Mér þykir...
24.9.2007 | 16:29
full ástæða að halda áfram með málefni lesblindra.Ég vil þakka öllum sem hafa látið í sér heyra og lagt þessu málefni lið..Án ykkar hefði þetta aldrei komist svona langt.En lengra skal haldið.
Það er góð tilfinning að fá staðfestingu á að tekið sé mark á manni.
From: Helgi Hjörvar To:SollaShow AllSubject:RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Takk fyrir hvatninguna.
From: Katrín Jakobsdóttir | To: | Solla | |
Subject:RE: LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp??? |
Kærar þakkir fyrir sendinguna, full ástæða fyrir menntamálanefnd Alþingis að skoða þessi mál vel!
Baráttukveðjur, Katrín.
Þetta er mér ekki lítils virði.
Sérstaklega vil ég þakka honum Guðmundi BÚDDANUM okkar fyrir hjálpina og hvet ég alla til að nýta sér það hér að neðan.
Mér datt í hug að gera þetta léttara fyrir þá sem vilja aðstoða Sollu og alla landsmenn með því að senda þingmönnum landsins bréf.
Þá skrifið þið Subject/efni (eða afritið þetta):
LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Síðan afritið þið þennan texta fyrir neðan og setjið nafnið ykkar undir.
Bloggverjar, samtakamátturinn hefur virkað áður, látum hann núna virka aftur, Sollu vegna.
---- Afritun hefst hér ---
Ég geri eftir farandi kröfu á hendur ríkisstjórninni allri saman (því það þýðir ekki að gera eingöngu kröfu á menntamálaráðuneytið því þau eiga víst ekki pening).
Að koma á móts við lesblinda nemendur.
Auka kröfur og veita fjármagn til skólastofnana til að kanna lesblindu í yngri bekkjum svo koma megi þeim nemendum til hjálpar.
Og
gera fjölskyldum lesblindra kleift að fara með börnin í lesblinduleiðréttingu..með þátttöku í kostnaði...því það kostar sitt.
P.S. Þið þurfið ekkert að fara að búa til einhverja nefnd til að kanna þessi mál - gangið í verkið og setjið pening frekar strax til stuðnings þessum málaflokki.
Sjá nánar á http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/314894
Virðingafyllst,
Sendandi: ´Sólveig Guðjónsdóttir
Guðmundur Jónsson, 19.9.2007 kl. 17:2
Það voru tvær villur í netfangalistanum svo þetta hérna er lagfært, smellið hér til að fá netföng til allra þingmanna.
Hérna eru svo þær færslur sem ég hef skrifað og komment við þær.
1.ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.
2.ER LESBLINDULEIÐRÉTTING Í SKÓLA BARNSINS ÞÍNS??
3.LESBLINDA+REIKNIBLINDA...hvað gerum við til hjálpar þessum hóp???
Það hafa ótrúlega margir komið að máli við mig í eigin persónu og spjallað um þessi mál.Aldrei hafði mig órað fyrir hversu margir eiga við þetta að etja...fólk hefur verið að fara allskyns krókaleiðir út fyrir skólakerfið til að fá hjálp fyrir börnin sín.Aðrir gefist upp á krökkunum því það vissi hreinlega ekki að þau voru lesblind fyrr en það var uppgötvað á einn eða annan hátt,í frekari námi,í bílprófinu eða þegar viðkomandi var orðin nógu þroskaður að sjá þetta sjálfur til að uppgötva það.Sorglegast er hvað margir hafa þurft að líða fyrir þetta,flosnað upp í skóla og oft á tímum orðið á skjön við þjóðfélagið.Fundið sér huggun í formi vímuefna,,,,,svo leiðir eitt af öðru.
Mérlíður ekki beint eins og ég hafi fundið upp hjólið en eitthvað í líkingu við vélindabakflæði,ADHD....virðist vera hér á ferðinni
Af tjellunni sjálfri er það svo að frétta
að hún er búin að liggja í pest síðan á fimmtudag
veik alla helginaætti sko að vera bannað með lögum.
Svo er hún yfir sig ánægð með lögguna
og
Jóhönnu Sigurðardóttir.
Athugasemdir
Vonandi batnar þér fljótt og vel Ollasak mín. Og áfram með baráttuna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 17:15
Elskurnar mínar takk...
Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 17:30
Þú stendur þig frábærlega
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 19:12
Elsku kjéddlingin mín! Frábaert framtak sem sýnir að fjöldinn hefur raust og þú ert búin að ýta af stað góðri baráttu! En meira þarf og halda sér við efnið!
Knússlur á þig elskinglurinn minn!
www.zordis.com, 24.9.2007 kl. 19:20
Við stöndum okkur vel Gunnar.Þórdís ég er hvergi nærri hætt...nú þegar tónnin hefur verið gefinn er bara að fylgja þessu eftir og láta það ekki gleymast.
Kjeddlingaknús í suður.
Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 20:04
Hey!!! Eitt sem ég var að muna eftir.
Þegar ég fór með stelpuna í greiningu hjá Lesblindusetrinu í Mofellsbæ fyrir 2.árum var stefnan tekin á lesblinduleiðréttingarnámskeið.Þá mátti ég bjóða 1.kennara með.
Solla Guðjóns, 25.9.2007 kl. 00:48
Frábært hjá þér og þetta kemur til með að hafa áhrif
Baráttu knús til þín
Vatnsberi Margrét, 25.9.2007 kl. 10:40
frábært framtak hjá þér
húrra húrra
það er sko ekkert grín að eiga við þessa "óviðurkenndu" fötlun hjá þessum elskum, ég er búin að spýta hér eld og brennistein, við það að berjast að hún Þuríður mín fái sérkennslu þetta skólaárið, hún var greind nota bene árið 2005 og hefur fengið sérkennslu síðan þá enn nú er verið að draga saman hér í skóla og það átti að bitna á þessum elskum sem mesta hjálpina þurfa, - enn nei og nei þeir skulu ekki voga sér
að komast upp með það. enn samt sem áður hefur hún misst af þremur vikum af sérkennslu þetta´skólaárið
enn að maður þurfi sí og æ að berjast fyrir rétti barnanna sinna í skóla- það er vist ekki nóg samt sem á dynur
enn og aftur húrra fyrir þér Solla
bestu kveðjur úr ´Víkinni
Lára
Lára 28.9.2007 kl. 19:30
HÆ..Gaman að sjá þig hér Lára mín..Tengdó okkar var búin að segja mér frá Þuríði.
Það eru náttúrulega misjafnir skólarnir og má að miklu leiti skrifa það á sveitarfélögin....því þau skammta skólunum fé sem þarf að duga skóla árið.....Veit að ástnd í skólamálum er ekki gott í Vík vegna peningamála.....því vil eg að ríkið bregðist við þessu.Því sveitafélögin eru svo misjafnlega stödd og ríkið setur reglurnar þar sem segir að öllu börn skulu eiga rétt á sömu menntun. Þeir verða að sjá um að koma þessum málum í viðunandi horf.
Kveðja í Víkina
Solla Guðjóns, 29.9.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.