Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Flottir hafnardagar
13.8.2007 | 12:19
og ekki spillti veðrið
mér fannst dagskráin vönduð og góð og til fyrirmyndar þeirra er að dagskránni stóðu.
HEFÐI SAMT MÁTT VERA EINHVER KVÖLDSKEMMTUN FYRIR UNGLINGANA
B-götufyrirbærið er náttúrulega barasta snilld og maður er manns gaman
Ég beilaði á ballið fékk mígrenikast,eftir slatta af verkjapillum fór ég bara að rolast í tölvunni og spjallaði meðal annars við GUÐMUND búddabloggvin okkar margra og lá bara vel i'onum
Myndavélin gleymdist heima þannig að hér koma nokkrar ránsmyndir frá Hafnardögum síðustu ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Léttskýjað og 19 stiga hiti í forsælu
11.8.2007 | 14:17
Og
Hafnardagar
í
Þorlákshöfn
Ég legg ekki meira á ykkur í bili
enda má ég ekkert vera
að því.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég er farin vestur
7.8.2007 | 10:22
Vaknaði með þá hugmynd
í nótt
að fara vestur á
Eyri
Ætlaði samt fyrst að
sofa út
en það getur maður ekki þegar maður fær svona
skyndihugmynd
og svo átti ég náttúrulega eftir að
láta Betu systir
vita að hún kæmi með
komum svo heim aðfaranótt föstudags
þá verð ég búin að kíkja á
aðalbláber og á
Ísafjörð.
Hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
þegar ég var yngri
6.8.2007 | 02:58
var ég vön að biðja til Guðs um að eignast hjól.
Nú er ég búin að uppgötva
að þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig
svo ég stal hjóli
og
bað Guð um fyrirgefningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er ekki hægt að kenna því um legngur
1.8.2007 | 23:36
að ég sé bogamaður og Lilja systir ljón (á afmælið í dag þessi elska)þessi snirtipinni systir mín var ávalt að flytja inn og út úr herberginu okkar í þá gömlu góðu.Ástæðurnar voru tvær.Önnur var að ég hreifði tærnar svo mikið að hún gat ekki sofnað og átti hún það til að flýja í forstofuherbergið upp úr miðnætti vegna braks og bresta og einhvers óskiljanlegs hávað í tánum á mér!!!
Hin ástæðan var að ég var "svo mikil drusla".Henti fötunum mínum á gólfið og fór ekki fram með kókflöskuna.Sem sagt nennti sjaldan að taka til.....þegar voru komnar nokkrar kókflöskur,eitthvað af sælgætisbréfum og nánast öll mín föt hrein og óhrein í einn bing á gólfinu þá... upphófust kítur og þras og skammir og afsakanir og og og ég tók engu tali "því mér þótti lífið svo skemmtilegt að ég ætlaði ekki að splæsa því í tiltekt á hverjum degi".Eftir svona systra-uppákomur þá flutti hún skattholið sitt og svefnbekkinn yfir í forstofuherbergið með þeim orðum "Ég ætla ekki að vera í þessari svínastíu,,,,þú getur bara verið þarna ein"
Fljótlega örugglega innan viku "oftast" var hún svo flutt inn aftur....ég með fögur fyrirheit að halda nú herberginu hreinu....við gátum nefnilega ekki verið án hvor annarar og getum ekki enn....við erum þær allra bestu vinkonur sem hugsast getur....
En sko ég er nú bara að skrifa þetta af því að fyrir u.þ.b.1/2.mánuði reif ég allt útúr svefnherbergisskápunum og fjandinn hafi það ekki ein einasta flík hefur ratað á réttan stað aftur..veit reindar ekki af hverju ég leifi skápunum bara ekki að vera eins og þeir eru og laga til bara það sem þarf,,,,,,,,,en nei ég finn mig alltaf knúna til að setja allt á kvolf endurraða skipuleggja og ja nú á ég engra kostavöl,kallinn að koma heim í kvöld og úja ekki hægt að láta hann mæta því sama og síðast....þannig farin að raða inn í skáp...vista þessa færslu því ég er hvergi nærri búin að sjá að þetta takist!!!!!!!
Komin aftur ekki galvösk og hoppandi...Búin að fara í Hafnarfjörð og Reyjkavíkurflgvöll.Áður en ég fór þá spítti ég í báða og VÁ FLOTTU SKÁPAR(og gott gólfpláss)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)