Ef á mig er logið

SET 2,ELDRI FÆRSLUR HÉR VEGNA PÆLINGA UM VINSKAP .

                Gamla árið hvaddi ollasak með hvelli.Sá hvellur hefur valdið mér ýmsum heilabrotum um lífið og tilveruna,hvað mannfólkið er misjafnt að upplagi og misjafnar áherslur hvers og eins.Við erum jú eins misjöfn og við erum mörg,og ber að virða það,jafnt sem skoðanir annara þó manni finnist þær ekki kannski ekki alltaf réttar.Skoðanaskipti eru af því góða svo fremi að þau séu heiðarleg.En hversu langt getur fólk gengið,hvar er þessi hárfína lína fyrir rökfærslu,milli meiðinga,sannleika og liga.Hvernig fólk er það sem alltaf er tilbúið að trúa því versta og færa í stílinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! alveg sama um hvað ræðir,en þó sérstsklega ef það snertir það sjálft???

ER ÞAÐ FÓLKIÐ SEM ÞARF AÐ SKÍLA SJÁLFUM SÉR MEÐ ÞVÍ AÐ SVERTA AÐRA

Hversu lengi eða hvenær á maður að þegja yfir sannleika til að særa ekki vini sína og hvað á maður að láta langt yfir sig ganga sökum þessa.

Sjálf veit ég það ekki,

EN ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA EINS OG ALLIR AÐRIR HVENÆR ER Á MIG LOGIÐ

SÁ SEM LÍGUR VEIT ÞAÐ LÍKA

ÞETTA VITUM VIÐ ÖLL.

Þröngsýnir hrokagikkir sem sjá ekkert nema svart og ja kannski hvítt verða  alltaf til.

Misskilningur verður alltaf til.

Heiðarleg manneskja leitar svara við vafasömum atriðum en býr þau ekki til og ber á borð fyrir aðra.

Ollasak er að komast í ham  þið vitið þegar á að krifja allt til mergjar en lætur staðar numið!!!

Bæíbili          

Nennti ekki að blogga en eins og Þórdís mín segir dagurinn verður eins góður og þú villt hafa hann Kissing  og eins þið hinar dúllusarnir mínir,(( hinar mínir)))))sem þekkið mig svo vel og lesið mig eins og  feitt leturKissing.Takk.Lilja systir mín sem er ekki bara systir,,Þú ert mín albesta vinkona!!!!!Takk fyrir samtalið í gærkvöldi og hjálpina við að finna sjálfa mig afturKissingÞað var gott að gríta og brjóta það sem brjóta þurfti.Gott að þú sannfærðir mig.Skapið varð mikið léttara.Þú sagðir við mig í fyrrradag sys,að hver fligi eins og hann væri fiðraður og ég sagði strax ,,að það mætti nú vængstifa suma" og hlógum við að þessu,þá var ég ekki búin að geta talað um ÞETTA sem ég ætla ekki að þegja um lengur.Í dag finnst mér ekki þurfa að vængstífa neinn því eins og þú segir þá flígur hver eins og hann er fiðraður...........lending veit ekki.........lengd veit ekki.......veit bara að illafiðruðum er hætt við brotlendingu og reyna endalaust að hefja sig til flugs EN ekkkkki á mínum vængjum PUNKTUR.

Ollasak sem nennti ekki að blogga er semsagt búnin að endurheimta sjálfa sig.Til í að taka ekki þegandi á móti hvaða viðbjóði sem er.Verst er þó að sama hvað ég segi þá bæti ég ekki aðrar manneskjur,það verður hver að sjá um sig OG NÚ SÉ ÉG UM MIG. og vinkonur mínar og vinir ég ætla að leggja mig til kl.17.Ráðast síðan á ísskápinn og henda úr honum )))  riksuga jólatréð í 10.skipti upp,svo verð ég heima eða  skrepp til einhverrar ykkar....veit ykkur langar að vita og mig langar að segja frá,,,en það verður ekki sett á prent 

                                 Eigið góðan dag og út með GÆRUNA

                                                           BÆÍBILI

Í dag 9. apríl.

Um þetta leiti sem þessar færslur eru skrifaðar var komið mjög illa fram við mig og mína fjölskyldu af fyrrverandi"kunningjum"

og mjög góðum vinunum

og

það var sárt.

Ég get ekki litið þetta fókl sömu augum í dag.

Mér þykir þó enn mjög vænt um þau,

hef heimsótt þau,reynt að spjalla um

ÞETTA

Ég hef gert mjög mikið fyrir þessa fjölskyldu og þótti öðrum alveg nóg um.

Ég hef verið sálusorgarinn.vinkonan sem alltaf var til staðar,trúnaðarvinur,sú sem endalaust gat bætt á sig,reyndi alltaf að peppa upp,gerði mjög margt sem aðrir eru ekki vanir að gera og gekk þar af leiðandi mjög nærri minni eigin fjölskyldu.

Ég get ekki fyrirgefið ÞETTA vegna þess að fólkið skilur ekki hvað það er búið að gera mér og mínum.

Við hittust stundum en það verður alderi samt ekki

fyrr en hver og einn er tilbúin að líta í eigin barm

og sjá sjálft sig og hina líka.

Ég hef verið að fara í gegnum sorg útaf þessu

og jah einn fjölskyldumeðlimur sagði getum við bara ekki gleimt þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Solla. Mikið er þetta leiðinlegt. Það hefu rlíka komið fyrir mig að mér hafi verið misboðið. Jæja, best að segja sem minnst um það en mér þykir þetta leiðinlegt. Láttu þér líða vel. Þetta fólk er einskis virði held ég. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.4.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: www.zordis.com

Ömurlegt, hreint út sagt .... hef mikið verið að pæla í hvað vinskapur þýðir og hvort ég sé að gefa mig þau hundrað prósent sem vinir eiga að gera.  Ég er afskiptasamur vinur, frekur og oft leiðinlegur og hugsa oft um hvernig vinir eigi að vera og lít á sjálfa mig sem aðra vini ..... þ.e dæmi mig sem aðra!  ERfitt að taka á deilum og ég veit að þegar einhver segir, getum við ekki bara gleymt þessu þá er skilningur ENGINN ........!  Þekki það

www.zordis.com, 9.4.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars


Elsku snúllan! Þetta er ábyggilega skítapakk og þú heppin að komast að því núna en ekki seinna. 

Heiða B. Heiðars, 9.4.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Solla Guðjóns

hah eins og skapið er núna þá hreinlega sé ég eftir öllu sem ég hef gert fyrir viðkomandi.Samt get ég ekki annað en vorkennt þeim.

Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mér finnst hugrenningar þínar fallegar, og ábyggilega getum við öll þekkt okkur í því sem þú skrifa. 

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 07:36

6 Smámynd: Margrét M

sumt fólk er svo mikið pakk ,veit það af eigin raun svo smitar þetta fókl aðra því miður ,en við getum bara verið eins og við erum eins gott að púkka þá bara ekki upp á sumt fólk ,en það er verst að það pirrar mann

Margrét M, 10.4.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Margrét M

gleymdi að segja ,, maður veit þá þegar á reynir hverjir eru rauverulegir vinir , Margrét og Ingvar eru gott dæmi um hverjir eru vinir í raun ,þegar á reynir ..

Margrét M, 10.4.2007 kl. 09:48

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Magga Margret mín og Ingvar

Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 12:52

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Maður fer nú bara hjá sér við svona falleg skrif

Það er alltaf erfitt og sárt þegar fólk sem maður treystir og telur vini sína koma illa fram við mann og ferlið á eftir frekar erfitt.En sem betur fer læknar tímin sum sár en stundum er eingöngu vorkun í garð þessa fólks sem situr eftir.Ég hef bætt reglulega í mínar bænir hjálp til handa þeim sem hafa komið svona fram við mig en hef lítil sem engin samskifti við það fólk.

Takk fyrir að vera vinkonur mínar í gegnum súrt og sætt 

Vatnsberi Margrét, 10.4.2007 kl. 16:12

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk sömuleiðis Margret .Ég hef mikið hugsað um vináttu síðana í gær og lengi má læra og særa,sem aftur gefur manni innlegg í reynslubankann.Og ósjálfrátt skoðar maður sjálfið.....

Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 16:26

11 Smámynd: www.zordis.com

Smúts á ykkur kæru mínar sem ég þekki .... Oft er nú sagt að líkur sæki líkan en stundum þarf að greina hyskið eða var það hysmið .... já nú er Bibba á Brávalla að stríða mér!

Hlakka til að bregða mér í Selvogin innan árs og þá væri eðal að Margrét væri með í för! 

www.zordis.com, 10.4.2007 kl. 18:48

12 identicon

Þótt lygarnar séu líflegri í fyrstu þá lifir ekkert jafn lengi og sannleikurinn.

Mikið var gaman að sjá þig áðan í kaupstaðnum þó í mýflugumynd væri - þar sem ég náði ekki að spyrja frétta þá skellti ég mér á bloggið þitt. Ætti kannski að skella mér frekar yfir bæjarlækinn ... ?

Leiðinlegt að þér líður illa - hef sjálf farið í gegn um svipað sorgarferli og það var sárt. Kannski kennir þetta okkur samt að meta það sem við raunverulega höfum... æi, þetta er erfitt.

" Einn vinur á ævinni er mikið; tveir eru margir; að eiga þrjá er næstum ógerlegt" - eða hvað?

Faðmlag til þín Sollan mín

Lísa 10.4.2007 kl. 20:27

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 11.4.2007 kl. 01:31

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Lísa það er ekki ógerlegt og það veistu.Og það yndislegasta er að hvað mig varðar þá er eins og þið hinar DÚLLUSARNIR mínar hreynlega skinjið þegar eitthvað bjátar á hjá mér.Þórdís,Margret,Lísa og Sigrún Huld í Selvog

Solla Guðjóns, 11.4.2007 kl. 10:10

15 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Vinir eru ákaflega dýrmætir en ekki gott ef að (vinir) eru svo ekki vinir í raun

Kristberg Snjólfsson, 12.4.2007 kl. 08:43

16 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Elsku Solla, ég hef líka misst vini og hélt að það myndi lagast með tímanum, og kanski hlutaðeigandi sjá villu sína. En ég held að það gerist ekki úr þessu, og ætla ekki að draga það með mér áfram. Ég vorkeni í dag mínum fyrverandi vini og óska henni alls góðs. Lofaðu mér bara einu, ekki láta þetta fólk eiðileggja fyrir þér hvernig þú ert !!!!! Ok að það taki tíma en "vertu þú sjálfur "

100000 kossar og knús

Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2007 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband