ERFIÐLEIKAR BARNA MEÐ LESBLINDU...Erfiðleikar skóla og foreldra barna með lesblindu.
3.9.2007 | 15:13
Ástæðan fyrir þessari færslu minni er að ég á lesblinda dóttur.Það er von mín að þið sem eigið þessa óþekku krakka sem neita hreinlega að fara í skólann...verða veik um kvöld,nótt eða að morgni skóladags...fá mikinn höfuðverk,ljósfælni,kviðverki,verða flökurt,æla,fá svima,eiga í erfiðleikum með einbeitningu......Þessi annars hraustu yndislega skemmtilegu krakkar sem verða óþekktargerpi með allskyns kvilla á skólaárinu....Þau gætu verið LESBLIND.
Lesblinda sem enginn veit um...foreldrar,kennarar og skólasálfræðingar hafa ekki vellt þessum möguleika upp...skapar þvílíkan kvíða hjá krakkanum eðlilega þar sem hann ræður engan veginn við námsefnið og veldur ofangreindum kvillum...krakkinn fer að missa mikið úr vegna veikinda...sem veldur svo ennþá meiri kvíða...þetta verður alger vítahringur.
Það var ótrúleg breyting á heilsufari stelpunnar minnar við að byrja í skóla. Ég var sífellt með hana hjá barnalækni...hún fékk mígrenipillur og geðdeyfðarlyfið Amelín..Skólasálfræðingurinn greindi hana með aðskilnaðarkvíða frá okkur foreldrunum og sætti ég mig við þá greiningu því ég þekki ofsakvíða af eigin raun....En það sem ég fattaði ekki þá var af hverju bar aldrei á aðskilnaðarkvíða þegar hún var í leikskóla.Ég velti möguleika á lesblindu upp þegar hún var í 2.eða 3.bekk.Hún var sett í lesblindupróf og síðan í mjög góða sérkennslu í lestri...í gegnum árin hefur hún verið að fá góða aðstoð í skólanum......en kvíðinn eykst og lasleiki verður meiri og mætingar afleitar.
Lesblinda er mjög slæm fyrir alla...krakkan sjálfa kennarana og foreldra sem jú bera ábyrgð á mætingum krakkans..
Ég birti hér að neðan gátlista fyrir lesblindu en auðvitað geta þessi einkenni gefið fleiri sjúkdóma til greina
Ég skrifaði við með rauðu það sem á við mína dóttur......
Lesblinda (dyslexia) er samheiti einkenna sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að trufla fólk við lestur. Erfiðleikarnir birtast í mismunandi myndum, og má nefna þá helstu hér:
- Lesblinda (dyslexia) - Efni af www.doktor.is
- Skrifblinda (dysgraphia) Þetta er að lagst,en skrifar frekar illa.
- Reikniblinda (dyscalculia) þetta er töluvert vandamál enn þá
- Athyglisbrestur (ADD) - Efni af www.doktor.is
- Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) - Efni af www.doktor.is
Einkenni lesblindu geta verið mjög breytileg frá einum manni til annars. Eftirfarandi er listi algengra einkenna, en hafa ber í huga að mörg þeirra eru fullkomlega eðlileg og þurfa ekki að tákna neitt slæmt - það er eðlilegt fyrir börn að gera þessi "mistök", það er hluti af því að læra og þroskast.
Einkennunum er grófskipt eftir aldri, en skiptingin takmarkast ekki við það.
Leikskólaaldur
Barnið er:
- Óvenju snemmt til gangs 10.mán. ein og óstudd var hún farin að hlaupa um allt
- Mjög forvitið í meira lagi
- Leikur sér lengi - einsamalt átti engan veginn við undi sér aldrei ein
- Sýnir ekki mikinn áhuga á því að læra bókstafi átti ekki við
- Listhneigt - sýnir snemma listræna tilburði ekert áberandi held ég samt margt sem hún var farin að gera á undan öðrum t.d reima skóna sína 3.ára og þá líka flétta allar dúkkurnar og hugmyndafræðin var mikil.
- Lærir seint að telja átti alls ekki við
- Erfiðleikar við að læra litina allls ekki
- Hvatvíst ó já í meira lagi
- "Duglegt" og "gáfað", þykir jafnvel á undan, miklar væntingar til grunnskólanámsJá og það ekkert smá...margir töluðu um að við ættum að fá að setja hana ári fyrr í skóla
Grunnskólaaldur
Nemandinn:
- Stendur ekki undir væntingum í bóknámi já
- Er ókyrr í kennslustundum var það allavega 5 fyrstu árin en hefur lagast og skilst mér bara mjög mikið
- Lærir seint og illa að lesa já en fékk mjög góða sérkennslu í 2-3 ár í lestri
- Þjáist af tíðum höfuðverk, magaverk og/eða svima á hverjum sklódagsmorgni mis mikið þó..(kastar oft á tíðum upp á morgnana.Hefur þó stórlega minkað)
- Missir snemma áhuga á skóla get ekki sagt það en kvíðinn er mikill
- Leikur sér fram eftir aldri í leikjum sem einkennt gætu yngri börn þveröfugt
- Þykir "seinn til", "Gæti gert betur" o.s.frv. nei
- Lærir seint á klukku já
- Óstundvísi enginn sem eitthvað þekkir hana mindi segja nei við þessari staðhæfingu
- Óreiða í herbergi og námsgögnum ójá
- Flótti frá námsefni og undanbrögð ójá
- "Les" ennþá myndasögur nei
- Er hæglæs, gerir ítrekað sömu "mistökin" já
- Hefur mjög slæma rithönd já frekar
- Erfiðleikar við að læra grunnaðgerðir í stærðfræði (samlagning/frádráttur) ber aðeins á því
- Margföldunartaflan "síast" illa inn ÓJÁ
- Skilur fljótlega enskt mál v. sjónvarpsáhorfs - en skrifar illa já
- Á í erfiðleikum með sjónvarpstexta - en enskukunnáttan bjargar honum já
- Virðist utanveltu í kennslustundum, er "dagdreyminn" ekki er mér sagt það
- Hefur lágt sjálfsmat á sumum sviðum annars virðist sjálfsmat hennar í lagi
- Uppsker ekki eins og hann sáir. Já kemur fyrir
- Á í erfiðleikum með hegðun nei virðist í samræmi við jafnaldra...og er með sterka siðferðisvitund.
Sem fyrr segir er listanum einungis ætlað að vera til hliðsjónar.
Með von um að þetta eigi eftir að verða einhverjum að gagni.
Athugasemdir
ég á einn lesblindan gutta ... bókin lesblind.com hjálpaði mjög mikið til ....
Margrét M, 3.9.2007 kl. 16:11
Takk fyrir þetta. Lesblinda er alfarlegt vandamál þess sem fæst við hana. Bróðir vinkonu minnar faldi sína lesblindu. Það héldu allir að hann væri óþekkur. Sem betur fer er meiri skilningur á þessu í dag.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.9.2007 kl. 16:29
flott færsla og sennilega mikil þörf á !
kær kveðja og AlheimsLjós til þín frá mér
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 16:53
Góð færsla hjá þér og sannarlega full þörf á henni. Ég á bróðurdóttur sem er lesblind, en sem betur fer uppgötvaðist það mjög snemma á hennar skólagöngu svo hún hefur fengið aðstoð sem hún þarf á að halda.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir 3.9.2007 kl. 19:30
Flott færsla og nauðsynleg
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.9.2007 kl. 20:04
Frábær færsla hjá þér. Vinkona mín sem er lesblind hefur verið að vinna með börn með lesblindu eftir kerfi ég man ekki hvað það kallast, get reynt að leita að því. En þetta er mjög þörf umræða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 10:53
Vonandi að þetta fari allt að lagast hjá skvísunni og þetta verði til þess að betri skilningur og aðstoð fáist.
Knús og takk fyrir okkur :)
Vatnsberi Margrét, 4.9.2007 kl. 12:38
Hér kemur það sem ég skrifaði fyrir rúmu ári síðan á Málefnin.com. Þetta er frá konu sem þekkir það af eigin raun. Góð lesning fyrir alla. Vona að þetta lendi ekki allt í einum hrærigraut, þaðer eitthvað bogið við wordkerfið hérna á þessu bloggi.
Hvað er lesblinda. Ég er lesblind. Þegar ég var barn í skóla var lestur erfiður. Þótt ég gæti lesið, þá skildi ég ekki það sem ég las. Stafsetning gekk líka illa og ég gat aldrei skrifað ritgerðir. Var ég svona heimsk? Mér gekk mjög vel í öllum verklegum og myndrænum fögum. Var ég þá ekki svona heimsk? Mér leið illa í skóla og mér líður illa þegar ég hugsa um skólagönguna. Fyrir tveimur árum kynntist ég Davíðs@kerfinu. Ég fékk lesblinduleiðtréttingu og lærði að verða leiðbeinandi.Núna hjálpa ég öðrum lesblindum. Ef þú ert að glíma við lesblindu, hafðu þá samband, ég get hjálpað þér. Obbas@talnet.is. Þannig hljóðar auglýsingin hennar vinkonu minnar. Fyrirgefið að ég set þetta hér inn. En mér finnst full þörf á að vekja athygli á þessari starfsemi, bæðí hjá henni og öðrum leiðbeinendum. Við vorum að ræða þetta um daginn, og hún sagði mér, að nú væri loksins farið að greina lesblindu fljótlega í skólanum. En, sagði hún, úrræðin eru ekki komin jafnlangt. Börnin fá jú einhvern stuðning í skólanum, hún kallaði það hækjur, og svo sífellt fleiri hækjur eftir því sem lengra liði á námið. En, sagði hún, það er hægt að leiðrétta og þjálfa krakkana upp í að hjálpa sér sjálf. Meðal annars með Daviskerfinu. Hún er með krakka frá 6 til átta ára aldri í þjálfun. Segir jafnframt að því miður sé þessi sjálfsagða þjónusta ekki niðurgreidd af ríkinu. Önnur mamma, sem ég ræddi við, sagði að henni hefði gengið erfiðlega að fá glærur fyrir sinn son, og önnur hjálpartæki. Er ekki full þörf á að koma þessu málefni á framfæri. Mér skilst að lesblinda sé mjög algeng. Áfram heldur vinkona mín; Lesblinda er:Náðargáfa.Margvíð meðvitund. Algengustu einkenni lesblindu:Seinkun á færni í lestri, skrift og stafsetningu.Takmörkuð notkun ritmáls.Truflun í námi.Mikil víxlun tákna.Ruglingur með rými og tákn.SkipulagsleysiSkilningsörðugleikar. Ert þú að glíma við eitthvað af þessum einkennum ?Þú getur bætt.lestur og stafsetningurithöndreikningverklagathygli og einbeitingu. Leiðrétting getur hjálpa þér til að hafa hemil á skynvillu með tilteknum aðferðum. Ef til vill væri fróðlegt að hefja umræður um þetta mál hér, og ég gæti svo fengið hana til að koma inn í umræðurnar, ef einhverjar spurningar vöknuðu. Hún er reyndar ekki málverja, en það er örugglega hægt að bæta úr því, ef áhugi er fyrir hendi.Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 13:30
Frábært að lesa þetta elsku Sollan mín. Það er þekkt að óþekku börnin eru ekki svo óþekk þegar upp er staðið. Þekki til stúlku sem fór lesblind í gegn um grunnskóla og þótti baldin. Lesblindan uppgötvaðist ekki fyrr en í framhaldsskóla, þökk sé einum af kennurum FG.
Gangi ykkur vel því það er til hjálp ..... sonur minn sem er að byrja að lesa á til að rugla svolítið mikið en ég er að vona að það sé ekki tengt lesblindu heldur áhugaleysi. Við sjáum til með áframhaldið ! Knús á þig elsku Solla fyrir góðan pistil!
www.zordis.com, 4.9.2007 kl. 22:27
Frábær færsla hjá þér, Solla. Mikil lesblinda í föðurætt Báru minnar, og ég hef verið með hana "undir eftirliti". Hún lærði að lesa og stauta sig í gegnum einfaldan texta hjá mér í fyrra, en svo er bara að sjá hvort hún sverji sig áfram í mína ætt, eða vippi sér yfir á föðurvænginn. Frábært hve mikið er hægt að hjálpa lesblindum krökkum í dag, of ég vona að skvísan þín komist yfir kvíðann.
Fannst athugasemdin hennar Ásthildar einnig frábær. Furðulegt að þjálfun með Davíðskerfinu sé ekki niðurgreidd af ríkinu. Skólakerfinu er "skylt" að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna í grunnskólum. Því ættu börn með lesblindu ekki að eiga sama rétt og önnur börn, þ.e. rétt á "ókeypis" kennslu?
Sigríður Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 08:56
Frábær færsla og lesning mín kæra.
Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:37
Vá þetta er frábær færsla hjá þér Solla og á öruglega eftir að hjálpa einhverjum . Þú ert alveg frábær veistu það . Eigðu æðislega dag dúlla .
Kveðja Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.9.2007 kl. 14:06
Takk fyrir öll sömul.....það vekur furðu mína að þið allflest þekkið eða eigið eða eigið lesblinda einstaklinga.
Lesblinda virðist vera algeng en er þó varla viðurkennd í skólakerfinu.
Hey held ég þurfi bara að blogga meira um þetta.
Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 17:51
Dúllan mín .... er enn brálað að gera á bellinum, ég meina golfvellinum?
www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 18:21
Skrepp á böllinn á morgun
Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 19:37
Haha góðu
Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.