Vitið er ekki meira en Guð gaf þeim .....

var pabbi minn heitinn vanur að segja þegar fólk var að fara með fleipur(fleipur á tíama máli gæti útlagst sem ljótur kjaftagangur um málefni sem fólk hefur ekki hundsvit á og litla vitneskju um og býr þar af leiðandi til allskyns bull og róg í kringum það,bætir í og giskar á,út frá sínum innri manni ) Oftast hef ég látið allt bull og blaður sem vind um eyru þjóta og hugsað þessi orða hans pabba míns.Því ég veit nákvæmlega hvenær á mig er logið (sá sem það gerir veit það líka og þarf bara að díla við sína samvisku)Ég furða mig samt ávallt á því af hverju fólk hefur bara ekki samband og spyr um hlutina áður en það byrjar að þvaðra og bulla um þá (ég geri það oft....viðurkenni að það er stundum vandræðalegt en ég veit þó hvernig málið snýr og hef orð viðkomandi fyrir því og málið er dautt,ef marka má viðkomandi).Mér finnst það einfaldlega hreinlegast.

 

Þetta er orðinn langur inngangur hjá mér svo nú sný ég mér að efninu Wink

Það er þessi rætni kjaftagangur sem grasserar í næstu húsum og víðar í pleysinu um Gunnu dóttur mína og hennar skólagöngu.

Um þessa dekurrófu sem allt fær og allt má OG ÞARF EKKI AÐ MÆTA Í SKÓLA EF HÚN SEGIST FINNA TIL Í LITLA PUTTA.

Ég veit hver rótin að þessum kjaftagangi er.

Nú ætla ég að leiða ykkur í sannleikann um hennar skólagöngu og... svo getið þið skammast ykkar ......eða ekki.

  DYSLEXIA !!! 

veit einhver hvað það er ??

Dyslexia er lesblinda. Lesblindan er afleiðing ákveðinnar tegundar hugsunar og ákveðinna viðbragða við ringltilfinningu og ráðþroti. Það er algengur misskilningur að hún felist einungis í stafa- og orðavíxlun.

 Skynvilla sem gerir allan lestur og skrift að algjörri martröð.

(tekið af Lesblinda-Lesblinda.is) 

Hér á eftir koma helstu einkenni þeirra sem eru með Dyslexiu.

Ég geri ath.semd við það sem á við Gunnu með rauðu.

 

Um það bil 10 af eftirfarandi einkennum má sjá í fari flestra lesblindra. Einkennin getaverið breytileg frá degi til dags og mínútu til mínútu. Traustasta einkenni lesblindra er óstöðugleikinn. x

Almennt

  • Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu en jafnaldrar almennt.
  • Já....
  • Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur, leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.
  •  Ekki stimpluð vitlaus,óþroskuð,barnaleg eða með hegðunarvandamál .....en allt hitt
  • Er ekki ,,nógu langt á eftir” eða ,,nógu slakur” til að fá aðstoð í skóla.
  • Hún hefur fengið mikla og góða aðstoð í gegnum árin..og samband milli mín og skóla verið mjög gott . 
  • Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Útkoma á munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.
  • Jebb
  • Telur sig heimskan, og hefur lélegt sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða prófi í skólanum.
  • Jahá
  • Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist , tónlist, íþróttum, meðferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verkfræði.
  • Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða missir tímaskyn.
  • Margt af þessu á vel við hana
  • Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur (dagdreyminn).
  • Jújú
  • Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða og með sjónrænum áreitum.
  •  

 

Sjónskynjun, lestur og stafsetning

  • Kvartar yfir svima, höfuðverk eða magaverk meðan verið er að lesa. ÓJÁ
  • Bókstafir, tölur, orð, raðir eða munnlegar útskýringar valda ruglingi hjá viðkomandi.
  • Heldur betur
  • Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri.
  • Kvartar yfir að finnast eða sjá stafi og texta hreyfast meðan á lestri og ritun stendur.
  •  
  • Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni.
  • Mjög athugull eða vantar dýptar- og jaðarskyn.
  • Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.
  • jEBB
  • Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.

Heyrn og mál

  • Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.
  • hehe
  • Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar; stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningarhlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.
  • það er alveg koma fyrir

 

Ritun og hreyfifærni

  • Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýantsgrip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.
  • Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.
  • Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir. 
  • Sumt af þessu á við

 

Stærðfræði og tímastjórnun

  • Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna tímanum, læra hluti þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, margföldunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís. 
  • næstum allt þetta
  •  Notar puttana eða önnur brögð við útreikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á blaði.
  • Jebb
  • Kann að telja en á erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.
  • Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og flóknari stærðfræði.
  • Það eru orðadæmin sem eru verst.

 

Minni og hugsun

  • Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði og andlit.
  • Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi hefur 
  • ekki upplifað.
  • Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum eða orðum (lítið innra tal).

 

Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki

  • Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.

    Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.

  • Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).
  • Óvenju fljót til
  • Fær oft eyrnabólgu; viðkvæmur fyrir mat (mataróþol), aukaefnum og
  •  efnavörum.
  • Eyrnabólgur já...  ég er að sjá það í fyrsta skipti að það tengistW00t

 

Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.

  • Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.
  • mjög svo... sérstaklega réttlætiskenndin
  • Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng,
  •  við tilfinningalegt álag eða veikindi.
  • Ójá

 

Það eru engin smáræði sem þessi stelpa hefur þurft að díla við.

Í 2.-3.bekk var farið að bera mjög á seinlæsi hjá henni og hún sett í sérkennslu í lestri.

Þá fór einnig að bera á miklum veikindum hjá henni sem aðallega einkenndust af uppköstum á kvöldin,nóttunni og á morgnana,yfirliði,höfuð og augnverkjum.þrisvar var hún send á bráðamóttöku með ofboðslega kviðverki og of háan blóðþrýsting.Ég var alltaf með hana hjá lækni.Það er búið að rannsaka hana hátt og lágt og ekkert finnst.Hún er búin að fara í speglanir, ómskoðanir alskyns blóðprufur og ekkert hefur fundist að henni..það er búið að gefa henni lyf við hinu og þessu...þau hafa engu máli skipt.

Hún var hjá skólasálfræðingnum sem greindi hana með aðskilnaðarkvíða frá okkur foreldrunum og heimilinu og kyngdi ég því,því hún var mikið háð mér.

Það sem ég áttaði mig ekki á þá var af hverju var hún ekki með þennan aðskilnaðarkvíða þegar hún var á leikskóla.?

Mér leist ekkert á þróun mála og sérstaklega ekki hvernig mæting og lærdómurinn gengu fyrir sig ...í 7.bekk fór ég með hana í Lesblindusetrið og þar var hún greind með dyslexyu.

En grunnskólakerfið á Íslandi gerði ekki ráð fyrir lesblindu nema að til voru hljóðbækur (sem betur fer eru þessir hlutir að breytast í dag og á ég stóran þátt í því ásamt dyggum stuðningsmönnum og þakka ég þeim innilega fyrir stuðninginn og að berjast með mér )

En greiningin ein og sér hefur lítið að segja.Gunna hélt áfram að vera með þessi veikindi.

Loks komst hún að hjá barnageðlækni sem var fljótur að finna út hvað væri að:

Ofsakvíði gagnvart skóla hafði þróast með skólagöngunni þar sem hún réði illa við öll verkefni vegna lesblindunnar.

Þegar hugurinn réði ekki við kvíðann tók líkaminn við með fyrrgreindum afleiðingum.

Geðlæknirinn kom henni að hjá sálfræðingi og ávannst töluvert þar.En þar sem við þurftum að sækja þetta til R.vík. og borga brúsann sjálf urðum við að hætta í þeirri meðferð.10 þús. á viku var einfaldlega of mikið fyrir budduna okkar þá.

Hún er á kvíðastillandi lyfjum núna og er búin að vera í viðtölum 2-4 sinnum í mánuði á BUGL í 1/2 ár og er að læra að höndla kvíðann.Meðulin eru líka að gera sitt gagn.Hún er svo til hætt að æla og allt gengur miklu betur.

