Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Misjafn sauður í ekki svo mörgu fé.......................
28.10.2006 | 13:22
Margret mín er að lenda í óskemmtilegum aðstæðum núna(sjá mydogs).
Ég lennti í svipuðum aðstæðum fyrir svona 11-12.árum.Þannig var að ég var með vísa sem ég missti mig með og lenti í innheimtu hjá lögfræðingi.Mamma mín ábyrgðarmaður á tryggingarvíxlinum.Ég fór og gerði sátt um málið,fékk kvittanir í hvert skipti sem var greitt og að lokum fékk mamma kvittun fyrir fullnaðargreiðslu,hvernig sem á því stóð,en ekki ég.OK.málið dautt.2.árum seinna bankar gamall karl uppá hjá mér að færa mér stefnu sem var reyndar ekki á mínu nafni en minni kenitölu og mínu heimilisfangi.Ég hringdi í lögfræðinginn og missti mig þegar fullyrt var að ég skuldaði þetta ennþá,ja upphæðirnar pössuðu einu sinni ekki saman heldur.Mamma mín kom svo með mér til lögfræðingsins.Í ljós kom að gerðar höfðu verið 2.kröfur á mig útaf þessu visadæmi og tók það helvítis fræðinginn 2,ár að fatta það.En hvað veit ég.Ekki rukkun eða tilkynnig um ógreidda skuld eða neitt,BARA allt í einu stefna.Mamma mín var hörð hjá lögfræðins-fjandanum,fékk niðurfelldan innheymtu og löfræðikostnað........................HALLÓ.........VAR EKKI BÚIN,ÞETTA BYRTIST ÓVART.MÁLIÐ VAR SKO EKKI DAUTT ÞARNA
Sú gamla bað um að fá tryggingavíxilinn og vildu þau senda hann,en mamma vildi hann núna og eftir langa leit fékk hún hann.
En vá eftir einhvern tíma 1-1 1/2.ár fékk ég aftur stefnu útaf þessu.
Með víxilinn og kvittanirnar í poka mætti ég á tilsettum tíma hjá sýsla,og fórum við Karl Gauti yfir málið,Enginn lét sjá sig fyrir hönd stefnanda,svo Karl hringdi í lögfræðinginn og var það ansi hávært samtal.Karl Gauti færði eitthvað inní stóra skruddu,vélritaði,ljósritaði,notaði svo neongulan áherslupenna yfir atr.eins mætti ekki,krafan tilefnislaus,málinu vísað frá........
Þið ættuð að geyma allar kvittanir sem ekki eru greiddar í banka.
Maður veit aldrei nær Tyrkinn kemur.
BÆÍBILI
Bloggar | Breytt 30.10.2006 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn
26.10.2006 | 10:00
Heil og sæl !
E r ekki málið að blogga feitt,held það bara.
Illa gengur að breita mjúku línunum í massa (góð???)
er þó byrjuð í einkaþjálfun, á að vera þar akkúrat núna,en kerlingin er með hálsbólgu og eyrnaverk.
Vetur konungur sýndi sig í gærkvöldi og gerði hvítt en nú rignir sem aldrei fyrr,þannig að vetrardekkin verða geimd aðeins lengur
Við systurnar allar fjórar,Mr.B.mágur og mamma erum að fara annað kvöld í bíó að sjá Mýrirna og kíkja svo kannski á kaffihús.
Hahaha!!!!Sú sem lennti í símahrekknum á Fm í morgun var engin önnur en Þurí fyrrverandi tendadóttir mín.Dúllan er skapstór húmoristi og komst bara vel frá þessu.Skrítið samt að heyra röddina hennar aftur hér á heimilinu.
Þessi elska kemur heim upp úr kvöldmat á laugardaginn.
Frosin vínber,rauðvín og læti.
Ég lofa.
Held samt að ég sé með sömu ritstífluna sem er að hrjá marga þessa dagana þannig að
BÆÍBILI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hey
17.10.2006 | 03:12
Loksins komin í bloggarastuð.Hér er 31.árs gömul mynd af okkur æskuvinkonunum.Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá,en mynd þessi var grafin upp fyrir mjög svo skemmtilega myndasýningu REUNIONins um daginn.Já það var stuð á þessum GELLUM Í GAMLADAGA.
Svo 31.árum seinna alltaf sama gamla fjörið í þessum kjelllingum.Búnar að eiga 9.börn samtals.Ég tvö með 13.ára millibili með Pálmasyni,Vigga 3.á 14.árum með Torfa og Sigrún 4.á bara nokkrum árum(læti í kellunni)með Guðna.Engin orðin amma(ég reyndar fósturamma) og þá náttla tengdamamma.Vigga er það nú eiginlega líka en við eigum báðar 13.ára stelpuskrípi,sem við vitum nú ekki hvaðan þær hafa þessi ósköp en þær bekkjarsystur eru báðar með sér heldur eldri gaurum(einhver var svo ósvífinn að segja að þetta væru genin okkar Torfa)heheheh.
Jón Þór og familía.Þau eru búin að kaupa Hjallabraut 13.hér í bæ.Húsið sem pabbi minn og mamma byggðu,Skemmtilegt það.Þau verða flutt fyrir jól,
Verð svo að setja inn þessa gömlu góðu af ÝSUSPYRÐUNNI,eins og pabbi kallaði okkur Vigdísi alltaf.
Við munum vera að gæða okkur á ÍSLENSKU BRENNIVÍNI,BRRRRRRRRRR AUAUAUAU.Erum líklega 15.ára þarna á leiðinni á sveitaball.
Skelli inn eitthvað af myndum úr reunion.
Eigið svo góðan Þriðjudag og BÆÍBILI
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enga ketti á þetta heimili TAKK
11.10.2006 | 00:57
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
JASS(sko ekki djass) samt JASS
3.10.2006 | 13:42
Finn stundum ekki viðeigandi fyrirsögn fyrir blaðrið
Engar myndir strax,því þessi hérna dúlla má bara ekki vera að því að setja þær inn og ég kann það ekkert og engin hefur lagt í að kenna mér það.Svo bara mátti ég bara eiginlega ekkert vera að því að taka myndir,en einhverjar þó.
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,REUNION,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Vá hrikalega gaman að hitta þetta lið.þó háralitur væri allt annar,þ.e.a.s.á þeim er höfðu hár og velmegun okkar hafi fært okkur mýkri vöxt (svokallaða velmegunarvömb) þá svei mér þá vorum við allt í einu orðin sömu krakkagerpin og við vorum í þá gömlu góðu daga.Mikið hlegið pælt og rifjað upp.Jesú minn hvað er hægt að hlægja.Minn bekkur sat á næst fremsta borði og komst ég aldrei innar en það(þurfti reyndar að fara óvænt snögglega heim útaf DOTLU)Það var svo mikið að gera í að hittast og kyssat og faðmast og spjalla.Skrýtin staða kom upp í upprifjuninni þ.e.um heitasta parið í denn og nýjasta parið í árgangi 1959. og voru það fyrrverandi hjónin Vigdís og Torfi,og ég og bæjarstjórinn.Get svarið það hef aldrei talað við bæjarstjórann hvað þá meir.En Vigga kjelllijngin jamm jamm.
Svo náttúrulega fengum við ótrúlega gott að borða,,....Humarsúpu og síðan lamb.
Svo var hjómsveit sem Jón bróðir hennar Sigrúnar Huldar og Kristján Óli bróðir hennar Lísu eru í en ég var farin heim áður en þeir byrjuðu að spila.Frétti svo að gleðin hafi staðið til kl.4 og jafnvel lengur hjá sumum.Það lætur ekki að sér hæða þetta lið.
En gæti skrifað rosa mikið en læt þetta duga.
BÆÍBILI
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)