Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Sjálfselska
5.3.2007 | 16:38
- Hef 20 daga til stefnu að tálga kroppinn.
þó fræðin séu einföld:
minni matur,meiri hreifing,ÞÁ
er það ekkert svo einfalt fyrir mig sem held riómaframleiðslu íslendkra mjólkurbúa og Nóa Síríus gangandi.
Mexikósk súpa. Uppskrift fyrir 6.
3 msk matarolía
600 gr nautahakk
2 msk niðursoðin jalepeno - saxaður
1 stór laukur saxaður
2 ds niðursoðnir tómatar
7 dl nautakjötskraftur ( teningar + vatn )
1 msk cumminduft
1 tsk chilliduft eða cayennapipar
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 ds nýrnabaunir.
Olían hituð og hakkið brúnað. Jalepeno og laukur settur út í og brúnað þar til laukurinn er mjúkur. Tómatarnir saxaðir og bætt saman við ásamt soði, kryddi og sykri og allt soðið í 15 mín. Safin síaður frá nýrnabaununum og þeim blandað saman við. Hrært varlega í pottinum þar til baunirnar hafa hitnað í gegn. Borið fram með:Nachos flögum sem muldar eru yfir súpuna á disknum.Rifnum osti sem stráð er yfir flögurna og sýrðum rjóma ( ca ½ -1 msk per disk).Einnig er gott að hræra saman hreinan rjómaost og salsasósu og smyrja á tortillaköku, leggja aðra köku ofan á og skera þetta svo í sneiðar ( gott að nota pizzaskera )
Ógó góð!!
Prufiði bara
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Spákonur eða
4.3.2007 | 17:53
spákarlar.Hef aldrei heyrt um spákarla.Spámiðlar er orð yfir bæði konur og karla þannig að spákarlar hljóta þá að vera meðal okkar.
Ó las þessar setningar mínar og fattaði allt í einu orðið spámaður,en dett þá aftur í fornöld.
Eru spámenn á meðal okkar í dag?
Þá er ég að meina í sömu merkingu og spákona,allflestar konur,veit ekki um karla, hafa einhvern tíman farið til spákonu til að skiggnast inn í framtíðaina og bara til að hafa gaman af og létta lundina.
Bæði karlar og konur fara á miðilsfundi.Miðillinn er oftar karl en kona.
Óvænt pæling
ætlaði að fra að blogga um
þegar ég fór
í fyrsta sinn til spákonu
en
læt það bíða betri tíma.
Knús á línuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frumraun í blogginu.Fyrsta og önnur bloggfærslan mín á blog/central.
3.3.2007 | 03:08



![]()
| ![]()
|
![]()
|
03.05.2006 00:19:00 [ollasak] | ||
prufa | ||
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() | ||
» 1 hefur sagt sína skoðun |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Smá þeytingur á manni þessa dagana!!
2.3.2007 | 03:09
Skemmtilegur tími gengin í garð.Fermingarundirbúningur.Að mörgu er að huga.Munurin á stelpum og strákum er gífurlegur,allavega þegar kemur að fata vali.Er búin að eiða einum degi í einni búð á Selfossi.Skvísan mátaði allt sem var á boðstólum,hver flíkin á fætur annari,hinir og þessir fylgihlutir,skór,stígvél,belti og fleiri flíkur ogogog.........sú gamla þurfti oft að minna sig á að anda inn-anda út-draga djúpt....
Síðan er búið að halda til í Kringluni einn dag og annan í Smáralind.Ólíkt móðurini nýtur dúllan þess að máta föt.Ég vil að hún verði ánægð og dreg því andan.....
Er búin að fá ýmis skot frá skviz eins og "ekki villtaðélítiúteinsogsnjókall""hey já þegar þú fermdist BÚIN að heyraað"Ekki er búið að finna dressið en tískan í fermingarfötunum er mjög lík í búðunum,einföld og smekkleg.
Í fyrrakvöld voru lögð drög að boðskortum og gert sýnishorn,í gærkvöldi voru þau svo prentuð,þokkahjúin litla sys..og Baldur gerðu það,þessar elskur.
Svo langar mig að byrta þetta hér að neðan því mér finnst þetta vera það sem allir ættu að hafa í huga.
Eigið svo góðan föstudag og knús á línuna.
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír: "Þetta er enginn venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru. "Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8 eða 9 árum síðan. Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund.
Eða . . . ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkanum hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfararstofuna, konan hans var nýlátin. Hann sneri sér að mér og sagði:
"Það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund."
Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu.Núna les ég meira og þríf minna.Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu.Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.
Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina, ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntíman" og "einhvern daginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur enginn vitað. Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini.
Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn. Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf . . . bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa. . . "einhverntíman."
Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau.
Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar.
Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstaki dagur.
Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök.
Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um.
Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við betra tækifæri" mundu að "Einhvern daginn" er langt í burtu . . . eða kemur kannski aldrei. . . .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)