Ég finn að ég er

að veikjast aftur.Ég er hrædd.Ég vil ekki veikjast.Ég er ekki að tala um flensu eða gigtina,hún er smotterí miða við geðveikina.Þó að ég sé sterk og mjög meðvituð um sjúkdóminn þá spyr hann ekki leyfist hvort hann megi kíkja inn fyrir.Sjúkdómurinn er ókurteis frekja sem ryðst inn óboðinn og heimtar að gista...Í mínum huga er ekkert gistirými fyrir þessa frekju.En frekjan sætir lægi ræðst til inngöngu þegar ég hef þurft að þola mikið álag í langan tíma eins og undafarið ár.Þá finnur þessi frekja smugu núna .............Sælar eigum við að hafa það áráttuhegðun húna??? Lýst þér bara ekki vel á það??

Eða ertu til í oflæti.......þá er svo gaman....við gætum byrjað á að þrífa loftin í húsinu.....

Skroppið svo í bæinn og farið í búðir og keypt tilbúin mat til að fara með heim.......veðrið?....skítt með það við erum svo klár saman við getum allt.........

Kostar???......hehe.... þú segir bara það er svo dýrt að lifa í dag....

Verðurðu blönk!!! hvað er að þér kæra vinkona!!!!!við vitum bæði að það endar með með því......þá leggjum við okkur.... saman.......sofum og sofum.....þú átt jú gott rúm og þó þú ættir það ekki þá sofum við bara undir rúmi.....manstu sofa sofa sofa........hvaða áhyggjur eru þetta???þú skilur hvort sem er ekkert af hverju þú ert svona þreytt og svefn sækin......

Svo mannstu að brosa,vera alltaf kát og hress........þú nefnilega átt ekki að segja neinum að ég sé í heimsókn........fólk fer þá bara að hafa áhyggjur af þér....ekki villtu það nú!!!!

OOO við gætum gert svo ótala margt saman...gerum eitt hvað klikkað!!!!

Ég get látið sama lagið hljóma í hausnum á þér........eða sömum setninguna.........neinei ég ætla bara núna að láta þig fá eitt og annað á heilan........je eitthvað sem þú getur ekki hætt að hugsa um.......já ég get haldið þér reiðri og eða leiðri.

En kæra vinkona villtu kvíða????????? villtu hann í köstum eða á ég að demba honum svona yfir þig edrum og sinum........kannski út í búð......eða þegar þú ert stopp á rauðu ljósi........hahahahhahaha

Þegar "frekjan" gerir sig heimakomna er eins gott að vera ekkert að bíða eftir að hún láti sig hverfa....Reyna frekar að átta sig á ástandinu og byrja að reka út....ef ekki með góðum árangri strax..þá hjálp fagaðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sorglegt að lesa þetta, þú ert svo meðvituð um málin, eru þá ekki til lyf sem hjálpa þér?? vona bara að þetta verði ekki voðalega slæmt í þetta skiptið. Þekkti einu sinni stúlku sem þjáðist af þessu, erfitt að skilja svona til fulls, nema lenda í því sjálfur, ekki öfunda ég þig mín kæra og óska þér alls þess besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: www.zordis.com

Stundum er betra að bíða .... fá ekki svona leiðindaheimsóknir!  Það væri óskandi að þú hentir þessari frekju yfir í annan heim og skelltir í lás.  Æj dúllan mín ég sendi þér ofurknús og risakoss í þeirri von að frekjan sjái að sér! 

Svo stendur öndin í loftinu og á ekki orð til að senda því hún veit hvað þessi frekja er leiðinleg og kallar sig líka vinkonu þegar henni hentar!  Svo veit ég líka að engin orð né athafnir geta lagað báttið þegar vinkonan er sest upp á.  Vona að hún staldri stutt við ..... sendi þér kærleikskveðjur elsku kjéddlingin mín. 

www.zordis.com, 22.10.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Jú það eru til lyf og ég er á lyfjum.

Ég var í þeim gírnum áðan að vera í vafa um að byrta þetta og kláraði ekki alveg því þa´hefði ég hætt við.

En ég kann að díla við þessa frekju og henni verður ekki vært........ef ég er ekki nógu sterk í þetta skiptið þá finn ég það fljótlega og fer þá til hausarans míns áður en frekjan nær yfirhöndinni.

Takk fyrir stelpur

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Guðmundur minn svo skrítið sem það er þá er ég þakklát furir að hafa kynnst þesum sjúkdómi.Ég er búin að ganga með hann í mörg mörg ár og hef lært alveg ótrúlega mikið af því.

T.d í dag veit ég ekki hvað orðið svartsýni þíðir.Í dag dæmi ég ekki fólk.....get hins vegar haft fastar skoðanir........systkyni mín kalla mig sálfræðinginn

En takk elsku kall.

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 15:36

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Elsku dúllan mín oh hvað ég væri til í að þessi sameiginlega vinkona eða dreki væri ekki til.

Sendi þér alla mína góðu strauma og engla til að hrekja hana út og þú veist að ég er til staðar ef þarf  Veit þú hefur þekkinguna og allt sem þarf.

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 22.10.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir opinskáan pistil. Með opinni og upplýstri umræðu er von til að fordómar gagnvart þessum sjúkdómi minnki og hverfi að lokum. Gangi þér vel að glíma við frekjuna og hafir hana undir.

Kristjana Bjarnadóttir, 22.10.2007 kl. 18:49

7 identicon

Sendi risa, risa, risaknús til þín ofurdúlla  og svo einn á kinnina

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 22.10.2007 kl. 18:57

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér Sollan mín, að deila þessu með okkur.  Hugrökk og sterk, eins og ég man eftir þér í skólanum í gamla daga.  Þakka þér þessa gjöf.  Veit að hún hjálpar mörgum.

     "Hamingjan er að gefa öðrum".  (Christopher Hoare, 11 ára)

     "Sú gefur mest sem gefur með gleði".  (Móðir Theresa)

Sigríður Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 19:52

9 Smámynd: Elín Björk

Æj, ferlega vont að fá svona heimsókn! Hef kynnst svona af eigin raun en er blessunarlega laus við óboðna gestinn að sinni.

Hjúmongus stórt knús til þín dúlla

Elín Björk, 22.10.2007 kl. 20:39

10 identicon

Solla mín, vonandi getur þú skellt á nefið á frekjunni.  Mikið vilidi ég að fleiri væru jafn opinskáir og meðvitaðir um þennan sjúkdóm og þú, það gerði mörgum lifið léttara.

 Kveðja, Unnur 

Unnur 22.10.2007 kl. 21:47

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Feluleikur í þessum efnum er eingöngu til að gera hlutina erfiðari.....

En vá það kemur sko á fólk þegar ég segist vera geðveik....

Geðveiki er mis alvarleg.Þunglyndi er geðveiki,Geðklofi er geðveiki og allt þar á milli.

Afhverju virkar þetta orð svona illa???????

Þetta er svona hæðnis og skammarorð.....

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 21:59

12 identicon

Þú ert kjörkuð kona.Les í ath.s.boxinu hvað öllum þykir vænt um þig.

Gangi þér vel.

Hlín K. 22.10.2007 kl. 22:28

13 Smámynd: Sigrún

kvitt kvitt og knús

þú ert svo mikið æði pæði

Sigrún, 22.10.2007 kl. 22:45

14 identicon

Lísa 22.10.2007 kl. 22:56

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ég er orðin sjóuð í þessum efnum.Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég hef ferðast til helvítis og aftur til baka og fer þangað aldrei aftur.

Að sitja á tímasprengju er ekki líf.Það er sú mesta kvöl sem ég get hugsað mér að nokkurum líði.Ég leyfi frekjunni ekki að þróa þær aðstæður.Það hefur enginn efni á að missa geðheilsuna.

Ég met mig það mikils að ég leyta lækna frekar en að stofna geðinu í hættu.

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 23:06

16 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Elsku hjartað mitt. Rosalega ert þú dugleg. Þú veist þegar ófétið er að mæta á staðinn og leitar þér hjálpar. Gangi þér vel að yfirbuga frekjuna. **Risaknús til þín** 

Svala Erlendsdóttir, 22.10.2007 kl. 23:39

17 Smámynd: Rannveig H

Meðal minna bestu vina eru geðveikir.Takk fyrir þennan frábæra og hreinskilna pistil.Gangi þér vel að takast á við frekjuna .

Rannveig H, 23.10.2007 kl. 08:10

18 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þú riður líka brautina fyrir þá sem á eftir koma með því að vera svona hugrökk og lýsa sjúkdómnum. Gangi þér vel

Kristberg Snjólfsson, 23.10.2007 kl. 12:05

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Elskurnar mínar mér gengur vel.Átti gott spjall í gær við einka sálan minn.Það er oftast gott að geta talað við þá sem skilja mann 110% og ég er strax byrjuð að taka á því.

Hitt er svo annað mál að það er hægt að skrifa heila ritgerð um upplifelsi af geðrænum sjúkdómum.

Svo er annað að orðið geðveikur þíðir í hugum margra að maður sé hættulega brjálaður en það er af og frá alla vega í mínu tilfelli.

Bara að finna hlíjuna frá ykkur gerir mikið fyrir mig.

Solla Guðjóns, 23.10.2007 kl. 13:53

20 identicon

Sæl vertu.

   Rosalega skrifarðu mergjað um þetta vandamál´. Ég varð bara að leggja inn aths. Elsku haltu áfram að skrifa.  Ég er svo innilega sammála þér með þessa neikvæðu merkingu orðsins geðveikur, en annað virðist ekki vera til, en eins og þú veist sjálf hafa mörg stórmenni mannkynsins verið brenglaðir, það hlýtur að vera erfið tilfinning þegar þú finnur sjálf fyrir heimsókninni. Hlýtur að vera mjög skörp. Haltu áfram að skrifa. Gangi þér vel. Kveðja.

Sólveig Hannedóttir 23.10.2007 kl. 17:28

21 Smámynd: www.zordis.com

dirrindí og ofurmegabolluknús! 

Heidarleiki og hreinskilni er sterkt afl í rétta átt!  Zú ert Ofursollan mín!

Besos y café con leche! 

www.zordis.com, 23.10.2007 kl. 20:15

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gott að hafa ekki rétta lykilinn til að læsa svona frekju úti endanlega.  En hvað getur maður sagt.  ekkert annað en, þú ert yndisleg manneskja, og rosalega dugleg.  Mér þykir vænt um þig þó ég hafi aðeins einu sinni hitt þig, en maður kynnist fólki ótrúlega vel gegnum bloggið.  Knús til þín elsku Olla mín, og risaknús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:26

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Já tilfinning er erfið.En þegar maður áttar sig á hvað er að ske þá verður allt miklu auðveldara.Maður lærir smá saman á sig í þessum efnum og fer að þekkja einkennin.Ég veit ég er ótrúlega heppin að vera svona meðvituð um þetta og getað gripið inn í.

Það sem að fólk á að gera er að drífa sig strax til geðlæknis.....það er ekki eftir neinu að bíða nema meiri vanlíðan og vanhæfni eða ætti frekar að segja að ef fólk er orðið of lasið þá er öll skynjun orðin svo skrítin að það að leita læknis er ekkert endilega á dagskrá.

Ég held að í gamla daga þegar að sagt var að fólk á unga aldri legðist í kör þá hafi um þunglyndi verið að ræða.

Ást á ykkur öll.

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 00:52

24 Smámynd: Margrét M

kæra bloggvinkona þú lýsir þessum sjúkdómi á þannig hátt að maður skilur svo vel hvernig þér líður .. frábært hjá þér að skrifa þessa lýsingu, veit að það hjálpar þér líka, rétt hjá þér að ráðast á þessa frekju áður en hún gerir sig heimakomna ... , knús til þín .. 

Margrét M, 24.10.2007 kl. 09:51

25 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 24.10.2007 kl. 11:41

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk nöfnur og Margret mín H.takk kærlega fyrir spjallið....við þekkjum hvor aðra út og inn og elskan mín þú komst mér á rétta sporið.Svo eingum við líka al-al-bestu karlana og Pálmason kemur í kvöld

Magga M.það er rétt þetta hjálpar.Skrifaði óhugsað þessa færslu og var svo í miklum vafa að byrta léta svo vaða meðan ég ræddi við þórdísi yndislegustu í síma.

Lífið og það sem við eigum í lífinu er svo dýrmætt að okkur ber að huga vel að heilsunni bæði líkamlegri og andlegri.Þó sérstaklega andlegri.Án hennar er óvíst að maður sé fær um að huga að líkamlegri líðan hvað þá öðru.

Aldrei aldrei að gefast upp.Samt er í lagi að slaka á og reyna að lifa sem eðlilegustu lífi.

Það er eðlilegt að verða hrædd/ur þegar andlega hliðin veikist.En flestir bíða með að fara til geðlæknis alveg í lengstu lög.Finna einhverja flóttaleið.Áfengi og önnur vímuefni eru algeng leið.Leiðin til að skemma geðið meir og meir.Ég er ekki að áfellast nokkurn mann fyrir það.ÞAÐ ER BARA EKKI RÉTTA LEIÐIN.

Ég er í svona stuði sem mig langar að faðma alla telja í þá kjark og segja flótti kallar á meiri flótta.Sjálf stóð ég frammi fyrir því að rífa tappa af flösku.En skynsemin sagði"Vín ofaní þér beytir engu,staðan er sú sama nema að þú fékkst þér vín"Ég þakka eilíflega fyrir þessa rödd sem sagði mér þetta.

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 12:24

27 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Alltaf gott að geta orðið að liði og eins og hefur alltaf verið hjá okkur gott samtal á erfiðri stund við þig gerir svo mikið :)

Það er ekki algefið að eiga jafn góða menn að eins og Pálmason og Ingvar :)

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 24.10.2007 kl. 12:36

28 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku dúllan mín vona að þú getir ráðið við þetta veit það að þú getur það þú ert svo sterk og svo áttu fullt af fólki sem stendur við bakið á þér og vill stiðja þig þegar það þarf mundu það

Það var svo gaman að sjá þig aðeins hérna úti á olani hjá mér um gaignn og geta knúst þig smá

Stór klemm og knúss á þig ofur dúlla

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 24.10.2007 kl. 13:38

29 Smámynd: Solla Guðjóns

Athyglisvert sem Ásthildur segir hér"Ekki gott að hafa ekki rétta lykilinn til að læsa svona frekju úti endanlega"

Ég held að enginn hafi þennan lykil hvorki til að meina aðgang í byrjun eða endi.

Það þarf að sýna geðrænum sjúkdómum af hvaða toga sem er óbilandi þolinmæði...... og jafnvel vinskapÞað þarf að fórna mörgu til að ná að lifa í sátt við sjúkdóminn.En við eigum ekki að sjá eftir því.Það er heilsan og lífið framundan sem skiptir öllu máli.Að geta axlað þá ábyrgð að vera móðir og allt það dásamlega sem lífir hefur upp á að bjóða.

Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í lífi okkar er besta meðalið.

Knús

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 14:26

30 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra ollasak, það er erfitt að lesa þetta hjá þér, en frábært að þú deiir þessu með okkur hinum. ég veit eki hvort þú veist, en ef þú veist er það gott, en það eru englar allt um kring, sem vilja svo gjarnan hjálpa okkur, en við vitum ekki af þeim, og biðjumsjaldan af alvöru um hjálp. loka augunum, einbeita sér, finna energíin breytast, finna fyrir því að það er meira en þú. biðja um hjálp til að takast á við það sem er að gerast. en muna eftir að biðja um hjálp frá hinu Guðlega, Guði, Ljóssins Englum . þetta ER hægt, þeir vilja svo hjálpa okkur !!!

Megi Englar Ljóssins vera hjá þér.

hugsa um þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:52

31 Smámynd: Bogi Jónsson

Fátt er svo með öllu illt að það hefur ekki eitthvað gott í för með sér og fátt er svo með öllu gott að það hafi ekki eitthvað illt í för með sér.

þó að lífið sendi okkur stundum út af hinni beinu breiðu þægilegu hraðbraut og út á torfærustíg sem liggur með fram henni, þá fáum við tækifæri á að veita betur athyggli og njóta umhverfisinns sem við annars misstum af við að þeysa dofin eftir hraðbrautinni.

Gangi þér vel, og ég veit að þér mun ganga vel, því þú felur hvorki fyrir þér né öðrum þína líðan.

maður verður að gera sitt besta og vera sáttur við árangurinn, burtséð frá hver árangurin verður.

kv Bogi  

Bogi Jónsson, 24.10.2007 kl. 22:06

32 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér risaknús!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:55

33 Smámynd: Solla Guðjóns

Bogi þú ert engill. "

"þó að lífið sendi okkur stundum út af hinni beinu breiðu þægilegu hraðbraut og út á torfærustíg sem liggur með fram henni, þá fáum við tækifæri á að veita betur athyggli og njóta umhverfisinns sem við annars misstum af við að þeysa dofin eftir hraðbrautinni."

Þetta er einmitt það sem ég hef lært af þessum sjúkdómi og þó það hljómi ótrúlega þá er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessu.

 Þið eruð öll englarnir mínir

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 23:10

34 identicon

Fyrst vil ég lýsa samúð minni að þú skulir þurfa að takast á við þessa leiðindar frekju, sorglegt hvað hún virðist ná að ryðjast inn á allt alltof marga.
Hins vegar er jákvætt ( ja, eflaust neikvætt líka, eftir því hvernig litið er á) hvernig þú þekkir þinn sjúkdóm. 

Kannski er hinn eini sanni lykill af hurð frekjunnar, sá að vera klárari en frekjan.  Vera enn betur meðvituð um hana en frekjan sjálf.  Vera fyrri til og ná að loka hana úti áður en hún nær inn.  
Vona í það minnsta að þú náir einn daginn að sigra þessa frekju!

Tjaa, kannski flókið en held í það minnsta að þú sért á réttri leið. 

Mundu bara að það er alveg örugglega mun verra að vera í afneitun og skilja ekkert í neinu þegar þessi óboðni gestur bankar upp á, heldur en að vita þó aðeins hvernig hann hagar sér og þá sérstaklega að geta varað sína nánustu við, þannig að þeir gætu hjálpað eins og hægt er.

Gangi þér vel, elsku Solla og vonandi stoppar hún (helv. frekjan) ekki lengi við hjá þér.

p.s. Virkilega vel skrifað hjá þér, auðveldara að skilja þegar þú persónugerir sjúkdóminn.

Knús og kveðja, Sigurrós

Srósin 24.10.2007 kl. 23:17

35 Smámynd: Ólafur fannberg

knús

Ólafur fannberg, 24.10.2007 kl. 23:18

36 Smámynd: Solla Guðjóns

S.rós."ferkjan"er þegar farin að gefa sig...finnur að ég vil ekkert með hana hafa og hefur sig ekki mjög mikið í frammi.Knús á þig dúllan mín og til hamingju með allt.

Svo er svona kafaraknús á Fannberg.

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 23:34

37 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku músamús (þetta segi ég bara við stelpuna mína litlu...og núna þig) ég er aðstandandi, einosg þú kannski lest í gegnum síðustu færslu...takk takk takk fyrir að hleypa mér inn í heim þinn.

Mér þykir undurvænt um þig elsku kerlingar-músamúsin mín.

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 00:03

38 Smámynd: Solla Guðjóns

Mm Heiða akkúrat.En veistu að þó við gjósum svona (sem betur fer ekki oft)þá elskum við ekkert heitar en börnin okkar rófuskottið mitt eins og ég segi við mína dóttur

Solla Guðjóns, 25.10.2007 kl. 00:15

39 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þekki þig ekki neitt en verð að setja nokkur orð hjá þér. Takk fyrir opinskáan pistil. Það er sorglegt að enn í dag setji geðsjúkdómar neikvæða hugsun í huga svo margra, ég dáist að þér fyrir að vera svona opin og jákvæð gagnvart þínum veikindum. Gangi þér vel að hrekja þessa "frekju" í burtu

Huld S. Ringsted, 25.10.2007 kl. 07:50

40 identicon

Vá, þetta var erfitt fyrir mig að lesa. Ég biðst forláts á að ég skuli skrifa hér undir nafnleynd, nokkuð sem ég geri alla jafna ekki.

Þetta var eins og að lesa um líðan maka míns að öðru leyti en því að makinn hefur enn ekki eftir öll þessi ár náð að læra að þekkja frekjuna, þegar hún læðist að dyrunum og óvart hleypir hann henni inn og umvefur hana í hvert skipti. En lýsingarnar á því sem þau gera saman, ... Og eftir hverja heimsókn er allt rjúkandi rúst sem ekki næst að byggja upp aftur (og borga fyrir) áður en næsta heimsókn frekjunnar dynur yfir.

Opinská umræða um geðræna sjúkdóma er af hinu góða, því  það er öllum hollt að átta sig á því að sá þunglyndi 'rífur sig ekki bara upp úr þessu', þrátt fyrir stanslausa hvatningu um slíkt frá nánustu fjölskyldu. Þunglyndi er þrátt fyrir allt fjölskyldusjúkdómur, með miklum líkum á að ástandi sé viðhaldið með meðvirkni og/eða skilningsleysi. Ég er hins vegar fyrir löngu búinn að átta mig á því að ég lækna ekki maka minn af hans þunglyndi. Samt þarf maður stanslaust að vera vakandi fyrir því að verða ekki meðvirkur og fæða frekjuna.

Nóg um það, hafðu innilegt þakklæti fyrir þessa opinskáu færslu og gangi þér sem allra best að halda frekjunni utandyra í kuldanum, þar sem hún á að vera.

Maki þunglyndissjúklings 25.10.2007 kl. 11:27

41 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Bárður ég er svoldið flippuð

Maki:Það hleypir enginn óvart inn.Þetta ræðst inn og spyr engan leyfis.Grefur um sig og byrjar að rugla mann í ríminu.

Það er erfitt fyrir mig að alhæfa um þennan sjúkdóm.Það eru til svo ótal útgáfur af honum.Fólk nær sér misjafnlega vel.Fólk fær misjafna með- höndlun.Misjöfn meðöl.Misjafna meðferð.Aðstæður eru misjafnar.Skilningur atvinnurekanda er misjafn og oft enginn.

Ég hef verið heppin með allt þetta.

Samt fyrst ég er farin að skrifa um þetta á annað borð þá ætla ég að rekja ferlið mitt.En alls ekki í smá atriðum.

Ég veiktist fyrst 27.ára gömul.

Ég leitaði til heimilislæknisins míns og hann áframsendi mig til geðlæknis.

Þar hófst margra ára lyfja tilraunir...minnka /bæta/gefa séns/breyta aftur um meðul og sama ferli........Á meðan sat maður á púðurtunnu.

Á meðan gerði ég ýmislegt sem enginn með fullu viti hefði gert.

Ég fór í handayfirlagningu hjá manni sem nú er látin.Þar öðlaðist ég í fyrsta skipti von um að mér myndi einhvern tíma batna.

Lyfja tilraunir héldu áfram...Ég fór að rétta mig af.

Ég fór í viðtalsmeðferð sem fór fram á heimili mínu/út í móa eða bara út á lóð eftir því sem okkur leið best í það og það skiptið.

Ég og sjúkdómurinn þroskuðumst saman.

Það sem hefur bjargað mestu hjá mér ( segi bæði hausarinn minn og ég)er að ég er mjög meðvituð um þetta,óhrædd að tala um þetta án þess þó að vera að troða þessu upp á fólk.

ÚBBS nema núna

Lokk reyndust réttu meðulin vera fundin fyrir 5-6 árum eða svo.

Það koma lægðir og hæðir annaðs lagið.Eins og núna var ég komin með reiði og álagsþreytu.O gáráttu sem beindist það aðallega að dóttur minni sem ég bókstaflega var að kæfa...ég var með puttana í öllu sem hún gerði,varð að vita hvert hennar fótmál....sms....msn..bara allt hennar innsta og einka..ég veit auðvitað þarf ég að fylgjast með en þetta var orðið  hálfgerð klikkun.en sem sagt ég náði að sjá hvað var að ske.Og með hjálp góðrar vinkonu sem segir mér alveg afdráttar laust sína skoðun þá er ég að ná að svæla "frekjuna" út.

Veit þetta hljómar einfalt.En það er ekkert einfalt við þetta.

Mér líður vel er að komast á rétt ról.

Uppgjöf hefur aldrei verið til í mínum huga.

Solla Guðjóns, 25.10.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband