Tlfinningarót
2.5.2007 | 17:21

Hver er barn síns tíma og ytri aðstæður breytast í tímana rás.Eitt sem aldrei breytist er það andlega veganesti sem við hljótum í uppeldinu.Vissulega getum við þroskað það og aðlagað það að nýjum og breyttum aðstæðum.Eitt var það sem okkur systkynum var innrætt: að fara aldrei með ósannindi og vera umfram allt heiðarleg í samskiptum við aðra jafnt sem okkur sjálf.Stundum erfið staða og hvíta lygin kom við sögu.Jú við erum líka mannleg.Pabbi og mamma höfðu lag á því að láta okkur finnast við vera líka fólk og virtu tilfinningar og tilfinningaflækjur okkar og gáfu okkur svigrúm til að þroskast andlega ekki með boðum og bönnum heldur ræddu þau við okkur sem jafningja sem aftur hefur gert það að við
gátum komið heiðarlega fram við þau og þau leiðbeint okkur í gegnum æskuárin.Auðvitað var eitt og annað sem var blátt bann við eins og að reykja og var það bölvað pukur til að byrja með.
En það sem að ég ætlaði í upphafi að blogga um er hversu mikilvægt er að vera vinur barnana sinna.Ekki bara foreldri sem þarf að koma þeim til manns.Sem er náttúrulega ekkert bara.Að vera vinurinn sem þau geta alltaf leitað til.Að vera vinurinn sem þau bæði gleðjast og gráta með.Að vera hlutlaus vinur barnana sinna er erfitt hlutverk.Þá á ég við er sú staða kemur upp að maður vill hvorki vera með eða á móti.Þá er bara eitt sem ég sé í stöðunni,það er að tala við börnin mín eins og ég eigi ekkert í þeim en ég vilji þeim samt það allra besta.En fjandinn hafi það ég get einfaldlega ekki verið hlutlaus.Skinsemin þarf einfaldlega að vera móðurástini sterkari.Miklar pælingar á ferðini.
EInhver sagði að lífið væri einfalt????
Myndirnar hér að ofan eru að sjálfsögðu fyrir ykkur sem ekki vitið Jón Þór og Guðrún Jóna börnin okkar Árna.
Athugasemdir
Yndislegar dúllu mömmu foreldra besta vin pælingar! Þykir vænt um þig elskan mín! Ég ætla að reyna að vera fyrst og fremst vinur þessara ofur krútta sem ég ól! Koss á þig Selvogspæj .....
www.zordis.com, 2.5.2007 kl. 19:19
~*~ KnÚs ~*~
Lisa 2.5.2007 kl. 22:07
vel skrifað!
ég er viss um að það er ervitt að vera vinur og foreldri!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 2.5.2007 kl. 22:30
Yndisleg börn og þetta blogg var svo fallegt og þetta er svo rétt sem þú segir. Þú hefur átt góða og skynsma foreldra sem hafa gefið þér gott veganesti.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2007 kl. 23:05
Knús á ykkur allar
ollasak 3.5.2007 kl. 01:11
Var að reyna að taka út að þyrfti að gefa upp póstfang
mér tókst það greinilega ekki. Og þessi ruslpóstavörn hvaða bull er það nú eiginlega.Ég er nú alveg út á túni með þetta.
Solla Guðjóns, 3.5.2007 kl. 01:14
Vá hvað ég er fegin að sjá þig Guðmundur.Krakkarnir eru bæði mikið stærri en ég
og fara bráðum að ná mér í aldri
Solla Guðjóns, 3.5.2007 kl. 14:36
börnin vaxa okkur yfir höfuð
Margrét M, 3.5.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.