Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ég fékk pakka!!!!Hefði ég átt að kyssa jólasveinana????

Á Aðfangadagsmorgun skrapp ég fram á klóið og ekkert merkilegt við.Datt í hug að kíkja í tölvuna aðeins og henti yfir mig v-hálsmálsbol með kraga.....tíminn leið á hraða ljóssins.... Á útidyrnar var barið all hressilega.

"humm" óþolinmæði er þetta........með hárið í kross ríf ég upp hurðina..

HÓHÓHÓ.......OH

Fyrir utan standa 3 skælbrosandi JÓLASVEINAR...

"OMG.......ég er ekki í haldara....

Ætti ég að skella á þá"....neinei berðu þig vel stelpa.

Einn upphóf sína jólasveinaraust......

Hér á að vera lítil stelpa sem heitir Solla........og veifar framan í mig fagurrauðum jólapakka???

"Já nei nei  hér eru engin lítil börn lengur.......

stelpan í næsta húsi heitir Solla.....eru þið ekk...

"Jaskooooo þessi stelpa er svoldið stór....

hefur þú ekki verið stillt Solla mín....

HA??? jú ég???

Glettnin varð undruninni sterkari......fíflaðist svoldið við jólasveinana og tók við pakkanum

fékk svo mandarínu af því ég er svo góða og þæg og einhvern lítinn nammipakka

kvaddi þessar elskur með ósk um gleðileg jól.

Við innganginn hjá mér er spegill og varð mér eitt augnablik litið í hann ég tók fyrir andlitið og hló og hló.......ekki nóg með að ég væri með hárið í krossog haldaralaus

ég var í öfugum bolnum og kraginn náði upp að höku......hefði ekki viljað sjá aftan á mig....

Pakkinn var að sjálfsögðu ráðgáta.....mér datt fyrst í hug ein af mínum yndislegu vinkonum

hringdi í hana en hringdi í vitlaust númer....

hringdi síðan í soninn því hann væri líklegur til að gera svona

en hann sagði bara ...Ha hvaða rugl er nú í þér..

Ég reif upp pakkann og í honum var sílikon köku/ístertuform og form til konfektgerðar

greinilegt að sendandinn Þekkti mig mjög vel.

Og eitthvað kannaðist ég við skriftina.

Ég hringdi í Lísunamína sem sagði en gaman að þú skyldir fá pakka frá jólasveininum

Skvísan sú gafst upp á spurningaflóði mínu og sagði þú áttir ekki að fatta frá hverjum þetta væri.....Okkur Danna datt í hug að gera þetta.

Takk elskurnar mínar ......þið hittuð akkúrat í mark að senda jólasveinana til mín

þið vitið nefnilega að ég breytist í barn yfir jólin og innihaldið var nú ekkert slor.

Akkúrat þarna byrjuðu jólin hjá mér.

Ég byrjaði á því að henda út stressinu.......stressið stafaði af ýmsu...t.d. átti ég eftir að setja upp gardínurnar í stofunni og eldhúsinu en þær skyldu ekki upp fyrr en búið væri að lofta vel út og þrífa eftir skötuveisluna.

Þær eru reyndar ekki komnar upp enn en jólin komu samt.

Jól 022

Dóttirin veik.....

Jól 025

rættist þó dálið úr henni við pakka-upptekkt.

Jól 027

Svo kom FRÚ Beta og fjölsk.....og við mynduðum börnin okkar saman

Gunna og Anton

Jól 029

Gunna.Sara Lind og Anton

Jól 030

Sara reyndi marg ítrekað að sýna svipaða takta og frænka hennar og tekst bara vel til þarna.

Jól 018

 

Úti er dúna logn og snævi þakin jörð og fagurt um að litast í jólaljósaflóðinu.

Lífið er yndislegt

og

Jólaknús á línuna.

6

 

 

 


Ja... það gerði jólaboðið bara skemmtilegra

Síðan sú fyrsta af okkur systkynunum fór að heiman hefur alltaf verið jóla-hangikjöts-boð hjá mömmu og pabbaí háfeginu á jóladag.Eftir að pabbi dó og mamma flutti í minni íbúð þá höfum við systur skipst á að hafa það hjá okkur.

Núna var það hjá FRÚ Betu sem á líka heima hérna.

Þegar ég og mín fjölsk..mættu á svæðið var húsbóndinn úti í bílskúr að gera uppstúf á útigrillinu og hita kartöflumús sem manna mín var svo forsjál að gera í morgun áður en hún kom austur fyrir fjall.

Jól 008

Bara borðað við kertaljós og kósí

Jól 007

Það brenndi sig nú enginn á matnum.....

Jól 010

Smile

Jól 031

Jón Pétur bró

Jól 005

Anton og Gauji bró

Jól 012

Jóna og Grettir

Jól 033

Baldur og Helga Lind

Jól 001

Litla og stóra sys

Jól 032

Trausti og Jón Pé

Jól 037

Barasta kósí í þessu rafmagnsleysi  eta og spila......

Verst er að allt sjónvarp er dottið út eina ferðina enn.

 


mbl.is Rafmagnslaust í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæst kæstari og mikið kæst

tindabikkja

Skötuveislan okkar Jonna Ara frænda hefur færst til mín undan farið.

Hér áður þá verkaði pabbi minn heitin alltaf skötu og svoleiðis vil ég hafa hana.Mr Pálmason og Jonni hafa verkað einu sinni eftir því þeir vissu hvernig pabbi gerpi þetta en þeir hafa ekki haft aðstöðu til að gera þetta núna.Held samt að Jonni sé að verka út á sjó.Bara að hann verði komin í land. 

Annars fer að líða að því að leita uppi ljósa mikið kæsta tindabikkju!!!! je ef ekki vill betur þá gaddaskötu en kæst verður hún að vera.Ég vil taka andköf meðan ég borða skötu.Svo þarf að leita að vestfirskum hnoðmör.Saltfiskurinn er kominn fyrir þá sem ekki borða skötu.

Þetta verður heilmikil stemming og HRÆÐILEG LYKT.......En eldað verður í bílskúrnum og tekur það obbann að þefnum.......svo er bara að opna allt upp á gátt....

Mig langar að benda á færslu hjá Ásthildi Cesil sem mér finnst svo sönn og rétt....

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/396694/

Að lokum óska ég ykkur bloggvinum mínum og öðrum sem rekast hér inn 

GLEÐILEGRA FRIÐAR JÓLA.

fridurajordu

maria12


Má ég giftast með ykkur??

Enn og aftur er það Natalía Diljá sem á orðið........

Beta systir og Trausti voru nefnilega að gifta sig á sunnudaginn og hér kemur smá myndasyrpa frá atburðinum.

Séra Baldur að messa yfir verðandi hjónum

Séra Baldur að lesa þeim pistilinn..

Sara Lind að afhenda hringana

Sara Lind dóttir þeirra að rétta hringana.

mamma,Beta.Trausti jr.og Trausti

Mamma svaramaður,Beta,Trausti og Trausti svaramaður.

og aftur

Hjónin og börnin þeirra Sara Lind og Anton Freyr ásamt Natalíu-skotti sem "langa so að gittast me ykkurr"

Brúðkaup beta+trausti 039

Frúin getur sjaldan setið á púkanum........

mamma svaramaður og frú Elísabet

Móðir brúðarinnar og frúin.

Brúðguminn og faðir hans.

Helgi Jónas grillari mm

Helgi Jónas grillmeistari sá um að grilla í gesti og það ekkert smá gott og flott.

Já við eigum að vera samtaka

"við eigum að vera samtaka .....presturinn sagði það....

systur Trausta

Systur Trausta, Lára og Hjördís.

og aftur

Heiðbjört,frú Beta ,mamma,ég og Lilja.

Sara Lind frú Beta og Gunna

Gunna og Lárus

Gunna og Lárus systursonur Trausta.

Svo eru hérna smá bullu-myndir af okkur systrum.....

í lest og læti í glúntrunum

Í lest.........

Þarna kom PÓSIÐ  sko

Þær kunna varla að pósa.......greinilegt að Hippla og Lilja eiga ekki unglinga.....

Er verið að syngja eða ????

Við erum ekki að taka lagið þarna....eða hvað??????

og hér hjálpuðum við frú Betu að taka eiginmanninn....

Við systur tókum mág okkar  inn í fjölsylduna

Bestu systur í heimi

Bestu systur í heimi....Heiðbjört,FRÚIN,ég og Lilja

Guðjón bró

Litli bró er íbyggin yfir hegðun systra sinna

Smá grín á tertu

Smá tertu-grín....

Takk fyrir þennan frábæra dag.

 

Fleiri myndir er að finna í albúminu Fallleg hér á síðunni.

 


Guð geimi þig

elsku skólabróðir minn og vinur.

c_documents_and_settings_owner_eyahruni_my_documents_fyndnar_myndir_att000055

Fyrir um mánuði setti ég inn þessa mynd og tileinkaði sérstakri persónu og fjölskildu hans hana.

Aftur tileinka ég Óskari,Ástu og tvíburunum þeirra þessa mynd.

En Óskar minn dó snemma í morgun eftir harða baráttu við krabbamein.

Ég vil líka minnast kunningjamíns og vinar Jóns Péturs bróðurs míns Jóns Gunnars Grjetarssonar en hann verður jarðsunginn í dag og háði hann einnig baráttu við krabbamein.

Ég mun ávallt minnast ykkar.

Ég ætlast ekki til kommenta við þessa færslu.


Gudda enn....

Ætla bara að láta vita að ég er enn á lífi.

Tölvan búin að vera biluð...útaf DOTTLU.

Trausti tilvonandi mágur á ekki til orð yfir mig.

En ég þarf að baka margar margar margar SÖRUR fyrir hann.

Hann á þær sko skilið.

Veggurinn er farinn og fer ekki upp aftur.......allavega ekki í bráðWink

Nú þarf að raða aðeins húsgögnum upp á nýtt en það er ekkert nýtt skoWink

Sykursnúðurinn

 er leifar af saumaklúbb sem fæddist fyrir tæpum 30 árum.

Leifarnar

eru við æskuvinkonurnar

Þóra(Gudda gamla bjalla)Lilja systir,Vigdís(bæjó)Grin og ÉG.

Í desember komum við alltaf saman hjá Lilju og gerum eitthvað meiriháttar.

Konan sú er alger lystamaður og er alltaf búin að undirbúa það sem gera skal.

Sl.laugardag mættum við austanfjalls-kéllur til hennar í H.fj.

Ég,Þóra,Vigga og Lilja

(((( við tökum upp á ýmsu öðru en að sauma !!!!))))

Þar beið okkar Mexíkós súpa með tilheyrandi......Niður sniðinn 65.cm jólasveinn sem við svo dútluðum og dedúuðum við með leiðsögn og hjálp Lilju.

Útkoman varð þessi sæti

Picture 002

Jólaþorpið var skannað í fljótheitum..... kíkt á kaffi-Amor og skellt í sig kakó og svissmokka með extra rjóma....tíndumst svo hver af annari......Hvernig var farið að áður en gemsarnir komu????W00t

En er farin ..búin ..bæ..

 


Solla þúrt me ljóddar TÆR..

Sagði litla þriggja ára skrípið hún Natalía Diljá við mig í gær þar sem ég hringaði lappirnar undir mér í sjónvarpssófanum og ekki nóg með það hún hrillti sig og labbaði í burtu og tautaði oggisslett.....snéri svo við og sagði... Solla þú verður að fara í bað......humm ég kíkti undir annan fótinn og sá að ég var þokkalega óhreyn á fætinum......það upplýsist hér með fyrir þá sem ekki þekkkja mig að ég geng alltaf berfætt og er ekkert að fara í skó þó ég stökki út með ruslið eða á snúruna eða bara út í smók.....Samt undantekningar ef ég fer á skemmtistaði eða eitthvað svoleiðis og eins núna í kuldanum hef ég verið í sokkum annars verður mér svo asskoti illt í fótunum..

Aldrei datt mér í hug að ég mundi blogga um mínar forljótu tær........

Þetta var bara svo mikil snilld að heyra og sjá krakkann.

Rokið er að hlæja að mér og jafnvel mana mig að koma út og setja upp séríur á bílskúrinn og kringum anddyrið.....eitthvað sem var á áætlun fyrir mánaðarmót.

Þar sem ég er ekkert endilega eins og aðrir og rokið er að bulla í mér er ég að fara út með hamar og tilheyrandi því nú skulu tendruð ljós........

Ef þið heyrið fréttir í hádeginu.......kona hátt á fimmtugsaldri í Þorlákshöfn fauk úr Eyjahrauni út að sundlaug....konan hafði í fórum sínum hamar og forláta jólaljósaslöngu.......stigi var fastur við ljotar tær konunnar..........

JÁ ÞAÐ ER FRÉTT UM MIG.


Fullveldisdagurinn 1,des í denn....

Var nú alltaf svo lítið merkilegri en í dag.

Alltaf frí í skólanum og það sem var lang best 1.des.ball.

Ji hvað var gaman þá.

Ég lagði af stað 30.nóv.með hinum krökkunum á sveita ball á Hvolsvelli.Þá 14.ára sko......Hljómsveitin Júdast held ég....fortíðarflipp akkúrat núna....ég finn held ég bara lyktina.Eftir miðnætti þurfti kærastinn minn auðvitað að lenda í slagsmálum og hann og fleiri voru drifnir inn í eldhús.SÍÐAN KOM LÖGGA AÐ NÁ Í MIG ég átti að bera vitni.Nú var ég í verulegum vandræðum.

Þurfti að þylja upp NAFNNÚMERSmileog allt í lagi með það........svo var það nafn fæðingardagur og ár.......mér hefur aldrei látið vel að ljúga en ég man andartakið enn þá þegar ég byrjaði að stynja upp 1-12..........50 og 50 og 50 og 50 og 50 og hérna SEX.

Löggurnar litu glottandi á stelpugerpið og hristu hausinn ""hvenær ertu fædd??!!!""

Ég stundi upp 1-12-59 og bjóst við að verða hent út....þurfa að húka úti í rútu .angað til ballið væri búið....En þessar elskur óskuðu mér til hamingju með 15.ára afmælið og síðan var ég látin segja frá atburðarrás slagsmálanna.

Okkur kærastanum sem var með 2 lausar tennur og sprungna vör var svo hleypt út úr eldhúsinu.

þetta er ein svona smá minning af mörgum frá þessum merka degi.

Knús á línuna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband