Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lenti sjálviljug í höndum lögreglunnar um kvöldmatarleitið á föstudaginn......

Með kaffibrúsann einann að vopni en í honum var dýrindis . . jájá ég er að segja ykkur það . . . . . . . . . KÚMENKAFFI

Unnur...ég....Beta og Lilja tilbúnar að fara að taka upp kartöflur........eða heheehhh

Hinar kerlurnar eru meiri skræfur en ég og mættu vel brókaðar með skóflur,regnhlíf og vaskafat.En það var útaf DOTTLU........

Beta sys og B-vaktin en hana skipa Jói lögga og  það má Guð vita.......

Maður þorir nú varla að setja neinar myndir inn.

En við semsé fórum upp á gamla veg í veg fyrir rútu fulla af löggum í óvissuferð undir stjórn góðvinar okkar Jóa löggu og létum illum látum eftir að hafa húkkað far inn í plássið.

Það er engum blöðum um það að fletta að ég er góðvinur lögreglunnar.

Þá vitið þið það.

Á laugardaginn klæddi maður sig líka upp í allt önnur föt af allt öðru tilefni.

Picture 130

Litla frænka var skýrð

Kristbjörg Lilja

Kristbjörg og Lilja með Kristbjörgu Lilju..stoltar ömmur

og systir hennar hún Natalía Diljá skírði dúkkuna sína í leiðinni

Picture 131

Til hamingju Lilja systir með fyrstu nöfnuna.

Vissuð þið að fiðrildin eru lifandi enn þá.....ég ætla samt að þrífa afsprengi sumarsins úr ljósakúplunum.

 


Pési frændi.......

Það hentar mér engan veginn að það fari að snjóa án þess að ég taki eftir því.

Alltof seint til að fara út að spóla.

Var samt búin að mana dótturina að koma að gera snjóengil en guggnaði svo á því.......

En eitt og annað spaugilegt veltur inn í póstinn minn þessa dagana...verð að láta þetta flakka... 

Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir
skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina
persónu glaða.
-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi
ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi
henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!

20080522092358_0

Hlýði fólk á mína melding:
í morgun laust hér niður elding.    (!)
Okkar býður ógn og gelding.
Undirritað: Lárus Welding.

c_documents_and_settings_owner_desktop_myndir_16_juni_06_att0010018

Koss á línuna


Svo þegar sólin fer aftur að skína

finnur kellan sig knúna til að taka sér tuskur í hönd.

Annars eru varla til tuskur enn þá.

Allt heitir þetta:trefjaklútar,fríberklútar,rikmoppur og gólfmoppur.

Gamla góða borðtuskan er þó enn til sýns brúks en skúringatuskan ??

Ég á ekki skúringatusku Wink

 

Etir miklar hamfarir á tölvunni í morgun er ÉG búin að koma öllu í LAG.W00t

En eitt og annað gott farið úr lagi eða útúr tölvunni BlushWounderingWhistling

Hún er sem sagt eins og ný og ónotuð.Og nú hlæja mágar mínir að mér eða dæsa ógurlega og hugsa ....hvenær ætlar hún að fatta að hún má ekki vera að þvælast inni í tölvukerfinu...

En

ég ætlaði nú ekki að fara að blogga um þetta og eiginlega ekki neitt.

Atburðir síðustu daga í þjóðfélaginu kalla þó óneytanlega fram í mér sósíal/komma/sósíalistann..

Ljóti kallinn brosir eins og eitthvað hafi fests þversum í rassgatinu á honum.

Fleiri verða ekki þessi orð að sinni.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband