Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

29.febrúar...

Ekki skrítið að ég hafi sofið yfir mig.....þessi dagur er jú bara á fjögra ára fresti.......

Bjóst ekki við að þurfa að vakna fyrr en á laugardaginnWink

Ég vaknaði starndi á klukkuna 8.23.....Gunnnnnna!!!!!!! Dóttirin var snögg en snjórinn fór svo að stríða okkur er út var komið.

Hann Böddi gamli átti afmælið á þessum degi.

Þegar ég var sextán ára þá vorum við Böddi jafnaldrar bæði setánGrin.(hann reyndar 64)Við vorum bæði að vinna í Meitlinum (frystihúsinu) sem var og hét.

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna töluvert með þessum snaggaralega karli eða táningnum eins og ég kallaði hann og líkaði karli það vel....

Við vorum saman í "pönnunum"

Karlinn sem var prakkari átti það til að missa vatnsslöngun óþarflega nálægt mér og á föstudögum fékk ég gusuna í andlitið og lét hann ávallt sem ekkert hefði í skorist en komst nú ekki upp með það........ég hnýtti saman blótyrði yfir honum meðan ég réðst á bakið á honum til að þurka mér í framan... hann hló og sagði að tungan mundi detta úr mér ef ég hætti ekki að óskapast þetta.......

Á föstudögum ræddum við hvert skyldi halda á sveitaball og strákamál og allt er því við kom og létum eins og jafnaldrarGrinhann var alger æði karlinn.

Áföstudögum að  afloknum vinnudegi kvaddi hann mig alltaf með þeim orðum"Ég held ég láti allt kvennafar eiga sig um helgina" Enda vel giftur .

Við fórum oft í grettukeppni svona alveg óvart allavega af minni hálfu.........karlinn byrjaði þá að skrolla uppí sér tönnunum og hálf setja þær út og ég gretti mig á móti og svona gekk þetta af og til...þar til karlinn sagði "Hættu að geifla þig svona....þú verður svo andskoti ljót þegar þú verður fullorðin"

Böddi minn er eflaust að horfa niður til mín núna og furða sig á að ég sé þó ekki ljótari en þetta.

Blessuð sé minning þín elsku karl.


Jæjaa

Konan er (hress) og kát að vísu með eina kvefpestina ennPinch

Í gærkvöldi og eitthvað fram á nótt kyngdi niður snjó........þannig að í morgun var farið á blússinu útúr bílskúrnum hálfan botnlangann eða svo..rölt svo til baka því bílskúrshurðaropnarinn/lokarinn dreif ekki þaðan sem ég var komin.

Rölti svo aftur í bílinn sneri við og lagði af stað sem leið lá út götuna.....en Pólverjarnir á horninu voru búnir að festa sig  svo ég varð að stoppa og komst ekkert að stað aftur......fyrr en þessar elskur ýttu mér....Kissing

Ég hef alveg einstaklega gaman af svona vafasömu færiGrin

Hann Gunnar bloggvinur Svíafari er búin  að opna lista fyrir vinsæl blogg.

Þið finnið hann hér á síðunni undir skemmtileg blogg og þið ýtið á blogglistann til að komast á síðuna og þar finnið þið skemmtileg blogg um allt og ekkert.......lífið og tilveruna og svo fr.v.Þar getið þið líka skráð ykkur á þennan lista.

Flott hjá þér Gunni.

Svo af því það er komin álíka mikill snjór og um daginn þá skelli ég inn nokkrum myndum síðan þá.

snjór+afmæli 009

snjór+afmæli 015

snjór+afmæli 020

Allt tiltækt var notað

snjór+afmæli 016

snjór+afmæli 017

snjór+afmæli 018

snjór+afmæli 021

Trén mín snævaþakin við húsið mitt.

En bæ í bili.

 


Ég er ástfanginn......

Það var ást við fyrstu sýn

Þó hann hafi veitts að mér og látið ófriðlega við okkar fyrstu kynni

þá er ég alltaf jafn hrifin.

Í gærkvöldi þegar ég kíkti til hans tók hann mér fagnandi og

hreinlega lagðist kylliflatur við fætur mér.

Í gærkvöldi sleikti hann á mér tærnar.

Hann tilbiður mig EÐA það hélt ég.

Tvær konur  bættust í hópinn.

Þó hann hafi mótmælt komu þeirra kröftuglega

þá var hann farinn að daðra við aðra þeirra fljótlega

mjög áberandi.

Afbírðisemin vall upp í mér,ég sparkaði af mér  klossanum

og breyttist í ballerínu  á svipstundu.

Með tælandi hreifingu  nálguðust  berar tær mínar  ásjónu hans.

Hann hnusaði fyrirlitlega  og gekk sperrtur í burtu.

Churt !!!!!!!!!.

my pictures.jhy

Þetta er reyndar ekki hann Churt minn en mjög líkur honum og sama kyn silky terrier

my pictures

Hvernig er annað hægt en að falla fyrir svo falllegu dýri.


Reglur "STRÁKA/kARLA"

KarLar eru alltaf að núa okkur skvísunum upp úr REGLUNUM OKKAR.......

Hér eru nokkrar af reglum þeirra:

Lærið á klósettsetuna.Þið eruð þroskaðar........Ef hún er uppi setjið hana þá niður........við höfum hana uppi,þið niðri.Við kvörtum ekki þó þið skiljið hana eftir niðri........

Já og nei eru óaðfinnanleg........og ásættanleg svör við næstum öllum spurningum.........

Ef þér finnst þú FEIT........þá ertu það væntanlega.......ekki spyrja okkur.......

Ef eitthvað veldur okkur kláða ........þá klórum við okkur.........

Við horfum á brjóst af því að þau eru til þess..........Reynið ekki að breyta því.............

Biddu um hvað sem þú villt en hafðu það á hreinu að:

Lúmskar vísbendingar duga ekki.........

Miklar vísbendingar duga ekki......

Augljósar vísbendingar duga ekki.........

SEGÐU ÞAÐ BARA BEINT ÚT !!!!!!!!!!!!

OG BARA KNÚS Á LÍNUNA..........


Þetta er júróvísjonlag,þetta er júróvísjónlag..........Til hamingju með sigurinn!!

bildeÞett'er meiriháttar júróvísjónlag...........

Þett'er alveg tíbíst júróvísjonlaag.......

Viðurkenni fúslega að mér finnst Spaugstoujúróvísjónlagið .......besta júrólagið...nee djók...en Spaugstofumenn fóru á kostum í gærkvöldi.http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4359995

 Menn hafa farið geyst í að tjá sig um sigurlagið og kommentið hans Friðriks Ómars

(sem mér fannst nú allí lagi og hef heyrt að það sé vel réttlætanlegt).....

Ýmist með eða á móti eins og gengur..

Fólk tekur þessa keppni sem enginn vill missa af......

og ennþá færri horfa á ........djóóók......

mis alvarlega....

Mér finnst þessir krakkar vel að sigrinum komnir.......

Ég eyddi minni inneign í þetta lag og lag nr.9002001.....Lag Davíð Olgeirssonar....

júrólag eða ekki ....þá hreifst ég mjög af því lagi og söngurinn var ja bara ólýsanlega flottur......

Mér fannst líka guluhanskalagið gott þegar ég hélt fyrir augun...

Ho Ho Ho.......mjög flott lag en var ekki alveg að skila sér þarna í gær

Þetta voru  allt mjög flott lög misjafnlega vel flutt.....

Lengi lifi Spaugstofan!!!


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að meðaltali

sofnar fólk á 7 mínútum.....

lifa rétthentir 9 árum lengur en örvhentir...

endist blíantur til að draga tæplega 60 kílómetra langt strik....

segja konur um 7000 orð á dag meðan karlar láta sér nægja rúmlega 2000....

hlær fólk 15 sinnum á dag....

framleiðum við 25000 lítra af munnvatni um ævina,en það ætti að duga til að fylla tvær sundlaugar.....


Tourette syndrom og einelti sem af því hlýst.

Ég hef lengi vellt því fyrir mér hver skylda skóla,umsjónarkennara,skólahjúkrunarfræðinga er varðandi það að upplýsa skólafélaga barna með sýnilega og ósýnilega sjúkdóma svo sporna mætti við einelti í þeirra garð.

Þá er ég ekki að tala um þá nemendur sem eru með umbúðir,eru í hjólastól,með hækjur og þess háttar.Allir vita að umbúðir og hjálpartæki þýða BÁGT.Greyið er fótbrotið,handleggsbrotið,og svo frv.All flestir fá jákvæða samúð út á það...sem er bara af því góða.

Ég spurði umsjónarkennara dóttur minnar um þessi mál í vetur og sagði hún mér að kennarar og skólastjórnendur væru bundin þagnarskyldu og gætu þess vega ekki rætt þessi mál á neinn hátt.

Ég hef verið að grúska í nýja frumvarpinu um grunnskóla og þar kemur það skýrt fram að fara eigi með einstök málefni barna sem algert trúnaðarmál bæði hvað varðar upplýsingar frá foreldrum,leikskólum og öðrum sem hafa haft með barnið að gera og er það vel.

Samt sem áður þá eru margir sjúkdómar sem mér finnst nauðsynlegt að útskýra fyrir skólafélögum ,ekki bara bekknum sem viðkomandi er í heldur líka bekkjum sitt hvoru megin við allavega.

