Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Þetta gæti ekki verið sannara.......
22.6.2008 | 13:07
Það vita þeir sem þekkja mig vel
Bogmaður: Þú vilt rumpa hlutunum af. Þeir sem taka hlutina alvarlega fá þér því alltaf verkin í hendur. Líklega skilur þú ekki hversu erfitt er fyrir aðra að hugsa eins og þú.
Ég er í helgarfríi...Fór í frí laust eftir miðnætti á föstudagskvöl.Auðvitað hugðist ég sigra heiminn alla vega hluta af honum ásamt því að hvíla mig vel þessa tvo daga!!!
Hverjum sem datt það í hug að mála útidyrahurðina mína og allar hurðarnar utan dyra sem eru 5 talsins..GULAR....var sko þannig þegar við keyptum húsið.....Ég held að Heiðaskottanmín hafi ekkert verið hér á ferð.En allavega er þetta búið að fara óskaplega í taugarnar á mér og byrjaði ég einhvern tíman um daginn að gluða ógeðslegu uppleysingarefni á útihurðina innanverða.....þetta íllaþefjandi eitur stóð ekki undir væntingum mínum
Í gær skyldi þessu rumpað af......
Í gær varð ég að fara á Selfoss eftir meira glundri.....síðan var bara að gluða nógu miklu á ......jájá....datt í hug að bjóða í mat..grilla....en hennti í staðin í ofninn.....ég mátti jú ekki vera að því að grilla....Mér datt í hug að ég yrði að taka pínnku til....þar sem yrðu matargestir En fyrst var það hurðin....ég réðst á'ana með spaða og subbaaði allt út í þessu ógeði......sem varð að seinnitíma vandamáli því... matargestur var mættur.
Seinna um kvöldið réðst ég með juðara á hurðina......fannst það nú ekki virka nógu hratt....því fór ég út í bílskúr til Mr.Pálmasonar og spurði......
"Hvernig á maður eiginlega að nota juðara ?
" Ja þú finnur það".......
Hvað er eiginlega orðið að þessum kall?????
Hélt að hann stykki til og hjálpaði mér...................................
Hann er víst búin að sjá við mér.......
Nú er spurning að byrja aftur að juðast......fara blogghringinn........og ekki segja neinum.......setja í uppþvottavélina eftir gærkvöldið.......svo á ég eftir að ......og líka hit og svo það........og og og .......
Ég er fædd með þessum ósköpun.......
Þó að tilveran sé lyst
koddu
út
að dansa
tvist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Öðruvísi fuglasöngur!!!!!!!!!Föstudagurinn 13.júni.........
16.6.2008 | 11:14
Þreyttari en þreytt valt ég heim úr vinnunni um kl 2030.Ætlaði sko beint í bælið....reif geðillskulega upp hurðina á bílnum......"Hann er einn af þessum góðu sem í......."glumdi í eyrunum á mér LIFE....kéllan breyttist í dillibossa og hummaði með..Gleðigleði......næst kom bítlalag...einhverjir voru að synja með undirspili mjög nálægt mér og ég komin í svakastuð.
Þegar ég fór á stúfana...samt ekki eins og Mjallhvít...komst ég að því að þetta kom frá Hemma granna.
Það er skylda að horfa á þetta
Hemmi var með hljómsveitaræfingu úti á palli hjá sér sem er fyrir framan húsið.
Hann er náttúrlega bara snilldin ein.......
Bakvið hjá honum og bakvið hjá mér er ein gata sem eru ekki hús við.
Á móti Hemma og Emmu býr svo jóna Björg dóttir Lilju sys og þar var verið að undirbúa 4.ára prinssessuafmæli með life undirspili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Haraldur!!!!!
15.6.2008 | 21:00
Nú held ég að orðatiltækið að "Fáir komi óorði á marga" sé búið að snúast við.
Ég er alveg meðvituð um það að heimur versnandi fer í allof mörgum tilfellum.
Ég var að renna yfir m.bl.fréttasíðuna.....mér ekki "bara" blöskraði.
Líkamsárás og innbrot í höfuðborginni í nótt..
Erfið nótt á Akureyri.....
Tekinn með kylfu, piparúða og fíkniefni......á Selfossi..
Hver anskotinn er hlaupinn í fólk!!!!
Ekkert af þessu eru svo sem ný fyrirbæri nema ef vera skyldi þessar árásir á lögreglu....kylfur fundust og piparúðar.
þróunin er orðin ógvænleg....á hraðferð þangað sem ekki frýs.
Það sem er ömurlegast við þetta allt saman er hve lágt liðið leggst.
Það ber ekki virðingu fyrir neinu og alls ekki sjálfu sér.
Áður en ég dett í gírinn og fer að hella úr mér álitinu á þessu ástandi og eiturlyfjaVIÐBJÓÐINUM....(því ég tengi þetta beint við það vítisBÁL)..þá ætla ég bara að segja að það er eins og hafi verið engilsprettufaraldur í garðinum hjá mér.Hver leifði að ormar mættu éta lauf að trjánum
Og
ég er þreyttust
og
er að fara að sofa þó ekki fyrr en ég er búin að kíkja á Heiðu
og flissa
því ég er á Heiðutryppi
Koss á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er
9.6.2008 | 22:21
allt á fullu í golfinu og ég má ekki vera að því að vera bloggari.Samt veit maður lítið hvað morgundagurinn bíður upp á.
Í dag reyndi ég að rótast í garðferlíkinu mínu.Byrjaði í þokkalegu veðri og svo í þessari dásemdar rigningu svona beint niður rigningu.
Gunna gella
var bara ein að vinna því það er ekki svo mikið að gera þegar rignir svona hrikalega.
En gigtveik kona ætti ekki að vera að rótast mikið í garðinum sínum en stundum er löngunin skynseminni yfirsterkari.
En.....
Pínku léttleiki á línuna....
Lestrarpróf
Endilega takið þetta lestrarpróf :-)
Þetta er svona panda.
Þetta er fær panda.
Þetta er maður lifandi panda.
Þetta er bjána panda.
Þetta er til panda.
Þetta er að panda.
Þetta er gleyma panda.
Þetta er sér panda.
Þetta er í panda.
Þetta er hálfa panda.
Þetta er mínútu panda.
Farðu núna til baka og lestu þriðja orðið í hverri línu.
Sjáðu hvað þú stóðst þig vel!!!
Sorrý ef ég næ ekki að kíkja á ykkur.
Bæ í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimskar flugur lifa lengst........
4.6.2008 | 22:23
Ekki svo galið að vera heimsk fluga.
Að vilja "vera fluga á vegg" er náttúrulega stórskrítið og vera ekki hæf til frásagnar eins og til er ætlast.
Annars finnst mér flugur alls ekki heimskar.Allavega hafa þær vit á því að forða sér ef ég ætla að ná þeim og fjarlægja
En að fá flugu í höfuðið ?????????????......
Svona mér flaug í hug hvort það væri heimsk fluga eða gáfuð.Heimskar lifa lengur....hummm
Svo ku vera einhver Ísbjarnarblús hér á landi.
Þegar ég var lítil þá var ég rosa hrædd um að ísbirnir gengju á land þegar hafísinn lagðist að vestfjörðum.Heyrði fullorðna fólkið tala um að það gæti gerst.
Eina nóttina vaknaði ég við ísbjörn.Ég var viti mínu fjær og stökk með látum upp í rúm til mömmu og pabba og skaust undir sæng og sagði með öndina í hálsinum"ussheyriði í ísbirninum"?.Mamma og pabbi flissuðu og pabbi sagði"Neinei elskan mín þetta er bara hún AMMA ÞÍN AÐ HRJÓTA"
Ég er búin að vera í fríi í dag og ætlaði nú að vera alveg rosalega dugleg,skúra ,skrúbba og bóna og það allt.Líka vera í garðinum mínum og reyna að koma einhverju skikki á hann.
Það sem frú Solla G. er búin að afreka í dag er að koma netsambandi sem ruglaðist eitthvað á báðar tölvurnar.Sofa í 3 tíma,fara í minn dásamlega pott,elda,horfa aðeins á sjónvarpið og hér er ég nú.
Nú stendur valið á milli að fara bloggrúntinn eða að fara út í garð og gera eitthvað af viti.Mér hefur alltaf þótt best að vera þar seint á kvöldin og fram á nótt.Og nú sakna ég sko Lísunnar minnar.
En Knús á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)