Það hristist vel í Þorlákshöfn.Ég var að riksuga

nýbúin að afgreiða fríðan hóp út á golfvöllin hér í þorlákshöfn þegar allt lék á reiðiskjálfi og ég þessi bjálfi hugsaði fyrst... vallartrafsmennirnir að djöflast fram í gangi... næsta hugsun..okey þetta er jarðskjálfti....hlýtur að fara að hætta....lætin jukust og mér varð hugsað til þess að ég er móðir og eiginkona.....systir og dóttir og með það stökk ég út á pall.Þegar ég kom inn sá ég að allt var á tjá og tundri í kókkælinum inni á lager voru goskippur út um allt.

Ég hringdi  heim í stelpuna mína sem vægast sagt var viti sínu fjær af hræðslu.Hún hafði setið í rúminu sínu þegar það fór að hristast og hlutir í hillunum á móti byrjuðu að þeytast í gólfið.Hún heyrði skelli og læti innan úr stofu,þar hafði járngardínustöng hrunið niður á gólf og nokkrir smáhlutir.Ég náði í hana heim þar sem hún beið úti.

Þetta var.. veit varla hvernig ég á að lýsa þessum degi.Fréttir voru alltaf að berast...vallargestir stoppuðu lengi á milli 9-10. holu að fylgjast með.Þeir fundu fæstir skjálftana úti á velli þó voru nokkrir sem héldu að bjórinn í Þorlákshöfn væri sterkari en annarstaðar.Ekki veit ég hvað eftirskjálftarnir voru margir en þeir voru margir.

Í nótt fundum við mæðgur smá skjálfta.

Ég dáist af hvað altt fór vel og skipulega fram hjá almannavörnum og björgunarsveitum.

Fyrst og fremst dáist ég af fólkinu Selfossi,Hveragerði og  á þeim stöðum sem urðu verst úti.

Ég sendi öllum sem urðu fyrir eignartjóni  mínar einlægustu hluttekningarkveðjur.



mbl.is Stöðugir eftirskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta var óskemmtileg upplifun hér í bænum er feginn að hafa verið hér, mér fannst nóg um það sem ég fann, hvað þá ef maður hefur verið nær upptökunum. Get alveg ímyndað mér að börnin séu mikið smeyk núna enda ekki skrítið. vonum svo að þetta sé bara búið.

Kristberg Snjólfsson, 30.5.2008 kl. 08:07

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Já vonandi kaupa nú allir flugelda af BJÖRGUNARSVEITUNUM næstu áramót.

Bukollabaular, 30.5.2008 kl. 07:59

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Færði ath.semdirnar ykkar bullukolla og Kiddi.því ég breytti færslunni og henti henni

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 08:25

4 identicon

Úff ég var nú bara að spóka mig í fjarðarkaup skildi ekert í hvað fólk var að æsa sig ég fann ekki neitt en hér heima (hafnarfirði)sveifluðust ljósakrónur og myndir duttu niður.

Eyrún Gísladóttir 30.5.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ég var einmitt stödd hjá mömmu á 4.hæð þegar skjálftinn reið yfir og guð hvað við urðum skelkaðar.  Svo hlupum við út á gang (sem er útigangur) og sáum Ingólfsfjallið í skýjahafi af moldryki og heyrðum drunurnar.  Úff

Ég get vel ímyndað mér að dóttir þín hafi verið hrædd.  Gott að enginn slasaðist.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 30.5.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að enginn slasaðist hjá ykkur.  Eignir eru eitthvað sem manni er nokk sama um í svona kringumstæðum og flest hægt að bæta.

Knús til þín

Dísa Dóra, 30.5.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Rétt er það Dísa Dóra en þegar vitað er að engin hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum þá leifir maður sér að hugsa um þvílik skelfing og eignartjón hlaust af þessu.

Eyrún mín Gísla gaman að sjá þig hér á síðunni og gaman að hitta þig um daginn gömlu parnaríuna hans Jóns Þórs.Þetta erskelfilegt.

Rannveig ég get ekki ýmindað mér hverning það hefur verið að upplifa þetta.

