GLEÐILEGT ÁR!!!! og megið skaupið lifa!!!!
2.1.2008 | 17:35
Ég óska ykkur öllum gleðilegs og gæfuríks árs!!
Og þakka fyrir nýliðið ár.
Verð að segja að mér fannst skaupið snilld....þó að ég hafi ekki verið grenjandi úr hlátri(ég vildi nefnilega heyra hvað sagt var) Þá var töluvert um hlátur og fliss hér á bæ.
Ég er ekki alveg að skilja þessa neikvæðu umræðu í bloggheimum un skaupið.
En maður er jú það sem maður hugsar...............
En margur bloggarinn er reyndar til í að vera alltaf að stúta hinum ýmsu málefnum...
þar á meðal ég
Mín heitasta ósk er að fá gefið út veiðileyfi á eiturlyfja baróna/innflytendur og já ég myndi leggja mig alla fram.
~~~~~~~~~~~~~
~~~~~~~~~~~~~~~
En að öðru.Áramótin voru alveg ágæt í alla staði.Við vorum með matarboð.Mr.Pálmason er snillingur þegar kemur að verkun og eldun lambahryggs en hann úrbeinar nokkrum dögum fyrr,laumar leydókryddum í kjötið og útkoman er albest í hvert og eitt skiptið.
Á boðstólum voru líka
veislu-kjúlli með frábærri fyllingu
og
hreindýr
geðveikislega gott.
Takk fyrir það
Andi mágur.
Hér var líf og fjör áramótin út og inn og ráku nokkrir góðir vinir og frændfólk inn nefið.
Ég læt myndirnar tala sínu máli......hægt er að stækka þær með því klikka á þær(kannski tvíklikka)
Í gær bauð Jonni frændi svo til nýárskvöldverðar......
Kalkún og fjör........
Bæ í bili og
nýársknús á línuna.
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár. OG skaupið var hundlélegt og hana nú
Kristberg Snjólfsson, 2.1.2008 kl. 18:36
Þú um það .........sagði hænan
Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 19:17
Nýarsknús á þig líka snúlla. Mér fannst skaupið hrikalega fyndið en reyndi að hemja mig til að heyra næsta brandara
Takk fyrir fallegar kveðjur á bloggið mitt
Svala Erlendsdóttir, 2.1.2008 kl. 19:30
Kæra Solla, ég óska þér og þínum gleði og gæfu á nýju ári, þakka yndisleg bloggkynni á því nýliðna. Greinilega fjörug fjölskylda hjá þér. Nýárskveðjur Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 21:36
Elsku kjéddlingin mín, vantar myndir úr partýinu hans Jonna .... (gráðug) Æðislegar myndir úr veislunni þinni og ég set mér takmark í lífinu sem er að komast í galdrabrasið hans Mr. Pálmason þar sem Guddurnar eru hver annari ferskari og líflegri!
www.zordis.com, 2.1.2008 kl. 21:37
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2008 kl. 21:42
Takk elskurnar mínar......en Þórdís myndavélin gleymdist í gærkvöldiannars væri sjálfsagt mynd af Bygga bróðir þínum hér
Hey tókstu eftir myndinni Rósir....er samt ekki komin á rétta vegginn
Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 21:42
Gleðilegt ár!
Kristjana Bjarnadóttir, 2.1.2008 kl. 23:49
Gleðilegt nýtt ár. Ég hló af skaupinu. Frábær áramótaveisla hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2008 kl. 00:14
hæ hæ og gleðilegt nýtt ár!
ég hef ekki séð skaupið í mörg ár!!!!
knús
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 3.1.2008 kl. 09:09
Tók ég eftir .... Já elskan mín ég gerði það! Rosalega falleg mynd
Ég er hér að á flikk flakk heljarstökki .... já, það hefði nú verið gaman að sjá mynd af Bigga bróður mínum sætulíus!
knús á þig kjéddlingin mín, hlakka til að geta vaðið með þér í Englavíkinni í sumar! Stefnumót, sami tími að ári!!!!
www.zordis.com, 3.1.2008 kl. 22:08
jamm skundum í Englavík með Lísuna okkar
Solla Guðjóns, 3.1.2008 kl. 23:38
Úff, þá sjaldan maður skellir sér bloggrúnt í tölvuheimi kostar það blóð, svita, tár og pirring að skilja eftir komment. Nenni ekki að skrifa allt aftur og segi einfaldlega >>> Gleðilegt nýtt ár
Lísa 4.1.2008 kl. 01:57
gleðilegt nýtt boggár
Margrét M, 4.1.2008 kl. 09:44
Gleðilegt ár Lísan mín.....alveg er ég sammála þér..vsr að verða vitlaus á þessum bloggsíðum í gærkvöldi...byrtust seinnt og illa og mikið um villumeldingar......núna get ég t.d. ekki sett reiðikall.......segi þá bara ARGHH
Solla Guðjóns, 4.1.2008 kl. 13:54
sá ekki skaupið flottar myndir sérstaklega sú síðasta hehehe
Ólafur fannberg, 4.1.2008 kl. 16:56
kurr kurr sagði litla dúfan sem lá á hleri, beið eftir ástar kveri og kváði í hvívetna!
mússý múss ....
www.zordis.com, 4.1.2008 kl. 22:20
þetta hefur greinilega verið mjög gaman !!!
bið að heilsa lambalæramanninum
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 16:27
smússss á þig og takk fyrir síðast
verð eiginlega að vera svoldið ósammála þér ........................
skaupið var mjög lélegt í ár
Sigrún, 5.1.2008 kl. 22:54
Hey!!! Það var mikið að einhver tjáði sig um skaupið
Solla Guðjóns, 6.1.2008 kl. 01:12
Gleðilegt ár. Þetta hefur verið svaka fjör. Skaupið á ég til góða. Prófa það á næstu dögum.
Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 01:47
Get ekki tjáð mig um skaupið og er því hlutlaus en mikið er ég glöð að sjá að það séu skoðanaskipti á hvað er gott og hvað er minna gott!
Knús á þig sætust!
www.zordis.com, 6.1.2008 kl. 09:42
Hvaða, hvaða? Þetta var ekki sem verst, Skaupið. Byrjuðu kannski helst til rólega fyrir minn smekk, en náðu fínu flugi með Johnsen í jarðgangnagerðinni og leitinni að Lúkasi. Hef samt séð þau betri....en verri líka.
Sigríður Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 14:03
Ging gong gúllí gúllí gúllí - ging gong gú -ging gong gú
Lísa 7.1.2008 kl. 06:49
Um kaldhæðnislegt atriði sem ég er ekki búin að fá botn í
Solla Guðjóns, 7.1.2008 kl. 14:39
Ég hló af öllu, líka því sem ég fékk engan botn í Var í skaupgírnum og þá er bara gaman.
Lísa 7.1.2008 kl. 17:24
Solla Guðjóns, 7.1.2008 kl. 17:37
sá ekki skaupið
Ólafur fannberg, 8.1.2008 kl. 07:02
Gleðilegt ár Solla mín
Ég verð nú að vera þér sammála, Solla... fannst skaupið bara nokkuð fínt... hló helling í það minnsta!
Held maður megi alls ekki vera með neinar væntingar, það hafa komið skaup sem er ekki hægt að keppast við! Laddi, Edda Björgvins og co. hva var það "84 þetta allra bezta??
Srósin 9.1.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.