Ég fékk pakka!!!!Hefði ég átt að kyssa jólasveinana????

Á Aðfangadagsmorgun skrapp ég fram á klóið og ekkert merkilegt við.Datt í hug að kíkja í tölvuna aðeins og henti yfir mig v-hálsmálsbol með kraga.....tíminn leið á hraða ljóssins.... Á útidyrnar var barið all hressilega.

"humm" óþolinmæði er þetta........með hárið í kross ríf ég upp hurðina..

HÓHÓHÓ.......OH

Fyrir utan standa 3 skælbrosandi JÓLASVEINAR...

"OMG.......ég er ekki í haldara....

Ætti ég að skella á þá"....neinei berðu þig vel stelpa.

Einn upphóf sína jólasveinaraust......

Hér á að vera lítil stelpa sem heitir Solla........og veifar framan í mig fagurrauðum jólapakka???

"Já nei nei  hér eru engin lítil börn lengur.......

stelpan í næsta húsi heitir Solla.....eru þið ekk...

"Jaskooooo þessi stelpa er svoldið stór....

hefur þú ekki verið stillt Solla mín....

HA??? jú ég???

Glettnin varð undruninni sterkari......fíflaðist svoldið við jólasveinana og tók við pakkanum

fékk svo mandarínu af því ég er svo góða og þæg og einhvern lítinn nammipakka

kvaddi þessar elskur með ósk um gleðileg jól.

Við innganginn hjá mér er spegill og varð mér eitt augnablik litið í hann ég tók fyrir andlitið og hló og hló.......ekki nóg með að ég væri með hárið í krossog haldaralaus

ég var í öfugum bolnum og kraginn náði upp að höku......hefði ekki viljað sjá aftan á mig....

Pakkinn var að sjálfsögðu ráðgáta.....mér datt fyrst í hug ein af mínum yndislegu vinkonum

hringdi í hana en hringdi í vitlaust númer....

hringdi síðan í soninn því hann væri líklegur til að gera svona

en hann sagði bara ...Ha hvaða rugl er nú í þér..

Ég reif upp pakkann og í honum var sílikon köku/ístertuform og form til konfektgerðar

greinilegt að sendandinn Þekkti mig mjög vel.

Og eitthvað kannaðist ég við skriftina.

Ég hringdi í Lísunamína sem sagði en gaman að þú skyldir fá pakka frá jólasveininum

Skvísan sú gafst upp á spurningaflóði mínu og sagði þú áttir ekki að fatta frá hverjum þetta væri.....Okkur Danna datt í hug að gera þetta.

Takk elskurnar mínar ......þið hittuð akkúrat í mark að senda jólasveinana til mín

þið vitið nefnilega að ég breytist í barn yfir jólin og innihaldið var nú ekkert slor.

Akkúrat þarna byrjuðu jólin hjá mér.

Ég byrjaði á því að henda út stressinu.......stressið stafaði af ýmsu...t.d. átti ég eftir að setja upp gardínurnar í stofunni og eldhúsinu en þær skyldu ekki upp fyrr en búið væri að lofta vel út og þrífa eftir skötuveisluna.

Þær eru reyndar ekki komnar upp enn en jólin komu samt.

Jól 022

Dóttirin veik.....

Jól 025

rættist þó dálið úr henni við pakka-upptekkt.

Jól 027

Svo kom FRÚ Beta og fjölsk.....og við mynduðum börnin okkar saman

Gunna og Anton

Jól 029

Gunna.Sara Lind og Anton

Jól 030

Sara reyndi marg ítrekað að sýna svipaða takta og frænka hennar og tekst bara vel til þarna.

Jól 018

 

Úti er dúna logn og snævi þakin jörð og fagurt um að litast í jólaljósaflóðinu.

Lífið er yndislegt

og

Jólaknús á línuna.

6

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ooooo... var Pálmason ekki við með kameruna á lofti er þú fékkst jólasveinaheimsóknina?  Heimildir, skvísa, heimildir.  Góðar myndir gulls ígildi.  Óska þér og þínum svo gleðilegrar hátíðar, Sollan mín. 

Sigríður Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Ólafur fannberg

lýsi alfarið yfir sakleysi mínu ég gerði þetta ekki....hehe í þetta sinn

Ólafur fannberg, 26.12.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Sigga það var enginn kominn á fætur nema ég eða ekki fætur en lætin voru mikil og Pálmason og Gunna vöknuðu við þau en undrunin var mikil því ég hef ekki fengið jólasveina á tröpppurnar síðan Gunna hætti að trúa á þá.....

Og Fannberg púki þér heði alveg verið trúandi til að senda þá til mín með einhvern leyndardómsfullan hrekkjupakka

Solla Guðjóns, 26.12.2007 kl. 17:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega skemmtilegt að fá svona sætt surprize ...... slung varstu að fatta þennann ljúfa hrekk  

Sætur stiginn á jólatrénu .......

www.zordis.com, 26.12.2007 kl. 20:55

5 identicon

Þegar ég var að lesa þetta datt mér einhenti bóksalinn í hug ........................vona að þú vaxir aldrei upp úr því að vera þú sjálf 

Lilja systir 26.12.2007 kl. 23:19

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahhhaha Lilja USSSSSSS

Solla Guðjóns, 27.12.2007 kl. 01:13

7 identicon

OHH mig langar að fá jólasvein í heimsókn líka!!  lol

en findin dagur hjá þér!

vonandi hafðiru yndisleg jól!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 27.12.2007 kl. 08:39

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtileg hugmynd,

hafðu það fallegast.

AlheimsLjós til þín kæra kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 09:08

9 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alltaf gaman að koma á óvart.

Kristberg Snjólfsson, 27.12.2007 kl. 10:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið þrælgaman fyrir ykkur öll.  Flottar myndir og yndisleg börn Solla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:15

11 Smámynd: Margrét M

he he he þetta hefur komið skemmtilega á óvart

Margrét M, 27.12.2007 kl. 13:17

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ójá þetta var skemmtilega fyndið.......ég vissi ekki hvað an á mig stóð veðrið ........þó ég vita að jólasveinarnir hér í bæ séu á ferðinni framundir hádegi á aðfangadag að færa börnunum gjafir frá jólasveininum ...eða þannig....

Solla Guðjóns, 27.12.2007 kl. 13:24

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið finnst mér alltaf gaman af kímninni í þér. Ég hló þegar ég las þetta. Sá þig í þessum bol. Vonanadi verður það sem eftir er af hátíðunum, gamlárskvöld og nýárið þér til ánægju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2007 kl. 14:46

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Jamm sem betur fer hef ég húmor fyrir sjálfri mér.........eins seinheppin og ég oft er og tala "stundum " áður en ég hugsa......

Mér finnst gott að geta séð eitthvað skondið frekar en að velta mér upp úr hvað aðrir hugsi eða haldi......svo fremi að ekki sé logið upp á mig......

Solla Guðjóns, 27.12.2007 kl. 16:18

15 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert langflottust og stel frasanum hans Þórhalls miðils ....  Þú ert frábær, vertu þú .... langflottasti frasi sem aldrei fellur úr gildi.

Knús á þig krúsa

www.zordis.com, 27.12.2007 kl. 23:37

16 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það er alltaf stuð hjá þér Þetta hefur verið óvænt ánægja hjá þér. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 00:52

17 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku dúlla ekki leiðilegt að fá svona heimsókn fyrir jólin  

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku dúllan mín vonast til að sjá þig á nýju ári kveðja frá okkur í hafnafirði Háholti 9

jóla klemm og knúss

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 28.12.2007 kl. 15:15

18 identicon

Frábært sörpræs! Og alltaf gaman að fá pakka!
*Millijólaognýarsknús* á þig!

Elín 29.12.2007 kl. 20:58

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:14

20 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 16:08

21 identicon

Gleðilegt ár Sollukrútt

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 1.1.2008 kl. 17:33

22 Smámynd: www.zordis.com

Hvar ertu ??  Gleðilegt ár til þín og allra þinna

www.zordis.com, 2.1.2008 kl. 15:10

23 identicon

Gleðilegt ár elsku Solla!

Elín 2.1.2008 kl. 16:16

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Er alveg að koma

Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 16:35

25 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðilegt ár elsku vinkona

Vatnsberi Margrét, 2.1.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband