Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Suma daga ætti maður ekki að vera með kortið á sér.

Ég er algerlega andlaus.

Skítur svo lítið skökku við að andlaus manneskja skuli vera að eiga eitthvað við bloggið sitt...

Kvöldroðinn brosti til mín áðan og lofaði mér fögrum morgundegi og fullt af köllum á völlinn og nokkrum kellum.

Frábærar fréttirnar af Litla Hrauni.

ct22_06_staerri_19315235

Þetta fyrirbæri kemur á pallinn hjá mér í næstu viku.Svo á ég líka voða flott gloss.....en þið??Smile

Eigið góðan fimmtudag.Kissing


Það er alltaf að plata mann

Fékk póst frá systur minni og sá að frændi Mr.Pálmasonar hafði sent henni hann.

Ég birti umræddan póst hér neðar svo þið getið séð hvað tæknin er hreint ótrúlega tæknileg.

Ég prófaði þessa tækni með því að slá inn númerið hann Árna og viti menn.

Mín fyrsta hugsun var... hann er ekki farinn í mat.... er líklega á einhverri heiðinni......ummmm nei þetta er Reyðarfjörður.....vá er hann úti að reykja................Víví vííí Árni þó!!!!!!!!

 

hún er frábær þessi tækni, um að gera að prófa og sjá hvað þetta er magnað

Þú getur slegið inn símanúmer og tölvan finnur staðsetninguna.
Prufaðu til dæmis að slá inn númer hjá vini, vinkonu eða makanum.

Sjá þetta hér: http://www.trackapartner.com/ PRÓFAÐU.....

btw, það var karlmaður sem sendi mér þetta, kveðja Beta

   
Kveðja.
Björn Ingi.
Verkstjóri vörumóttöku
S. 590 0213
GSM 824 6213



__________ NOD32 Informacje 3075 (20080505) __________

Wiadomosc zostala sprawdzona przez System Antywirusowy NOD32
http://www.nod32.com lub http://www.nod32.pl


Sagt er að geggjun og snilld fari saman.........

Hugulsemi annarra bæta við verkefnalistann hjá þér......

gættu að því....

því hugulsemi krefst hugulsemi í staðinn.

Glettni krefst glettni.

Ást krefst ástar.

koss krefst kossa.

Fýla krefst EKKI fýlu.

Lífið er skrítið og flókið fyrirbæri.

Hunangsflugur eða þessar stóru gulröndóttu sem eru á sveimi núna fá mann ósjálfrátt til að spyrja sig hvar maður er eiginlega staddur í fæðukeðjunni.

Ein ætlaði að éta mig í dag!!!!!

Ég flúði inn í skála og hlussuflugan á eftir.Gunna lét eins og risaeðla væri mætt á svæðið.Ég fangaði þessa falllegu hlussu til að hún æti ekki fyrir mér afkvæmið.

Ég er þreyttust en næ kannski að kíkja á nokkur blogg.

Ef ekki þá

KNÚS Á LÍNUNA

og eigið góðan laugardag.

 

 

 


Tenging mín við fiska ku vera sterk í dag

Ég get þó sagt ykkur það þegar rétt um 7.mín eru eftir af þessum degi hefur enginn fiskur mér vitandi orðið á vegi mínum.

Keypti að vísu djúpsteiktar rækjur á Rikki Can og át tvær....

Hins vegar kom hérna sprellandi fiskur í gær með broskarlinn sinn yngri með sér.Sá þurfti að athuga Pálmason nokkuð vel áður en hann gaf færi á sér.Heartalger dúllurass sonur fisksins. 

En í allt annað ég fékk gjöf í dag sem er stutt síðan ég tók upp og þið sjáið hana í toppmyndinni hjá mér.

Þetta er mynd af ömmu Maríu heitinni og Ríó Tríó.Fyrir ykkur sem hafið ekki lesið færsluna um ömmu og Ríó,þá er þessi mynd utan á plötuumslagi frá um 1970.

Amma mín var ekki par hrifin man ég þegar þetta uppgötvaðist.Hugðist jafnvel fara í mál Grin hún í sakleysi sínu að bíða eftir strætó upp á Suðurlandsbraut og næsta sem hún veit er að hún er framan á plötuumslagi.Amma mín var nefnilega algert yndi og valkyrja.

Lilja systir fékk svo þetta umslag lánað hjá konunni hans Ágústar Atlasonar fyrir 1og 1/2-2.árum og erum við búin að fjölfalda hana og er myndin komin í ramma hjá okkur systkynunum og trúlega fleiri börnum og barnabörnum.

Mig hefur lagað að hafa þessa mynd í toppmynd hjá mér lengi en náði ekki að setja rétt hlurföll í hana.Skellti henni samt inn og var útkoman ekki góð......endaði á bláum papíkum.

Svo fékk ég í dag eða kvöld veit ekki alveg póst sem hét gjöf.Ég mátti ekkert vera að því að skoða og ýtti á vitlausan takka svo ég sá ekki myndina.svo núna áðan fór ég að ath.þetta og var reyndar búin að fá annan póst frá gefandanum.....þessu krútti untitledkkk.

Takk elsku Gunnar helgi minn.

Frídagur verkamanna á morgun og ég byrja að vinna kl.7. og ekki séð fyrir endann á þeim deginum.

Eigið góðan dag elskurnar

veð ekkert í tölvu 1.mai.

ATT119240671


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband