Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Það hristist vel í Þorlákshöfn.Ég var að riksuga
30.5.2008 | 08:10
nýbúin að afgreiða fríðan hóp út á golfvöllin hér í þorlákshöfn þegar allt lék á reiðiskjálfi og ég þessi bjálfi hugsaði fyrst... vallartrafsmennirnir að djöflast fram í gangi... næsta hugsun..okey þetta er jarðskjálfti....hlýtur að fara að hætta....lætin jukust og mér varð hugsað til þess að ég er móðir og eiginkona.....systir og dóttir og með það stökk ég út á pall.Þegar ég kom inn sá ég að allt var á tjá og tundri í kókkælinum inni á lager voru goskippur út um allt.
Ég hringdi heim í stelpuna mína sem vægast sagt var viti sínu fjær af hræðslu.Hún hafði setið í rúminu sínu þegar það fór að hristast og hlutir í hillunum á móti byrjuðu að þeytast í gólfið.Hún heyrði skelli og læti innan úr stofu,þar hafði járngardínustöng hrunið niður á gólf og nokkrir smáhlutir.Ég náði í hana heim þar sem hún beið úti.
Þetta var.. veit varla hvernig ég á að lýsa þessum degi.Fréttir voru alltaf að berast...vallargestir stoppuðu lengi á milli 9-10. holu að fylgjast með.Þeir fundu fæstir skjálftana úti á velli þó voru nokkrir sem héldu að bjórinn í Þorlákshöfn væri sterkari en annarstaðar.Ekki veit ég hvað eftirskjálftarnir voru margir en þeir voru margir.
Í nótt fundum við mæðgur smá skjálfta.
Ég dáist af hvað altt fór vel og skipulega fram hjá almannavörnum og björgunarsveitum.
Fyrst og fremst dáist ég af fólkinu Selfossi,Hveragerði og á þeim stöðum sem urðu verst úti.
Ég sendi öllum sem urðu fyrir eignartjóni mínar einlægustu hluttekningarkveðjur.
Stöðugir eftirskjálftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Ég er STOLT.........
25.5.2008 | 10:51
frænka...
Anton Freyr Trausta og Betu systir-son og Vigdís og Guðrún Jóna.
24.5.2008 | AkademíurAnton í unglingalandsliðiðAnton Freyr Traustason hefur verið valin í unglingalandslið leikmanna fæddir 1992 og síðar. Anton kemur úr Þorlákshöfn og er örvhentur hornamaður sem einnig getur leikið sem skytta. Hópurinn er skipaður 28 leikönnum og kemur saman um næstu helgi. Hópinn má sjá HÉR. Heimasíðan óskar Antoni til hamingju með áfangann og þetta verður honum vonandi hvatning til frekari afreka á handboltasviðinu.
Nokkrar umsagnir sem ég fann í fljót heitum um kappann
4. Flokkur A lið vann Fjölni aftur Anton skoraði 15 mörk í leiknum.
Sigur í dag hjá 4.flokki A
Bestir í lið Selfoss voru Ketill, Anton og Einar auk þess sem Sveinn varði vel.........
16.3.2008 | Akademíur
Frábær sigur hjá 91 strákunum Anton Freyr Traustason 2 mörk .......Anton er 92.en hefur verið að leika með eldri flokk.
Anton skoraði einnig fjöldan Allan af glæsilegum mörkum úr hægri skyttunni og var Magnús sterkur á línunni, en hann hefur verið í mikilli framför........
Stiklað á stóru undanfarna 2-3 mánuði.
Frændurnir Anton og Jón Þór í stuði....
Systrabörnin Gunna og Anton Freyr á góðri stundu.....
Og ekki má gleyma systur hans Söru Lind sem er að verða 10 ára.
Hún er rosa dugleg í fimleikum og fékk 4 silfur og 1 brons á síðasta fimleikamóti.
Gunna og Sara Lind.
Til hamingju Anton minn
og Beta og Trausti með báða krakkana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
þetta er bara bull
24.5.2008 | 22:35
Um átta leitið var ég viss um að Ísland væri búin að vinna þetta.
Þau voru stórkostleg
En eins og staðan virðist vera og hefði ég svo sem getað sagt mér það sjálf að þetta hefur ekkert breyst......
Traustir vinir þarna austantil.....
Ég hef gaman af flest öllum söng og öllum keppnum.
Nú Hættum við að hugsa um EVRO.
Höldum frekar skemmtilegar innanlandskeppnir.
Þetta EVRO ER ALGERT BULL.
GEFUM SKÍT Í ÞETTA FYRIRBÆRI.....
Samt var Rússin flottur svona fráhnepptur og BERFÆTTUR
Ég er farin út í garð að rótast í beðuð eða eitthvað...............
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
YFIRLÝSING FRÁ MÉR
24.5.2008 | 20:05
ÉG ER VISS UM AÐ NÚ SÉUM VIÐ BÚIN AÐ VINNA
EVRO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég ætla bara að segja ykkur
22.5.2008 | 21:16
að mér er mjög illt í hálsinum
ég
öskraði
svo
HÁTT
Til hamingju Ísland
með
Friðrik Ómar
og
Regínu Ósk.
Til hamingju Regína og Friðrik.
Þau vöru lang lang flottust ég gæti étið þennan strák hann er svo miðið súkkulaði eða umm æði bara
og Regína algert æði líka.
Danir næst flottastir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Náði'ðí
22.5.2008 | 01:34
að fara allan blogg hringinn í dag,kvöld og ja víst komin nótt..
Er líka búin að taka veðrið og sjá að það verður bölvaður austan strekkingur á golfvellinum á morgun.
Hérna erum við kerlingarnar æskuvinkonurnar alveg fram á þennan dag og eins lengi og hugsast getur.....komnar á slæðualdurinn...ein orðin fimmtug og önnur að verða það....en við Vigdís erum svo heppnar að vera ári yngri en þær gömlu og plús það þá eigum við báðar afmæli í desember...
Hér er hún svo sú fimmtuga 20.maí 2008.
Gudda gamla bjalla.(Þóra Davíðs)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tvær heiðurskonur eiga
20.5.2008 | 00:38
afmæli í dag.
Önnur þeirra er Steina bloggvinkona okkar.
Mýrdælingur sem býr í danaveldi.
http://steina.blog.is/blog/steina/
Til hamingju með daginn elskan
Hin er svo G.Þóra Davíðs(Gudda gamla bjalla)
Talan hennar er flott.....
Ég var búin að skrifa heilmikið um hana,af nógu er víst að taka
En
eins og oft áður var eins og eitthvað kæmi mér til að ýta á rangan takka.Núna ýtti ég inn einhverjum á músinni
héðan í frá ætla ég að vista hvert einasta orð.
Þóra mín þú varst heppin þarna.
Ég gróf þessa upp af okkur og köllunum og Eddu heitinni.
Langt síðan ?????
En í staðin fyrir allt sem hvarf færð þú hérna all svaðalega endurminningu frá mér
Njóttu
Geðveikt alveg...
Þegar ég var að finna þetta lag heyrðist í gerpinu mínu...."á HVAÐÐÐ ert þú eiginlega að hlusta"
Potturinn okkar kom á pallinn á föstudaginn og er ég búin að ná að sulla í honum tvisvar og er ég algerlega sannfærð um að hann sé peningana virði.Ég átti gott samtal við gerpið í pottinum í kvöld,samtal sem ég hefði aldrei svo mikið sem hugsað til að nefna þegar ég var 15..Mér finnst mjög þægilegt hvað unglingar eru opnir í dag eða er það ég og aðrir foreldrar sem eru opnari en okkar?Ég held bæði..... betra.
Ég er mjög mikið að vinna þessa dagana en kíki á ykkur eftir bestu getu...sem mér sýnist verða lítil....hér var skilið eftir moldarhlass fyrir mig um helgina...þannig risa knús á línuna
og
TIL HAMINGJU STELPUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Aldur barnanna segir til um að maður sé á besta aðdri.
17.5.2008 | 17:35
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Úti er alltaf að snjóa....
15.5.2008 | 23:56
Má hreint ekki vera að því að vera í tölvu.
Sorrý að ég hef ekki tíma til að kíkja á ykkur
Annars veit maður ekkert hvað morgundagurinn býður upp á.
Jú ég fer á fund skólastjóra í fyrramálið að fara yfir skóladagatalið fyrir næsta skólaár.
Síðan baka ég leindó..
og fer svo bara að vinna og aldrei að vita hvort maður getur ekki læðst í tölvuna þar.
Ekki vera svekkt Gudda mín Bjalla.Hugsanir mínar og sá tími sem ég á aflögu fer í að fatta upp á dottlu varðandi þig.
Hver er Gudda Bjalla ?
Hver fattaði upp á henni ?
Var það Gummi ?
Knús á Línur og Lína.
Hvernig er karlkyns lína ?
Er það strengur ?
Svefngalsi ? ekki spurning........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Oftast er þetta spurning um athygli.
12.5.2008 | 14:50
Það eru takmörk fyrir öllu.Ég á mjög gott með að skilja fólk og skil að það eru 2 hliðar á hverju máli.Jafnvel 3.Og sú 4.að lyginni meðtaldri.
Það er auðvelt að halda friðinn þegar maður skilur þarfir,væntingar,hæfileika og takmark fólks.
Einnig hvað það getur verið dæmalaust takmarkað og sér ekki út fyrir ramma síns sjálfs.En ég á mjög bágt með að skilja svoleiðis fólk.Kannski er það ég sem er svona takmöruð þrátt fyrir allt.
En lygar og getgátur get ég engan vegið liðið.Þá er ég ekki að tala um svona smá hvíta lygi.
En hvar eru mörkin milli hvíts og svarts.....sumir halda sig við annað hvort.
Grátt er það líklega og grátt er ekki gott.
Eitt ættu þó allir að átta sig á AÐ SÁ SEM LÝGUR VEIT ÞAÐ.SÁ SEM ER LOGIÐ UPP Á VEIT ÞAÐ LÍKA.SÁ SEM ER SÖGÐ LYGIN VEIT ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR EKKI AÐ ÞETTA ER LYGI OG DÆMIR AÐ SJÁLFSÖGÐU ÚT FRÁ ÞVÍ.
Ég er að vona að einhver lygari álpist inn á síðuna.
Ég virka örugglega í vondu skapi með þessari færslu en svo er ekki.Er eiginlega á fortíðarflippi
og sæl minninga um sveitaböll og þetta lag.
Þegar ég settist við tölvuna ætlaði ég að fara að sýna ykkur hvað ég er mikill skógarhöggsmaður.
En hiitt poppaði einhvern vegin upp.
Ein tvær skógarhöggsmyndir samt
Ég þurfti að nota stiga svo sko var ákafinn svo mikill að ég
klippti í sundur snúruna á hekkklippunum
Vitið þið um betri afsökun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)