Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Ljósið sem alltaf logar.
24.8.2008 | 22:30
Nú þegar handboltavíman er að renna af manni og rigningin búin að gera mér þann greiða að ég þurfti ekki að vinna í dag(svaf í 3-4 klt)þá er mál til komið að segja
Til hamingju með 7o.ára afmælið í gær elsku mamma mín.
Þú ert ljósið sem alltaf logar.
Mamma mín og Óli bróðir hennar (tekið á ættarmóti í júlí)
Því miður gleimdi ég myndavélinni heima þannig að ég á engar myndir úr afmælinu hennar.
Svo eru það öll hin ljónin...
Regína Diljá Jóns Péturs(bróður) og Dölludóttir 25.ára 20.ág
Pétur Már bróðir hennar 15.ára 4. ág
og hann fékk litla frænku í afmælisgjöf
ónefnd Jónu Bjargar(lilju systur) og Guðmundardóttir
og Grettir faðir litlu frænku 28.júlí
Svo náttúru lega Lilja 1.ág. og Guðrún Jóna 17.ág.
Mamma mín er sannkölluð ljónaamma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Ég syng í rigningu.....Gleði gleði gleði.......
24.8.2008 | 11:24
keppni um gullið...hugsið ykkur.
Stórkostlegir þessir drengir.
Takk fyrir að vera þið.
Við komum saman hjá jóni Þór og Lindu mömmu hans Björgvins í morgun til að horfa á leikinn.
RÚV mætti á staðinn og verður stemmarinn á heimili þeirra sýndur í kvöldfréttunum.
Hamingjuóskir til allra sem eiga þessa silfurdrengi......
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Alveg er ég að rifna úr monti yfir stákunum
22.8.2008 | 19:28
eins og þið líklega flest
En það sem ég vildi sagt hafa...
það eru komnar myndir úr afmæli Lilju í "myndaalbúmin mín"þau heita afmæli lilju 1.ágúst og fimmtug kelling getur helling...afmæli við Kleifarvatn.
Mér þætti gott ef þið sem þarna voru nenntuð að skrifa við myndirnar og hvað var að ske á hverri mynd......ég var nefnilega í hellinum......veit þó að Óskar HÁLFFRÆNDI MINN óð dáldið langt út í vatn í von um góða veiði.
En allflestar myndirnar eru tekna af Björgu á Kotströnd...
Mín vél varð batteríslaus........og engin fjarstýring nálæg
Ég veit að fáir fatta um hvað er verið að ræða í því sambandi en þið megið giska
Þetta er tekið í afmæli 1.ágúst.......
eina myndbandið sem er birtingarhæft
Því kjáninn ég fattaði loksins að halda vélinni eins langt frá mér og ég gat......þannig að ég var ekki alltaf að syngja einsöng á þeim...
Að lokum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vááá !!!!!
20.8.2008 | 08:57
Til hamingju strákar!!!!!
Glæsilegt.
Já ég er búin að standa á arginu og innsoginu í morgun.
Ég hringdi í Lindu mömmu hans Björgvins Páls og við örguðum og hlóum og sögðum víst fátt af viti.
Ég hef ekki horft á annan eins leik í 22-23 ár
Bjöggi er svo sannarlega að sanna sig á sínu fyrsta stórmóti......hann sagði áður en hann fór ,,ég geri mitt til að komast alla leið.
Frábærir þessi strákar allir sem einn.
Mig langar út að hoppa í hringi
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ljónið MITT
17.8.2008 | 02:30
Stjörnuspá 17. ágúst 2008
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Það hefur ekki reynst auðvelt að komast að því hvað þú í raun vilt, því svarið breytist í sífellu. Í kvöld munu viska þín og hugur sameinast í lausn vandans.
Ef þetta á ekki akkúrat við þig þennan 15.afmælisdag þinn þá er ég illa svikinn.
tekið við kleifarvatn um síðustu helgi
Sara og Gunna
tekið þar síðustu helgi......alltaf fjör í kringum þessa stelpurófu
og skrípalæti
tekið fyrir svona tveimur árum SARA OG GUNNA
Einhvern tíman í vetur VIGDÍS OG GUNNA
Til hamingju með 15.ára afmælið sætagerpið mitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Öllum ljónunum verður gerð góð skil síðar....
16.8.2008 | 14:23
en í dag er það Helga Lind ömmu spes og afa tíkarls stelpa sem er níu ára.
Til hamingju með það dúlla.
Helga með bróður sínum Björgvini Pál(markverði íslenska landsliðsins í handbolta) og Karenu kærustunni hans.
Við Helga erum voða stoltar af Bjögga.
Sjáiði strákinn !!!!!
Þið sem eruð að bíða eftir myndum úr afmæli aldarinnar og forskots afmælinu sem var á réttum afmælisdegi ......þurfið að bíða smá.
Smá forskot úr sitthvoru
fimmtug kelling getur helling
Knús á línuna......
Annað afmælisblogg á morgun..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er búin að eiga hana í 48 ár og 8 mánuði.
1.8.2008 | 11:10
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)