Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Alveg að falla á tíma......
31.10.2008 | 23:50
Þessi fjallmyndarlegi kall er fimmtugur í dag 31.10
Til hamingju Árni minn.
Svo á hann Gummi okkar hennar Sigrúnar líka afmæli í dag 35.ára
Til hamingju báðir tveir......
Sjáumst í villtu geimi á morgun.
Svo knús á LÍNUNA MÍNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hjálp einhver....
29.10.2008 | 12:25
Mig bráðvantar videotökuvél fyrir 8 mm.kassettur..
Lúrir einhver á svoleiðis græju.....
Annars er kellan kát.
Má ekkert vera að því að vera í tölvu
því karlinn er að verða svo gamall hjá mér
að ég er á fullu að undirbúa
tilraun til að
gera honum það léttbærara
með heljarinnar skralli.
Knús á línuna og
kíkið í geimsluna hjá ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mig langar á alvöru sveitaball
23.10.2008 | 23:54
Fáum okkur snúning....... og hoppum í hringi
Bloggar | Breytt 24.10.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ég skellti mér
22.10.2008 | 19:21
framúr,teygði með til heyrandi óhljóði og braki
kíkti út um gluggann
SNJÓR.
Án þess að hugsa mig um
rauk ég út í skúr
og náði í
SKÓFLUNA
lagði til atlögu við snjóinn....
Ó vitlaus mynd...
Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn
Hjálpið okkur að stöðva misbeitingu hryðjuverkalaga
Undirskrifrarlisti: http://www.indefence.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Ég er að segja ykkur það.....
20.10.2008 | 23:29
að margt smátt gerir eitt stórt......... fattaði allt í einu að ég er alltof feit til að geta verið sexy um næstu mánaðarmót.
Huhh so... það er of seint í vömbina gripið.Gríp bara í næsta sæta rass.
Hérna eigið þið uppskrift af ástarpungum ég nefnilega sko ..Heiða er að biðja um uppskrift og ég sagðist skyldi grafa mína upp en........ég veit ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin.....Mér dettur bara Gummi ástarbungur í hug.Ég veit hvar hann er að finna en á ekki uppskriftina.
Ég er búin að vera að fikta óvenju mikið í tölvunni.....ná mér í forrit til að taka myndir af myndum sem ekki er hægt að save og svo klippa þær út þannig að þær verði eins og upprunalega myndin.Tilgangurinn er ekki bara fikt.Ég er að safna saman myndum af Mr:Pálmasyni og er töluvert af myndum af honum á síðum sem er svo tryggilega gengið frá að það er ekki hægt að nappa þeim nema svona.
Ég er að rembast við að gera flotta myndaseríu um hann með öllu sem ég næ í....þannig að þið sem eigið myndir..helst gamlar plíssss sendið mér.......og ekkert vera hrædd að senda mér póst
Ég þarf líka að ná mér í forrit sem ég get sett tónlist með myndunum.............Veit einhver hvað svoleiðis heitir ???????
Karlinn verður 50.....31.10......og ég er búin að bíta það í mig að gera svona samantekt um hann og sína í afmælinu.....
En í dag varð Solli sobbi 50.ára elsku kallinn minn..
En er farin í bælið
Knús á línuna og reddið Heiðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þetta er snilld
17.10.2008 | 08:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Afhverju afhverju afhverju..
16.10.2008 | 10:29
Það rignir yfir mig pósti
sem innheldur áminningar um að
faðma,knúsa,sýna vinarhug og samhug,náungakærleik,brosa,
vera vinur í þessari viku
og það merkilegasta
það er bent á að það kosti ekkert.
Ég veit að þessir póstar eru
vegna "ástandsins".
Einhvern veginn finnst mér ekkert þurfa að vera minna á þetta.
Flest erum við þannig að við notum þessar aðferðir dagsdalega af gleði og sorg,umhyggju og ástúð.
Hjá mér breytti "ástandið" þessu ekkert.
Faðmur minn og hugur hefur ávallt verið opinn.
Ég slæ hendinni utan um fólk áður en ég veit af og eru það tilfinningar mínar hverju sinni sem þar ráða en ekkert fyrir fram ákveðið.
Ég heilsa með HÆJJJJ ástin og fatta í leiðinni hvað mér þykir vænt um viðkomandi.
Ég kveð BÆÆ elskan af sömu tilfinningum.
Ég sendi fólki faðmlag,knús og ást af því að þannig er tilfinningin mín þá stundina til þeirra.
Ég held við séum öll svona.
Mér þætti miklu skemmtilegra að á póst sem væri bara "Knús á þig"
Bara smá vangaveltur.....
Og
svo
stórt
KNÚS
á
ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Með loftgítar í fanginu......jee
13.10.2008 | 22:46
Vörður Landamær,er sko búin að koma mér í gott skap......
það þarf oft ekki mikið....
Algert fortíðarflipp hér ... Kjellan var jú eitt sinn grúppía
Rokkið á móti strákunum......með loftgítarinn....í fanginu.....
Geðveikar sveiflureða skak....elska þetta.
og lítum glöð til framtíðarinnar.
Knús inn í nóttina....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Verðtrygging......Ég hef einsett mér að vera ekki að láta ástandið hafa áhrif á mig
12.10.2008 | 14:54
en kemst ekki hjá því.Ég velti fyrir mér fyrst allt er komið til andskotans allstaðar í heiminum og augljóst er að það er peningastríð og átök um peninga...og banka og fjármálafyrirtæki...óráðsíu og allan fjandann í fjármálaheiminum....Já það sem ég velti fyrir mér..fyrst það þarf að stokka upp og gefa upp á nýtt..hvort eigi ekki að nota tækifærið og afnema verðtryggingu lána.Þetta löglega siðlausa rán bankana á eignum okkar.
Ykkur kann að finnast þetta einfeldningslegt hjá mér.Þetta er einfalt fyrir mér!!!!
Mig langar að fá álit ykkar allra sem eru að koma hér á síðuna....líka þeirra sem eru ósammála.
Ég á fjársjóð.
Sem ég vil ekki láta þurfa gjalda núverandi stöðu.
Annars er kellan spræk
fór snemma að sofa
vaknaði galvösk og hoppandi
fór í gönu með B-sys um nesið og helminginn af þorpinu í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sumir athugulli en aðrir
9.10.2008 | 19:37
Hver var að trúa þessu bulli ???
Takið eftir því að hún sagði þetta um síðustu ÁRAMÓT
Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:
Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)