Stundum dugir ekki sólarhringinn til!!!
9.9.2007 | 13:05
Hver kannast ekki við það.
Síðustu sólahringar eru búnir að vera dáldið kreysý.Þurfti óvænt að vinna allan föstudaginn og losnaði ekki út fyrr en 15mín í 22.þó lokað væri kl.20.Kl.22 var ég mætt í Ráðhúskaffi i vinnugallanum á tónleika hjá Hvanndalsbræðrum....þeir eru einn stór brandari út í gegn..þeir eru ekki bara góðir söngvarar þeir eru stórgóðir leikarar og ógó flottir og lifandi á sviðinu..Það er langt síðan ég hef hlegið stanslaust í 2.kl.t. ég var hreinlega á innsoginu og arginu allan tíma.
Ef þið eigið þess kost að fara á tónleika með þeim þá drífið ykkur. Það verður enginn svikinn.
Í gærmorgun var ég svo mætt í vinnu kl.7.til 14.
Eftir það var brunað í Reykjavíurhrepp á slisó með stelpugerpið mitt.En kvöldið áður hafði hún verið með fótinn einmitt þar sem hann K.sá ekki og í stuttu máli þá var útkoman úr myndunum sú að hún þarf meira en stroku frá Skoda Oktavíu til að mölva sig...En já stelpurófan kynntist þarna nýjum heimi á slisó....Kardimommu-mönnum..og hnippti í mig og sagði eru þessir rónar... fór á klóið og tilkynnti mér að það væri ekki hægt að pissa í svona asnalegum ljósum...af hverju þau væru ekki venjuleg bara.við svar mitt hryllti hún sig og sagði aujjjjjjjj aldrei skal ég....Það var víst ekkert mjög löng bið á slisó þó mér þætti það..vorum komnar heim um kvöldmat.
Þegar ég kom heim þá furðaði ég mig á því hvaða púkar það væru sem drösluðu til á þessu heimili...við erum jú bara búnar að vera tvær þessa viku...reyndar fór ég í "smá breytingar" hérna, sem átti eftir að taka almennilega til eftir...því smá breytingar hjá mér eru einhvernvegin þannig að ég set allt á hvolf...þannig að tiltekt var óumflýjanleg.
Sturta og svefn við sjónvarpið tók við..vaknaði svo við gemsa-garg og fór að leit en fann engan....hringdi í stelpuna og sagði henni að það hefði einhver gleymt gemsa sem ég fyndi ekki...en nei allir voru með sína og þá heyri ég þetta aftur... í sjónvarpinu.....í bælið kelling.
Nú er sem sé búið að ræsa mig aftur út í vinnu þannig að ég get ekki sinnt verkefninu mínu (okkar) hér að neðan fyrr en í kvöld...er þó aðeins búin að renna yfir ath.s.boxið og mér er að opnast nýjar víddir og kannski kröfur af öðrum toga af ríkinu.
Svo hef ég ekki haft tíma til að kíkja á ykkur en er orðin spennt að komast á síðurnar ykkar.
Kremjum-knús á línuna.
Athugasemdir
Núna er ég búinn að kíkja á þig
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.9.2007 kl. 15:06
Það er alldeilis að það er brjál að gera hjá þér. Ekki gleyma að njóta þín öllum látunum ...
Knúsý knús ....
www.zordis.com, 9.9.2007 kl. 18:20
Það er pottþétt merki um svefnvöntun að reyna að svara símum sem hringja í sjónvarpinu hahaha
Farðu nú vel með þig skvísa !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 20:29
nóg að gera hjá þér
Margrét M, 10.9.2007 kl. 09:41
Já það er heilmikið að gera hjá þér Ollasak mín, greinilega. Gott að hún slasaðist ekki mikið dúllan þín. Og það er alltaf gaman að breyta til, þó það kosti rúst og kaos.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 14:57
kíkja líka, kíkja kó, mikið að gera hjá þér mín kæra, velkomin í hópinn !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 19:59
Vonandi líður stelpunni þinni vel. Mikið að gera hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.9.2007 kl. 20:56
Bíð bara eftir undirskriftarlistanum, til að skrifa undir.
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 15:21
Sæl skvís, setti smá pistil inn á bloggið mitt um lesblindu, eftir að hafa lesið alla umræðuna hjá þér, ef það skyldi hjálpa þér eitthvað.
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 15:53
Vona að skottan hafi það fínt :)
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 12.9.2007 kl. 00:19
Sjónvarpssími humm hvernig svarar maður í hann
Kristberg Snjólfsson, 12.9.2007 kl. 08:10
mússý mússý .....
www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 15:12
Það eru aldeilis lætin í þér kona.....maður verður bara þreyttur! Góða nótt mín kæra.
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:28
Þú ert ekkert smá dugleg , maður veðrur bara hálf þreittur á að lesa hvað það er mikið að gera hjá þér dúlla , gott að stelpan slasaðist ekki meira . Mundu svo að það er nausðinlegt að hvíla sig líka . Eigðu frábra helgi dúlla .
Knús og klemm Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 14.9.2007 kl. 09:55
knús knús!!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 15.9.2007 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.