Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Ja hvort ég þurfi að blogga?Var manni Komið á óvart? ÓJÁ
30.4.2007 | 02:54
Nýliðin dagur 29.apríl .
Það var margt að ske í dag og ber þar hæst óvænt brúðkaup.
Litla systir og Baldur voru að gifta sig.
Baldur átti afmæli.Fyrir nokkrum dögum spurði Heiðbjört mig hvort ég nennti að baka tertu fyrir Baldur,þau ættluðu að bjóða í hádegissnarl þegar hann ætti afmæli og honum langaði svo í svona Sollutertu.Og auðvita var það ekkert mál þó hann ætti nú ekkert fimm eða tug afmæli,við erum svo oft að koma saman systkynin og öll afmæli eru merkileg hjá okkur. Þar sem ég var með matargesti í gærkvöldi og líka vinnuhelgi hjá mér þá nennti ég ekki að fullgera tertuna,bað Pálmason í morgun að fletja fyrir mig marsípanið meðan ég væri í Herjólfi.
Ég gerði nú bara eitthvað í fljótheitum enda hafði ég lítin tíma, átti að vera mætt um það leiti sem ég var að skríða uppúr DALLINUM
þannig Heiðbjört og Baldur þið voruð heppin að ég skrifaði ekki á tertuna:ÞETTA ER ENGINN GALDUR BALDUR en það hafði ég hugsað mér að gera því á síðustu sem ég gerði fyrir þennan brúðguma dagsins stóð:þetta er enginn aldur Baldur.
Við Pálmason straujuðum í Hafnarfjörð með tertuna og aðra til í skottinu.Heiðbjört var ferlega fín þegar hún kom til dyra og ljósmyndari smellti af í gríða og erg.
Og ég alveg:Vá hvað þú ert flott er verið að gifta sig eða hvað???
Kom auga á prestinn....og vá þurfti ég að buna útúr mér...,,ný komin úr Dallinum berfætt með táfílu og svita" sleppti með kúk í bandi ..loks hætti ég að tala og hinir að ansa.....og athöfnin hófst í stofunni þeirra.
Ekki laust við tár á hvarmi.Þetta var yndislega sætt.
Falllegt óvænt brúðkaup í hádegisverðarboði.
Frábær dagur.Síðasta sem ég heyrði frá Frú Heiðbjörtu var að hún sendi eftirfarandi sms til okkar systra laust fyrir miðnætti:
Djö...fávitarnir ykkar!!
Þíð skuldið okkur helling af hrísgrjónum!!
Það var ekki gott að fá nokkur upp í boruna!!
Má bjóða ykkur í hrísgrjónagraut.
Mr:B og Mrs Heiðbjört
Ykkar skál.
En dagurinn var ekki alveg farsæll fyrir alla í þessari frábæru ætt.Anton Freyr Betuson hoppaði heldur mikið á trampoíni og er í þessum orðum á leiðini heim af slisó með gifs upp að hné.
En ég á að vera farin að sofa fyrir löngu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Rolling Stones-tónleikar á Spáni
25.4.2007 | 01:34
Er þeta ekki rétt hjá þér Þórdís??????
Er ekki málið að drífa sig og
missa sig
á tónleikum með þessum snillingum?
EKKI SPURNING
Í samstarfi við nokkra aðila á Costa Blanca svæðinu er búið að skipuleggja heljarinnar tónleikaferð þann 30. júní næstkomandi á Rolling Stones á Spáni. Þeir Íslendingar sem staddir verða á Costa Blanca svæðinu eiga búna möguleika á að skella sér á þessa tónleika. Einnig eru laus sæti í flug til Alicante í kringum þessa dagsetningu og getum við aðstoðað með gistingu fyrir þá sem það vilja. Nánari upplýsingar um tónleikana og skipulagða hópferð frá Costa Blanca má sjá nánar hér.
Reyndi fyrir 4-5 árum að hitta Jagger á Ísafirði.Þá var ég stödd á ættaróðalinu Eyri í Skötufirði og heyrðum við á "gufuni" að kallinn væri á Ísafirði og við systur héldum ekki vatni yfir að vera aðeins um klukkustundar akstur frá.Þannig að við rúlluðum upp andlitinu,heltum bjór í kallana og "skuttluðumst "á Ísafjörð.
En Jagger sá við mér og flúði út í Vigur eða yfir á Hesteyri.
En það er nú saga að segja frá þessari ferð og kemur hún kanski seinna.
Nú er málið að spara og komast til Spánar.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Halló
24.4.2007 | 00:02
Segið þið bara ekki allt gott?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
MJÖG ATHYGLISVERT.
22.4.2007 | 19:59
Þó fyrr hefði orðið.
Vonadi eru sveitarfélögin opin fyrir þessu.
Elísa R. Ingólfsdóttir |
Bætum skólastarfið í heild
Í þessari viku fer fram aðalfundur Félags íslenskra skólafélagsráðgjafa. Félagið er fagdeild innan Félagsráðgjafafélags Íslands og hefur það að markmiði að stuðla að kjörskilyrðum nemenda á hverjum tíma. Þessu markmiði hyggst félagið ná með því að efla faglega umræðu skólafélagsráðgjafa og styrkja stöðu þeirra innan skólakerfisins.
Nú þegar eru félagsráðgjafar starfandi í grunn- og framhaldskólum landsins. Þeir vinna á heildrænan hátt með nemendum, fjölskyldum, kennurum, stofnunum sveitarfélagsins og öðrum sem tengjast einstökum nemendum og skólastarfinu. Menntun félagsráðgjafa er fólgin í að greina vanda, veita ráðgjöf og upplýsingar um félagsleg samskipti og erfiðleika, vinna með samskipta- og tilfinningaörðugleika og samræma þjónustu innan og utan skólans.
Andrea Guðmundsdóttir |
Skólafélagsráðgjafar eru lykilstarfsmenn skólans í barnaverndarmálum og vinna náið með félagsþjónustu sveitafélaganna við úrlausn þeirra. Skólafélagsráðgjafinn er mikilvægur tengill milli heimilis og skóla í nánu samstarfi við kennara barnsins.
Júlíana Jónsdóttir |
Á næstu vikum mun Félag íslenskra skólafélagsráðgjafa, í tengslum við Félagsráðgjafafélag Íslands, senda öllum skólastjórum í grunn- og framhaldsskólum landsins ásamt formönnum fræðslunefnda sveitarfélaganna bréf þar sem gerð er grein fyrir sérstöðu skólafélagsráðgjafa og þeirra störfum.
Höfundar eru félagsráðgjafar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jgjjjjghk
22.4.2007 | 03:10
Mikil kátína er búin að einkenna nýliðin dag.
Fór í R-vík með Gunnu og Söru,þær voru á búðarrápi og að hitta Harra frænda og vin hans og þóttu ekki vinsælt að vera með mömmu gömlu svo ég var bara að einhverfast þarna í Smáralindinni.Skoðaði margt,ferlega er skemmtileg tíska núna,er alveg að fíla hana-10.kg og ég fer í hvað sem er.
Fór á eina kaffistaðinn þarna og fékk mér Svissmokka og horfði á fólkið æða fram og til baka OOG hafði gaman af.
Lítill strákpjakkur kom hlaupandi og lenti á hnésbótum föður síns sem lá við falli.:$
Kona æddi áfram og rak tærnar í og hálf hvolfdist fram fyrir sig:$
Útlendingur með úfið hár flækti puttana í hárinu þegar hann ætlaði að renna í gegnum það:$
Ég var alveg á mörkunum að missa mig í hláturskast hvað eftir annað,það er gott að hlægja svona innan í sér ef maður passar að taka ekki kaffisopa í öflugustu hviðunum:$
Svo var líka pirrað fólk,ánægt fólk,ungt og lífsglatt fólk,sprækir unglingar
Börnin mín eru mér mjög hjartfólgin og ofarlega í huga mínum núna
ég elska þessi tvö óendanlega mikið.
Sara litla frænka er með þeim þarna.
Eigið góðan sunnudag og
BÆÍBILI
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Meira um okkar "frábæra" heilbrigðiskerfi.
21.4.2007 | 12:27
Ég get ekki orða bundist eftir að hafa séð þessa frétt í gærkvöldi
http://www.visir.is/article/20070420/FRETTIR01/70420082
Er þetta virkilega svona???
Hvern anskotan eru stjórnmálamenn að pípa nú rétt fyrir kosningar.
Ef einhver þeirra mindi biðja þjóðina afsökunar á hvernig komið er fyrir heilbrigðis og félagsmálakerfinu............og lofa úrbótum...þá mundi ég ja ég veit ekki,,, hugsanlega þora að kjósa þann aðila.
Ég er svo virkilega sammála frændanum.Að vera með sýnileg mein eins og beinbrot er eitthvað sem allir taka eftir og allir leita til læknis útaf og viðkomandi fær viðeigandi meðferð við af því það er áþreifanlegt.
Að ver andlega veikur er djöfullegt ástand sem engin gerir sér grein fyrir nema að hafa reynt það.
Að sitja á púðurtunnu allan sólarhringinn
að vera alltaf eins og á hálum ís
vita ekki hvort næsta skref sé öruggt
verð ég svona alla tíð
að vera haldin þvílíkri hræðslu við ástand sitt
næ ég að halda út daginn-nóttina
ég vil ekki vakna,ég get það ekki,ég vil bara sofa,þá gerist ekkert,en ég get ekki sofið.
Í annan tíma getur sjúklingurinn gert allt,
keypt hús á 2.kl.t.
Þrifið loftin,veggina,gluggana,teppaherinsað,þvegið gardínur og hengt út í 10.stig gaddi og brjáluðu roki.
Allt verður ekkert mál,þetta er bara lítið dæmi,
'EG ER AÐ TALA UM MIG.
Svona var ég.
Ég hef unnið vel í sjálfri mér með aðstoð geðlæknis og lyfja og minni eigin skinsemi.
Þetta er engin leikur.
Maður þarf að kunna sín takmörk og lifa við það
að maður er sjúklingur.
Af þessari reynslu minni af andlegum sjúkdómi og að hægt sé að halda honum í skefjum með réttri hjálp og skinsemi
leifi ég mér að verða alveg argandi kolbrjáluð
þegar ég heyri fréttir af svona meðferð á andlega veikum sjúklingi.
Þetta er ekki bara skammarlegt
þetta er vanþekking og heimska stjórnvalda.
Svo er bara knús á línuna og eigið góðan laugardag.
BÆÍBILI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
SSSólin komim hærra á loft.
19.4.2007 | 16:52
Ekki laust við að röddin sé rám í dag því ég lét mitt ekki eftir liggja að taka hraustlega undir söng Helga BJörns á tónleikum SSSólar í gærkvöldi.
Þetta ver náttla geðveikt(ESTRO)
Helgi eins og spastískur brjálæðingur á sviðinu með 10.manna hljómsveit á bak við sig.
Ollasak missti sig gjörsamlega þegar Björn Jörundur stökk inná sviðið og allt í einu hafði ég bara ekki nóg pláss.
Þvílík stemming allir dansandi og syngjandi.
Silvía Nótt tók eitt lag með Helga.Hún var ferlega flott.
Hinn eini einstaki uppáhalds minn KK tók líka lagið.
Helgi lét okkur lengi bíða eftir laginu Húsið og ég,svo lengi að ég var farin að halda að ég hafi verið svikin.
Þegar það loks kom ættlaði allt vitlaust að verða,hann söng bara smá part úr laginu fólkið í salnum söng og ætluðum við bara alls ekkert að hætta.
Mér finnst rigningin góóðð............................
STEMMARINN VÁ !!!!!!
Verð að minnast á hvað baksviðið var flott og látið fitta við hvert lag með skjávarpa.
Það var verið að taka tónleikana upp svo kanski verða þeir sýndir á enhverri stöðini og þá ætla ég að skikka dótturina til að horfa á til að sýna henni að svona var víst dansað í GAMLA DAGA.Henni finnst ég nefnilega stór skrítin þegar ég tek sporið hérna heima með ímyndaðan gítar eða nota annan fótinn á mér sem gítar og læt öllum illum látum.Veit að einhver ykkar kannast við svoleiðis tilburði
En sumarið er komið svn' á það að vera.......................................... og megi það veita ykkur gleði.
BÆÍBILI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Álpaðist inn á þetta og dró
18.4.2007 | 18:16
6 stafir
Þú hefur vissulega lagt þig fram og unnið af alhug þegar litið er til fortíðar. Nú er komið að því að þú njótir erfiðisins.
Sigur og velferð eru einkunnarorðin hér því þú hefur sýnt þolinmæði í verki og hugsun og á sama tíma unnið heiðarlega fram að þessu. Viðurkenning fyrir vel unnin störf bíður þín.
Langanir þínar verða uppfylltar og góðar fréttir berast þér innan fárra daga.
© 2007 Spámaður - Ingunn ehf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
SSSÓL
18.4.2007 | 10:12
Er ekki viðeigandi að kveðja veturinn með Ísfirðingnum
Helga Björns og hljómsveit hans
SSSÓL?
Við systur ætlum að skella okkur út að eta
og síðan á tónleika hjá þeim.
ÚJÉ,,,,,,,,,,, það verður villt trillt
kvöld framundan.
Annars dreymdi mig all svaðalega og vaknaði við eigin óhljóð
langt á undan klukkunni,
ekki laust við að smá hnútur sé að reyna að fá inngöngu
en ég er hörð á því að meina honum að
trufla mig.
Ég er meira en tilbúin að kveja þennan vetur
með bros á vör.
Veturinn kendi mér margt,sem sett hefur verið í reynslusekkinn
en úr honum þarf að kasta smá.
Í vetur eignaðist ég ykkur bloggvinina
og já það skeði ýmislegt í vetur,gott og slæmt eftir því hvernig maður kýs að lýta á málin.
BÆÍBILI OG KNÚS Á LÍNUNA.
Það eru til englar
Það eru fleiri en tuttugu englar í heiminum.
Tíu sofa friðsamlega á skýjunum,
níu spila á hörpu og einn les núna þetta blogg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Halló!!
17.4.2007 | 13:52
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)