Ég veit svo svæsið dæmi um einelti vegna Tourette að ég er ekki bara brjáluð yfir því.Ég er mjög hrygg vegna foreldrana og þessa barns sem hefur þurft að gjalda svo dýru verði fyrir sjúkdóm sinn.

Svo eru líka andlegir sjúkdómar sem eru þess valdandi að skólasókn barna með þá sjúkdóma verður ábótavant og skólafélagarnir taka sko eftir því.

Útlit kallar oft á einelti....of feit ...of mjó....of stór .......of lítil.......of púkó .....of eitthvað.......

Heyrði meira að segja 2 níu ára stelpupjötlur spyrja skólasystur sína "Hva kaupir þú fötin í kolaportinu eða......"Stelpan var ekki í levais brókum eins og hinar........

ÉG ER SANNFÆRÐ UM AÐ EF FRÆÐA MÆTTI SKÓLAFÉLAGA BARNA MEÐ ÞESSA SJÚKDÓMA  YRÐI KOMIST HJÁ STÓRFELLDU EINELTI.

Ég hef sennt fyrirspurn til menntamálaráðherra um þessi efni og er lofað svari innan viku.

FYRIRÞÁ SEM EKKI ERU MEÐ Á TÆRU HVERNIG TOURETTE SYNDROM  ER ÞÁ ER HÉR MJÖG GÓÐ GREINAGERÐ Á HEIMASÍÐUNNI HANS RANNUGS http://www.alster.nu/tourette_is.html   Endilega kíkið á hana og fræðist um sjúkdóminn og sjáði hvað Tourette sjúklingar liggja vel við höggi einnig hvernig komast megi hjá þessu helvítis einelti með fræðslu og upplýsingu.

Takk Gunnar minn fyrir að leifa mér að benda á skrifin um TS á síðunni þinni.

Eigið svo góða nótt það sem eftir lifir af henni og

flottan fimmtudag.

 

 


Sextíu og sex þúsund sex hundruð sextíu og sex.....

Hæjjjjjj!!!

Verður þú

Sextíu og sex þúsund sex hundruð sextugasti og sjötti

gesturinn minn????

Teljarinn er neðst á síðunni

og

Þú verður sko að láta vita af þér......

í athugasemdaboxinu!!!

Ég byrjaði að blogga í maí 2006.........bara upp á grínið....

Það hefur  gengið á ýmsu síðan og ber þar hæst þegar bloggvinir komu til sögunnar

Það hefur verið mjög gaman að kynnast ykkur á þennan hátt.

Suma hef ég hitt og aðra þekkti ég fyrir en ég ætla sko að hitta ykkur öll einhvern tíman.

Og pælið í því.....

þið hjálpuðuð mér inn á þing.

Ég hef alltaf sagt að ég þyrfti að komast inn á þing

þá með eitt og annað sem mér finnst alþyngi ekki gefa nokkurn gaum.

Mér tókst með ykkar hjálp að koma

lesblindumálinu inn á alþyngi........

Mér finnst þessi tala 66666 rosaflott þó hún minni mig á einhverja hryllingsmynd sem ég fór á á unglingárunum

Hún minnir mig líka á Bubba Morthens og færð því þú sem verður

nr:66666 disk með goðinu.

Knús á línuna

l_21aa92aa20d55310297555b82121869e

 

 


Æðibiti þetta....

Hallllllló!!!!!

Ég er ekki alveg í blogghamnum svo ég læt þetta krúttlega myndband redda mér í bili.

 


Verð að lát'ann flakka

 
   
Heyrnarlaust par var að gifta sig, þau reka sig strax á nokkur
vandamál í kynlífinu, því eftir að ljósin eru orðin slökkt á kvöldin,
þá sjá þau ekki lengur táknmál hvors annars. Eftir nokkrar nætur
af káfi og misskilningi kemur konan með uppástungu. “Elskan,
” segir hún á táknmáli, “við ættum að nota sérstök
svefnherbergistákn. Til dæmis, ef þú vilt gera það, þá kreistirðu
bara vinstra brjóstið á mér einu sinni. Ef þú vilt ekki gera það,
þá kreistirðu það hægra einu sinni.”
Manninum finnst þetta frábær hugmynd og sendir táknmál aftur 
til baka: “Góð hugmynd. Nú, ef þú vilt gera það, þá teygirðu þig
bara yfir og togar einu sinni í typpið á mér. En ef þú vilt ekki gera
það, þá togarðu svona 50 sinnum í það.”
 
 


 


 

No virus found in this incoming message.
Checked by AVG Free Edition.
Version: 7.5.516 / Virus Database: 269.20.4/1275 - Release Date: 12.2.2008 15:20

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband