Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Lífið er yndislegt
7.11.2007 | 09:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Get ekki
6.11.2007 | 14:54
orða bundist.
Hvaða verðandi móðir kýs að deyja frá börnum sínum í fæðingu þeirra.
Því eru trúarbrögð svo bókstafslega ranglát að setja nokkurn mann í svona stöðu.
Aumingjans konan.
Ég væri víst ekki ofan jörðu hefðu þaulsætnir og upp á þrengjandi vottar náð einhverjum árangri með mig.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar púkarnir fara á stjá
3.11.2007 | 23:41
og konan ruglast í ríminu þá er fátt annað til ráða en að pikka upp púkann í sjálfum sér og senda fíflalegt glott út í heiminn......
Afklæða jólasveininn.....
og hvað annað skemmtilegt sem manni dettur í hug
stripp-sveinki !!!!
FLOTTUR.
Í gærkvöldi var stuð á kellunni búin að skúra út,flögra um húsið með tuskuna,skipta á rúmunum...
Nei nei ekki skipta á rúmunum heldur skipta á rúmunum.
Til að fullkomna verkin átti að kveikja á kertum og hafa kósý.Ég á sérstakan kertakveikjara sem er eins og fugl í laginu og kemur eldurinn út um gogginn.......nema ég á ekki þennan kveikjara lengur núna.... sko eftir gærkvöldið......það nefnilega vantaði gas á hann...ég prílaði upp í efsta skáp og náði í gasið.....réttur stútur var ekki.....þá var bara að nota vitlausan.....og gasið út um allt....kældi hendurnar og ollasak ajamak kveikti.....blossi..henti logandi fuglinum frá mér....
Á þessari stundu akkúrat gat ég alls ekki munað hvar brunateppið hékk...en þið vitið gas fuðrar sem betur fer fljótt upp........
Skroppið var í Smáralind í dag með stelpurnar.Ég lagði undir berum himni og samdi við stelpurnar að þær kæmu bara út í bíl þegar þær væru búnar....því síminn minn var straumlaus....og hvorki ég né þær kærðu sig um að vera saman.....
Ég stóð á gapinu inni í Hagkaup...vá flotta jólaskraut....er svo assskoti glysgjörn.....
Ég nennti alls ekki að vera þarna og dreif mig út skimandi eins og álfur út úr hól eftir bílnum......var búin að ramba fram og til baka þegar ég loksins fann hann....
Hugsaði "hann er víst bláleitur"......við Árni getum ekki verið sammála um litinn á honum,hann segir að hann sé svartur....glætan.
Ég sting lyklinum í skrána um leið og ég sé að bíllinn er ólæstur....pottþétt á því að ég læsti honum lít ég inn í hann og sé að þetta er alls ekki minn bíll.....svoldið pínlegt að draga lykilinn út líta laumulega í kringum sig og labba burt skimandi í allar áttir........
Eins og villuráfandi sauður rek ég augun í Nóatúns-skiltið....
Hversu langur getur fattarinn verið?? Ómæ....ég lagði af stað aftur inn í Smáralind og strunsaði út hinu meginn...
Bloggar | Breytt 4.11.2007 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Vissir þú?
2.11.2007 | 16:53
Vissir þú?
(tekið af vefsíðu heimila og skóla)
Þetta ættu allir foreldrar að taka til athugunar......það er aldrei of seint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Algrlega brjálað veður hérna í höfninn
1.11.2007 | 22:01
Herjólfur fastur í Þorlákshöfn
Herjólfur er fastur í Þorlákshöfn þessa stundina. Skipstjóri Herjólfs vill ekki leggja í hann vegna veðurs og ætlar að bíða þar til lægir. 8 metra ölduhæð er á milli lands og eyja.
Herjólfur liggur við bryggju. Þeir ætluðu að fara núna klukkan half níu en ég hef ekkert heyrt. Það er brjálað veður hérna, mjög mikið rok," sagði starfsstúlka í afgreiðslunni í Þorlákshöfn við Vísi rétt í þessu.
Um 60 manns eru um borð í Herjólfi.
Við mægður höfum það þokkalegt í rokinu báðar með hausverk og hálsbólgu utan á hálsinum
Spilum jólalög og kósý.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sagði ekki einhver að það væri búið að afnema þrælahald
1.11.2007 | 10:47
Íslendingar almennt eru orðnir þrælar bankanna.
Glerhallabyggingar rísa undir þesa siðlausu starfsemi
þar eru haldnar veislur
og sérlega vel stæðum viðskiptavinum boðnir í utanlandferðir
og hver veit hvað.
Jafnvel fluttir inn lystamenn til að skemmta þotuliðinu.
Vel getur verið að ég kosti mína utanlandsferð
og komi ekki aftur til baka.
Skammist ykkar.
Og önnur frétt.
Veruleg styrking krónunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar
SKYLDI ÉG EÐA ÞÚ HAFA GAGN AF ÞESSU???????
AF HVERJU EFAST ÉG???
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)