Ja ég er búin að losa mig við þennan póst sem ég sagði frá hér að neðan...Litli bróðir minn hringdi í mig í kvöld og sagði mér að ég skildi losa mig við þetta strax...varað hefði verið við einmitt svona sem í boði væri að versla og láta ganga upp í vinningsupphæðina..honum minnti að þetta tengdist einhverjum hryðjuverkasamtökum...Mætti ætla að þessir andskotar hefðu nef fyrir svona sakleysingjum eins og mér.En takk öll fyrir ráðleggingarnar.
Að öðru.
Þegar við systur leggjum land undir fót og hoppum upp í flugvél og kíkjum út fyrir landssteinana þá eru það óskrifuð lög að kaupa smá systragjöf handa okkur fjórum.
Þar sem tvær af okkur eru alltaf á flandri þá erum við búnar að fá 2.í sumar.
Fyrst þessa...frá Lilju
svo þessa frá Heiðbjörtu
Það fyndna við þessa er að þegar ég tók hana upp varð mér að orði
"Djö er hún lík mér"
Kom þá í ljós að hinar systurnar voru búnar að velja sér og skildu þessa eftir handa mér því hún minnti þær óneitanlega á mig.
Athugasemdir
Hliðaspor??? Hvað skeði?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 07:22
Gunnar ég var búin að vera rauklaus í 6 daga og fékk mér smók í gærkvöldi.
Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 08:00
Glimmrandi glansmynd af þér Nú er bara að skyrpa í lófana og taka daginn með trompi!
Þið systur eruð náttúrulega ga ga ga sem er gott!
www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 08:06
Bara snilld Og til hamingju með seyklausu dagana og svo bara spýta í lófana og sleppa smók
Vatnsberi Margrét, 28.8.2007 kl. 08:59
Skamm hentu stubbnum aftur þú getur alveg hætt
Kristberg Snjólfsson, 28.8.2007 kl. 09:04
já skammmi skamm .. hliðarspor eru ekki í boði .. áfram Solla
Margrét M, 28.8.2007 kl. 09:34
Sætar dúkkur. Rétt að losa sig við þetta.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.8.2007 kl. 12:02
hey þú getur þetta alveg jú gó girl hættu að stelast !
sigrun huld 28.8.2007 kl. 14:42
Þú ert svo dugleg Solla að þú getur þetta allveg hef trölla trú á þér hihi þú ert bestust .
Knús og klemm Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 28.8.2007 kl. 15:33
Auðvitað getur þú það! Það er bara að halda áfram eins og í ekkert hafi skorist....
Æðislegar trölladúkkur!
Elín Björk, 28.8.2007 kl. 15:54
Lísa mín skvísa...þú finnur alltaf á þér þegar ég þarf kremjuknúsþú ert náttla bestust
Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 21:20
Flottar styttur, jamm hún er krúttlega lík þér þessi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.