Allt á hvolvi.
8.6.2007 | 03:54
Finnst eins og ég sé að endurtaka eitthvað.
Í síðasta fríi hjá Pálmasyni tilkynnti ég honum að mig vantaði vegg.
Yes.Elskan horfði frekar sljór á mig.
"Vegg til hvers"
Og nú upp hófst mitt alkunna handapat og bendingar(já ég tala eins og brjálaður Ítali) og útskýringar að ég hélt eins auðskyldar og "sæll ég heiti Solla"
En nei."Heyrðu hvað ertu að meina,það er ekki ár síðan ég reif þennan helvítis vegg"
"Já en sko skilurðu...ég ætla ekki að hafa hann á sama stað sko"
Sem sagt allt komið á hvolfi aftur eins og í fyrra sumar.
Nú vil ég loka flotta eldhúsinu mínu sem var gert upp í sumar sem leið og haft opið.
Einn af heimilismeðlimum heyrði karlinn tauta undir kvöld þegar hann var vel á veg kominn og byrjaður að festa plöturnar öðru megin
"Maður er ekkert að festa þetta of vel.Það er aldrei að vita hvenær hún vill láta ríf-ann".
Athugasemdir
fínt eldhús hjá þér
Margrét M, 8.6.2007 kl. 11:49
Hei Solla, flott eldhús. Afhverju kallar þú hann altaf Pálmason? hahah Minn heitir Pálmi. Takk fyrir kvittin. Ekki eru allir eins duglegir við það eins og þú.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2007 kl. 18:19
Reyndi ad setja inn línu fyrr í dag en var alltaf kastad út! Flott eldhúsid zitt ... zarf ad koma og prófa eitthvad gott í zví Krudur eda kaffi, saetabraud og jafnvel brennivín ...........
www.zordis.com, 8.6.2007 kl. 18:46
Ég veit ekki afhverju ég kalla han alltaf Pálmason ég er búin að gera það svo lengi Jórunn.
Ja þórdís það er búið að vera eitthvað að síðunni hjá mér ég gat ekki sjálf innskráð mig á henni en ég gat innskráð mig á öðrum síðum.OOG sko næst verður allt þetta prófað í eldhúsinu mínu.Koddu bara
Solla Guðjóns, 8.6.2007 kl. 21:21
flott eldhús!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 8.6.2007 kl. 23:56
sammála flott eldhús. En afhverju viltu vegg?
Heiða Þórðar, 9.6.2007 kl. 00:02
Heiða vegna þess að við tekur 9.metra löng stofa sem er borðasofa,sjónvarpsstofa og stofa +eldhúsið er þetta 12.m. allt í einum geim
Solla Guðjóns, 9.6.2007 kl. 00:22
Flott eldhús gott að vera ákveðin og segja það sem maður vill hihi . Sigrún biður að heilsa og gengur allt ágæt lega eftir aðgerðina byrjuð að ganga í göngugrind . Knús og klemm Heiða
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 9.6.2007 kl. 11:54
Hvað myndi gerast ef þú tilkynntir honum að þig vantaði...thja... demantshring?
Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:14
Og svo er ég að kvarta Það eru þó yfirleitt bara húsgögnin sem eru á flakki um húsið hjá okkur Veggirnir hafa að mestu fengið að vera á sínum stað...... ennþá
Ingvar, 9.6.2007 kl. 19:56
Nenenei Guðmundurhef aldrei þurft að biðja um slíkt
Demantshring uuuumm góð hugmynd Skessa....hann myndi pottó segja "jæja góða,þú getur keypt hann sjálf"og glotta...
IIII Ingvar.. minnir að það hafi einmitt verið að rífa einhvern vegg í eldhúsinu hjá ykkur og eitthvað annað úti og setja eitthvað sem vantaði skrúfur í og sonnaHvaðan heldur þú að Margret hafi fengið þessa áráttu að vera alltaf á fleigiferð með húsgögninHUxx.Nú er ég búin að umsnúa öllu.Þú mundir halda að þú hafir gengið vitlausu megin inn í húsið ef þið kæmuð núna..Við Margret höldum því fram að við eigum bestu,flínkust og fingrafimustu kallana.Ætla ekki að hæla ykkur meira að sinni
Solla Guðjóns, 9.6.2007 kl. 21:22
Hæhæ.
Mikid rosalega er eldhusid flott hja ther. Madurinn minn er lika altaf ad nøldra svona a bak vid mig thegar hann er ad gera eitthvad i ibudinni okkar. En eg meina ad eg se bara ad koma i veg fyrir ad hann geri einhverja vitleysur, hann er lika altaf sammala mer en aldrey fyrr en eftir a :)
Bestu kvedjur
Kolla
Kolla, 9.6.2007 kl. 22:34
Ef það fara niður veggir þá fara þeir ekki upp aftur En annars er ég orðinn því vanur að rata ekki um húsið og þurfa alltaf að leita að klukkunni á vegnum og hnífaparaskúffunni því það er alltaf verið að færa þetta á "hentugari" staði
Ingvar, 10.6.2007 kl. 10:54
HahhhaIngvar ég veitþið hristið hausinn stundum yfir okkur
Solla Guðjóns, 10.6.2007 kl. 13:07
Duglegur Pálmason eins og alltaf Hlakka til að sjá breytinguna.
Það bara fylgir að færa úr stað hmm spurning hvort ekki sé hægt að færa veggi hér og þar hjá mér
Hjúts knús og margir kossar
Vatnsberi Margrét, 10.6.2007 kl. 20:16
Hahahha... það er bara til ein svona Solla og hún stendur sko á haus... þessi veggur er endalaus hausverkur - var ekki komin hugmynd um rennivegg ...?
KnÚs á ykkur
Lísa 10.6.2007 kl. 20:26
Júmm Lísa.Renni,plexígler og örugglega eitthvað annað.En nú er sem sé kominn veggur.Og mér er sagt að það sé ekki aftur snúið.Einfaldlega notaðar spónaplötur,skrúfur,naglar,málning.Og ég er sko að fíla'ða
EN á ekkert að fara að blogga svítý
Solla Guðjóns, 10.6.2007 kl. 21:13
Er ekki bara lausnin að Pálmason setji hjól undir bölvaðann vegginn og krækji honum svö föstum þar sem húsfreyjunni hentar hverju sinni
Ingvar, 10.6.2007 kl. 21:34
ÞEssi sporðdrekar þú barastundum smá svona að tuða en alltaf jafn elskulegir samt sem áður :) knús frá mér
Sigrún 11.6.2007 kl. 13:16
Við vitum allt um það sporðdrekar fæddir 31.okt.eru mestu þrjósku-handhafar Sigrún Huld.
Solla Guðjóns, 11.6.2007 kl. 13:44
flott eldhús hjá þér gamla
Ólafur fannberg, 11.6.2007 kl. 13:55
ótrúlegar þessar konur, þeim tekst allt
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.