Vissir þú?

Vissir þú?

Foreldrahæfni er fólgin í að læra að vinna með barninu, bæði gefa og þiggja og virða heiðarleik og siðgæði, jafnt sjálfs sín og barnsins. 

(tekið af vefsíðu heimila og skóla)

Þetta ættu allir foreldrar að taka til athugunar......það er aldrei of seint.

Ég er enginn uppeldisfræðingur en hef haft ofangreint að leiðarljósi ásamt
,,komdu aldrei fram við neinn eins og þú villt ekki láta koma fram við þig" og á það ekki síður við MIG en barnið/unglinginn.
Boð og bönn....Hversu oft heyrir maður sjálfan sig og aðra foreldra ekki segja ég er búin að banna henni/honum þetta 130x.
Hljóðaði boðið/bannið sem hótun ? sem gerði barnið/unglinginn reitt/reiðan ?
Sagðir þú þetta kannski þannig að bannið gerði kannski lítið úr barninu/unglingnum ?
Þegar argað er á mig þá annað hvort fer ég að hlæja (fannst þetta svo fyndið eitthvað)eða ég gýs á móti.Hvorugt gott.
Árangurinn verður allir í vondu skapi og allir sárir og fúlir.
Barnið/unglingurinn.. að hugsa upp mótleik...ég skal.... þeim þykir hvort sem er ekkert vænt um mig....maður má hvort sem er aldrei neitt....Þau treysta mér ekki......jafnvel þau hata mig......
( sé að ég er ósjálfrátt farin að ræða unglinginn)
Jafnaðargeðið er ekki alltaf til staðar þegar unglingurinn á í hlut...Pirraður unglingurinn sem bíður eftir jáinu......áhyggjufullt og þreytt foreldri með 17 spurningar í einni bendu.
Unglingurinn orðinn ýkt pirraður.
Þetta er orðið að orðaslagsmálunum hver sigrar !!!!
Orð fjúka sem hvorugt ætlaði að segja.....
En jæja
Það sem ég vildi sagt hafa
er hvað mér þykir mikilvægt að efla siðferðisvitund og heiðarleika strax í æsku.
Án þess að taka frá þeim þeirra yndislega smá skreytta ímyndunarafl.
Foreldrahlutverk er LÍNUDANS.
Þó svo að við séum með allar reglur og boð og bönn á hreinu.
Þá
er svo margt á unglings árunum sem gott er að vera búin að byggja góðan grunn fyrir.
Gagnkvæm virðing og traust.
Sjálfri finnst mér gott að ræða málin um alla skapaða hluti í gríni og alvöru fram sjónarmiði unglingsins og láta hann bera ábyrgð á gjörðum sínum.Ég er ekki alveg að ná að segja það hér...ég er ekki að meina að maður eigi að hleypa þeim út í eitthvað sem gæti farið á hvorn veginn sem er..heldur ert þú tilbúin eða heldur þú að þetta sé rétt.
Við verðum að gefa ákveðið svigrúm til að leyfa krökkunum að þroskast á hverju stigi...EKKI ALLTAF BOÐ OG BÖNN.
'eg veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma þessu til skila nema að fara taka nærtæk dæmi og það vil ég ekki gera opinberlega.
En
get fullyrt að ég er og börnin mín líta á mig sem besta vin sinn upp að vissu marki.
Auðvita er ekki hægt að segja mömmu allt.
Knús á línuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð lesning.

Ójá, svo sannarlega er þetta línudans og öll reynum við að gera okkar besta -og hver og einn verður að syngja með sínu nefi ...

Lísa línudansari 3.11.2007 kl. 08:05

2 Smámynd: Sigrún

knús í kaf og kram í klesssu

Sigrún, 3.11.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Margrét M

gerum okkar , gerum okkar  besta

Margrét M, 3.11.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Sigrún

Og aðeins betur er það sem þarf .............................................

Sigrún, 3.11.2007 kl. 11:02

5 identicon

Hæ. Já þú mátt ræna myndinna, en bara af því þú baðst svo fallega. Annars er það af veggnum að frétta að það er lítið eftir af honum og verður enn minna á morgun.

 Heyrumst...

Heiðbjört 3.11.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk litla

Solla Guðjóns, 3.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband