Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Söngvakeppnin og blikkljós bæarins!!!

Nú stittist í úrslitin um hvaða lag íslendingar velja í Evrovisonkeppnina og sýnist sitt hverjum eins og vera ber.Sjálfri finnst mér Eiríkur Hauksson,eilífðartöffari og rokkhundur langbestur bæði í söng og á sviði og ja verður maður ekki líka að veðja á að norðmenn splæsi 10-12 stigum á hann,því það er nefnilega svoldið svoleiðis í JÚRÓ.Mér finnst reyndar lögin í ár bara nokkuð góð og grípandi og yrði alveg sátt við; Heiðu töffara(ekki Idol)Jónsa,Friðrik Ómar,Matta. Annars finnst mér skemmtilegra eða meira spennandi að fylgast með stigagjöfini.....Samt hafa lögin farið skánandi undanfarin ár. http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/1/

OOOOOG nú ætla ég að æsa mig yfir einu umferðaljósunum hér í bæ.Í eitt einasta skipti síðan þau komu upp hef ég getað keyrt beint yfir.Og ekki nóg með það að ég sé alltaf í bið á rauðu ljósi heldur hef ég oftar en ekki lent í því að það sé bíll á undan og bíll að koma frá hægri eða vinstri,GRÆNA ljósið kemur,bíllinn á undan kemst yfir og það er komið gult áður en maður nær að fara af bremsuni.Þetta eru nú meiri andskotans BLIKKLJÓSIN eða þá að ég sé svona sérlega seinheppin sem ég náttúrulega oft er útaf DOTTLU......Held samt að það sé ekki málið í þessu tilfelli.

Eigið svo G-óðan dag eins og sumir segja.

 


Aldrei fór ég austur

Gigtin hafði betur og fór ég hvergi á Kárahnjúka.Svo Pálmason lagði af stað í gærdag suður.Eitthvað var ég orðin leið á að bíða eftir karlinum kl.1.í nótt og fór bara að sofa,,,,,,,rumska svo einhvern tíman við að hann stóð yfir mér við bælið vavalaust að segja hæ.,.,.en mér brá svo hrottalega að ég greip lampann sem er úr kopar og marmara og reyddi til höggs,.,.,.,.,skermirinn fauk af þegar ég hitt Pálmason í mjöðmina,.,.,Eitthvað fékk ég að heyra að ég væri stórhættuleg í svefni(svosem ekkert í fyrsta skipti) Ég milli draums og vöku með ofsókaræði fékk hláturskast og gat rétt stunið upp "æ fyrirgefðu Árni minn ég er vakandi"  Heyrði þá sagt svooona frekar köldum.,.,"ertaðreynaðdrepamig" "Hanee" gróf mig í koddan grenjandi úr hlátri.,.,.heyrði kallinn flissa og segja að ég væri alltaf janf kolrugluð...

Myndavél 01 038

Myndavél 01 041

 

 

 

 

 

 

Linda tengdadóttir,Árni,ég og Gunna(dóttirin) veit hreynlega ekki hver er léttgeggjaðastur í þessari familíu.Kanski bara þessi tvö Jón Þór(sonurinn)og Beta systir,,,,,,,,,,,,,Eða bara tíkin .........

Myndavél 2 035

Myndavél 01 044

 

 

 

 

 

 

Á ekki von á að nein tilræði verði hér á heimilinu í nótt....

 

 

 


Hver????????????

Verður 7000asti gesturinn???????

z43730004

HALLÓ HÉR KEM ÉG...

152434152713152958

153010153015153034

Alltaf smá púkalæti í kelluni

Nú vitið þið sem ekki vissuð hvernig ollasak lítur út.


jjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj

Hef átt betri helgi,gigtin heimsótti mig á fimmtudaginn og virðist ætla að vera þaulsætin að þessu sinni,er þó nokkuð oft búin að vísa henni á dyr.Þar sem að þetta var mín vinnuhelgi þá sleppti ég því að taka meðulin,því ég verð alltaf svo slöpp og sljóg af þeim og fæ brjóstsviða..Í þannig ástandi er einfaldlega ekki hægt að vinna þá vinnu sem ég vinn,kvalirnar höfðu betur og ég varð að taka meðul,þ,a.l,engin vinna.Var sæmileg í gærkvöldi en afleit í dag.

En nóg um það,eða nei þetta er að spilla helling fyrir mér,ég ætlaði nefnilega að fljúga á Egilsstaði annað kvöld og skondrast upp í Kárahnjúka til karlsins míns, sem er að koma í frí,og keyra með honum heim á þriðjudaginn,því hann er að koma á jeppa sonarins sem var bilaður á hnjúknum.Nú er bara að krossa fingur!!!!!

Nú ætla ég að fara að horfa á helgarsportið og ath.hvort þeir sýni ekki frá leik Fram og Vals í íslandsmótinu í handbolta.....Lélegi þáttur,greyndu bara frá úrslitunum.Ég sem ætlaði að sjá hann Björvin Pál markmann Framara spila,er lengi búin að reyna að hitta á leiki Framara,tekst alltaf að missa af þeim.

198854021

En þetta er hann Björvin Páll  og Dagmar kærastan hans.Drengurinn er nefnilega svona fóstur-ömmu-barn hjá mér.Flottur strákur!!

Áfram Bjöggi.


Góðan dagin

Vöknuð??? nee ekki farin að sofa.Er búin að vera að fikta í tölvuni og hef einhverja óþægilega tilfinningu fyrir því að ég verði skömmuð í dag.Er ekki frá því að eitthvað vanti  eða hafi færst til í þessu tóli,allavega finn ég  voða fátt.Bloggið er þó á sínum stað og er ég búin að eyða töluverðum tíma í að kíkja inn til ykkar.

En get svarið það klukkan er að hringja,,,,,,,,,,,

nú þarf að huga að dótturinni.

Eigið góðan dag!!!


halló!!

nenni ekki að blogga,setti smá í höfundarupplýsingar fyrir þá sem ekkert þekkja mig....

Er Farin,búin ,bless.

Eigið góðan dag!!!


Ringul-REIÐ í kollinum......

Af nógu er að taka til að skrifa um,er samt með hálfgerða ritstíflu.Mig langar ekkert að blogga um ósóman í þjóðfélaginu fyrr og nú,verð bara þunglynd og ótrúlega reið.WounderingMá samt til að nefna steramálið þar sem skólabróðir minn og vinur á unglingsárunum gerist svo brotlegur og heimskur og fer þ.a.l. í hóp þeirra sem ég hef megnustu skömm og ógeð á.Samt Jón var ótrúlega findin náungi án þess að vita af því og svolítið misskilinn og finnst mér miður að hann hafi VALIÐ sér þennan lífsmáta.því ég á bara skemmtilegar og góðar minningar um Jón ((á ekki að hljóma sem minningargrein))Ég mun aldrei gleima Jóni þar sem hann  kom mjög við sögu lífshamingju minnar.Grinþannig var að við Pálmason vorum eitthvað að dandalast,ekki beint á föstu en eitthvað dúll eins og krakkarnir segja í dag.Kvöld eitt fyrir rúmum 30.árum er bankað heima hjá mömmu og pabba,ég fer til dyra,þar stendur Jón frekar aulalegur og segir;Solla, Árni bað mig að ná í einhverja kellingu til að ,,,,.Ég fór með Jóni til Árna og spurði hann hvort hann hafi sent Jón eftir mér,,,,,ah Árni sagði nei og hefur ekki viðurkennt það enn þann dag í dag.En uppfrá þessu kvöldi höfum við verið óaðskiljanleg....Jóni að þakka eða ekki.Höfum allavega gantast með þetta í gegnum árin.

Bæíbili


Elska snjó stundum

Í þessu yndislega veðri í gær var ég að ná í dótturina og sagði bara það sem mér bjó í brjósti; OOOO mig langar að gera snjóengil" Unglambið hreytti í mig; Farðu þá út fyrir plássið"...Þegar heim var komið skellti ég mér út á lóð,lagðist undir trén og gerði stóran,stóran engil í snjóinn,smá roka kom og þeytti snjó í andlitið,svo lá ég með bros á vör og hugasaði um hvað ég væri nú léttgeggjuð,hvað var gaman að vera barn og hvort ég væri ekki bara barn ennþá,varð svo kallt á bossanum og dreif mig inn og var til í allt.......Nágrönnunum fanst þetta greinilega í lagi allavega er ég ekki út við sundin blá.Dóttirin sagði; þaereggílæime-ðig.........

Eigið góðan mánudag!  


Gerðist ræningji

Enda hef ég það fyrir satt eftir læknamiðli að ég hafi verið sjórænigi í fyrra lífi.Verra þótti mér að sami miðill sagði að Solla sjóræningi hefði verið vond við fólk ????'

En hvað um það,ég rændi í gær þessari mynd af Hafsteini systursyni mínum og Svanlaug kærustuni hans,af síðu ófæddrar frænku minnar,en þau eiga von á sínu öðru barni 7.mars

Fallegust.

20070129100606_3

æði

Hérna er svo frumburðurinn þeirra hann Gabríel Ómar.

Svo var ég að reyna að kommenta hjá drottninguni af Dreka en tókst það ekki þannig að þú lest það bara hér dúlls.

ÆJJJJ ÉG ELSKA ÞIG LÍKA...
Tæknin aðeins að stríða mér...
Á mér skemmtilega fortíð sem grúppía og kann á það ef útí það er farið ójé.

En BÆÍBILI


sgs

abstract_47abstract_22

 

Hef voða lítið að segja,,,er búin að vaka í mest alla nótt því dóttirin er með svo mikla hviðverki.Þetta hefur verið að angra hana í ca 2.mánuði og er að poppa upp öðru hvoru.Þegar þetta byrjaði fyrst var hún send í bæinn í rannsókn því grunur lék á að botnlanginn væri að angra hana.Hún var send heim um kvöldið því engar bólgur fundust í blóðprufunum og þótti doktorunum ekki ástæða að rannsaka hana frekar þó hún væri sárkvalin?? ?? Er að fara að tala við Helga lækni.vona að eitthvað verði gert fyrir krakkan í þetta skipti.

Eigið góða helgi og

knús á línuna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband