Örg kona
18.10.2007 | 21:28
ætti ekki að blogga.
Örg kona sem hefur engan
til að arga á.
Örg konan er örg
því fátt gengur á framlöppunum.
Hoppaði galvösk fram úr
í morgun.
Vakti krakkana....já fleirtala.
Því Betubörn eru hér hjá mér meðan
foreldrarnir spóka sig DK.
Kom ungviðunum í skólann.
Tók saman og tróð í uppþvottavélina.
Dútl og dund...
Tek eftir að uppþvottavélin
hjakkar í sama farinu og vill ekki stoppa.
Æði í bílskúrinn
flýg inn með verkfærakassann.
Allt leit út eins og maskínan hefði yfirfyllt sig.
Aftur í bílskúrinn og sker bút af garðslöngunni
sýg upp vatn og auuuuuuujjjj.
en allt við það sama.
Byrja að skrúfa
já.
Rétt eftir kvöldmat ákvað ég að gefast upp
á maskínunni.
Læt renna í vaskinn
Ennn get ekki opnað bjévítans
maskínuræksnið
og
get ekki enn!!!!
Full af óhreinu leirtaui.
Dagurinn snérist um margt annað.
Neyðarástand í húsi sonarins.
(sem hefur náttla vit á því eins og karl faðir hans að vera sem lengst í burtu,eða á Reyðarfirði)
Ég spændi á Selfoss að kaupa einhverja vatnslása og
leigja höggbor.
Sem gekk nú ekki andskotalaust fyrir sig.
Var ekki með vísað á mér og þá neitaði afgreiðslu-kallinn
að láta mig fá borinn.
Töfrar mínir höfðu engin áhrif...
Þannig að Katla gaus
bað um að náð yrði í Agga verslunarstjóra
sem er góður vinur minn
nei
gaurinn hættur.
Katla seig og kreisti út úr sér
"Hvað heldur þú að ég sé að vilja með að æða hingað uppeftir og fá leigðan bor...staðgreiði hann bara...
Kallinn gafst upp sagist bara hafa verið að reyna að ná mér upp en benti jafnframt á stórt skilti sem á stóð að tæki væru ekki leigð nema gegn kortatryggingu.
Ég er svo grandalaus að mér datt ekki í hug eitt einasta augnablik að mér og öðrum væri ekki treyst.
Á morgun kemur nýr dagur,á morgun verð ég að fá rafvirkja,á morgun þeysi ég á Selfoss að skila þessum bor.
Ég er glöð þó ég hafi ekki náð að arga til Reyðarfjarðar.
Ég er lang lang glöðust yfir því að
nú
á
ég
myndina
RÓSIR
eftir Þórdísi.
Athugasemdir
Flott mynd... Til hamingju
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.10.2007 kl. 10:08
Skemmtilegur dagur eða þannig.
Myndin er æði
Vatnsberi Margrét, 19.10.2007 kl. 11:18
Aumingja maðurinn að lenda í þér. En myndin er flott. Sjáumst á morgun.
Heiðbjört 19.10.2007 kl. 15:22
Humm góður endir flott mynd
Kristberg Snjólfsson, 19.10.2007 kl. 16:06
flottur endir á Kötlugosi
Ólafur fannberg, 19.10.2007 kl. 16:49
Þetta er æðisleg mynd og æðislegur dagur heiri ég..
Maggý Jónsdóttir 19.10.2007 kl. 17:44
Úfffff !!!!!!!!! Maður er hálf miður sín eftir þennan lestur
Annars......kveðjukvitt !!
Ingvar, 19.10.2007 kl. 18:57
Flott mynd. Ég vona að þetta reddist alt hjá þér á morgun :)
Kolla, 19.10.2007 kl. 20:01
Hey, varst þú konan sem var á orginu úti á svölum, og komst í fréttirnar þegar löggan keyrði henni upp í Heiðmörk til að garga út "gosorku"? Bíð spennt eftir að heyra af örlögum uppþvottavélarinnar. En er þetta ekki alveg týpískt þegar maður hefur gesti......þá bilar ALLT!
Sigríður Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 21:01
Náðir þú að opna uppþvottavélina með höggbornum ????????????????
Ingvar, 19.10.2007 kl. 23:16
Úff... einn af þessum dögum. Náðir þú að laga vélina? Hey, en svaka flott mynd
Svala Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 23:53
Heiba honum var engin vorkun...þúst ég gýs misjafnlega og þarna var bara svona brosgos
Ingvar að þú skulir ekki hafa álfað þessu út úr þér fyrr....en það er búið að opna það gerðum við tvær jafnþrjóskar en ekki beint fagmannlegar
En uppþvottaburstinn verður notaður þar til ´Pálmason kemur heim........
Solla Guðjóns, 20.10.2007 kl. 01:04
Hey þarna er komin skýringin heyrði nefnilega að það hefðu mælst einhverjar hræringar á jarðaskjálftamælunum hér á Selfossi í vikunni, en það var þá bara KötluSollugos
Ragnheiður Ástvaldsdóttir 20.10.2007 kl. 06:28
Hey ég gleymdi náttl að vera sammála þér með fuglinn og þetta. Meina þetta með börnin og yndisleik þeirra !
Er bara hér í tilhlökkunargírnum sko.
love love love
www.zordis.com, 22.10.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.