Já hún komst inn á BUGL eftir 4 ára bið !!!! Hugsið ykkur !!! Þvílíkt kerfi !!!!

Mér finnst sorglegt til þess að vita að fullorðið fólk sé að bulla um hana og jafnvel eiðileggja það sem við erum búin að vera að byggja upp í gegnum árin.

Ég er mjög stolt af stelpunni minn og hvernig hún berst á hverjum einasta morgni við fjandans kvíðann.

Ég vil taka það fram að kennarar og skólastjórnendur velkjast ekki í vafa um veikindi Gunnu.Enda hafa þau þurft að sitja 2.fundi 3 síðast liðin ár með fræingunum sem hafa verið að vinna með hana.

Í

lokin langar mig að setja hér smá dæmi um það hvernig lesmál og annað virkar fyrir þá sem eru með Dyslexiu.

 

Ég vona að það hafi heppnast að setja þetta inn.

Knús á línuna Heart

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega er þetta góð grein hjá þér Solla. Ég hef nú aldrei heyrt annað en gott af ykkur látið og allri þinni fjölskyldu. Ég veit samt að þetta hefur verið ansi erfitt hjá þér og Gunnu -og misskilið. Hef sjálf misskilið margt en fræðst heilmikið hjá þér.

En kjaftagangur getur verið snúin... og stundum er ekki allt sem sýnist og allt fer í hringi. Láttu mig þekkja það.

Mér finnst gott þegar ég er minnt á þetta: Taktu'ekki níðróginn nærri þér. það næsta gömul er saga. Sjaldan lakasta eikin það er sem ormarnir helst vilja naga.

Lísa 20.4.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Frábær færsla hjá þér Solla mín og alveg örugglega orð í tíma töluð.Það er alveg með ÓLÍKINDUM hvað fullorðið fólk er dómhart og kjaftagleitt um hluti sem það hefur ekki hunds vit á.Ég veit líka aðeins um hvað foreldrar langveikra barna þurfa að berjast fyrir hverri hjálp og því sem þykir sjálfsagt fyrir "eðlileg" börn.Vona vinan að þessi orð hitti þá sem þau eiga að hitta og gangi ykkur vel í baráttunni

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.4.2009 kl. 18:26

3 identicon

Frábær grein hjá þér sumt fólk verður einfaldlega alltaf að vera með eitthvað milli tannana og geta ekki einu sinni látið börn í friði en vona að nú hafi fólk skilið hvað þetta er alvarlegt og finni sér annað til að gaspra um .Sumt fólk er bara svona innrætt því miður og best að koma sem minnst nálægt slíku kjaftapakki.Vona að allt gangi ykkur í haginn Solla mín.Knús

Helga 20.4.2009 kl. 18:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það getur vel verið að hún Gunna mín sé ".....dekurrófa sem allt fær og allt má OG ÞARF EKKI AÐ MÆTA Í SKÓLA EF HÚN SEGIST FINNA TIL Í LITLA PUTTA."

En ég veit að hún er líka gáfuð, skemmtileg og falleg stelpa og ég vona svo sannarlega að hún láti ekki þennan ljóta kjaftagang hafa áhrif á þann árangur sem hún hefur náð!

Knúsaðu hana frá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 18:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og ég gleymdi! Frábær pristill hjá þér Solla!! Frábær!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 18:44

6 identicon

Flott grein mikið að lesa ,dáist af kjarki þínum og haltu áfram´að berjast fyrir þíg og þína ,það gerir það enginn fyrir mann,áframm Solla.

gudda 20.4.2009 kl. 18:45

7 identicon

ég elska gunnu <3 og hún er allt annað en aumingji <3

írena 20.4.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær færsla og nauðsinleg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2009 kl. 19:02

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Maður getur ekki alltaf verið hetjan sem lætur allt yfir sig ganga.Ég geri það alltof oft og reyni að gera það besta úr öllu fyrir alla.

Í rauninni þegar ég byrjaði að skrifa þá hét færslan mörgum nöfnum og upphrópunarmerkjum.Ég var rei. Ég var líka reið í gærkvöldi og við Árni ákváðum að lúra á þessu til morguns.

Ég er ekki lengur reið og Gunna hefur það fínnt hún seig stelpa.

til ykkar.

Solla Guðjóns, 20.4.2009 kl. 19:11

10 identicon

Frábær grein hjá þér nafna ,,go girl,, bið að heilsa í höfnina kveðja Solla

Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir 20.4.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: kop

Ég þekki ekki Gunnu, en segi bara áfram Gunna.

Gangi ykkur vel.

kop, 20.4.2009 kl. 19:40

12 Smámynd: Solla Guðjóns

 Takk Kóp minn ..það skiptir ekki máli hvort þú þekkir Gunnu eða ekki eða hvort nafnið er Ibba Sig....umtalið er jafn ljótt hver sem á í hlut og lesblindan jafn erfið.

Ég kasta kveðju á Höfnina nafna

Írena ég veit og ég er og verð ávallt þakklát fyrir hvað þið bekkjarsystkini hennar hafið staið vel með henni í þessu

Solla Guðjóns, 20.4.2009 kl. 20:55

13 Smámynd: Tína

Æ hvað ég þekki þetta sem þú ert að tala um, enda áttum við (þú og ég) gott samtal um einmitt þessa erfiðileika sem þessi börn okkar standa frammi fyrir. En hann Kristján minn er einmitt bæði les og skrifblindur. Sjálf á ég það samt til að vera kannski of hörð við hann og gleymi því hversu erfitt þetta getur verið fyrir hann. Vonandi finna svona kjaftatífur sér eitthvað annað til dundurs en að sverta fólk. Ekki þekki ég hana Gunnu þína, en ég er farin að þekkja þig pínu og get ekki ímyndað mér annað en að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni.

Knús á þig krútta og vonandi kíkir þú fljótlega í kaffi.

Tína, 20.4.2009 kl. 21:36

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð grein hjá þér Solla mín og takk fyrir að benda á hana annars hefði ég ekki séð hana, er svo lítið að bloggast þó ég hendi inn einni og einni færslu.  Þú stendur þig eins og hetja með stelpuna og ég vona að kjaftatífurnar lesi þetta og skammist sín. Kær kveðja í höfnina.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 21:49

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Sigga - Samma bloggvinkona mín sendi mér skilaboð og hvatti mig og fleiri til að kíkja á færsluna þína.

Þetta er frábær grein. Það hafa mörg börn liðið vítiskvalir í skólanum út af lesblindu. Bróðir minn er lesblindur og tvö bróðurbörn mín.

Bróðir minn fékk heldur betur að kenna á því þegar hann var í skóla. Meira að segja kennarinn hans hæddist af honum við bekkjafélaga hans.

Vinkona mín er lesblind. Kennarinn hennar spurði hana hvers vegna hún myndi lesa svona? Hún leið miklar kvalir og að fara í skólann var þjáning.

Ég varð fyrir miklu einelti og kynferðislegri áreitni  sem unglingur og ung kona og sem barn missti ég móður mína. "Fólk með forsögu eins og þú því er hættara við vefjagigt en öðru fólki" sagði gigtlæknir sem ég var send til á sínum tíma.

Kemur mér ekkert á óvart að dóttir þín þjáist af líkamlegum kvillum vegna andlegs álags sem hún hefur orðið fyrir.

Við systkinin erum 50% Vestfirðingar og var móðir mín fædd í Reykjafirði v/Djúp. Sorry að ég skuli koma hér inn og kvitta.

Takk fyrir frábæra grein.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:04

16 identicon

Alveg er þetta talandi dæmi um Islenskan smáborgarahátt, alltaf skal nýðst á þeim sem minst eiga það skilið og mest hafa við að berjast. Ég þekki þetta ALLT af eigin raun Solla mín, því miður. En er stolt af þér og þinni vinnu fyrir og með Gunnu. Ég ætla ekki að skrifa hér hvað ég vonast að gerist með þessar helv..... kjaftarottur, þú yrðir að læsa blogginu og þá yrði ekki markmiðinu náð. En það er heiftin i mér þegar ég les þetta og í gegn um línurnar hvað er búið að vera að grassera. Risa knús og klemmur til ykkar í höfninni, haldið hausnum yfir vatni og troðið marvaðan og verið VISS um að þeir sem standa fyrir þessu eiga eftir að fá sín laun einn GÓÐAN veðurdag. Sorry Solla mín ´ætlaði ekkert að blogga hjá þér en missti mig.

Er sjálf alveg hætt a blogga fer pínu á facebook en er annars bara upptekin við nám og aðra hluti snúllan mín.

Mér þykir undurvænt um þig vinkona og veit að dóttir þín á bestu mömmu sem hún gæti átt (og örugglega pabba ; )

Sigrun Fridriksdottir 20.4.2009 kl. 23:12

17 Smámynd: www.zordis.com

Frábært hjá þér að birta þessa grein, gott fyrir okkur hin sem stígum í fótsporin og berjumst fyrir ungana okkar. Réttur barna er því miður að virðist ekki sá sami eftir því hvar við búum en við getum og sjáum þörf að fylgja litlu músinni okkar eftir.

Hún Gunna er yndisleg, hlý og frábær stelpa sem því miður hefur þurft að glíma við vanlíðan. Mamma hennar er ekkert slor heldur og ég er bara stollt af því að þekkja baráttukjéddlinguna.

Gangi ykkur sem okkur vel í baráttunni ...

www.zordis.com, 20.4.2009 kl. 23:40

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahaha Sigrún í essinu sínu.Ég finn núna hvað ég sakna þín rosalega elsku vinkona.Við tölum bara mannamál á öðrum vettvangi.Vona að allt gangi vel hjá ykkur

Já Tína mín þetta er ekki bara orðið tómt.Það er mikið sem liggur á bak við lesblindu og ekkert auðvelt í þeim efnum.

Ég nenni ekki heldur orðið að blogga Ásdís.

Ekkert mál Rósa mín.Ég get ekki sagt að mér þikji gaman að heyra af lesblindum. Samt er alltaf forvitnilegt að heyra um stöðu mála í þeim efnum því ég fylgist vel með þessum málaflokk og berst fyrir rétti þessara barna.Þessi mál voru komin í góðan farveg og farið að splæsa pening í þennan málaflokk þegar kreppan skall á.Vonandi klípa þeir það ekki til baka.

Solla Guðjóns, 20.4.2009 kl. 23:48

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Gangi þér vel með litlu músina og vertu vel vakandi yfir honum Þordís mín.

Ég veit ekki hvort þú sérð  dæmið um það hvernig lesmál og annað virkar fyrir þá sem eru með Dyslexiu sem ég setti með.Ég hef fengið nokkrar ábendingar um að fólk sjái það ekki.

En á siðunni Lesblinda-Lesblinda .is getur þú séð það og margt annað mjög sniðugt og fræðandi.

Love you trippið mitt

Solla Guðjóns, 20.4.2009 kl. 23:57

20 identicon

Kæra Solla mín. ég vildi bara kvitta hér og segja þér hvað ég er stolt af þér og fjölskyldu þinni að standa saman gegn kjaftatífum, sjálf hef ég lent í þeim en sat ekkert í líkingu við það sem þið þurfið að þola, því að þið eruð að lenda í munnlega einelti og það er eiginlega verra heldur en líkamalegt þar sem þetta lendir á sálinni... En ég hvet ykkur að halda áfram ótrauð og gefið sk.... í það sem þetta fólk er að segja...

Gangi ykkur bara sem allra best.

Kveðja

Laeila Jensen Friðriksdóttir

Laeila Jensen Friðriksdóttir 21.4.2009 kl. 00:23

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær grein hjá þér Solla.  Ég á tvö börn með kvíðaröskun, það er ekkert grín að eiga við svona.  Sem betur fer eru mín börn ekki lesblind líka, knús og kram á þig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:59

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Alveg frábær grein hjá tér Solla mín.Ég fræddist og vona ad fólk tad sem tú ert ad tala um og bera út sögurnar geri tad líka.

Hjartanlega til hamingju med pistilinn vid höfum öll gott af tví ad lesa hann.

Gangi ykkur vel .

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.4.2009 kl. 07:32

23 Smámynd: Ólafur fannberg

 Roll FRÁBÆRT HJÁ ÞÉR    Blow Kiss 





Ólafur fannberg, 21.4.2009 kl. 07:56

24 identicon

Las bloggið hjá þér,mjög gott! Þetta er nú sennilega það sama og mín dóttir hefur glímt við frá upphafi skólagöngu sinnar. Skólinn sem hún er í núna skilur ekki að hún hafi ekki verið send í greiningu fyrir löngu. Hér hefur hún verið 9 og 10 bekk og strax varð ljóst að lestur bóka á alls ekki við hana. Hún var tekinn úr mörgum greinum. er í ísl,stærðfræði,ensku og svo öllu verklegu. en ekki mörgum tímum í því bóklega. vinnur í eldhúsinu nokkra tíma í viku,og fær þar laun.Það var svo erfitt fyrir hana að vera með bekknum í öllum tímum og skilja ekki neitt,svo það hefur allt verið gert til að henni líði betur í skólanum. Svo er dýrt að senda hana í greiningu á okkar vegum,en skólinn ætlar að herja það í gegn,svo hún hafi eitthvað sér til stuðnings ef hún reynir við framhaldsskólann. Svo hér er gott fyrir hana að vera,útaf þessu sérstaklega. En gangi ykkur Gunnu vel með þetta allt:)

Þ A M 21.4.2009 kl. 09:02

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Laleila takk fyrir innleggið .Það er fátt sem bugar mig en ég tek ekki öllu endalaust þegandi og hljóðalaust.Verra með óharðnaðan unglinginn og leiðinlegt að þetta hafi borist henni til heyrna.

Jóna allir þekkja kvíða sem er okkur bara eðlilegur en fólk veit ekkert hvað ofsakvíði og kvíðaröskun er fyrr en það hefur reynt það á eigin skinni.Gangi þér og þínum sem best

Guðrún takk fyrir þetta.Það er einmitt tilgangurinn með þessari færslu að fræða fólk.Þó það hafi fylgt ofan í gjöf með

Þ.A.mig grunaði þetta.Frábært hvernig hennar skóli tekur á þessu.Já það er dýrt að eiga við þessi mál.Meðferð sem ég var búin að koma Gunnu í kostaði okkur 10.þús á viku.40.þús. á mánuði. 500 þús. hefði árið farið í.Því miður þurftum við að hætta með hana því við höfðum ekki efni á þessu.Ríkið tók engan þátt þar sem sálfræðingar eru ekki með samning við ríkið.Eftir 4.ára bið 4.ára hugsaðu þér...komst hún í viðtöl inn á BUGL sem er náttúrulega ríkisrekið og þá loks fóru hlutirnir að ganga þó þeir séu ekki komnir í fullkomið lag.

Knús á þig músin mín og gangi ykkur mæðgum vel  

Solla Guðjóns, 21.4.2009 kl. 09:42

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

I love you baby...og dáist að þér í þokkabót gangi ykkur sem allra allra best

Heiða Þórðar, 21.4.2009 kl. 11:27

27 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku Solla mín og öll fjölsk , þið eruð bæði sterk og hugrökk og þetta var frábær færsla hjá þér elsku vinkona og allveg komin tími á vona að þetta komist ALLA leið til skila . Ég sendi ykkur bara kærleiks knúss og góðar bænir og veit að þið eruð með breyð bök og bein í nefinu . Elska ykkur knúss klemm . Held að öll fjöl mín sé búinn að koma eða svona hér um bil að kvitta hehe

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 21.4.2009 kl. 12:04

28 Smámynd: Dísa Dóra

Frábær færsla hjá þér Solla mín og gott að fá smá meiri fræðslu um þetta.  Þótti sérstaklega gott að hafa útskýringamyndirnar því þó ég hafi aðeins fræðst um þetta í gegn um árin þá sögðu myndirnar svo ótrúlega mikið.

Svona kjaftagangur er alveg ekta íslenskur og ber aðeins vott um fáfræði og öfund.  Vonandi hættir fólk að velta sér upp úr þessu.

Gangi ykkur vel

Dísa Dóra, 21.4.2009 kl. 16:32

29 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk Heiða litla músin mín Og takk Dísa Dóra og Aðalheiður ....Fólk má alveg velta sér upp úr þessu en á jákvæðan hátt.Vonandi hef ég opnað augu einhverra fyrir hvernig þessi mál standa og fólk sé það vel úr garði gert að það skilji það


Solla Guðjóns, 21.4.2009 kl. 17:04

30 identicon

Mjög þörf grein hjá þér og finn til með þér og þínum og  að auki kannast ég við margt af þessu og þess vegna kem ég ekki undir nafni til þess að fólk muni ekki eftir mér.Var kallaður heimskur illa gefin geðveikur tossi af kennurum og skólafélögum og ekki voru nein úrræði fyrir  stráka eins og mig og þakka guði fyrir að vera ekki sendur á breiðuvík eða höfðaskóla.Það var ekki búið að finna greiningu á þessum árum og þá getur þú ímyndað þér hvernig þetta var og það var ekki inni í myndinni að fá að vera heima og læra því að ég gat lesið ef að ég var einn og skrifað nokkuð í rólegheitum nei tossi þú skalt mæta í skólann auminginn þinn.Og fimmtíu árum seinna svíður en undan þessu, minnimáttarkenndin er en til staðar en sem betur fer er komin hjálpartæki til að hjálpa svo sem púki eins og hér þar sem ég get látið leiðrétta mig ef að ég geri vitleysu.Þess vegna skaltu þiggja alla hjálp sem að þú getur fengið fyrir barnið þitt og láttu ekki Gróu á leiti hafa áhrif á gang mála hún fer alltaf  aftur heim þar sem upphafið er og var  vona að ykkur gangi vel kveðja

bb 21.4.2009 kl. 18:35

31 Smámynd: Solla Guðjóns

Sæll b.b. Þakka þér fyrir innleggið og samúð þína.Þó þetta sé argans erfitt á köflum þá er ég ekki að leita eftir samúð.ÉG VIL AÐ FÓLK SKILJI ÞETTA.

Mér finnst ómetanlegt að heyra frá aðila sem hefur þessa reynslu og komin þetta langt í lífinu.Þetta hefur verið ömurlegt fyrir þig.Hugsaðu þér skilningsleysið á þessum tíma.Því miður er þetta skiningsleysi enn við líði. krakkar sem lýsingin þín á sjálfum þér á við eru yfir höfuð sett á ritalín sem merkilegt nokk fær þau ekki til að verða gáfaðri,hraðlæsari né duglegri.EN ÞAU VERÐA TIL FRIÐS. Mér finnst þetta aumkunarvert úrræði OG HEF ALFARIÐ NEYTAÐ AÐ LÁTA ÞAÐ INN FYRIR VARIR MINNAR DÓTTUR.Krakkar eru að flosna upp úr skólum því þau eru að fá vitlausa greiningu ef þau þá fá greiningu.Þessir einstaklingar margir hverjir lenda á skjön við lífið.ÉG TEL ÞAÐ ENGA TILVILJUM AÐ UM 30% FANGA Á LITLAHRAUNI ERU LESBLINDIR.

  • Var kallaður heimskur illa gefin geðveikur tossi af kennurum og skólafélögum. 
Þetta er ekki það veganesti sem nokkur á að þurfa að fara með út í lífi.
Þau eru frábær þessi hjálpartæki sem finna má í tölvum.En gagnast grunnskólakrökkum lítið þar sem þau vinna ekki á tölvu en mega nota vasareikni.En þau mega samt gera sum heimaverkefni á tölvu.
Ég hef þegið alla  þá aðstoð sem ég hef getað fengið fyrir dóttur mína í skólanum.Stór hluti vandans að sú aðstoð er ekki að nýtast nógu vel er fjarvera hennar frá skóla vegna með fylgjandi ofsakvíða.
Aðra hjálp þarf maður að sækja sjálfur og borga morð fjár fyrir nema hjá BUGL og það er nú ekki hoppað þar inn get ég sagt þér.Það tók 4.ár að koma henni að þar.
Skólar eru og eiga væntanleg að vera íhaldssamir.Margir kennarar enn þann dag í dag neita hreinlega að krakkar séu lesblindir = með Dyslexy.
Þakka þér aftur þitt innleg og gangi þér vel
 
 

Solla Guðjóns, 22.4.2009 kl. 04:34

32 identicon

Góð grein hjá þér, sammála það er með ólíkindum hvað fólk er dómhart, ég þettki þetta að eigin raun þar sem rógburður um mig gekk svo langt að ég get ekki farið í gamla heimahaga og forðast að heilsa fólki sem ég þekkti vegna þess að það verður svo vandræðalegt. Já mennirnir eru misgóðir.

Baráttu kveðja til ykkar

nafnlaus 22.4.2009 kl. 09:43

33 identicon

Hejsa :O), þekki ykkur mæðgur auðvitað ekki neitt, veit aðeins að frábær árangur hefur náðs hjá lesblindu skóla sem er i Hafnarfirði, bæði fyrir börn og fullorðna.

http://www.lesblinda.is/

Hvet alla sem ekki vita af þessu að kynna sér starfið, tek aftur fram að þetta er ekki bara fyrir börn, frábær árangur hjá fullorðnum líka.

Kveðja og hvatning, Karlotta.

Karlotta 22.4.2009 kl. 11:47

34 Smámynd: Solla Guðjóns

Nafnlaus þetta er ekki gott.Mér finnst sitt hvað ræða menn og málefni en að rægja fólk niður.Allir eiga rétt á að eiga sér viðreisnar von.Gangi þér vel.

Karlotta ég hef kynnt mér starfsemi hjá lesblinda.is,Lesblinda-Lesblinda.is,Betra nám.is og Lesblindusetrinu fyrrverandi í Mosfellsbæ en þangað höfum við sótt hjálp.Ég veit að á þessum stöðum er verið að gera krataverk sérstaklega með fullorðið fólk.

Það slæma í þessu öllu er að í grunnskólum er ekki til þekking á þessum málaflokk og þó börn fari á námskeið hjá þessum ágætu stöðum (sem kostar sitt) þá er þekkingin á þessu ekki næg í grunnskólum til að vinna með börnin með þeim aðferðum sem þeim er kennd.

Vissulega er farið að skima eftir lesörðugleikum hjá 2.4.og 7.bekk held ég...hvernig svo á að taka á því hef ég hvergi fundið staf um.

Í síðustu grunnskólalögum eru ákvæði um að börn sem þurfa sérstaka sérfræði þjónustu verði þeim að kostnaðarlausu.Ég innti fyrrverandi menntamálaráðherra/frú eftir hvort þetta ætti líka við um dyslexyu-börn.Hún gat ekki svarað því en sagði að tekið yrði á lesörðuleikum.

Solla Guðjóns, 22.4.2009 kl. 12:28

35 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Takk Solla mín fyrir þessa grein.  Þekki þetta allt, allt of vel.

Þórhildur Daðadóttir, 23.4.2009 kl. 13:38

36 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:28

37 Smámynd: Elín Björk

Mjög góð færsla hjá þér Solla, það er nú ekki langt síðan allir með lesblindu voru stimplaðir heimskir hér á landi, sem betur fer er ástandið orðið aðeins betra í dag, en betur má ef duga skal.
Ég þekki fólk með lesblindu sem fékk sína útreið í gamla daga og skammast sín enn þann dag í dag fyrir að eiga erfitt með lestur og skrift, svo innstimpluð var þessi skömm í þau. Alveg sorglegt!
Það er því frábært að þú gefir þér tíma til að segja frá svo aðrir sjái hvað þetta hefur að segja.
Jú gó görl!!!
Knús yfir í Þorlákshafnarcity!

Elín Björk, 26.4.2009 kl. 17:58

38 identicon

Flott færsla hjá þér Solla mín,,,guð hvað við erum heppin að eiga svona eintak eins og þig ;)

Linda Björg 27.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband