Alveg er ég að rifna úr monti yfir stákunum
22.8.2008 | 19:28
eins og þið líklega flest
En það sem ég vildi sagt hafa...
það eru komnar myndir úr afmæli Lilju í "myndaalbúmin mín"þau heita afmæli lilju 1.ágúst og fimmtug kelling getur helling...afmæli við Kleifarvatn.
Mér þætti gott ef þið sem þarna voru nenntuð að skrifa við myndirnar og hvað var að ske á hverri mynd......ég var nefnilega í hellinum......veit þó að Óskar HÁLFFRÆNDI MINN óð dáldið langt út í vatn í von um góða veiði.
En allflestar myndirnar eru tekna af Björgu á Kotströnd...
Mín vél varð batteríslaus........og engin fjarstýring nálæg
Ég veit að fáir fatta um hvað er verið að ræða í því sambandi en þið megið giska
Þetta er tekið í afmæli 1.ágúst.......
eina myndbandið sem er birtingarhæft
Því kjáninn ég fattaði loksins að halda vélinni eins langt frá mér og ég gat......þannig að ég var ekki alltaf að syngja einsöng á þeim...
Að lokum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vááá !!!!!
20.8.2008 | 08:57
Til hamingju strákar!!!!!
Glæsilegt.
Já ég er búin að standa á arginu og innsoginu í morgun.
Ég hringdi í Lindu mömmu hans Björgvins Páls og við örguðum og hlóum og sögðum víst fátt af viti.
Ég hef ekki horft á annan eins leik í 22-23 ár
Bjöggi er svo sannarlega að sanna sig á sínu fyrsta stórmóti......hann sagði áður en hann fór ,,ég geri mitt til að komast alla leið.
Frábærir þessi strákar allir sem einn.
Mig langar út að hoppa í hringi
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ljónið MITT
17.8.2008 | 02:30
Stjörnuspá 17. ágúst 2008
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Það hefur ekki reynst auðvelt að komast að því hvað þú í raun vilt, því svarið breytist í sífellu. Í kvöld munu viska þín og hugur sameinast í lausn vandans.
Ef þetta á ekki akkúrat við þig þennan 15.afmælisdag þinn þá er ég illa svikinn.
tekið við kleifarvatn um síðustu helgi
Sara og Gunna
tekið þar síðustu helgi......alltaf fjör í kringum þessa stelpurófu
og skrípalæti
tekið fyrir svona tveimur árum SARA OG GUNNA
Einhvern tíman í vetur VIGDÍS OG GUNNA
Til hamingju með 15.ára afmælið sætagerpið mitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Öllum ljónunum verður gerð góð skil síðar....
16.8.2008 | 14:23
en í dag er það Helga Lind ömmu spes og afa tíkarls stelpa sem er níu ára.
Til hamingju með það dúlla.
Helga með bróður sínum Björgvini Pál(markverði íslenska landsliðsins í handbolta) og Karenu kærustunni hans.
Við Helga erum voða stoltar af Bjögga.
Sjáiði strákinn !!!!!
Þið sem eruð að bíða eftir myndum úr afmæli aldarinnar og forskots afmælinu sem var á réttum afmælisdegi ......þurfið að bíða smá.
Smá forskot úr sitthvoru
fimmtug kelling getur helling
Knús á línuna......
Annað afmælisblogg á morgun..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er búin að eiga hana í 48 ár og 8 mánuði.
1.8.2008 | 11:10
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
SKO !!!!!...Og UNGLINGALANDSMÓT hjá OKKUR hér í ÞORLÁKSHÖFN.
31.7.2008 | 03:14
Ég veit ekkert á hverju ég á að byrja en veit að ég geng hölt og skökk á morgun.En það gerir ekkert Ég er varla búin að vera í tengingu við ÞORPIÐ í sumar og allt það sem er búið að vera að gerast hér innan bæjar.Golfvöllurinn er sko dáldið fyrir utan plássið og þar hef ég dvalið svo til í allt sumar(sko í skálanum)og ef ekki þá hef ég verið svo þreytt að ég hef bara sofið þá klukkutíma sem ég stoppaði heima eða verið upptekinn við að skafa hurðar og eitthvað álíka gáfulegt að ég hef hvorki hitt mann né annan.
En það er búin að vera manneskja á móti mér þennan mánuð.....þannig að ég er að tengjast aftur...........
ÞAÐ ER EKKERT SMÁ SEM er búið að vera í gangi hér.Íþróttamannvirkin sem hafa risið og allur undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ.Ég segi til hamingju Þorlákshöfn og þið sem hafið verið að vinna að þessu.
Og Jóhanna
Þvílíkur dugnaðarforkur sem þú ert kona.
En fyrir ykkur er hér linkur á dagskrá mótsins
http://www.umfi.is/unglingalandsmot/dagskra/
Hvernig væri svo að skella sér í HÖFNINA ???
Þórdís okkar opnar sýningu Undir stiganum á föstudaginn og verður hún yfir alla helgina alla vega og ef þið á annað borð komið þá kíkið þið á mig gerið allavega vart við ykkur.
En ætla að sofa eitthvað.
Koss á línuna.
Kem með dúndur blogg á næsta MIÐNÆTTI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bros barns örvar ánægjustöð heila móður þess, svo taugaboðefnið dópamín losnar úr læðingi.
8.7.2008 | 17:21
Fréttin kemur engan veginn á óvart.Hvað getur verið yndislegra en að sjá börnin okkar brosa.Fátt.
Fyrsta brosið...Ég er að segja ykkur það...ég man ekkert eftir fyrstu brosunum hjá börnunum mínum en ég man og finn enn tilfinninguna...ég er í ánægjulegri-væntumþykju-stolts-vímu bara við að hugsa um það.Ég er uppfull af ást að hugsa um börnin mín brosandi og dillandi smitandi hláturinn þeirra.Frá fyrsta brosi til dagsins í dag.
Ég veit ekki hvort bros er það sama og bros.
En mér finnst bros sem hverfur áður en manneskjan sem brosti svo mikið sem snýr sér við ekki vera bros.
Brosandi börn,UNGLINGAR og allir sem brosa í alvöru heilla mig.
Ég er ekki að blogga við þessa frétt af því mér þyki hún vera nein fregn.
Heldur af því þegar ég rak augun í hana þá minntist ég atviks frá í gær.
Ég var að mæta í vinnuna og þjóðþekktur maður var að koma að skálanum í sömu mund og ég.Hann kynnti sig með nafni sem ég reyndar vissi fyrir.....rétti mér höndina og sagði orðrétt:
,,Ég verð að taka í höndina á þér,ég hef aldrei eða sjaldan séð svona einlægt BROS"
Barnsbros er vímugjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Stærðfræði eða ....
2.7.2008 | 22:41
Hæjjj !!!
Ég er svo upptekinn við að sinna golfurum að ég kemst lítið í tölvu og tími ekki að splæsa mínum litla frítíma í hana.
Ætla mér samt að komast hringinn innan sólarhrings
Knús á línuna
Hreinskilni er það ekki
Bisnessmaður sendi konu sinni mail : Til elskulegrar eiginkonu minnar: Þar sem þú ert 54 ára og skilur væntanlega, eftir 30 ár í hjónabandi, þá eru ákveðnar þarfir sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög hamingjusamur með þér og virði þig sem góða eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa lesið þetta mail, munir þú ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með 18 ára gömlum ritara mínum á Hótel Borg. Góða mín farðu nú ekki í uppnám yfir þessu. Ég mun verða kominn heim fyrir miðnætti.
Þegar maðurinn kom heim, fann hann eftirfarandi skilaboð á borðstofuborðinu:
Minn kæri eiginmaður : Ég hef mótttekið mailið frá þér og þakka hreinskilnina. Ég vil nota tækifærið og minna þig á að þú ert líka 54 ára. Í leiðinni langar mig að segja þér að þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með tenniskennaranum mínum honum Mikhael, sem eins og ritarinn þinn er líka 18 ára.
Sem gamalreyndur bisnessmaður og með þína frábæru þekkingu í stærðfræði, muntu sjá að við erum í samskonar málum
þó með einum smá mun :
18 gengur oftar (upp)í 54 heldur en 54 í 18
. og því verð ég ekki komin heim fyrr en um hádegi á morgun!
Koss og knús frá eiginkonu þinni, sem virkilega skilur þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þetta gæti ekki verið sannara.......
22.6.2008 | 13:07
Það vita þeir sem þekkja mig vel
Bogmaður: Þú vilt rumpa hlutunum af. Þeir sem taka hlutina alvarlega fá þér því alltaf verkin í hendur. Líklega skilur þú ekki hversu erfitt er fyrir aðra að hugsa eins og þú.
Ég er í helgarfríi...Fór í frí laust eftir miðnætti á föstudagskvöl.Auðvitað hugðist ég sigra heiminn alla vega hluta af honum ásamt því að hvíla mig vel þessa tvo daga!!!
Hverjum sem datt það í hug að mála útidyrahurðina mína og allar hurðarnar utan dyra sem eru 5 talsins..GULAR....var sko þannig þegar við keyptum húsið.....Ég held að Heiðaskottanmín hafi ekkert verið hér á ferð.En allavega er þetta búið að fara óskaplega í taugarnar á mér og byrjaði ég einhvern tíman um daginn að gluða ógeðslegu uppleysingarefni á útihurðina innanverða.....þetta íllaþefjandi eitur stóð ekki undir væntingum mínum
Í gær skyldi þessu rumpað af......
Í gær varð ég að fara á Selfoss eftir meira glundri.....síðan var bara að gluða nógu miklu á ......jájá....datt í hug að bjóða í mat..grilla....en hennti í staðin í ofninn.....ég mátti jú ekki vera að því að grilla....Mér datt í hug að ég yrði að taka pínnku til....þar sem yrðu matargestir En fyrst var það hurðin....ég réðst á'ana með spaða og subbaaði allt út í þessu ógeði......sem varð að seinnitíma vandamáli því... matargestur var mættur.
Seinna um kvöldið réðst ég með juðara á hurðina......fannst það nú ekki virka nógu hratt....því fór ég út í bílskúr til Mr.Pálmasonar og spurði......
"Hvernig á maður eiginlega að nota juðara ?
" Ja þú finnur það".......
Hvað er eiginlega orðið að þessum kall?????
Hélt að hann stykki til og hjálpaði mér...................................
Hann er víst búin að sjá við mér.......
Nú er spurning að byrja aftur að juðast......fara blogghringinn........og ekki segja neinum.......setja í uppþvottavélina eftir gærkvöldið.......svo á ég eftir að ......og líka hit og svo það........og og og .......
Ég er fædd með þessum ósköpun.......
Þó að tilveran sé lyst
koddu
út
að dansa
tvist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Öðruvísi fuglasöngur!!!!!!!!!Föstudagurinn 13.júni.........
16.6.2008 | 11:14
Þreyttari en þreytt valt ég heim úr vinnunni um kl 2030.Ætlaði sko beint í bælið....reif geðillskulega upp hurðina á bílnum......"Hann er einn af þessum góðu sem í......."glumdi í eyrunum á mér LIFE....kéllan breyttist í dillibossa og hummaði með..Gleðigleði......næst kom bítlalag...einhverjir voru að synja með undirspili mjög nálægt mér og ég komin í svakastuð.
Þegar ég fór á stúfana...samt ekki eins og Mjallhvít...komst ég að því að þetta kom frá Hemma granna.
Það er skylda að horfa á þetta
Hemmi var með hljómsveitaræfingu úti á palli hjá sér sem er fyrir framan húsið.
Hann er náttúrlega bara snilldin ein.......
Bakvið hjá honum og bakvið hjá mér er ein gata sem eru ekki hús við.
Á móti Hemma og Emmu býr svo jóna Björg dóttir Lilju sys og þar var verið að undirbúa 4.ára prinssessuafmæli með life undirspili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Haraldur!!!!!
15.6.2008 | 21:00
Nú held ég að orðatiltækið að "Fáir komi óorði á marga" sé búið að snúast við.
Ég er alveg meðvituð um það að heimur versnandi fer í allof mörgum tilfellum.
Ég var að renna yfir m.bl.fréttasíðuna.....mér ekki "bara" blöskraði.
Líkamsárás og innbrot í höfuðborginni í nótt..
Erfið nótt á Akureyri.....
Tekinn með kylfu, piparúða og fíkniefni......á Selfossi..
Hver anskotinn er hlaupinn í fólk!!!!
Ekkert af þessu eru svo sem ný fyrirbæri nema ef vera skyldi þessar árásir á lögreglu....kylfur fundust og piparúðar.
þróunin er orðin ógvænleg....á hraðferð þangað sem ekki frýs.
Það sem er ömurlegast við þetta allt saman er hve lágt liðið leggst.
Það ber ekki virðingu fyrir neinu og alls ekki sjálfu sér.
Áður en ég dett í gírinn og fer að hella úr mér álitinu á þessu ástandi og eiturlyfjaVIÐBJÓÐINUM....(því ég tengi þetta beint við það vítisBÁL)..þá ætla ég bara að segja að það er eins og hafi verið engilsprettufaraldur í garðinum hjá mér.Hver leifði að ormar mættu éta lauf að trjánum
Og
ég er þreyttust
og
er að fara að sofa þó ekki fyrr en ég er búin að kíkja á Heiðu
og flissa
því ég er á Heiðutryppi
Koss á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er
9.6.2008 | 22:21
allt á fullu í golfinu og ég má ekki vera að því að vera bloggari.Samt veit maður lítið hvað morgundagurinn bíður upp á.
Í dag reyndi ég að rótast í garðferlíkinu mínu.Byrjaði í þokkalegu veðri og svo í þessari dásemdar rigningu svona beint niður rigningu.
Gunna gella
var bara ein að vinna því það er ekki svo mikið að gera þegar rignir svona hrikalega.
En gigtveik kona ætti ekki að vera að rótast mikið í garðinum sínum en stundum er löngunin skynseminni yfirsterkari.
En.....
Pínku léttleiki á línuna....
Lestrarpróf
Endilega takið þetta lestrarpróf :-)
Þetta er svona panda.
Þetta er fær panda.
Þetta er maður lifandi panda.
Þetta er bjána panda.
Þetta er til panda.
Þetta er að panda.
Þetta er gleyma panda.
Þetta er sér panda.
Þetta er í panda.
Þetta er hálfa panda.
Þetta er mínútu panda.
Farðu núna til baka og lestu þriðja orðið í hverri línu.
Sjáðu hvað þú stóðst þig vel!!!
Sorrý ef ég næ ekki að kíkja á ykkur.
Bæ í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimskar flugur lifa lengst........
4.6.2008 | 22:23
Ekki svo galið að vera heimsk fluga.
Að vilja "vera fluga á vegg" er náttúrulega stórskrítið og vera ekki hæf til frásagnar eins og til er ætlast.
Annars finnst mér flugur alls ekki heimskar.Allavega hafa þær vit á því að forða sér ef ég ætla að ná þeim og fjarlægja
En að fá flugu í höfuðið ?????????????......
Svona mér flaug í hug hvort það væri heimsk fluga eða gáfuð.Heimskar lifa lengur....hummm
Svo ku vera einhver Ísbjarnarblús hér á landi.
Þegar ég var lítil þá var ég rosa hrædd um að ísbirnir gengju á land þegar hafísinn lagðist að vestfjörðum.Heyrði fullorðna fólkið tala um að það gæti gerst.
Eina nóttina vaknaði ég við ísbjörn.Ég var viti mínu fjær og stökk með látum upp í rúm til mömmu og pabba og skaust undir sæng og sagði með öndina í hálsinum"ussheyriði í ísbirninum"?.Mamma og pabbi flissuðu og pabbi sagði"Neinei elskan mín þetta er bara hún AMMA ÞÍN AÐ HRJÓTA"
Ég er búin að vera í fríi í dag og ætlaði nú að vera alveg rosalega dugleg,skúra ,skrúbba og bóna og það allt.Líka vera í garðinum mínum og reyna að koma einhverju skikki á hann.
Það sem frú Solla G. er búin að afreka í dag er að koma netsambandi sem ruglaðist eitthvað á báðar tölvurnar.Sofa í 3 tíma,fara í minn dásamlega pott,elda,horfa aðeins á sjónvarpið og hér er ég nú.
Nú stendur valið á milli að fara bloggrúntinn eða að fara út í garð og gera eitthvað af viti.Mér hefur alltaf þótt best að vera þar seint á kvöldin og fram á nótt.Og nú sakna ég sko Lísunnar minnar.
En Knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Það hristist vel í Þorlákshöfn.Ég var að riksuga
30.5.2008 | 08:10
nýbúin að afgreiða fríðan hóp út á golfvöllin hér í þorlákshöfn þegar allt lék á reiðiskjálfi og ég þessi bjálfi hugsaði fyrst... vallartrafsmennirnir að djöflast fram í gangi... næsta hugsun..okey þetta er jarðskjálfti....hlýtur að fara að hætta....lætin jukust og mér varð hugsað til þess að ég er móðir og eiginkona.....systir og dóttir og með það stökk ég út á pall.Þegar ég kom inn sá ég að allt var á tjá og tundri í kókkælinum inni á lager voru goskippur út um allt.
Ég hringdi heim í stelpuna mína sem vægast sagt var viti sínu fjær af hræðslu.Hún hafði setið í rúminu sínu þegar það fór að hristast og hlutir í hillunum á móti byrjuðu að þeytast í gólfið.Hún heyrði skelli og læti innan úr stofu,þar hafði járngardínustöng hrunið niður á gólf og nokkrir smáhlutir.Ég náði í hana heim þar sem hún beið úti.
Þetta var.. veit varla hvernig ég á að lýsa þessum degi.Fréttir voru alltaf að berast...vallargestir stoppuðu lengi á milli 9-10. holu að fylgjast með.Þeir fundu fæstir skjálftana úti á velli þó voru nokkrir sem héldu að bjórinn í Þorlákshöfn væri sterkari en annarstaðar.Ekki veit ég hvað eftirskjálftarnir voru margir en þeir voru margir.
Í nótt fundum við mæðgur smá skjálfta.
Ég dáist af hvað altt fór vel og skipulega fram hjá almannavörnum og björgunarsveitum.
Fyrst og fremst dáist ég af fólkinu Selfossi,Hveragerði og á þeim stöðum sem urðu verst úti.
Ég sendi öllum sem urðu fyrir eignartjóni mínar einlægustu hluttekningarkveðjur.
Stöðugir eftirskjálftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Ég er STOLT.........
25.5.2008 | 10:51
frænka...
Anton Freyr Trausta og Betu systir-son og Vigdís og Guðrún Jóna.
24.5.2008 | AkademíurAnton í unglingalandsliðiðAnton Freyr Traustason hefur verið valin í unglingalandslið leikmanna fæddir 1992 og síðar. Anton kemur úr Þorlákshöfn og er örvhentur hornamaður sem einnig getur leikið sem skytta. Hópurinn er skipaður 28 leikönnum og kemur saman um næstu helgi. Hópinn má sjá HÉR. Heimasíðan óskar Antoni til hamingju með áfangann og þetta verður honum vonandi hvatning til frekari afreka á handboltasviðinu.
Nokkrar umsagnir sem ég fann í fljót heitum um kappann
4. Flokkur A lið vann Fjölni aftur Anton skoraði 15 mörk í leiknum.
Sigur í dag hjá 4.flokki A
Bestir í lið Selfoss voru Ketill, Anton og Einar auk þess sem Sveinn varði vel.........
16.3.2008 | Akademíur
Frábær sigur hjá 91 strákunum Anton Freyr Traustason 2 mörk .......Anton er 92.en hefur verið að leika með eldri flokk.
Anton skoraði einnig fjöldan Allan af glæsilegum mörkum úr hægri skyttunni og var Magnús sterkur á línunni, en hann hefur verið í mikilli framför........
Stiklað á stóru undanfarna 2-3 mánuði.
Frændurnir Anton og Jón Þór í stuði....
Systrabörnin Gunna og Anton Freyr á góðri stundu.....
Og ekki má gleyma systur hans Söru Lind sem er að verða 10 ára.
Hún er rosa dugleg í fimleikum og fékk 4 silfur og 1 brons á síðasta fimleikamóti.
Gunna og Sara Lind.
Til hamingju Anton minn
og Beta og Trausti með báða krakkana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
þetta er bara bull
24.5.2008 | 22:35
Um átta leitið var ég viss um að Ísland væri búin að vinna þetta.
Þau voru stórkostleg
En eins og staðan virðist vera og hefði ég svo sem getað sagt mér það sjálf að þetta hefur ekkert breyst......
Traustir vinir þarna austantil.....
Ég hef gaman af flest öllum söng og öllum keppnum.
Nú Hættum við að hugsa um EVRO.
Höldum frekar skemmtilegar innanlandskeppnir.
Þetta EVRO ER ALGERT BULL.
GEFUM SKÍT Í ÞETTA FYRIRBÆRI.....
Samt var Rússin flottur svona fráhnepptur og BERFÆTTUR
Ég er farin út í garð að rótast í beðuð eða eitthvað...............
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
YFIRLÝSING FRÁ MÉR
24.5.2008 | 20:05
ÉG ER VISS UM AÐ NÚ SÉUM VIÐ BÚIN AÐ VINNA
EVRO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég ætla bara að segja ykkur
22.5.2008 | 21:16
að mér er mjög illt í hálsinum
ég
öskraði
svo
HÁTT
Til hamingju Ísland
með
Friðrik Ómar
og
Regínu Ósk.
Til hamingju Regína og Friðrik.
Þau vöru lang lang flottust ég gæti étið þennan strák hann er svo miðið súkkulaði eða umm æði bara
og Regína algert æði líka.
Danir næst flottastir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Náði'ðí
22.5.2008 | 01:34
að fara allan blogg hringinn í dag,kvöld og ja víst komin nótt..
Er líka búin að taka veðrið og sjá að það verður bölvaður austan strekkingur á golfvellinum á morgun.
Hérna erum við kerlingarnar æskuvinkonurnar alveg fram á þennan dag og eins lengi og hugsast getur.....komnar á slæðualdurinn...ein orðin fimmtug og önnur að verða það....en við Vigdís erum svo heppnar að vera ári yngri en þær gömlu og plús það þá eigum við báðar afmæli í desember...
Hér er hún svo sú fimmtuga 20.maí 2008.
Gudda gamla bjalla.(Þóra Davíðs)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tvær heiðurskonur eiga
20.5.2008 | 00:38
afmæli í dag.
Önnur þeirra er Steina bloggvinkona okkar.
Mýrdælingur sem býr í danaveldi.
http://steina.blog.is/blog/steina/
Til hamingju með daginn elskan
Hin er svo G.Þóra Davíðs(Gudda gamla bjalla)
Talan hennar er flott.....
Ég var búin að skrifa heilmikið um hana,af nógu er víst að taka
En
eins og oft áður var eins og eitthvað kæmi mér til að ýta á rangan takka.Núna ýtti ég inn einhverjum á músinni
héðan í frá ætla ég að vista hvert einasta orð.
Þóra mín þú varst heppin þarna.
Ég gróf þessa upp af okkur og köllunum og Eddu heitinni.
Langt síðan ?????
En í staðin fyrir allt sem hvarf færð þú hérna all svaðalega endurminningu frá mér
Njóttu
Geðveikt alveg...
Þegar ég var að finna þetta lag heyrðist í gerpinu mínu...."á HVAÐÐÐ ert þú eiginlega að hlusta"
Potturinn okkar kom á pallinn á föstudaginn og er ég búin að ná að sulla í honum tvisvar og er ég algerlega sannfærð um að hann sé peningana virði.Ég átti gott samtal við gerpið í pottinum í kvöld,samtal sem ég hefði aldrei svo mikið sem hugsað til að nefna þegar ég var 15..Mér finnst mjög þægilegt hvað unglingar eru opnir í dag eða er það ég og aðrir foreldrar sem eru opnari en okkar?Ég held bæði..... betra.
Ég er mjög mikið að vinna þessa dagana en kíki á ykkur eftir bestu getu...sem mér sýnist verða lítil....hér var skilið eftir moldarhlass fyrir mig um helgina...þannig risa knús á línuna
og
TIL HAMINGJU STELPUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)