Græðgin getur nú alveg farið með mann!!
16.2.2007 | 14:09
Það var einusinni maður sem var ekkert sérlega ánægður með hvernig hann var útbúinn, þarna niðri. Hann var hreint út sagt alltof langur, alveg heila 50 cm!!!! Sem var alltof langt. Hann vissi ekki hvernig hann átti að snúa sér í þessu og fór því til nornar einnar til að fá hjá henni góð ráð.
Nornin hugsaði sig lengi um, áður en hún sagði: - Farðu inní skóginn og þú munt hitta frosk. Spurðu froskinn hvort hann vilji giftast þér. Ef froskurinn svara "nei" þá skreppur "vinurinn" saman um 10 cm, en ef hann svarar "já" vex hann um 10 cm. Þetta er alveg þess virði að prófa.
Maðurinn vóg og mat stöðuna, og fann svo út að það væri þess virði að taka sénsinn og prófa þetta! Hann gekk út í skóginn, fann froskinn og spurði:
-Viltu giftast mér?
Nei, sagði froskurinn.
Maðurinn hljóp heim, fór úr buxunum og mældi - jú "vinurinn" hafði virkilega skroppið saman. Nú mældist hann einungis 40 cm.
Manninum fannst nú að "vinurinn" mætti alveg vera aðeins styttri, svo hann hljóp út í skóginn aftur, hitti froskinn og spurði:
- Viltu giftast mér?
Nei, sagði froskurinn.
Maðurinn hljóp aftur heim til að mæla og nú var "hann" einungis 30 cm langur. "20 cm" hugsaði maðurinn, "20 cm væri alveg fullkomið" og með það sama hljóp hann út í skóginn aftur, hitti froskinn og spurgði:
- Viltu giftast mér?
Kæri vinur, svaraði froskurinn - ertu heyrnarlaus eða hvað?? Ég hef sagt þetta áður og nú segi ég það aftur: NEI, NEI og aftur NEI....ÚBS :s
Eigið góðan og óðan dag!!!!!
BÆÍBILI
Athugasemdir
Ahahahah gott á hann hihihihi
Góða helgi dúllan mín
Sigrún Friðriksdóttir, 16.2.2007 kl. 14:16
hahaha, góður. Þessi "stendur" sko alveg fyrir sínu. Kveðja Beta sys
Beta sys 16.2.2007 kl. 16:19
Hi hi flottur þessi góða helgi klemm og knús
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 16.2.2007 kl. 16:30
Ha ha hí nú hló eg.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 18:46
HAHAHA.... ææ...
Ester Júlía, 16.2.2007 kl. 23:05
hahahaha!!
xK
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir 17.2.2007 kl. 00:54
Græðgi er vissulega slæm ...... Vonum bara að hann eigi skilningsríka konu
www.zordis.com, 17.2.2007 kl. 12:07
Það mætti nú vera alveg mega skilningur,,,,,og þó
Solla Guðjóns, 17.2.2007 kl. 12:18
Góður
Kristberg Snjólfsson, 17.2.2007 kl. 13:00
Innlitskvitt á þessum fallega degi, Solla mín.Þakka þér falleg orð í minn garð.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.