Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
HÆJJJ
30.8.2007 | 23:22
Er að vinna svoldið
langa daga núna
á golfvellinum.
HAAhhaaa
haldið ekki að ég hafi verið búin að skrifa
golfBELLINUM
Jedúdda.
En það sem ég ætlaði nú að segja er þetta:
"Verð lítið í tölvu fram yfir helgi.
KNÚS Á LÍNUNA..
P.S
Ætti Mr.Fannberg ekki að fara að koma aftur??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ja ég er búin að losa mig við þennan póst sem ég sagði frá hér að neðan...Litli bróðir minn hringdi í mig í kvöld og sagði mér að ég skildi losa mig við þetta strax...varað hefði verið við einmitt svona sem í boði væri að versla og láta ganga upp í vinningsupphæðina..honum minnti að þetta tengdist einhverjum hryðjuverkasamtökum...Mætti ætla að þessir andskotar hefðu nef fyrir svona sakleysingjum eins og mér.En takk öll fyrir ráðleggingarnar.
Að öðru.
Þegar við systur leggjum land undir fót og hoppum upp í flugvél og kíkjum út fyrir landssteinana þá eru það óskrifuð lög að kaupa smá systragjöf handa okkur fjórum.
Þar sem tvær af okkur eru alltaf á flandri þá erum við búnar að fá 2.í sumar.
Fyrst þessa...frá Lilju
svo þessa frá Heiðbjörtu
Það fyndna við þessa er að þegar ég tók hana upp varð mér að orði
"Djö er hún lík mér"
Kom þá í ljós að hinar systurnar voru búnar að velja sér og skildu þessa eftir handa mér því hún minnti þær óneitanlega á mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
"FJANDAKORNIÐ AÐ MÉR"
26.8.2007 | 12:15
Eins og amma María heitin myndi segja.
En ég var að fá póst frá einhverju dæmi
sem ég var að grufla í um daginn.
EEHHHH var að reyna að dánlóta fótósjopp.
Jájá ég er bjartsýn og ekkert
er ómögulegt fyrr en annað kemur í ljós.
Nema hvað pósturinn inniheldur tilkynningu
um að netfangið mitt hafi hlotið
hæsta vinning í einhverju blabla
500.000.euros.
Hvergi stendur hvernig á að greiða mér þetta en mér er boðoð að kaupa eitthvað hjá þeim og drægist verðið frá vinningsupphæðini.
Og fjandakornið að mér...mig langar að prófa.......
Hvað mundu þið gera?????
Ég hef áður fengið svipaða póst og þá þurft að borga til að fá vinninginn sem hefur ávallt verið mikið lægri en að ofan getur.....þeim hef ég eytt en "fjandakornið að mér".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
ÁSKORUN!!!
24.8.2007 | 02:03
Heiða, bloggvinkona á þessi skrif hér að neðan byrt m/leifi
Eins og margir muna fór ég í smá herferð gegn lyfinu Flunitrazipam s.l vor. Með hjálp moggabloggara og annara lesanda náðum við að koma þessu máli inn á borð Landlæknisembættisins og Lyfjanefndar.
Málið fékk líka smá umfjöllun í dagblöðum og sjónvarpsfréttum.
En síðan þá hefur ekkert gerst annað en það að fleiri stúlkum/konum hefur verið nauðgað eftir að hafa verið byrlaður þessi óþverri.
Mig langar að biðja ykkur, kæru bloggarar, að blogga um málið. Því fleiri, því betra. Frekar en að kommenta hérna í gríð og erg hjá mér, þætti mér vænt um að þið blogguðu sjálf. Hérna fyrir neðan set ég link á samantekt um málið frá því í apríl. Inn á þeirri færslu eru þrír linkar á annað sem tengist málinu. Ef þið viljið getið þið notað hana í ykkar blogg.
Þar sem mig langar að taka samantekt á þeim sem blogg...vonandi sem flestir.. og erfitt fyrir mig að fylgjast með, þá væri æðislegt ef þið sem bloggið kvittið í kommentakerfið eða sendið mér email á geislabaugur@gmail.com
Hér er svo linkurinn:
Bætt við kl. 22:10
Vil taka það skýrt fram fyrir þá sem nenna ekki að lesa allt sem er að finna þarna í linknum, að ég kynnti mér málið mjög vel á sínum tíma
Allir fagaðilar sem ég talaði við, þ.m.t. Landlæknir og aðst.Landlæknir sögðu að það væru mörg svefnlyf á markaði sem gætu komið í stað Flunitrazipam.
Það væri nauðsynlegt að það væri til á sjúkrahúsum þar sem þetta er notað sem "kæruleysislyf" þegar fólk gengst undir svæfingar. En það er töluvert af lyfjum sem eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum og eru þá bara merkt sem slík og ekki hægt að ávísa þeim utan sjúkrahúsa.
Auk þess ræddi ég við yfirlækna nokkurra deilda Háskólasjúkrahúsa og allir sem ég ræddi við voru sammála um að þetta lyf væri ekki nauðsynlegt.
Ég ræddi líka við nokkra starfsmenn Slysamóttöku, lögreglunnar og Stígamóta. Allir þessir aðilar voru sammála um að það væri töluvert um dæmi þar sem greinilegt væri að lyfinu hefði verið notað við nauðganir. En augljóslega lítið um að nauðganir með Flunitrazipam séu kærðar... fórnarlambið man ekki neitt til að kæra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hættið að mala og látið verkin tala!!!!
23.8.2007 | 11:41
Það hefur lengi verið ljóst að þessi framkvæmd væri óhjákvæmileg þ.e.a.s. 2+2 akreinar.
Mig minnir að áður hafi verið gefin út ákvörðun þess efnis að hefja framkvæmdir á 1+2 akreinar en það var ekki það sem við sem sunnlendingar vildum sjá.
Það er því fagnaðarefni að búið sé að samþykkja tvöföldunina.Ég vil trúa því að þessi ákvörðun verði sem fyrst að veruleika.
Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nohh
22.8.2007 | 16:27
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir 14 árum fæddist annað ljós lífs míns
17.8.2007 | 01:03
Þessi hér
Þarna er verið að strjúka eina ferðina....og knúsat í bróðir sínum
5-6 ára sætagerpi
Til hammó með ammó ástin...halltu áfram að vera þú sjálf......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Djúpið er dásamlegt
16.8.2007 | 01:59
Hokkrar myndir frá vesturhraðförinni okkar Betu og dætra+Söru Bjartar.
síðasta símasambandið áður en keyrt er inn í Skötufjörð.
sjáiði Snæfjallaströndina
Ekki laust við að mamma og þau er fyrir voru yrðu mjög undrandi að sjá okkur.LOL
Fjaran kallaði.....Beta og Baldur mágur á leiðinni skosko!!!
Fleyta kerlingar er eitt af því sem maður gleimir aldrei ...smá svaifla á'enni
aðrir voru þó töluvert betri en sumir eða þannig
Anton,Pési og Heiðbjört áttu vinningana...
Annað en þessar ,svoldið, um aujjjjjjjj liktin
Svo var rifjað upp og spekúlerað
Mamma að fá sér í svanginn
Ekkert rafmagn er á Eyri og hefur aldrei verið...þannig að....haha mamma og Beta
Pabbi minn heitinn vissi nú alveg hvað hann var að gera þegar hann setti upp 2 spegla á "klóið"hehe.......með allar þessar pjattrófur í kringum sig
Sumar þurfa ,dáldið,meiri tíma en Beta
Kaupstaðarferð var farin á Ísafjörð og skroppið á Bolungarvík til Jóhönnu Bjarnþórs og þar var Geir stadddur með sína fjölskyldu....Systkynin og dóttir Geirs
Á bakaleiðinni kíkti ég í kúluna á bloggvinkonu okkar Ásthildi Cesil yndælt að hitta hana.
Svona er útsýnið úr fjörunni okkar út fjörðinn...beint yfir á Snæfjallaströnd
Eigið góðan fimmtudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er á pillunni
14.8.2007 | 23:02
þeirri er á að gera reykingafólk afhuga nikótíni!!!!!
Annar dagurinn minn.
Enn þá finn ég litlar aukaverkanir
nema dofatilfinnigu í munninum og andlitinu
og að sjálfsögðu er heilinn hálf dofinn líka
þetta er bara þokkalega bærilegt enn sem komið er
eða þannig!!
Pálmason er svo til hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Lögreglustjóri þrefallt húrra fyrir þér
13.8.2007 | 21:14
Loksins heyrir maður eitthvað af viti í þessum málum
Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Í Kastljósi kvöldsins voru þessi mál rædd og var það held ég bara í fyrsta skipti sem ég heyri Gísla Martein svo vitrænan og ekki var konan man ekkert hvað hún heitir síðri.
Ferlega er ég ánægð ef verður farið að taka á þessum málum af alvöru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)