni......ummmm nei þetta er Reyðarfjörður.....vá er hann úti að reykja................Víví vííí Árni þó!!!!!!!!
Þú getur slegið inn símanúmer og tölvan finnur staðsetninguna.
Prufaðu til dæmis að slá inn númer hjá vini, vinkonu eða makanum.
Sjá þetta hér: http://www.trackapartner.com/ PRÓFAÐU.....
btw, það var karlmaður sem sendi mér þetta, kveðja Beta
__________ NOD32 Informacje 3075 (20080505) __________
Wiadomosc zostala sprawdzona przez System Antywirusowy NOD32
http://www.nod32.com lub http://www.nod32.pl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sagt er að geggjun og snilld fari saman.........
2.5.2008 | 21:49
Hugulsemi annarra bæta við verkefnalistann hjá þér......
gættu að því....
því hugulsemi krefst hugulsemi í staðinn.
Glettni krefst glettni.
Ást krefst ástar.
koss krefst kossa.
Fýla krefst EKKI fýlu.
Lífið er skrítið og flókið fyrirbæri.
Hunangsflugur eða þessar stóru gulröndóttu sem eru á sveimi núna fá mann ósjálfrátt til að spyrja sig hvar maður er eiginlega staddur í fæðukeðjunni.
Ein ætlaði að éta mig í dag!!!!!
Ég flúði inn í skála og hlussuflugan á eftir.Gunna lét eins og risaeðla væri mætt á svæðið.Ég fangaði þessa falllegu hlussu til að hún æti ekki fyrir mér afkvæmið.
Ég er þreyttust en næ kannski að kíkja á nokkur blogg.
Ef ekki þá
KNÚS Á LÍNUNA
og eigið góðan laugardag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Tenging mín við fiska ku vera sterk í dag
1.5.2008 | 00:12
Ég get þó sagt ykkur það þegar rétt um 7.mín eru eftir af þessum degi hefur enginn fiskur mér vitandi orðið á vegi mínum.
Keypti að vísu djúpsteiktar rækjur á Rikki Can og át tvær....
Hins vegar kom hérna sprellandi fiskur í gær með broskarlinn sinn yngri með sér.Sá þurfti að athuga Pálmason nokkuð vel áður en hann gaf færi á sér.alger dúllurass sonur fisksins.
En í allt annað ég fékk gjöf í dag sem er stutt síðan ég tók upp og þið sjáið hana í toppmyndinni hjá mér.
Þetta er mynd af ömmu Maríu heitinni og Ríó Tríó.Fyrir ykkur sem hafið ekki lesið færsluna um ömmu og Ríó,þá er þessi mynd utan á plötuumslagi frá um 1970.
Amma mín var ekki par hrifin man ég þegar þetta uppgötvaðist.Hugðist jafnvel fara í mál hún í sakleysi sínu að bíða eftir strætó upp á Suðurlandsbraut og næsta sem hún veit er að hún er framan á plötuumslagi.Amma mín var nefnilega algert yndi og valkyrja.
Lilja systir fékk svo þetta umslag lánað hjá konunni hans Ágústar Atlasonar fyrir 1og 1/2-2.árum og erum við búin að fjölfalda hana og er myndin komin í ramma hjá okkur systkynunum og trúlega fleiri börnum og barnabörnum.
Mig hefur lagað að hafa þessa mynd í toppmynd hjá mér lengi en náði ekki að setja rétt hlurföll í hana.Skellti henni samt inn og var útkoman ekki góð......endaði á bláum papíkum.
Svo fékk ég í dag eða kvöld veit ekki alveg póst sem hét gjöf.Ég mátti ekkert vera að því að skoða og ýtti á vitlausan takka svo ég sá ekki myndina.svo núna áðan fór ég að ath.þetta og var reyndar búin að fá annan póst frá gefandanum.....þessu krútti .
Takk elsku Gunnar helgi minn.
Frídagur verkamanna á morgun og ég byrja að vinna kl.7. og ekki séð fyrir endann á þeim deginum.
Eigið góðan dag elskurnar
veð ekkert í tölvu 1.mai.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Samkvæmt stjörnuspá
29.4.2008 | 12:10
á ég að vera í brandarastuði í dag og ég mun skilja mikilvægi þess að vera alvarleg á vissum augnablikum.....
Ég verð semsé í góðu standi í dag.....
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að ég er byrjuð að vinna úti í golfskála.
það var algerlega klikkað að gera um helgina,trúlega um 350 manns sem sóttu völlinn heim.
Þessar elskur stóðu vaktina með mér
Sara Björt og Guðrún Jóna.
Dóttirin er ráðskonurass og dáldið skass(veit ekki hugmynd um hvaðan hún hefur þetta)Hún lætur allavega ekkert vaða yfir sig.Stóð sig eins og hetja í afgreiðslunni.Sumir eru frekari en aðrir og þegar henni var nóg boðið frekjulætin og fólk var að ryðjast og koma inn í afgreiðslu annarra sá ég hana rétta upp höndina og hvæsa"bíddu" snéri sér svo að þeim sem hún var að afgreiða ljúf eins og lamb og sagði með englaröddinni"fleira fyrir þig"
Þeir sem urðu vitni af þessu höguðu sér eins og fólk á eftir
Hún þurfti nú líka að siða móður sína........
Hljómsveitargaur sem ég kannast við..."Þú ferð svo að kíkja á ball með okkur.."
Ég " já ef ég fæ frítt inn elskan"
Gunna eftir á"Mamma!!! ertu að reyna við hann?????''
Ha?
Einhver maður"hver pantaði svona gott veður?"
Ég."Ég akkúrat fyrir þig"
Gunna þegar kallinn var farinn."mamma þú segir ekkert svona við aðra menn.....það er eins og þú sért að reyna við hann..."
Í gær var ég nánast bara að æfa mig í sólbaði....lítið að gera og skjól við dyr skálans og ég 7 freknum ríkari.
Nú erum við alveg veik í heitapott en tímum ekki að kaupa svona djö dýra eins og þá nýju...þannig að ég smellti inn auglýsingu á auglýsingasíðu og auglýsti eftir ódýrum lítið notuðum .....
Ef þið vitið um einhvern sem er að fara að skipta um pott þá plíssssss látið mig vita.Eins ef þið vitið um einhverjar svona auglýsingasíður.
Síðan er knús á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mig minnir það....
25.4.2008 | 22:35
Var ekki einu sinni fyrir langalöngu(þegar ég var 17) til bók sem hét og heitir þá væntanlega enn " Árni birtingur og skutlan í skálanum".
Held það.Ég lét afa hans Árna lesa þessa bók og þótti honum nú ekki mikið til koma um þessar bókmenntir.......
Hvað um það.Ég er í ESSINU mínu.....búin að hitta svo marga skemmtilega karla og konur líka, í dag úti í golfskála.
Gaman að heilsa þessum andlitum frá í fyrra sumar.
Og þið hélduð að ég væri að klippa trén og kela við minn krúttlega kall. ónei.
Nú umgengst ég bara eðla golfara eða meðal.
Hugsa allt í gríni og forgjöf og eitthvað er um pútt.......
Og eins og Hrönn sagði....
"þið megið geta upp á hvað ég er að hugsa um núna."
Lifið í lukku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Gleðilegt sumar
24.4.2008 | 00:04
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Áttu egg ????
23.4.2008 | 16:33
Eftir það sem hefur gengið á í dag og allur þessi fréttaflutningur af því,þá finnst mér furðulegt að ekki hafi komið nokkur viðbrögð frá stjórnvöldum.
Mér finnst það alger móðgun við þjóðina.
Ég er eiginlega dálítið stolt þó ég hafi hvergi komið nærri af þessu uppþoti.
Það er eiginlega lögnu komin tími á sjáanleg mótmæli.
Hvort sem um mistök eða heimsku lögreglu var að ræða þarna á staðnum eða fréttaflutningur var með getgátuÍvafi þá fannst mér gott að sjá hversu lögreglan er megnug og mætti trúlega oftar beita svona hörku.......mundi kannski öðlast óttablandna virðingu aftur......
Góð auglýsing fyrir þá.
Þið sem haldið að ég sé að grínast þá er ég ekki að því.
Það sem þetta ástand hefur orsakað er...................
að engar vörur hafa borist til Þorlákshafnar......
Því sit ég við tölvuna og er að pikka smá....
í staðin fyrir að vera að raða í hillur og kæla úti í golfskála....
Fátt er svo með öllu illt.....
á ég að halda áfram....
NEEEEE.......
Knús..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvað er títt???
20.4.2008 | 14:38
?.
Kellan er búin að vera uppfull af vorinu og ætlaði virkilega að taka til hendi utan húss t.d.ryðja niður grindverkinu utan af lóðarferlíkinu,fara með hekkklippurnar á trén sem eru allan hringinn utan um ferlíkið,hreinsa svo öll beðin.....ég er að tala um töluvert á annað hundrað metra af trjábeðum og grindverki.
Svo ætlaði ég örugglega að gera eitthvað meira....fann mér eitt og annað smálegt innan húss áður.
Ehemm...það eina sem sé sem ég hef gert utan húss er að þrífa bílinn og spjalla við nágrannana.
Ég var að koma úr skemmtilegu afmæli mágkonu minnar
Ástu Pálma
Til hamingju dúlla.
Lífsgátan var að vísu ekki leyst í afmælinu en við fórum langt með hana
Aðfaranótt laugardags var ég svo að ferja nokkur ungmenni heim frá Selfossi.
Þessi bláblikkandi á eftir mér fengu mig til að fara út í kannt,rúðan niður......
Hva ? viljiði sjá á mér brjóstin núna ???
Nei bara ökuskírteinið....
Sólveig þú varst nú að flýta þér svolítið....
Já ég er að flýta mér
Þú keyrðir alltof hratt.....
Já ó er það ? ég skal bara fara hægt í smá tíma og jafna það út
Löggan var smá vandræðaleg og sagði mér að aka hægar....ég veit ekkert á hvaða hraða ég var.
En ég er næsta viss um að hefði ungmenni verið undir stýri hefði hann fengið sekt.
Á morgun byrja ég að vinna í golfskálanum.Völlurinn verður opnaður næstu helgi...Nú verð ég að fara að rifja upp golfmálið....
Grín er ekkert grín og nítjánda hola er ekki til.....
Eigið góðan mánudag....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Frábært þetta.
15.4.2008 | 21:51
Og þakkar vert.
Ég verð að segja að ég er alveg í skýjunum yfir þessari frétt.
Það hefur mikið skort á að foreldrar og aðrir á heimili barna með hegðunarvanda fái mikið meiri leiðsögn en hvenær þau eigi að taka pillurnar sínar....
Fjölþáttameðferð vegna hegðunarvanda barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Ég setti höndina út um gluggann og reyndi að ná myndum af snjóflyksunum...
sver að þær voru á stærð við eldspítustokk.
Vona samt að þetta hafi verið kveðjukossinn frá vetri konungi......
Þó það hafi verið óneitanlega gaman að gefa í í beigjum í dag....
Mynd tekin í fyrra sumar...eitthvað til að hlakka til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Allt er til og fátt kemur á óvart......
13.4.2008 | 06:29
Já ég er að blogga undir morgun útaf dottlu og ætti engum að koma það á óvart....
En í gædag var ég að renna yfir fréttir á mbl.is....
Fitugeng er álíka vanabindandi og kókaín eða heróín(man ekki alveg).....
Listkýr????? í formalínvökva í einhverjum vanda......????????löngu dauð..
Tvær kéllur ætluðu til Monakó en lenntu í Munchen=Mónakó eða þannig.....
Blaðberi gekk fram á argandi bílskott....
Svo skipti bóndi nokkur á kerlu sinni og geit........bara svona úti á götu....
Alveg óvíst að ég þori út að labba með Mr.Pálmasyni......aldrei að vita nema hann sjá eitthvað álitlegra,varla þó hund eða kött eða konuna í næsta húsi......kannski þokkalegan bíl eða hvað veit ég........
Það var nú bara skondið að lesa þessar fréttir....
Góðan daginn.....
eBloggar | Breytt s.d. kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hey mamma
8.4.2008 | 16:08
ætlar þú ekki að breyta þarna á msninu þínu,,loksins komin í lag"??
Neits ég er alltaf að bila....
Ummm.......
Eftir annasama helgi og mánudag datt ég inn í tölvuna í gærkvöldi.........mér varð um og ó........
allir bloggvinir með nýja/r færslu/r......mig langar alltaf að kíkja á alla og kommenta.....ég var 5.kl.st. að fara rúntinn....oft þarf ég að stilla mig inn á málefni sem verið er að ræða um hjá hverjum og einum og stundum er ég hreinlega búin að setja heilu færslurnar í kommentaboxin,dreg það svo saman í eitthvað lítið og hugsa ,,ég þyrfti nú að blogga á mínu til að koma mínum sjónarmiðum að..........
En skoðanir mínar geta alveg verið síbreytilegar......það er alveg hægt að sína mér fram á að mín skoðun sé ekki endilega rétt...og því oft erfitt að negla einhverja eina skoðun.........því margar hliðar eru á hverju máli.
Eftir fimm tíma flakk þá hugsaði ég ....ég verð að fara að taka til í bloggvinunum.Þetta gengur ekki..........
EN ÉG TÍMDI EKKI AÐ HENDA EINUM EINASTA ........
Framvegis þegar ég er í tímaþröng ætla ég bara að kommenta með broskarli til að láta vita að ég hef lesið og verið á síðunni eða kasta inn knúsi.Sumir þola það ekki en það er ekki mitt málÉg veit vel að það verður ekkert fútt í þessu ef bara eru broskarlar í kommentum..........stundum hef maður bara ekki tíma í þetta eða hreinlega ekkert að segja og ég nenni ekki að vera að upphugsa eitthvað til að segja ...........ef það kemur ekki strax þá
Ok.þetta er ég að ákveða núna EN ég veit jafnframt að ég mun ekki geta setið á mér að blanda mér aðeins inn í ykkar mál sem þið er svo góða að leifa mér að skyggnast inn í.
Svona fer Ollasak í hringi........
Áðan lygndi Mr.Pálmason aftur augunum eins og honum er einum lagið lyfti svo annarri augabrúninni......
Ertu að meina þetta..........????????? Já nei nei nei ég fer ekkert í neitt svoleiðis núna........
Konan hans hafði stungið upp á lítilræði................örlitlar breytingar innan húss..
En ég kann á minn karl..........um leið og hann er konin upp í flugvél til Egilstaða þá byrja ég verkið...........og hann heldur áfram með það þegar hann kemur heim næst.
Eigið svo þrælgóðan þriðjudag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Gott hjá karlinum.
5.4.2008 | 11:46
Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í
Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu
ekki læra um í skólanum.
Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila
nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast.
Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.
Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að
þú
áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.
Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú
útskrifast
úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið
fyrir því.
Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu
þangað til að þú færð yfirmann.
Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan
þína virðingu.
Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau
kölluðu það TÆKIFÆRI.
Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo
hættu að væla og lærðu af mistökunum.
Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona
leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað
fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og
hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og
vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að
taka til og koma reglu á herbergið þitt.
Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og
tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama
prófið aftur og aftur. Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.
Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll
sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að
finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma !
Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf
fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.
Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega
með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.
THAT'S LIFE.
inn í daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Er ekki komin tími
4.4.2008 | 06:38
á blogg...
kéllan í kreise stuði..........
búin að ákveða að vaka í nótt og ætlar leifa ykkur að fylgjast með hvað hún er að gera á hverjum tíma.
Núna er kl:1:51......
Glöggir lesendur munu fatta að ég sit við tölvuna akkúrat núna....
Ástæða þess að ég ætla að vaka í nótt er að ég ásamt hluta af kvennablómanum í ættinni...
við systir Lilja,Gunna og Jóna Björg dóttir Lilju..........
skelltum okkur um kvöldmatarleitið á kaffihús í Kópavogi... man ekkert hvað það heitir en byrjar örugglega á A.
En við fórum þarna í vissum erindagjörðum.........við vissum nefnilega að það var verið að taka upp Kompásþátt.......sem fjallar um prjónaskap á Íslandi........Fullt kaffihús af prjónandi konum og ekki laust við að glottið yrði stundum að niðurbældu flissi af og til.Við systur getum n.n.l. verið létt geggjaðar saman.En við lögðum nú ekkert upp með það.Heldur var hún Brynja Dögg ung húsmóðir hér í bæ aðalgestur þessara prjónasamkundu og var Kompás að taka viðtal við hana.EN skvísan er að gera frábæra hluti og er farin að selja flíkurnar sínar út um allan heim.Hún var með sladesow af peysunum sem mótelið hennar hún JÓNA BJÖRG klæddist.Þess vegna vorum við þarna........
Kvöldið átti að fara í það að baka skírnartertu sem verður sótt kl 6 í fyrramálið eða eftir 3 og 1/2 tíma........Ég er búin að baka og setja frómas innan í og bíð nú eftir að hann stífni nóg til að ég geti farið að skreyta.........
Núna sem sé er ég að fara út að fá mér rettu og svo ætla ég að kíkja á ykkur...........
Nú er kl 3.30 og hrærivélin á brjáluðum snúning með eggjahvítur og flórsykur innan skálar og ég komin að Sigrúnu Friðriks og rosalega langar mig að fara að sofa.......
kl: 5:17 tertan tilbúin OG eldhúsið lítur út alveg eins og ég hafi verið að baka og skreyta tertu....ekki gott.....ekki gott.....
Held áfram bloggrúntinum.........
kl:6:26........er þetta djók eða ???????? enginn komin að hirða þessa tertu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég búin að þamba nokkur glös af herbóte( já ég er sjálfstæður herbalife-dreifingaraðili og er búin að vera í nokkur ár) til að halda mér vakandi og þarf að vaka í 1 og 1/2 tíma enn .....til að skutla skvísi í skólann........Svo verður sofið til allavega 1600 en þá verður spænt á Selfoss........
Ég næ ekki að hugsa hálfa hugsun hvað þá meir...........vó á ein bágt.......
Er farin að þrífa eldhúsið og sendi þessa færslu í loftið.
Góðan daginn elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Villtu poka !!!!!
30.3.2008 | 14:43
Nei ég er að spara (skemmtilegt máltæki sem stelpurassgötin mín nota stundum)
Í gærkvöldi bar gest að garði...
Hæ !!! þú situr bara í tölvu með útiljósin slökkt....?.....
Já ég er að spara !!!!
Ert'að spara??? situr hér frammi í tölvu með kveikt á sjónvarpinu inni????
Slökkt'á því !!! Ég er að spara.......
Nú er tími sparnaðar framundan og maður fer að hætta að hreifa á sér rassgatið nema fótgangandi og fer því ekki langt.
Kannski að rassgatið minnki.Gerir ekkert til því ég er svo mikið rassgat.
Bara'far'að spara !!!!! elskurnar málið er einfalt.....spyrjiði bara.......ég heyrði það í sjónvarpinu að ég yrði að fara að spara og gera það um ókomna tíð......
Ég skoðaði mig að innan,leit út um gluggan á mína flennistóru lóð og ákvað á nóinu að ekki yrði borið á hana í vor....... spara bæði áburð og bensín..... og ég,sláttuvélin og hrífan mundum spara okkur og spara tíma til að safna kröftum til að tína fíflana sem gylla munu ferlíkið.Afrakstur þessa sparnaðar yrði svo ramt fíflabrugg.....
Aftur til fortíðar........
Ég er í elsta og besta fótabaði sem ég veit......Ekkert bruðl.......bara blautir ullarsokkar á fótunum
Tengdapabbi minn prjónaði þessa sokka handa mér.Hann prjónar mikið af sokkum og velur alltaf svona Sollulega liti handa mér.
En trúið mér þetta er það besta sem maður getur gert fyrir fæturnar og farið svo í ilvolgt skolufótabað á eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)