Knús á ykkur.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 09:13

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér var hugsað til þin í gær og hvort allt væri í lagi hjá þér. Gott að heyra frá þér. Skrítið að fólkið út a gólfvelli skykdi ekki finna skjáltann. Ég hélt að ég væri sú eina sem fann hann ekki. Pálmi minn var í kranaum sem allur hristist. Eg var líklega að keyra heim frá mömmu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.5.2008 kl. 10:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

´Gott að það gerðist ekki mikið hjá þér, en það er samt hræðslan hjá elsku börnunum sem situr í. Hafið það gott elskurnar mínar.
                          Knús til ykkar
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2008 kl. 10:12

10 identicon

ohh gott að allt sé í lagi hjá þér!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 30.5.2008 kl. 10:20

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Jórunn sandurinn dregur svo úr kippunum sem betur fer.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 11:20

12 identicon

Get ekki ímyndað mér hvernig þetta var hjá ykkur, en gott að það er í lagi með ykkur og að ekki hafi orðið mikið tjón.

Við vorum bara í rólegheitunum að framkvæmast hér þegar að allt draslið sem búið er að hrúga inn í stofu fór af stað, ég hélt að fólkið fyrir ofan hefði hent einhverju niður (þau eru nebblega líka í framkvæmdum) sem hefði lent svona svakalega en Baldur hélt að þetta hefði bara verið hressileg vindhviða og ég keypti það alveg þangað til hann sagði að stiginn sem hann stóð upp í hefði hrists og skolfið... Heyrðum svo í útvarpinu að það hefði verið jarðskjálfti og þá meikuðu öll þessi læti sens.

Lifi enn í voninni að sjá þig um helgina

Heiðbjört 30.5.2008 kl. 13:27

13 Smámynd: Margrét M

get rétt ýmindað mér að stelpan hafi verið hrædd ... gott að það er svotil í lagi með allt

Margrét M, 30.5.2008 kl. 14:47

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta var Heiba svona vagg og velta.....

Ekkert í líkingu við það sem var að gerast á Selfossi og Hveragerði

En ég verð að vinna alla helgina

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 15:39

15 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er alltaf vond tilfinning þegar skjálftinn ríður yfir!  Óhugnaður náttúrunnar getur verið grimmur en Ísland er öflugt skjálftasvæði .....

Knús á þig elsklingur og njóttu helgarinnar!

www.zordis.com, 31.5.2008 kl. 08:54

16 identicon

Hæ hæ Sollu krútt

Hér á Selfossi er enn einhver hristingur. Vaknaði við einn bévít... eftirskjálftann um 5:15 í morgun  arg það er ekki einu sinni svefnfriður  fyrir þessum hristingi.

Annars er hér allt í góðu og lífið heldur áfram.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 31.5.2008 kl. 09:55

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hugsa fallega til þín elskan.

Heiða Þórðar, 31.5.2008 kl. 15:47

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

við hugsum mikið til ykkar hérna í lejrekotinu, fullt af ættingjum á selfossi !

knús mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 15:56

19 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Bæði hugur og hjarta er fyrir sunnan

Þórhildur Daðadóttir, 31.5.2008 kl. 18:18

20 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Knús á þig, Sollan mín.  Gott að enginn slasaðist.  Siggi Freyr granni þinn náði sér samt í smá "skjálftameiðsl" og skar sig á brotnu dóti.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:13

21 Smámynd: Tiger

  kiss og knús á þig mín kæra. Ég var nú bara staddur á Reykjanesi og fann nokkuð fyrir þessu þar en ég er þó ekki jarðskjálftahræddur, en margir í ættinni minni búa þarna austurfrá og maður er auðvitað alltaf hræddur um þau.

Knús í þína átt elskulegust.

Tiger, 1.6.2008 kl. 14:18

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langaði bara að segja hæ, gott að allt fór vel hjá ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:30

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:08

24 Smámynd: Elín Björk

Gott að allir séu heilir!
Knús á þig

Elín Björk, 1.6.2008 kl. 21:18

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband