Lífið er fjallganga

Fjallganga

I.

Urð og grjót.

Upp í mót.

Ekkert nema urð og grjót.

Klífa skriður.

Skríða kletta.

Velta niður.

Vera að detta.

Hrufla sig á hverjum steini.

Halda, að sárið nái beini.

Finna, hvernig hjartað berst,

holdið merst

og tungan skerst.

Ráma allt í einu í Drottin:

,,Elsku Drottinn,

núna var ég nærri dottinn!

Þér ég lofa því að fara

þvílíkt aldrei framar, bara

ef þú heldur í mig núna!''

Öðlast lítinn styrk við trúna.

Vera að missa vit og ráð,

þegar hæsta hjalla er náð.

II.

Hreykja sér á hæsta steininn.

Hvíla beinin.

Ná í sína nestistösku.

Nafn sitt leggja í tóma flösku.

Standa upp og rápa.

Glápa.

Rifja upp

og reyna að muna

fjallanöfnin:

náttúruna.

Leita og finna

eitt og eitt.

Landslag yrði

lítils virði,

ef það héti ekki neitt.

II.

Verða kalt, er kvöldar að.

halda seint og hægt af stað.

Mjakast eftir mosatónum.

Missa hælinn undan skónum.

Finna sig öllu taki tapa:

Hrapa!

Velta eftir urð og grjóti

aftur á bak og niðr í móti.

Leggjast flatur.

Líta við.

Horfa beint í hyldýpið.

Hugsa sér,

að höndin sleppi.

Hugsa sér,

að steinninn skreppi.

Vita urðir við sér taka.

Heyra í sínum beinum braka.

Deyja, áður en dagur rynni.

Finnast ekki einu sinni.

IV.

Koma heim og heita því

að leggja aldrei upp á ný.

Dreyma margar næstu nætur

hrap í björgum, brotna fætur.

Segja löngu seinna frá því

,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!

Fjöllunum ungur eiða sór ég,

enda gat ei farið hjá því,

að ég kæmist upp á tindinn.

Leiðin er að vísu varla

vogandi nema hraustum taugum,

en mér fannst bara best

að fara beint af augum.

Ljó sem er mér einkar hugleikið núna.Mér finnst þetta lýsa svo gangi lífsins.

Eigið g-óða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk gott að fá þetta svona í heilu lagi.  Þetta er mjög flott ljóð Solla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Sigrún

Geggjað flott ljós lýsir lífinu einsog það er

Sigrún, 1.2.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: www.zordis.com

Eitt af mínum uppáhalds ljódum ... las það af miklum hag 10 ára gömul og síðan eru líðin nánast 30 ár!

hahahhahah

Hvað segiru esskan, ertu í brattanum eða komin á sléttuna!!!!  Knús á þig elsklingur!  Óða helgi, er ekki blót um helgina?

www.zordis.com, 1.2.2008 kl. 14:58

4 identicon

Úúúú lífið er klifur upp og hrap niður og svo allt þar á milli, auðvitað skemmtilegast að fljúga þó lendingin sé stundum hörð
Knús á þig og Óða helgi!

Elín 1.2.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þetta er eitt af skemtilegustu ljóðum sem ég hef lært. Mamma var mikil ljóðakona og kenndi okkur systkynunum fram og til baka alskonar ljóð. Þetta kunni ég utanbókar milli 4 og 5 ára gömul.  Það sem ég hló alltaf mest af var: Elsku Drottinn, nú var ég nærri dottinn!! Og fjögurra ára krakki sér algjörlega allt landslagið fyrir sér og aumingja manninn sem var í þessum líka lífsháska  

Svala Erlendsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Tómas er bara góður.  Og þetta er eitt af hans bestu.  En hér er eitt eftir einn af mínum uppáhaldsskáldum, sem hitti beint í mark hjá mér, með þessu:

    Að sigra heiminn.

    Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

    með spekingslegum svip og taka í nefið.

    (Og allt með glöðu geði

    er gjarna sett að veði).

    Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

    því það er nefnilega vitlaust gefið.

  Og ef þetta er ekki lýsandi fyrir lífshlaup mitt, þá veit ég ekki hvað annað það gæti verið!

Sigríður Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já mér hefur alltaf þótt þetta gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR ÁTT GÓÐA HELGI ELSKIÐ MITT.

Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:59

9 identicon

Já, þetta ljóð er eitt af uppáhalds og svo sannarlega lífið sjálft.

Fjallgönguknús

Lísa 4.2.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 5.2.2008 kl. 12:06

11 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Kæra Solla, láttu þér batna. Þetta ljóð er æðislegt, var höfuðverkur þegar maður átti að læra það, en það tókst. Sé ennþá fyrir mér bláu stóru ljóðabókina Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband