Villtu með mér vaka.....
23.1.2008 | 20:25
Ég er oft andvaka.....langar að segja andskoti oft en þar sem ég er að reyna að hætta að bölva....þá sleppi ég því............
Skil ekki alveg af hverju ég bölva svona mikið.Ég er búin að skoða sjálfa mig að innan í 3.mín... og finn enga ástæðu fyrir að ég nota bölv til að leggja áherslu á orð mín..........
Akkúrat í þessum skrifuðum orðum hef ég ákveðið að halda áfram að bölva...ég væri bara ekki ég sjálf án þess...
En þegar ég er andvaka þá er ég eins og þið hin sem það eru... eins og fló á skinni.....Ég er með þá undarlegu áráttu sama hvernig ég reyni að tæma hugann og segja farðu að sofa kerling...þá leitar á mig brjálæðisleg löngun í súkkulaði........svo sterk að jafnvel hálf sofandi hef ég ranglað fram í eldhús og náð mér í suðusúkkulaði vaknað svo með súkkulaði í hárinu og út á kinn......
Ég svaf yfir mig í morgun.....síminn vakti mig......skólinn að ath.með stelpuna.......
Mig dreymdi æðislegan draum ég og Jói Fel vorum að baka þessa frábæru tertu hans
og lái mér hver sem er að hafa ekki hlustað á vekjaraklukkuna...........
Þessi terta er það mikil snilld að maður dreymir hana og vill ekki vakna......
Nú er ég ekkert að auglýsa fyrir Jóa ég er bara brjáluð í súkkulaði á nóttunni.
Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast Nóa Síríus og Freyja og Góa verða brúðarmeyjar...........
Athugasemdir
nnnaaaaammmmmmm ég skal vaka fyrir svona súkkulaði
Vatnsberi Margrét, 23.1.2008 kl. 20:40
"Magnesium" er það nýjasta í náttúruheilsubransanum fyrir andvaka lið. Hef aldrei prófað það sjálf, enda steinrotaður selur á næturnar. En ég mæli tvímælalaust með "súkkulaðinu"....en ekki spreða því í hárið, það er bara sóun á góðu súkkulaði! Nei, í magann með það...jammmí.
kveðja,
formaður É.S.Ó.M. ( Éta Súkkulaði í Ómældu Magni)
Sigríður Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:49
sko ...... súkkulaði er eins og hvert annað fíkniefni Nú spyr ég var Jói í einhverju þegar þið voruð að baka???? Veit Mr. Pálmason af draumförum þínum???? Og, það verður að viðurkennast að ég sem er ekki þessi dæmigerða súkkulaðitýpa myndi þiggja eina sneið með kaffinu af henni þessari.
Smjúts og knjúts!
www.zordis.com, 23.1.2008 kl. 20:59
Hahaha, þú ert dásamleg!
Heiðbjört 23.1.2008 kl. 21:11
Margrét ég vissi að ég gæti reitt mig á þig.........Sigga er ekki súkkulaði stútfullt af magnesíum....ég hef það fyrir satt að svo sé.......Þórdís!!!!Ég veit ekki hvað er að mér en ég man ekkert um Jóa nema við vorum að baka akkúrat þessa tertu.........auðvitað hefði maður átt að fá meira útúr draumnum Pálmason veit ekkert um þessar draumfarir en hefur óneitanlega orðið var við þetta nætursúkkulaðiát og Hippla mín held að þú hafir smakkað umrædda tertu og hún er dásamleg......
Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 21:41
svona súkkulaði og ég geri allt fyrir þig ok næstum allt
Ólafur fannberg, 23.1.2008 kl. 22:15
Fannberg mig langar að kafa í Silfru......
Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 22:25
Awww ... Góður draumur! Þú ert krútta númer 1 Ég á svona drauma um súkkulaði. Love it
Súkkulaðikökudraumaknús
Lísa 24.1.2008 kl. 00:37
Veit elskan við erum súkkulaðirúslur og fiðrildi
Solla Guðjóns, 24.1.2008 kl. 00:40
Hey hvað helvítis andskotans bull er þetta, helvítis súkkulaðið er holt og gott fyrir hjartað láttu bara eftir þér að stinga súkkulaðinu í helvítis náttborðsskúffuna og þá er ekki eins andskoti langt að ná í það þegar löngunin kemur.
Kristberg Snjólfsson, 24.1.2008 kl. 08:27
Góður Krútti auðvitað tek ég reyfarana úr náttborðinu og fylli það af súkkulaði
Solla Guðjóns, 24.1.2008 kl. 08:32
ég er mjög undarleg og hef nánast aldrei löngun í súkkulaði .. vildi bara segja þér að það væri til svollis fólk og hættu svo þessu ands-helv blóti he he
Margrét M, 24.1.2008 kl. 09:59
MMMMMMM.......... og ekki orð um það meir
Svala Erlendsdóttir, 24.1.2008 kl. 10:25
Með súkkulaði út á kinn. Solla.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2008 kl. 11:52
Ég hefði líka haldið áfram að sofa með svona draum. Blótið er bráðnauðsynlegt til að fá útrás Ég fá svona súkkulaði tímabil, er reyndar skít fallinn fyrir súkkulaði café frá Nescafe, verð að fá svoleiðis á hverjum degi. Eigðu yndislegan dag, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 13:02
Silfra biður
Ólafur fannberg, 24.1.2008 kl. 13:52
Já Magga þetta er djö..undarlegt Skil Svala umm Ingunn ég er með þá tilfinningu að við séum andlega skildarJórunn margt seður í mirkrinuTakk Fannberg... á efetir að kíkja á bloggið þitt aftur en skil þetta sem já
Solla Guðjóns, 24.1.2008 kl. 14:37
á nú að vera skeður Jórunn en seður er ekkert verra
Solla Guðjóns, 24.1.2008 kl. 14:38
Núna langar mig að leggja mig og dreyma....
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2008 kl. 19:31
Tellmíabárit, þú og súkkulaði hehe. ("Mér finnst gott kex, Beggi bróðir sagði´ða")
Kveðja Beta sys
Beta sys 24.1.2008 kl. 21:27
mmmmm súkkulaði....
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 24.1.2008 kl. 21:44
nú er held ég komin háttatími ... var að tala við Síló og hann er að elda fisk!
Góða nótt elskling!
www.zordis.com, 25.1.2008 kl. 01:15
Jamm er líka að koma mér upp í góða nótt og segðu smúss frá mér til Síló..
Solla Guðjóns, 25.1.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.